Dagur - 08.09.1965, Side 8

Dagur - 08.09.1965, Side 8
8 § ÞESSIR fjórir ungu drengir stofnuöu hljómsveit á Akureyri fyrir réttu ári sí'ðan, sem þeir | | kölluðu BRAVÓ. Nú hefur þeim verið boðið að koma fram á hljómleikum í Austurbæjarbíói i i með ekki ófrægari skemmtikröftum en „The Kinks“ dagana 14., 15. og 16. september. Dreng- = I irnir heita (frá vinstri) Helgi Hermanrisson (rythm-gítar), Kristján Guðmundsson (sóló-gít- i i ar), Þorleifur Jóhannsson (trommur) og Sævar Benediktsson (bassa). Óskar Dagur þeim alls É i góðs í suðurferðinni. (Ljósmynd: E. D.) i Sjóstangveiðimótið á Ákureyri Jóhannes Kristjánsson fékk mestan afla, 360 kg, SMÁTT OG STÓRT Sjóstangveiðirnótið á Akureyri. DAGANA 4. og 5. september var haldið sjóstangveiðimót á Akureyri, hið annað í röðinni. Þátttakendur voru á fjórða tug frá Akureyri, Reykjavík, Akra nesi og Keflavík. Föstudagskvöldið 3. septem- ber var mótið sett í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri. Lagt var af stað báða morgna kl. 8 frá Akureyri til Dalvíkur og haldið á miðin kl. 9. Á sunnu dagskvöld var úrslitum lýst, verðlaunum úthlutað og mót- inu slitið. Aflahæsti einstaklingurinn var Jóhannes Kristjánsson, Akur- eyri, fékk 360,11 kg og hlaut Björgvinsbikarinn, sem er far- andbikar gefinn af Páli A. Páls- syni. Annar varð Birgir Jó- hannsson, Reykjavík, með 335,52 kg. Þriðji Lárus Árnason með 302,66 kg. Aflahæsta sveitin varð sveit Jóhannesar Kristjánssonar, og í henni voru, auk hans, Eiríkur Stefánsson, Rafn Magnússon og Óli D. Friðbjörnsson. Aflinn var 927,52 kg. og hlutu þeir FLESTIR eldri vegir landsins, byggðir með frumstæðum verk- færum, eru ónýtir og í engu samræmi við umferðaþörfina, sem nú er orðin. Brýr eru of þröngar, ræsi í vegum of stutt, beygjur margar og hættulegar, hvörf, holur, grjót og „þvotta- bretti“ svo yfirþyrmandi, að engu er lík'ara en um væri að r æ ð a tæknikunnáttusamlega þolbraut fyrir venjulega bíla, miðað við það, að ónýta bílana á sem skemmstum tíma. Víða eru malarslitlögin svo til horfin. í þurrkum eru vegirn ir einn rykstólpi í umferðinni, og í regni gengur vatn og aur af veginum yfir ökutækin, og Sportstyttuna, sem gefin er af Hákoni Jóhannssyni, verzlun- inni Sport, Reykjavík. Aflahæsti bátur, miðað við meðalþyngd á mann, varð mb. Auðunn frá Hrísey, skipstjóri Kristinn Jakobsson og hlaut hann Sjóvá-bikarinn. Númer 2 varð mb: Qtur frá Hrísey, skip- stjóri Hjörleifur Jóhannsson, AÐ kveldi 2. september s.l. bjargaði Þorsteinn Stefánsson, hafnarvörður á Akureyri, 7 ára dreng frá drukknun. Nánari at- vik voru þessi: Tveir bræður, Hallur Ár- mann, 7 ára, og Guðbergur Kári, 6 ára, Ellertssynir, Engi- mýri 1, yoru að leika sér um borð i mótorbátnum Verði, sem lá við bryggju framan við Eim- skipafélagshúsið við Akureyrar höfn. En þegar þeir ætluðu í land, lenti Hallur í sjóinn, en gat komizt að hafnarbakkanum og náð þar í gúmmíhjólbarða, má gott heita ef þau festast ekki í forárvilþum veganna. Á slikum vegum eyðileggja íslendingar þrjátíu og fjögur þúsund bíla sína á óeðlilega stuttum tíma, verða að búa við slysahættuna vetur og sumar, og una því, að ríkissjóður haldi tveim þriðju hlutum af þeim tekjum, sem honum falla í skaut af innfluttum bílum, varahlut- um, benzíni og sköttum af bif- reiðum landsmanna. En ríkis- sjóður skilar vegunum sem svarar einum þriðja nefndra tekna, sem hrekkur skammt. Á síðustu árum hafa þunga- flutningar með biíreiðum mjög (Framhald á blaðsíðu 7). f. 252.68 kg. Þriðji varð mb. Far- sæll frá Hrísey, skipstjóri Gunn ar Jóhannsson, með 251,66 kg. Allt er þetta miðað við meðal- þyngd á mann. Þyngsta fiskinn drá Þorsteinn Árelíusson, Akureyri, tæp 53 pund og var það þorskur. Ein kvennasveit tók þátt í mótinu og aflaði hún samtals 560.69 kg. Hana skipuðu Stein- (Framhald á blaðsíðu 7). er þar hékk. Klukkan var um 7 að kveldi er þetta gerðist og mannaferð engin um hafnar- bakkann. Víkur nú sögunni til Þor- steins hafnarvarðar, sem um sama leyti var að koma frá kvöldverði og gekk niður að (Framhald á blaðsíðu 2). TVÖ „GÁFNALJÓS“ BÚA TIL VIÐTAL Tvö „gáfnaljós" og skáld, sem virðast vera að hætta blaða- störfum hér í bæ, hjálpast að við að skrifa eftirmæli um ís- lending, og birtast eftirmæli þessi í Verkamanninum 3. sempember. „Gáfnaljósin" tala saman — annað spyr en liitt svarar. Ritstjóri íslendings lætur þar í Ijós, að óvíst sé, að íslending- ur verði vakinn upp á ný, og segir, að starfsmönnum blaðs- ins hafi verið sagt upp „enda eðlilegur hlutur þegar framtíð þess er svo óráðin“, bætir hann við. Þess geíur hann um Ieið, að Dagur hafi vottað honum samúð sína, og talar um „króka- dílatár“ í því sambandi. Óþörf er sú sletta, því að Dagur er þeirrar skoðunar, að viðkunn- anlegt sé, að norðlenzkir Sjálf- stæðismenn flytji sjálfir mál sitt, þó að flokksforingjum syðra og ýmsum stuðningsmönn um hér nyrðra kunni að hafa þótt það linlega gert. Það er miskunnsemj hjá Verkamanninum, að veita hús- næðislausum skjól, lofa óánægð um manni, sem hefur orðið að loka nöldur sitt inni um skeið, að taia. OF SNEMIMT AÐ BIRTA EFTIRMÆLI Það er minni reisn yfir eftir- mælum íslendings en vænta mátti þegar tveir ritstjórar, auk þess skáldmæltir, leggja saman. Annað er þó líklega öllu lakara fyrir höfundana; að þeir eru að mæla eftir þann, sem ekki er dauður. Dagur tekur engan þáft í þeirri kviksetningarat- höfn þeirra félaga. Enda kann svo að fara, (hefur áður gerzt þar á bæ) að annar eftirmæla- höfundurinn verði, þrátt fyrir uppsögnina, beðinn auðmjúk- lega að taka að sér ritstjórn Is- lendings á ný, og ekkert lík- legra, en hann fallist á að gera það. Fljótlega mun svo koma í ljós, hvort Lazarus sefur eða hérvistardögum hans lýkur að fullu. Það fer eftir því hvort Sjálfstæðismenn meta meira, pyngju sína eða þetta málgagn sitt. ÁLAGNING BÚVARA Kaupmannasamtökin í Reykja- vík hafa neitað að annast sölu á íslenzkum kartöflum, vegna of lágrar álagningar á þeim. Formaður samtakanna hefur lýst því yfir, að „sama máli gegni um dreifingu allra ann- arra Iandbúnaðarafurða“ þ. e. of lág álagning. Alþýðusam- band íslands hefur hins vegar krafizt rannsóknar á sölu- og dreifingarkostnaði landbúnaðar vara, sem það telur óeðlilega mikinn. í fyrradag ákváðu svo kaup- menn að hefja sölu á kartöflum á ný, en telja sig þó ekki með því fallast á réttmæti leyfðrar álagningar. , FURÐULEG UMMÆLI í fsafold 28. júní síðastliðinn var m. a. vikið að lánsfé og fyr- irhuguðum framkvæmdum í samgöngumálum á Vestfjörð- um. I sömu grein ræðir blaðið um málcfni Norðlendinga. Seg- ir þar, að á Norðurlandi sé „við allt önnur vandamál að stríða“, því að þar séu „samgöngur víð- ast livar góðar“. Á þetta ber- sýnilega að skiljast svo, að hér nyrðra sé ekki þörf sérstakra átaka í vegamálum og fjáröflun- ar í því skyni, t. d. með lántöku lijá fyrrnefndum flóttamanna- sjóði. Þessi ummæli um hinar góðu samgöngur á Norðurlandi, sem ekki geta talizt til vanda- mála, eru vægast sagt furðuleg, en ekki verður þess vart, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurland, hafi lagt á sig það ómak að láta flokksblað sitt leiðrétta þau. ÞINGEYJARSÝSLUBRAUT Þingeyjarsýslubraut, sem svo er nefnd í vegaáætlun, frá Breiðu- mýri um Reykjadal, Aðaldal, (Framhald á blaðsíðu 7). Aðalfundur Æskulýðs- J sambandsins UM næstu helgi er aðalfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti, og verður hann í Bólstaðahlíð og hefst kl. 4 e. h. n. k. laugardag, með venjuleg- um aðalfundarstörfum og skýrsl um nefnda. Aðalmál fundarins verður þátttaka æskunnar í safnaðarstarfinu. — Framsögu hafa séra Þórir Stephensen og Gylfi Jónsson stúdent. Á laugardagskvöld verður kirkjukvöld í Húnaveri, þar sem m. a. koma fram skiftinem- ar kirkjunnar. — Fundinum lýkur um hádegi á sunnudag, en síðan munu prestarnir flytja messur í 6 kirkjum þar vestur frá. Q Þorsteinn Stefánsson hafnarvörður og bræðurnir Guðbergur og Hallur (til hægri). (Ljósmynd: E. D.) Flestir vegir landsins eru lélegir Hafnarvörðurinn bjargaði barni

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.