Dagur - 08.09.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 08.09.1965, Blaðsíða 2
2 Knaftspyrnan um síðasfl. helgi AKUREYRARMÓT - NORÐURLANDSMÓT Sundmenn af Ströndum heim sækja Skagfirðiuga SUNDFÓLK frá Héraðssam- bandi Strandamanna kom í heimsókn til Sauðárkróks 7. ágúst og keppti ásamt sund- fólki úr Tindastóli í 12 sund- greinum og varð árangur á mótinu þessi: 50 m skriðsund karla. sek. Birgir Guðjónson T 29,5 Sk. mct. Ingim. Ingim. S 29,9 St. met. Hilmar Hihnarsson T 30,8 100 m bringusund karla. mín. Birgir Guðjónsson T 1:21,0 Sk. met. Ingim. Ingim. S 1:25,1 St. met. Svanur Ingim. S 1:31,0 50 m haksund karla. mín. Birgir Guðjónsson T 37,0 Sk. met. Sveinn Marteinsson T 39,1 Kristinn Sigurðsson S 45,3 100 m bringusund kvenna. mín. Unnur Björnsdóttir T 1:41,5 Margrét Bjarnadóttir S 1:49,6 Nanna Ólafsdóttir S 1:50,6 Ágústa Jónsdóttir T 1:53,5 50 m skriðsund kvenna. sek. Ingibjörg Harðardóttir T 36,5 Ágústa Jónsdóttir T 38,2 Unnur Björnsdóttir T 38,2 Anna Hjaltadóttir T 40,5 50 m baksund kvenna, sek. Ingibjörg Harðardóttir T 43,0 Anna Hjaltadóttir T 49,4 Unnur :Björnsdóttir T 49,5 50 m bringusund telpna. sek. Guðrún Pálsdóttir T 46,9 Kristbjörg Magnúsd. S 50,6 María Valgarðsdóttir T 51,0 Erna Guðjónsdóttir S 53,0 50 m skriðsund telpna. sek. María Valgarðsdóttir T 37,8 Guðrún Pálsdóttir T 38,8 Kristbjörg A'Iagnúsd. S 41,2 50 m bringusimd sveina. sek. Sveinn N. Gíslason T 42,6 Guðmundur Jóhannss. S 47,9 F.inar I. Gíslason T 48,0 Jóhann Guðjónsson S 51,4 50 m skriðsund sveina. sek. Stefán Evertsson T 37,5 Hannes Friðriksson T 41,5 Jóhann Guðjónsson S 46,6 Þorkell Jóhannsson S 50,7 4x50 m frj. aðferð karla. mín. A-sveit Tindastóls 2:07,0 Sveit Héraðssamb. Str. 2:07,9 St. met. B-sveit Tindastóls 2:47,7 4x50 m bringus. kvenna. mín. A-sveit Tindastóls 3:09,0 Sk. met. B-sveit Tindastóls 3:23,2 Svcit Héraðssamb. Str. 3:25,6 Hjónaskilnaðir í austri og vestri 1 ALLMÖRGUM löndum, t. d. Argentínu, Chile, írlandi, ítalíu og Spáni, eru hjónaskiln- aSir ekki leyfðir. í öðrum lönd- um, eins og t. d. Belgíu og Jap- an, geta hjón skilið hindrunar- laust ef þau eru bæði ásátt um- að slíta samvistum. í mörgurh múhameðsktim löndum nægir það eitt til að koma á hjúskap- arslitum, „talaq“, að eiginmað- urinn mæli fram nokkur orð, og hafa yfirvöldin engin afskipti af slíkum málum. í Burma getur eiginmaður fengið skilnað frá konu sinni, ef hún sýnir ráðríki eða fjandsamlega afstöðu til hans. Þessar upplýsingar er að finna í umfangsmiklu yfirliti, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látið semja handa nefnd sam- takanna um stöðu kvenna. Yfir- litið er byggt á upplýsingum frá um 60 ríkjum og er þar gerð grein fyrir þeim kjörum sem karlar og konur búa við að því - Hafnarvörðurinn bjargaði barni (Framhald af blaðsíðu 8). höfninni. Leit hann inn hjá tollverði á tollstöðinni og tóku þeir tal saman. En ekki var hafnarvörðurinn fyrr setztur, en honum „finnst“ á sig kallað, mjög ákveðið. Sprettur hann þá upp og skundar út og fyrir húshornið. Þá heyrir hann barnsgrát og að kallað er: Haltu þér! Haltu þér! Að fáum augna blikum liðnum var Þorsteinn hafnarvörður kominn til drengj- anna, er þá voru komnir í hend ur snarráðs björgunarmanns. □ er snertir hjónaskilnaði, ógild- -ingu hjónabanda og skilnað að börði og sæng, hvaða afleiðing- ar hjúskaparslit hafa fyrir aðil- ána, börriln o. s. frv. Af þeim margvíslegu atvik- um, hátterni og athöfnum, sem taldar eru gildar skilnaðarorsak- ir, eru hjúskaparbrot algengust, en þar næst koma hrottaskapur og geðveilur. Drykkjuskapur er eiriungís nefndur í örfáum lönd- um. í Belgíu, Lúxemborg og Hondúras er hjúskaparbrot skilnaðarorsök, sé það framið af eiginkonunni, en að því er varð- ar eiginmanninn er það einung- is skilnaðarorsök hafi hann komið með hina konuna inn á heimili þeirra hjóna og framið hjúskaparbrot með henni þar! í flestum löndum hafa bæði eiginmaður og eiginkona sama rétt til að fá yfirráð yfir börn- unum eftir hjúskaparslit. í Kína er það þó faðirinn, sem á að taka að sér börnin, nema aðilar hafi komið sér saman um annað eða dómstóll hafi fengið þriðja að- ila til.að taka þau að sér. Svip- uð lög eru við lýði á Ceylon, i írlandi, Thaílandi og fleiri ríkj- um. í Grikklandi hagar því svo til, að því tilskyldu að hjúskap- arslit hafi orsakast af brotum beggja aðila, að móðirin fær yfirráð yfir dætrum undir 10 ára aldri, en faðirinn yfir son- um undir 10 ára aldri. Að loknum hjónaskilnaði hag- ar því svo til í nokkrum lönd- um, að hægt er að skylda mann- inn.til að sjá fyrrverandi konu sinni fyrir lífsviðurværi, jafn- vel þótt hún hafi átt sök á skiln- aðiriurh. Þetta á m. a. við um Nígeríu, Sierra Leone, Indland, eitt fylki í Kanada og nokkur ríki Bandaríkjanna. í Vestur- Þýzkalandi getur það hins veg- ar komið fyrir, að kona, sem að öllu eða einhverju leyti hefur átt sök á hjúskaparslitum sé skylduð til að greiða lífsviður- væri fyrrverandi eiginmanns, geti hann ekkj séð sjálfum sér farborða. HEIMAMENN leiddu hesta sína saman sl. laugardag hér á knatt- spyrnuvellinum. Var háð svo- kallað Knattspyrnumót Akur- eyrar, sem venjulega er leikið ár hvert, á tímabilinu frá sumar málum til veturnótta. Og það voru bæjarfélögin K. A. og Þór er áttust við. Leikurinn var fremur tilþrifalítill, því yfir- burðir Þórsara voru svo greini- legir að varla var um verulega keppni að rasða. K.A.-liðið var óvenju bitlaust í þessum leik enda vantaði Jón Stefánsson og Kári lék langt undir getu. Skúli var sá eini er barðist en hafði litla hjálp. Breidd Þórs-liðsins er mikið meiri. Þá vantaði báða fram- verðina Guðna og Magnús, en unnu þó leikinn 4:0. — Dómari var Rafn Hjaltalín. Knattspyrnumót Norðurlands I. deild (en í henni eru K.A., Þór og Siglfirðingar) hófst svo á sunnudaginn, með leik milli K.S. og Þórs. Þór hafði nú end- urheimt Guðna í liðið en Magnús, sem er meiddur, varð að láta sér nægja áhorfendapall. Þórs-liðið hóf leikinn, á móti norðan strekkingi, með mjög góðri knattspyrnu, leikið var fá manni til manns enda varð uppskeran 2 mörk á fyrstu 20 mínútunum. Siglfirðingar voru óvenju daufir þennan leik og voru langt frá því að vera eins spræk ir og þeir voru hér í fyrrahaust, er þeir unnu Norðurlandsmótið. Leiknum lauk með sigri Þórs 6:2, er var verðskuldað. — Dóm- ari var Sveinn Kristjánsson. Tvær bækur frá Almenna bókafélaginu Almenna bókafélagið hefur sent frá sér tvær nýjar bæk ur, og eru það fyrstu bæk- ur félagsins á þessu hausti. Er þar um að ræða metsölu- bókina Njósnarinn, sem kom inn úr kuldanum og Kanada, tólfta bókin í bóka flokknum Lönd og þjóðir. Njósnarinn, sem kom inn úr kuldanum, er eftir brezka rit- höfundinn John le Carré, öðru nafni David Cornwell, og er þýdd af Páli Skúlasyni. Höf. hefur áður skrifað nokkrar bæk ur, en hlaut heimsfrægð, þegar Njósnarinn kom út, en bókin var á vinsældarlistanum beggja vegna Atlandshafsins svo mán- uðum skipti, og er í dag mest selda njósnasagan. Hefur bókin hvarvetna hlotið mjög góða dóma, og sagði t. d. Graham Greene um hana: „Bezta njósna sagan, sem ég hefi nokkru sinni lesið.“ íslenzka er 14. tungumál- ið, sem hún kemur út á. Sögusvið „Njósnarans" er njósnir og gagnnjósnir stórveld anna á dögum kalda stríðsins og lýsing á sálarlífi þeirra, sem við þær fást. Gerist bókin aðal- lega í London og í Vestur- og Austur-Berlín. Höfuðpersónan er Alec Lemas, — fimmtugur starfsmaður brezku leyniþjón- ustunnar, sem er orðinn þreytt- ur á starfi sínu og langar til að „komast úr kuldanum“, og hætta að lifa hinu tvöfalda lífi njósnarans. Lýsir sagan síðan hvernig honum tekst við síð- asta verkefni sitt, sem hann verður að leysa áður en hann dregur sig í hlé. Sögusviðinu kynntist höfund- urinn, þegar hann var starfs- maður brezka utanríkisráðu- neytisins, en hann starfaði ein- mitt í Berlín, þegar Múrinn var reistur. Bókin er 222 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar h.f. Bókband hefur Sveinabókbandið hf. annazt, en kápu bókarinnar hefur Kristín Þorkelsdóttir teiknað. Kanada er skrifuð af rithöf- undinum Brian Moore, en Egill Jónasson Stardal hefur íslenzk- að hana. Lýsir bókin í máli og myndum helztu einkennum þessa víðáttumikla grannríkis okkar, þar sem búa fleiri menn af íslenzkum ættum, en í nokkru landi öðru, og ef til vill fleii-i en í öðrum framandi lönd um til samans. Kanada er tólfta bókin í hin- (Framhald á blaðsíðu 7). Tvöföld umferð er nú í Norð- urlandsmótinu í fyrsta sinn. Leikið er heima og að heiman. Óákveðið er um næstu leiki, en væntanlega verður eitthvað af þeim um næstu helgi. S. B. Tugþrautarkeppni á Lauguin í S.-Þing. DAGANA 28. og 29. ágúst var haldin tugþrautarkeppni að Laugum. Keppendur voru 6. — Veður var kalt báða dagana og ekki heppilegt til keppni. — Úr- slit urðu þessi: stig Sigurður Friðriksson E 5061 (11,7 6,56 10,14 1,45 58,6 17,4 31,22 3,35 28,40 5:13,8) Haukur Ingibergsson GA 4947 Ófeigur Baldursson GA 4482 Ásgeir Daníelsson V 4010 Jón Benónýsson E 3935 Halldór Sigurðsson G 3850 RÆTT UM ÓLÆSI í TEHERAN ENDA þótt ólæsi sé algengast í vanþróuðu löndunum, er það líka fyrir hendi í nálægari lönd um. í Póllandi eru t. d. 6,5 af hundraði allra kvenna ólæsar. Þegar sunnar dregur í Evrópu hækkar hudraðstalan. Þriðja hver kona í Griklandi er ólæs, þriðja hver kona og fjórði hver maður í Portúgal eru ólæs. Dagana 8. til 19. semtember koma kennslumálaráðherrar hvaðanæva að úr heiminum saman til ráðstefnu í Teheran til að ræða um ólæsi. Það er íranskeisari sem býður til ráð- stefnunnar, en hún er skipu- Iögð af Menningar- og vísindá- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Búizt er við, að kennslumálaráðherrar í flest- um aðildarríkjum UNESCO (þau eru 119 talsins) taki þátt í ráðstefnunni. Q Héraðshátíð Fram- sóknarmanna í Skagaf. Frostastöðum 28. ágúst. Fram- sóknarmenn í Skagafirði héldu sína árlegu héraðshátíð í félags- heimilinu Bifröst á Sauðárkróki sunnudaginn 22. ágúst s.l. Þar fluttu ræður alþingismennirnir Karl Kristjánsson, Björn Páls- son og Ólafur Jóhannesson. — Ónefnda tríóið, Jón Sigurðsson, Ásthildur Emilsdóttir og Björg Ingadóttir, skemmtu með gam- anþáttum og grínsöngvum, og Akureyringarnir Jóhann Kon- ráðsson og Kristinn Þorsteins- son sungu tvísöngva við undir- leik Áskels Jónssonar söng- stjóra. Var gerður hinn ágæt- asti rómur að ræðum manna og skemmtiatriðum. Að lokum var dansað. Samkoma þessi var öll með miklum glæsibrag og svo fjöl- menn, að rými Bifrastar reynd- ist mikils til og lítið. mhg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.