Dagur - 18.09.1965, Side 4

Dagur - 18.09.1965, Side 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Abureyri Símar 1-1186 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjöm«jsonar h.f. Tvöföld hæftð SUNNANBLÖÐ höfðu það nýlega eftir menntuðum manni, að gróður- moldin væri dýrmætasta eign þjóð- arinnar. Mátti sjá, að þau höfðu ekki haft slík sannindi nýlega í huga. Hafa þau þó legið hverjum hugsandi manni opin, enda alveg áþreifanleg. Af sögunni geta menn lært, að ekkert þjóðríki fær staðist né haldið uppi menningu sinni, án þess að fólkið noti land sitt, nýti gæði þess og að verulegur hluti þjóð- arinnar lifi í nánum tengslum við sjálfa gróðurmoldina og náttúruna í heild. Eins og jarðargróði, og búvörur af honum, eru öðrum fæðutegund- um betri til að auka og halda við líkamlegri hreysti, miðla sveitimar samfélaginu starfshæfu fólki í flest- ar atvinnugreinar og menningarleg- um verðmætum í formi lista og hvers konar mennta, því þær eru vagga þeirra, er hæst ber í þessu efni. Það er engin tilviljun, að foreldr- ar í þéttbýlinu óska einskis fremur en koma börnum sínum til dvalar í sveit. Ósk þeirra er af því sprottin, að þau vita, að slík dvöl veitir börn- unum skjótan og haldgóðan þroska, andlegan og líkamlegan. Þar eru róla og rugguhestur broslegir hlut- ir, því hið daglega líf og starf sveit- anna veitir athafnaþrá og orku barna og unglinga hina fullkomnustu út- rás, án nokkurra þeirra gervitækja, sem borgarbúar verða að búa sér til eins og hvert annað „snuð“. Það er heldur engin tilviljun, að bandaríksir ríkisstjórar velja oft sveitamenn til hinna vandasömustu opinberra starfa, og ekki voru orð flotaforingjans; að sjálfseignarbónd- inn væri öðrum hæfari til að stjórna mannflestu skipum flotans, sögð út í loítið, þótt brosleg kunni að þykja í fljótu bragði. Bóndinn er veður- glöggur og hann er mannþekkjari, vanur að skipa fyrir og láta hlýða sér, er hraustur og þolgóður. Líf hans hefur byggzt á eigin manndómi og heiðarlegum samskiptum við náttúruna, sem ekki er unnt að svíkja. íslendingar geta ekki fremur en aðr ir, lifað án hins gróna lands og rækt- anlega og dreifbýlis. Stór landsvæði hafa blásið upp og eru örfoka auðn. Sú eyðing gróðurs er hörmuleg, kennd ágangi og illri veðráttu. En sjálf byggðin, þar sem allt er enn vafið gróðri, er einnig í hættu af þjóðfélagslegum ástæðum og er sú hætta engu minni. Hinni tvöföldu hættu ber að mæta með því, að hefja landnám á tveim vígstöðvum. f er rorm fastur memimoaroœr Ss EINN af kunnustu skólamönn- um á Norðurlandi, Hannes J. Magnússon, hefur nú látið af skólastjórastörfum á Akureyri og mun í þann veginn að flytja til Reykjavíkur, ásamt konu sinni, frú Sólveigu Einarsdótt- ur, en þar eru tvö af fjórum börnum .þeirra búsett. Hannes er Skagfirðingur, frá Torfmýri í B'.önduhlíð, var fyrst við nám á Eiðum, síðan gekk hann í Kennaraskólann. Sólveig kona hans er ættuð úr Fljóts- dal. Þessi hjón, hún að austan og hann að vestan, hafa átt gifturíkan starfsdag á Akur- eyri. Fylgja þeim því góðar . kveðjur og árnaðaróskir héðan að norðan, er þau nú á efri ár- um skifta um dvalarstað og hvérfa héðan. Blaðið lagði um daginn nokkr ar spurningar fyrir hinn lífs- reynda og vitra kennara og skólastjóra, sem hann svaraði bæði fljótt og vel. Fer viðtalið hér á eftir. Hve lengi hefur þú verið á Akureyri? Ég kom hingað haustið 1939 og hef því verið hér í 35 ár, og þar af skólastjóri í 18 ár, ég held lengur en nokkur annar skólastjóri hér. Hvers vegna valdir þú Akur- eyri? .Ég hef alltaf frá barnæsku litið upp til Akureyrar. Ég vissi, að Akureyri var menningar- bær, ekki sízt fyrir áhrif Gagn- fræðaskólans, sem síðar varð Menntaskóli. Það hafa ótrúlega margir menntafrömuðir komið frá þeim skóla. Hvernig er að vera skóla- stjóri á Akureyri? Það. er gott að vera skóla- stjóri hér, og ber margt til. Hér er afskaplega mikið af góðum heimilum, og þau heimili eru svo yfirgnæfandi í bænum, að þau setja svip sinn á skóla- börnin okkar. Auk þess er bær- inn í heild með virðulegan menningarsvip, æsingalaus og fastur í sniðum. Bæjaryfirvöld- in hafa alltaf látið mig hafa það fé umyrðalaust til skólans, sem ég hef beðið um. Er ekki verra að halda aga nú en áður? Ef einhver munur'er á börn- unum frá þvr, sem áður var, t. d. fyrir 20—30 árum þá er hann til hins betra. Við höfum aldrei átt við nein vandamál að.stríða í Barnaskóla Akureyrar. Það er auðvitað að þakka bæði börn- unum, kennurunum og foréldr- unum. Þú hefur náttúrulega margs að minnast úr löngu skóla- starfi. Já, sannarlega hef ég það. Og þegar ég lít nú til baka finnst mér miklu meira af sólskini en skuggum. Það er mannbætandi að vera kennari og skólastjóri. Börnin eru miklir uppalendur. Þau ala kennara sína upp með vissum hætti. Sakleysi og ynd- isþokki barnanna. getur ekki látið nokkurn kennara ósnort- inn. Auðvitað eru ekki öll börn englum lík. Það er vitanlega misjafn sauður í mörgu fé, en öll eru þau góð. í eðli sínu, og það er m. a. hlutverk skólanna, að sníða vankantana af. Þegar ég minnist skólans nú, eftir að ég er hættur, þá koma alltaf fram í hugann brosandi og sak- laus börn. Þannig vil ég geyma minninguna um öll þau hundr- uð og þúsund þarna, sem ég hef kynnzt á 42 ára kennsluferli mínum. ila í rústir og þar með ham- ingju barnanna. Ég hef jafnan unnið að þessum málum með ágætu fólki, en þeir eru ekki nógu margir, sem vinna á þess- um akri. Það gladdi mig um síðustu verzlunarmannahelgi, að heita mátti, að öll þjóðin tæki þátt í herferðinni gegn áfenginu, einkum þó í umferð- inni. Ég trúi því þó, að þeim fjölgi, sem sjá áfengisbölið í allri sinni nekt. Þú hefur skrifað mikið um dagana? Já, ég hef verið sískrifandi síðan ég var barn. Ég hef ekki ráðið við það. En starf mitt hef- ur verið svo tímafrekt, að ég ll•■■lllllllllll■ll•llllllllllllllllll■l«l•• Viðlai við Hannes J. Magnússon skólastjóra á Aknreyri, sem nú hefur látið af störfum Hvaða heilræði vilt þú gefa foreldrum og kennurum? Með skrifum mínum og er- indum hef ég alltaf verið að gefa heilræði, en ef það væri eitthvað eitt, sem ég ætti nú að nefna, þá væri það þetta: Verið börnunum góð fyrirmynd. Það er áhrifaríkara en öll fræðsla, allar predikanir og allar áminn ingar. Það er einfaldast allra uppeldisfræðiboðorða, en samt mikilvægast. Börnin okkar verða alltaf það, sem við erum. Alvörulaus og gjálíf samtíð el- ur upp æsku líka sér, en þó er enginn, sem ber þyngri ábyrgð en heimilið. En hvað um hinar fornu dyggir? Við höfum alltaf hina síðustu áratugi verið að varpa fyrir borð öllu, sem tilheyrði gamla tímanum og m. a. hinum fornu dyggðum, svo sem sparsemi, trúmennsku, iðni, þegnhollustu og trúrækni. Það tekur nokk- urn tíma að byggja þetta aftur upp í nýrri mynd. Hið gamla, frumstæða þjóðfélag var borið uppi af dyggðum þegnanna. Við skulum vona, að hið nýja sam- félag hvíli einnig á þeim mátt- arstólpum. . Þú hefur tekið mikinn þátt í bindindisstarfinu? Já. þegar ég valdi mér kenn- arastarfið, ákvað ég' að vera bindindismaður. Mér þótti, sem sú lífsvenja hlyti að fylgja kennarastarfinu. Mér þótti það þó ekki nóg, heldur hef ég var- ið talsverðu af tómstundum mínum til að vinna fyrir bind- indismálið og ég sé ekki eftir þeim stundum. Ég hef ekki komizt hjá því, að sjá hvílíkur óvinur menningarinnar áfengið er, og kemur það þá ekki sízt niður á uppeldi barnanna. Það er þyngra böl en tárum taki að sjá áfengið leggja fjölda heim- hef eingöngu orðið að nota tóm- stundirnar, og sumarleyfið, í mesta lagi tvo mánuði, til að skrifa. Þetta hefur verið eins konar árátta, eða hvað eigum við að segja — innri þörf. Ég hef skrifað allmargar bækur, bæði fyrir börn og fullorðna, og blaða- og tímaritsgreinar svo hundruðum skiftir. Ég hef ekki gert þetta einungis mér til skemmtunar. Ég hef talið mér trú um, að ég væri með þessu að gera eitthvað gagn. Þú hefur verið ritstjóri Heim ilis og skóla? Já, Kennarafélag Eyjafjarðar réðist í það árið 1942 að gefa út tímarit, sem nefndist Heimili og skóli. Ég varð ritstjóri þess og hef verið það síðan, eða í 24 ár. Þetta hefur verið skemmti- leg tómstundavinna, og ég held áreiðanlega, að rit þetta hafi stuðlað að auknum skilningi milli heimila og skóla um leið og það flutti vekjandi og fræð- andi greinar um uppeldis- og skólamál. Og ég vil nota þetta tækifæri til að flytja mörgum unnendum ritsins kærar þakkir fyrir mörg hlýleg bréf og öðr- um styrktarmönnum þess fyrir ágætan stuðning á undanförn- um árum. Þá hef ; ég ásamt Eiríki Sigurðssyni skólastjóra gefið út barnablaðið Vorið í 30 ár. Hefur þú tekið mikinn þátt í stjórnmálum? Nei, engan. Bæði er það, að ég tel það ekki heppilegt, að kennarar eða skólastjórar taki mikinn þátt í stjórnmálum, eins og í pottínn er búið. Svo hef ég ekki haff tíma til þess. Flokksræðið, sem nú setur svip sinn á stjórnmálin, er orðið að ófreskju, sem ógnar frjálsri hugsun. — Flokksfaringiarnir segja óbeint: Þið þurfið ekki að hugsa, góðir kjósendur. Við skulum gera það fyrir ykkur. — Stjórnmálin eru í dag eitthvert masta sefjunartæki nútímans. Það er skammt frá flokksræði til einræðis, það sýna okkur dæmin frá einræðisríkjunum. Skefjalaust flokksræði gerir alla heimska. Ég hef að vísu verið í Fram- sóknarflokknum og kosið með honum, en það eru öll mín afskifti af stjórnmálum. En ég hefði alltaf orðið lélegur flokks- maður í hvaða flokki, sem ég hefði lent. Eiga skólarnir eingöngu að fræða, eða vera jöfnum hönd- um fræðslu- og uppeldisstofn- anir? Tímarnir krefjast þess, að skólarnir verði meiri uppeldis- stofnanir í framtíðinni en þeir hafa verið. Enda er nú smátt og smátt verið að reyna það. Síð- an heimilin urðu veikar uppeld- isstofnanir hefur ábyrgð skól- anna margfaldast. Það bendir margt til þess, að uppeldinu í landinu í heild sé eitthvað ábótavant. Til þess benda m. a. vaxandi afbrot unglinga og barna og ýmis konar siðferðis- legur slappleiki, sem fram kem- ur hjá nokkrum hluta æskunn- ar, einnig vaxandi ólöghlýðni. Hlutur heimilanna í uppeldinu minnkaði svo skyndilega, að skólarnir voru engan veginn við því búnir, að auka sinn þátt. Því hefur myndast þarna nokk- ur eyða, sem við erum nú að súpa seyðið af. Nú verða skól- arnir að búa sig undir það, að verða sterkar uppeldisstofnanir og vita hvað þeir vilja í þeim efnum. Hversu má kennarastéttln njóta virðingar í þjóðfélaginu? Ég er nú ekki viss um nema kennarar njóti sæmilegrar virð- ingar, en kennarastarfið nýtur ekki þeirrar virðingar, sem það á skilið, og það kemur þá nið- ur á kennurunum að einhverju leyti. Þegar þess er gætt, að kennarastarfið er eitt hið mikil- vægasta í þjóðfélaginu og þjóð- in á meira undir því en flest- um, ef ekki öllum störfum í þjóðfélaginu, verður að harma það, hversu þjóðin hefur metið þetta starf lítils allt frá upphafi. Það á tvímælalaust að gera miklar kröfur til kennaranna, bæði um menntun og mann- kosti alla, en jafnframt á að launa þeim vel. Það á að þykja mikil og eftirsótt virðingar- staða að vera kennari. Hitt verður svo að vera undir hverj- um einstökum kennara komið, hvernig hann bregst við því trausti, sem til hans er borið. Það hefur verið svo illa búið að kennarastéttinni að flótti úr stéttinni var áberandi og það tekur langan tíma að vinna það upp. Kjörorðið á að vera: Meiri mannkostir — Meiri laun. Það er hagur fyrir þjóðfélagið í heild. En kennarastarfið þarf að meta að verðleikum. Hvað á að koma í staðinn fyp* ir trúarlega fótfestu? . Hannes J. Magnússon við skrifborð sitt. Það getur ekkert komið í stað inn fyrir hana. Það verður að finna hana á ný. Sterk vantrú- aralda hefur farið yfir heiminn eftir tvær heimsstyrjaldir. Fyr- ir henni hefur ekkert staðist. Hún barst eins og geislavirkt ryk yfir heimir.n og seitlaði inn í flestar stofnanir þjóðfélag- anna. Hún barst inn í heimilin, skólana, jafnvel kirkjuna, eða hafði að minnsta kosti áhrif á kirkjuna þannig, að aðsókn að henni stórminnkaði. Þessi van- trú lamaði m. a. alla list, því að ekkert lyftir listinni hærra en guðstrúin. Undir áhrifum þessa trúleysis hefur siðgæðinu hrak- að, takmörkin á milli þess, sem rétt er og rangt, hafa orðið óskýr af því að hinn trúarlegi mælikvarði var ekki til staðar. Það er eitt höfuðverkefni kirkj- unnar, skólanna. og heimilanna að finna guð aftur og leiða hann til hásætis í lífi þjóðar- innar og þjóðanna. Móðirin á að leiða hann að rúmi litlu barn anna sinna, skólarnir eiga að Þyggja ofan á þá undirstöðu. Samfélagið á að gefa honum rúm í menningarsókn sinni. Var rétt af skólunum að kasta vendinum, og af kirkjunni að kasta helvíti frá sér? Þetta er nú orðin gömul saga, en samt svara ég spurn- ingunni hiklaust játandi. Lík- amlegar refsingar ber að for- dæma, þær eru siðlausar, enda eru þær bannaðar í íslenzkum skólum. Ég er yfirleitt á móti ströngum aga. Strangur agi er þó miklu betri en agaleysi, sem því miður gerir vart við sig á flestum sviðum þjóðfélagsins og kemur fram í virðingarleysi fyr- ir lögum og rétti og um leið í vaxandi lögbrotum. Það getur vel verið, að vöndurinn og helvítiskenning kirkjunnar hafi hindrað einhverja frá afbrotum, en það hefur þá aðeins verið af ótta, en ekki neinni betrun, en við hana verða fyrst og fremst allar refsingar eða viðurlög að miðast, að gera hina brotlegu að betri mönnum. Annars virð- ist mér, að á venjulegum tím- um séu allar refsingar að verða mildari, og er það áreiðanlega rétt stefna. Ætlarðu svo að halda áfram að skrifa, þegar þú ert laus við skólann? Það er ekki gott að segja. Nú er .eftir að vita hvaða áhrif and- rúmsloftið í Reykjavík hefur á mig, og svo er nú það, að ég er ekki lengur ungur maður, því miður. Ég býst þó við, að ritvélin mín hlýði húsbónda sínum enn, ef honum liggur eitthvað á hjarta. Hvað viltu svo segja að lok- um? Ég held, að það sé ekki ann- að en það, að ég vil biðja Dag að flytja Akureyringum kærar kveðjur okkar hjónanna, með þakklæti fyrir þessi 35 ár. Sér- staklega bið ég að heilsa foreldr unum í bænum, sem hafa trúað mér og kennurunum fyrir börn um sínum, sérstaklega þó mæðr unum, sem ég hef haft mest kynni af. Loks bið ég Dag að flytja öllum nemendum mínum við Barnaskóla Akureyrar inni- legar kveðjur og blessunarósk- ir, segir Hannes J. Magnússon skólastjóri að lokum, og þakkar blaðið viðtalið. E. D. Leiðrétting frá Fram- leiðsluráði f SAMBANDI VIÐ yfirlýsingu stjórnar Stéttarsamb. bænda, varðandi bráðabirgðalögin um búyöruverðið og stuðning Fram leiðsluráðs við hans, sem birt var í útvarpinu í gær, skal það tekið fram að Pétur Ottesen greiddi ekki atkvæði með álykt uninni, en óskaði bókutiar um afstöðu sína til málsins. „Ríkisstjórnin hefur orðið að gefa út bráðabirgðalög um verð landbúnaðarvara á þessu hausti sökum þess að miðstjórn ASÍ hefur gert sex-manna-nefndina óstarfhæfa, með því að láta fulltrúa sinn í nefndinni hætta störfum. Um bráðabirgðalögin vil ég taka þetta fram. Að þar sem með bráðabirgðalausn þessari er lagt til grundvallar sam- komulag sem tókst í sex-manna- nefnd haustið 1964, og að inn í verðlagið koma nú þær hækk- anir á kaupgjaldi og rekstrar- vörum, sem síðan hafa orðið, þá tel ég að með bráðabirgða- lögunum sé bændum tryggt það verðlag sem ætla má að ákveðið hefði verið við óbreytt- ar aðstæður um verðlagning- una. Með tilliti til þeirra breyt- inga, sem hér eru á orðnar, ber nauðsyn til að undinn sé að því bráður bugur að undirbúa lög- gjöf um nýja skipan þessara mála og tel ég líklegasta leið í því efni að landbúnaðarráð- herra skipi nefnd í þessu skyni og hafi um það samráð við Framleiðsluráð.“ □ Bjarpð á síðustu stundu Á MIÐVIKUDAGINN bar það til á Höphnersbryggju, að 6 ára drengur, Þormóður Sigurðsson Spítalavegi 9, féll niður um gat á bryggjunni. Þetta sá annar drengur, Kristinn Ólafsson, og kallaði á hjálp. Fyrstur varð á slysstaðinn Sigurgeir Haralds- son, er náði í hárið á Þormóði, er hann var að sökkva í annað sinn. Honum til hjálpar kom Sigurður, eldri bróðir Þormóðs, og dx-ógu þeir Þormóð upp. Hátt var í sjó er þetta gei-ðist, ella hefði ekki náðst til hins drukkn andi drengs af bx-yggjunni. Gatið á bryggjugólfinu hefur verið óviðgert í allt sumar, segja kunnugir, og virðist ekki eftir neinu að bíða, að viðgerð fari fram, áður en enn verri tíð- indi gerast. Q Beztu áburðarverksmiðjurnar? ANAMAÐKAR í hverjum vel ræktuðum hektara lands, mið- að við sunnanverða Skandinav- íu, eru 300 kg. Svarar það til 30 ánamaðka á hvem fermetra. Hver þeirrt skilar frá sér 200 grömmum af saur á ári, sem er sin ágætasta jurtanæring. 1 bók sinni, Jörðin lifir, segir höfundurinn, B. Olsen, að ána- maðkarnir á hverjum liektara lands skili um 60 tonnum af áburði árlega upp á yfirborðið * og sé það mikils virði. Sami höfundur leggur störf ánamaðk anna í dagsverk og segir, að vinna þeirra við að færa til moldina upp og niður í 1 ha lands, svari til vinnu 12 verka- manna með 8. klst. vinnudegi. En ánamaðkarnir heimta ekki nein önnur laun en þau, að fá að starfa í friði. Og hver vildi ekki slíkan hóp ólaunaðra verkamanna? En maðkarnir gera fleira en að breyta órotnuðum jurtahlut- um í aðgengileg næringarefni fyrir gróðurinn, því þeir halda einnig sýrustiginu í jafnvægi með meltingarsafa sínum. í súrum jarðvegi framleiða þeir lútgæfan meltingarsafa og öf- ugt. Með hinum mjóu göngum sinum, sem ánamaðkarnir grafa helzt jarðvegurinn „opinn“ og er síður hætt við ofþornun og mettast síður af raka. Margir jarðræktarmenn hafa beinlínis ræktað ánamaðka til að auka frjósemi landsins, og sumir telja þessar litlu og ósjá- legu lífverur beztu áburðar- verksmiðjur, sem til eru. □ ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS Hún var aftur orðin þögul, mjög þögul, þangað til þau vöfðu sig teppum sínum og fóru að sofa, og Símon truflaði hana ekki. Tveir dagar í viðbót, sagði hún sjálfri sér þegar hún vaknaði; en tíminn flaug hjá. Ein nótt og dagur — einn dagur — þrír tímar — tveir!.... Allt, sem hún sá, greyptist í huga hennar með þeirri tilfinningu, að hún væri að yfirgefa allt þetta að eilífu. Drengur að reka kúahjörð, grannur, ljóshærður, með gagnsæ, blá augu og fjörlegt bros. Kastali, byggður á brattri hæð, bar við loft umkringd- ur grænu furuteppinu eins og mynd negld á vegg. Krossar, með Kristi krossfestum, við hvern stíg og veg og sums stað- ar á ökrunum alsettir blómum, sem stungið var í allar rif- ur og samskeyti... . „Þetta eru Jrakkargjafir,“ sagði Dýrð- lingurinn. „Fólk, sem fer framhjá, festir á Jrá blómin sér til gæfu.“ Belinda tók' handfylli af blómum og stakk þeim bak við útteygðar hendur einnar myndarinnar. Hún myndi aldrei fara fram hjá þessum stað aftur og yrði að festa sér allt í minni áður en hún yrði útlæg ger úr sinni dásamlegu paradís. ... Og svp síðásti klukkutíminn og kráin í Hall, J^ar sem Símon yfirgaf hana undir einhverju yfirskyni og hringdi í Jack Easton. Þá var öllu lokið! Hún sá Inns- bruck og gerði sér grein fyrir að ferðin var á enda. Hún var svo stutt, eins og lítið líf, sem brennur út á hátindi sínum. Og síðan, á einhvern hátt rifin út úr draumheimi sínum inn í kaldan raunveruleikann, sat hún á bjórstofu í Inns- bruck og Jack Easton hélt í hendina á henni. „Ég hafði rangt fyrir mér, Belinda," sagði hann. „Þetta svokallaða „útilíf" er ekki allt sem Jiað er séð. Annan dag- inn vorurn við að sviðna lifandi, hinn daginn var ausandi rigning og við vorum hundblautir. Og Jressar sveitakrár! Alltaf sami maturinn og hreinlætistæki frá steinöld. . . .“ í fyrstu heyrði hún varla hvað liann sagði. Það var eins og hann talaði ókunnugt tungumál. Hún horfði upp í fjöll- in, sem umkringja borgina, og sjást hvert sem litið er, gnæf- andi fyrir ofan húsþökin, eins og varðturnar á heljarstóru virki, hliðin að stígnum, sem lá hálfa leið upp vegg heims- ins. „Jack, Jrað var ég, sem hafði rangt fyrir mér. Við förum með Símoni, gangandi, yfir Alpana til Ítalíu.“ Easton hristi höfuðið. „Kemur ekki til mála,“ sagði hann ákveðinn. „Ég er bú- inn að fá nóg og ég gæti vel þegið heit böð og siðmenntað- ar máltíðir svona til tilbreytingar. Við leigjum okkur bíl og keyrurn yfir, ef þig langar.“ Hún starði á hann vantrúuð. Hún hafði aldrei séð hann fyrr. Hreinn, vandlega og óaðfinnanlega klæddur, fölbleik- ur í andliti, ímynd hinna traustu stoða menningarinnar. Hún leit niður á sjálfa sig, rykuga og kærði sig kollótta; á fólkið í kring — aðallega borgarfólk með einstaka ferða- manni inn á milli. Það var eins og alókunnugt fólk. Hún horfði á Jxað með einkennilegu stolti, stolti yfir ryki og blettum vegarins, sem voru orðnir hluti af henni sjálfri. Hún leit á Símon Templar, brúnan og rykugan og sterkan eins og hún var sjálf, sitjandi þarna undrandi og hreyfing- arlausan, með fyrirboða í augunum. Hann var raunveru- legur. Hann tilheyrði víðáttum himinsins, sem henni hafði einu sinni fundizt svo hræðilegar og þægindalausar, en sem var nú aðeins tákn friðarins. „Elskan, það hefur flagnað á þér nefið,“ sagði Jack Easton stríðnislega. Eitthvað, sem hafði verið innra með henni og orðið óljósara með hverjum degi síðastliðinnar viku, varð skyndilega líflaust, dó án sársauka. „Nei, nei, nei!“ hrópaði hún og rankaði nú fyllilega við sér. „Símon, ég get ekki snúið við! Ég get aldrei snúið við!“ • Endir. ■ <

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.