Dagur - 25.08.1965, Qupperneq 7
7
í Golfklúbbur Ákureyrar 30 ára
GOLFKLÚBBUR AKUREYR-
AR varð þrítugur þann 19. ágúst
sl. og verður þess minnzt með
veglegu hófi síðar í haust.
Fyrir 30 árum tóku nokkrir
menn hér í bæ saman höndum
með Gunnar Schram, símstöðv-
arstjóra, í broddi fylkingar og
stofnuðu Golfklúbb Akureyrar.
Heiður sé þeim.
Á þeim tíma leit almenningur
á golfið sem sport en ekki
íþrótt og að það' væri eingöngu
fyrir auðkýfinga og stórlaxa.
Þetta er mikill misskilningur, og
því betur er almenningsálitið
mjög að breytast gagnvart þess-
ari íþrótt, enda stunda hana
menn úr öllum stéttum, ríkir og
fátækir, allt frá 10 ára aldri að
áttræðu. Hefur golfið það fram
yfir aðrar íþróttir, að raunveru-
]ega geta allir stundað það. En
því miður eru énn allt of fáir,
sem kunna að meta þessa hollu
og ánægjulegu íþrótt. Greinar-
höfundur getur með góðri sam-
vizku sagt þetta, því að hann
heíur verið heilsuveill í mörg ár
(kransæðastífla), en stundað
golf. Það hefur oft verið erfitt,
- Náðu ekki fiskinum
(Framhald af blaðsíðu 8).
lítið eitt með línu og fengist
góður afli af smáýsu. Annars er
það þorskur, sem fæst á hand-
færin. Það eru um 3 ár síðan
hefur verið svona góð fiskveiði
hér um slóðir. Það hefur venju-
lega verið þannig, að ef síldveiði
hefur verið góð, hefur lítið
veiðst af fiski og svo aftur öf-
ugt. H. H.
GÓÐ AUGLÝSING -
GEFUR GÓÐAN ARÐ
en mikill vafi er á að hann væri
vinnufær, ef hann hefði ekki
stundað golfið. Það er ekki nóg
að læknarnir segi „gangið, gang-
ið“, menn nenna ekki að ganga
nógu mikið nema stefnt sé að
einhverju ákveðnu marki.
Óvíða hefur verið meiri áhugi
fyrir golfi en hér á Akureyri hjá
þeim mönnum, er það stunda.
Þess má geta m. a., að á þessum
30 árum hefur G. A. 10 sinnum
eignazt íslandsmeistara og 5
sinnum unnið bæjarkeppni á ís-
landsmóti.
Nú á næsta ári verður senni-
lega byrjað á að byggja nýjan
golfvöll, en bærinn þarf á
næstu árum að fá það land, þar
sem golfvöllurinn er nú og verð-
ur hinum nýja velli að öllu
óbreyttu ætlaður staður hér of-
an við bæinn (á Jaðri og landi
þar í kring). Hafa þeir Magnús
Guðmundsson og Júlíus Sólnes
unnið að skipulagningu hins
nýja vallar og er Júlíus búinn
að gera uppdrátt af 18 holu
velli. Ekki verður þó nú á
næstu árum hugsað um nema 9
holu völl, þar sem golfklúbbur-
inn hefur svo fáa meðlimi eins
og er, að hann rís ekki undir
rekstri 18 holu vallar. Þetta
stendur þó allt til bóta, þar sem
félagatalan fer ört vaxandi.
Þetta er stórræði, sem tiltölu-
lega fámennur hópur er að ráð-
ast í, en bæði er það, að stjórn-
endur bæjarins eru þessu
h]ynntir og svo vita þeir háu
herrar, að þeim peningum, sem
í þetta er eytt, er ekki á glæ
kastað.
- Góðir Akureyringar, eflið
golfíþróttina, fjölmennið í Golf-
klúbb Akureyrar.
Með fyrirfram þökk fyrir
góða aðstoð.
Er jörðin að hitna?
MIKLAR og kerfisbundnar at-
huganir benda til, að yfirborð
jarðarinnar sé smátt og smátt að
hitna. í Alaska minnka jöklarn
ir á hverju ári, og það sama er
að gerast í Alpafjöllunum. Ef að
i'ýrnunin heldur áfram með
sama hraða, verða þau íslaus
eftir u. þ. bil 100 ár. í Norður-
Atlantshafi, er ísinn orðinn
helmingi þynnri en hann var í
byrjun nítjándu aldar. Hafnir á
Svalbarða (Spitsbergen) eru
helmingi lengur opnar en árið
1912 og í finnska Lapplandi hef
ur skógarjaðarinn færzt 3 Ví til
5 km norður á bóginn.
Hitaaukningin nær þó aðeins
1 til 1% gráðu á öld og er þar
af leiðandi ekki hættuleg. Fróð-
ir menn eru ekki á einu máli
um orsakirnar. Sumir álíta, að
þetta sé vegna aukningu koldí-
oxýðs (kolsýru) í andrúmsloft-
inu, og þess vegna heftist hita-
geislun jarðarinnar út í geim-
inn. Aðrir benda á aukna geisl-
un frá sólinni. V. V.
(Þýtt úr Teknik for alle).
SJÓSTANGVEIÐIMÓT
(Framhald af blaðsíðu 1).
inu, úrslitum lýst, verðlaunum
úthlutað og mótinu slitið.
Þátttaka tilkynnist til Ferða-
skrifstofunnar SÖGU í Reykja-
vík eða á Akureyri fyrir mánu-
dagskvöldið 30. ágúst.
Geta má þess, að dágóður afli
á handfæri hefur verið í utan-
verðum Eyjafirði sl. vikur.
(Fréttatilkynning frá Sjó-
stangveiðifélagi Akureyrar).
- Mikil vinna á Dalvík
(Framhald af blaðsíðu 1).
hefur orðið að nota að nokkru.
Atvinna hefur verið sæmilega
góð á Dalvík í sumar, enda hef-
ur frystihúsið stöðugt starfað
síðan dragnótaveiðin hófst. —
Hinsvegar hafa þrjú síldarplön-
in okkar sáralitla söltunarsíld
fengið. Þá eru fjögur íbúðarhús
í smíðum og mikið unnið við
eldri hús. Auk þess vinna marg
ir við nýbygginguna á Húsa-
bakka. Vegagerðin í Múlanum
mun ganga fremur hægt síðasta
tímann, enda er unnið við erf-
iðasta kafla leiðarinnar um
þessar mundir, sagði Aðalsteinn
Óskarsson að lokum. □
TAPAÐ
PÁFAGAUKUR
tapaðist í Víðimýri sl.
mánudagskvöld.
Finnandi vinsamlegast
láti mig vita.
Bogi Pétursson,
sími 1-22-38.
úr JERSEY.
Margir litir,
margar stærðir
MARKAÐURINN
Sími 1-12-61
MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl.
10,30 f. h. á sunnudaginn
kemur. Sálmar nr. 530, 365,
139, 537 og 684. — P. S.
MÖÐRUVALLAKLAUSTURS-
PRESTAKALL. — Messur á
höfuðdag: Á Möðruvöllum kl.
11 f. h. og á Bakka kl. 2 e. h.
ÆSKULÝÐSMÓTIÐ
við Vestmannsvatn
um næstu helgi. —
Félagar eru beðnir að
hafa með sér tjöld. Ein heit
máltíð og mjólk á staðnum.
Þeir, sem taka þátt í mótinu,
eru beðnir að gefa sig fram
við Guðmund Garðar Ant-
onsson, simi 11318 eða Guð-
rúnu Eggertsdóttur, sími
11741.
SÖFN - HÚS
DAVÍÐSHÚS er daglega opið
kl. 3—5 e. h.
MATTHÍ AS ARS AFN. — Opið
sunnudaga kl. 2—4 e. h. —
Sími safnvarðar 11747.
NONNAHÚS er opið alla daga
kl. 2—4 e. h. Sími safnvarðar
er 1-27-77.
NATTÚRUGKIPASAFNIÐ er
opið alla daga frá kl. 2—3 e. h.
Sími safnvarðar er 1-29-83 á
kvöldin.
MINJASAFNIÐ er opið alla
daga kl. 1.30—4 e. h. Simi
safnsins 1-11-62, en safnvarð-
ar 1-12-72.
AMTSBÓKASAFNIÐ. — Opið
alla virka daga nema laugar-
daga kl. 4—7 e.h.
- IÐNSTEFNAN
(Framhald af blaðsíðu 1).
um. Flóra hefur breytt um
ýmsar umbúðir, sem eru mjög
smekklega gerðar.
Mjólkursamlag KEA sýnir
nýjar mjólkurumbúðir, bæði
flöskur og pappakassa, ,en þeir
þykja sérlega hentugir fyrir
stór heimili. Fjölbreytni er
mikil í ostaframleiðslu Mjólk-
ursamlagsjns.
Fataverksniiðjan Gefjun sýn-
ir smekkelgt úrval af karl-
mannafötum og Vör er með
margar tegundir af sjófatnaði
og regnkápum fyrir börn og
unglinga. Einnig er nokkurt úr-
val af skinna- og rúskinhs-
jökkum.
Rafvélaverksmiðja Jötuns er
með margar tegundir af raf-
mótorum, stórum og smáum.
Iðnstefnan er opin í dag og á
morgun, fyrir iðnstefnugesti,
en laugardaginn 28. og sunnu-
daginn 29. ágúst, fyrir almenn-
ing, frá kl. 19,00 til kl. 18,00,
báða dagana.
Sýningin verður sett af
Harry Frederiksen framkvstj.
Iðnaðardeildar Sambandsins,
í dag kl. 10,00.
Uppsetningu sýningarinnar
hafa annast þeir Kjartan Guð-
jónsson teiknari, Reykjavík, og
Haraldur Magnússon auglýs-
inga- og útstillingastjóri, Akur-
eyri.
Verksmiðjurnar, sem nú sýna
framleiðsluvörur sínar, eru:
Ullarverksmiðjan Gefjun,
Saumastofa Gefjunar, Skinna
verksmiðjan Iðunn, Skóverk-
smiðjan Iðunn, Fataverksmiðj-
an Hekla, Efnaverksmiðjan
Sjöfn, Kaffibrennsla Akureyr-
ar, Smjörlíkisgerð KEA, Efna-
gerðin Flóra, Mjólkursamlag
KEA, Fataverksmiðjan Fífa,
Fataverksmiðjan Gefjun, Verk-
smiðjan Vör og Rafvélaverk-
smiðja Jötuns. Q
HJÚSKAPUR. Hinn 14 ágúst
voru gefin saman í hjóna-
band á Akureyri ungfrú Sig-
ríður Margrét Hreiðarsdóttir
og Hörður Jóhannsson. Heim
ili þeirra verður að Garðsá í
Öngulsstaðahreppi.
HJÓNAEFNI. Hinn 1. ágúst op-
inberuðu trúlofun sína ung-
frú Lára Einarsdóttir, Vopna-
firði, og Sigtryggur Jónsson,
Lækjargötu 2, Akureyri. —
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Anna Lilja Valdi-
marsdóttir, Syðra-Dalsgerði,
og Hjálmar Jóhannesson, iðn
nemi á Stíflu.
FRAMSÓKNARFÓLK, AKUR
EArRI! Sjáið auglýsingu um fé-
lagsfund Framsóknarfélags-
ins í Blaðinu í dag. — Fjöl-
mehnið á fundinn.
IIÉRAÐSMÓT í frjáls-
iim íþróttum er á Lauga
landi um helgina. Sjá
auglýsingu í blaðinu.
I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99
heldur fund að Bjargi fimmtu
dag 26. n. k. kl. 8,30. Félagar
mætið stundvíslega. — Æ. t.
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
árskrá og fyrirmælum fræðslu-
mála. Það þykir til mikils mælst
að kennarar séu nemendum sín
um til fyrirmyndar, jafnt utan
skóla sem innan og rnargir
kennarar þvemeita því, að þeim
beri meiri skylda til sómasam-
legri framkomu utan skólaveggj
anna en t.d. sjómenn í landleg-
um. En þessar kröfur verður þó
að gera og era e. t. v. þær einu,
sem breytt gætu verulega þeim
lélega árangri skólavistar, sem
svo mjög er um talað á síðustu
tímum. Með því er þó ekki verið
að draga fjöður yfir ábyrgð
lieimilanna í uppeldismálum,
þótt. uppcldishliðinni væri
meira sinnt í skólunum.
SUMIR EIGA ELDINN
VfSAN!
Vikurit eitt birtir um þessar
mundir svör margra manna við
spumingunni: „Bálför eða
greftrun?“ Eitt sinn var þessari
spurningu beint til hagyrðings
á Húsavík, Karls Sigtryggsson-
ar. Hann svaraði með þessari
vísu:
Minni ríku moldarþrá
mundi bálið ama.
En þeim, sem vísan eldinn á
ætti að vera sama.
JÖKLA-SMYGLIÐ
Kaupmannasamtökin hafa nú
mótmælt smygli við viðskipta-
málaráðherra, í tilefni af hin-
um nýju og mjög ræddu smygl-
málum, sem kennd eru við
Langjökul og Vatnajökul. Telja
kaupmannasamtökin, að marg-
víslegt smygl skaði verzlunar-
stéttina um allt að 100 millj. í
álagningu. Má af þessu ráða hve
ýinis konar smygl íslendinga,
auk áfengissmygls, er talið mik-
ið. En áfengið er í sérflokki, sem
smyglvara, og liklegt að hinir
stærstu viðburðir á því sviði,
sem upp komust nú, kalli á
aukið eftirlit.
H. G.
-S-:',:- á- ö -tfsl&S'ö -c-© <-& "S.:1,:- -c- 5(f-
O, -Y
'S Iiugheilar kveðjur og þakkir til fjölskyldu minnar £
og allra œttingja og vina, ncer og fjrer, fyrir heimsókn- t.
ir, góðar gjafir, blóm, heillaskeyti og allt annað mér ©
sýnt á sextugsafmœli minu, 7. ágúst 1965, og gcrðu *
mér daginn ógleymanlegan. ©
Guð og lukkan fylgi ykkur. *
GUÐLAUG EGILSDÓTTIR frá Sveinsstöðum,
Skagafirði.
I
1 f
f Innilegt þahklœt.i til ykkar allra, sem glöddu okk- f
f ur með heimsöknum, góðum gjöfum og skeytum á 'f
ý sextugsafmœlum okkar. — Lifið heil. f
| RÓSA HALLDÓRSDÓ TTIR, 1
f GUNNAR JÓNSSON, Tjörnum. ©
é £
^©-i-iiW-©'5-5!^©'i-5iS>-©'i-5&s-©'i-5;'cS-©'l-5!W-©'i-5;JS-©'i-5Ss-©'i-5!'íS'©'i-5l;-s-©'i-5&s-©
I
%
Eigimnaður minn,
ARI BJÖRNSSON FOSSDAL, ljósmyndari,
Þingvallastræti 31, Akureyri,
andaðist 23. ágúst sl. að Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri. — Jarðarförin fer frant frá Akureyrarkirkju
laugardaginn 28. ágúst kl. 2 e. h.
Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og
barnabarna.
Þorgerður Lilja Jóhannesdóttir.