Dagur - 18.09.1965, Blaðsíða 8
8
Kaupa 70 milljón tonn af hveiti SMÁTT OG STÓRT
RÚSSAR sjá enn einu sinni
íram á kornhungur og eru nú
að kaupa kom, einkum hveiti, í
stórum stíl, m. a. í Kanada. —
Þeir þurfa 70 milljón tonn, að
því er fréttir herma, og ekki
íara slík viðskifti fram án þess
að eftir því sé tekið.
Fyrir tveim árum stóð líkt á
og var ekki unnt að leyna því
fremur en nú, hve landbúnaðar-
stefna Rússanna hafði mistekist
stórkostlega. Talið er, að mis-
tökin í landbúnaðarmálum hafi
átt sinn þátt í falli Krustjoffs á
sínum tíma og frávikningu
fjölda manns, sem ábyrgð voru
taldir bera á hinum alvarlegu
mistökum.
Hin frjóa mold gefur litla upp-
skeru.
Loks eru að heyrast raddir að
austan, sem opinberlega krefj-
ast þess, að landbúnaðurinn
verði leystur undan oki ríkis-
rekstursins og að bændur fái
tækifæri til þess að eignast
sjálfir land til að rækta, svo
sem tíðkast í lýðfrjálsum lönd-
um. Landbúnaðarstefna Rússa
hefur verið vörðuð mistökum,
þrátt fyrir tækni og vísindi,
sem tekin hefur verið í þjón-
NYR LANDGRÆÐSLU
STJÓRI
PÁLL SVEINSSON í Gunnars-
holti á Rangárvöllum hefur ver
ið skipaður landgræðslustjóri
af landbúnaðarráðherra, frá og
með 1. þ. m. Er Páll því yfir-
maður Landgræðslu ríkisins,
en hún skal vera starfrækt sem
sjálfstæð stofnun samkvæmt
lögum, sem samþykkt voru um
landgræðslu í apríl s.l.
Landgræðsla ríkisins skal
hafa aðsetur í Gunnarsholti á
Rangórvöllum og greinist starf-
semi hennar í tvo þætti, þ. e..
annars vegar sandgræðslu (upp
græðslu), sem er hefting jarð-
og sandfoks og græðsla gróður-
lítilla og gróðurlausra land-
svæða, og hins vegar gróður-
vernd, sem kemur í veg fyrir
ofnotkun gróðurs, hindra hvers
konar skemmdir á gróðurlendi
og bætir gróið land til að auka
mótstöðuafl þess gegn eyðingu.
Þá hefur landbúnaðarráð-
herra sett Ingva Þorsteinsson,
magister, fulltrúa landgræðslu-
stjóra frá 1. þ. m. □
ustu þessa atvinnuvegar. En
þeir, sem að landbúnaði vinna,
eiga hvorki landið eða búin.
Þeir eru aðeins verkamenn
ríkisins á stórum ríkisbú-
um, en hafa, þegar bezt lætur,
örlítið land sjálfir til umráða.
Þessir örlitlu reitir gefa ótrúlega
mikla og verðmæta uppskeru.
Þar sýna Rússar hæfni sína og
ást á hinni frægu gróðurmold
lands síns, og moldin svarar
þeim með hundraðföldum
ávexti. Þessi sannindi verða
væntanlega leiðarljós valdhaf-
anna í landbúnaðarmálunum. □
ÚR Akúreyrarrétt á Iaugardaginn. (Ljósmynd: E. D.)
HJAKKAK í SAMA FARINU
Þegar forráðamenn íslendings
stöðvuðu útgáfu hans og sögðu
upp starfsfólkinu, var tilkynnt,
að stöðvunin væri vegna sum-
arleyfa og fyrirhugaðrar skipu-
lagsbreytingar, Þetta var fyrir-
sláttur hjá blaðinu, þvf sumar-
leyfum var lokið og skipulags-
breytingar hafa engar orðið. —
Blaðstjórnin gat ekki einu sinni
losað sig við ritstjórann. AI-
þýðumaðurinn tilkynnti nýlega
ó tveim stöðum í sama tölublaði
að Sigurjón Jóhannsson hætti
þar störfum og færi til Hríe-
eyjar. í síðasta blaði eru enn
tilkynningar, m. a. um að Sig-
urjón starfi áfram við blaðið!
Alþýðumaðurinn tilkynnti ný-
lega „dásamlega“ breytingu á
blaðinu. Hún er fram komin.
Með fullri virðingu fyrir því að
fataskifti séu nauðsynleg, hefði
verið skemmtilegra að aðrir en
ritstjórinn hefðu Iátið orð falla
um hina „dásamlegu“ breyt-
ingu..
ENGINN KENNARI
NORÐUR
Enginn nýútskrifaður kennari
frá Kennaraskóla íslands hefur
í sumar eða haust sótt um
kennarastöðu á Norðurlandi.
Hafa þó margar kennarastöður
verið auglýstar til umsóknar
hér um slóðir.
Ekki verður annað séð, en að
Norðlendingar verði sjálfir að
leysa þetta mál að nokkru. —
Menntaskólinn á Akureyri gæti
e. t. v. gripið inn í öfugþróun
þessa og snúið vörn í sókn til
hagsbóta fyrir Norðurland og
um leið landið allt. Hann getur
með hægara móti en nokkur
Kornið þroskast þótt annaS bregSist í ár
Egilsstaðakauptún er hraðvaxandi tízkustaður,
sem nú vill efla mjög iðnað sinn
FRÉTTARITARI Dags á Hér-
aði, Vilhjálmur Sigurbjörnsson
á Egilsstöðum, leit inn á skrif-
stofur blaðsins á mánudaginn,
og var hann að sjálfsögðu spurð
ur frétta að austan. Komið er
þar að heyskaparlokum, sagði
hann, en þó eru enn úti hey, t.
d. þar sem háin var slegin. Og
á stöku stað er heyjað á engjum
en það hefur ekki verið gert,
svo heitið geti, í fjölda mörg ár.
Orlofshús Alþýðusambandsins
Sýnilegt var fyrir löngu, að hey
vantar í marga hreppa og víða
mikið. Nú er verið að safna hey
pöntunum og verið að vinna að
heykaupum sunnanlands og
vestan. Fyrsta heysendingin er
þegar komin til Reyðarfjarðar.
Ég held að bændur kaupi hey-
hestinn, þangað kominn, á 150
krónur. Bjargráðasjóður hleyp-
ur hér undir bagga, Bændur
munu reyna að halda í bústofn
sinn, einkum sauðféð, enda vill
svo til, að í sumar hefur víða á
landinu heyjast mjög vel, svo
bænaur þar eru aílögufærir.
Byggið er sá jarðargróði, sem
einna bezt virðist ætla að þrosk
ast hjá okkur í ár fyrir austan.
í Fljótsdal mun kornskurðurinn
vera í þann veginn að hefjast.
En þar var lang-fyrst sáð, enda
fór klaki snemma úr jörðu og
fyrr en annarsstaðar.
Egilsstaðakauptún er hrað-
vaxandi, enda tízkustaður um
þessar mundir og vilja mjög
margir setjast þar að. í sumar
eru 20—30 íbúðarhús í smíðum
og íbúum fjölgar ört. En okkur
vantar trygga atvinnu fyrir allt
(Framhald á blaðsíðu 2).
norðlenzk menntastofnun, koro-
ið á fót hliðargrein, til að sér-
mennta kennaraefni. Verður að
taka mál þetta til ítarlegrar at-
• hugunar.
'J
UTFLUTNINGUR HROSSA
Ekki má flytja hross til annarra
landa á skipum eftir 30. sept. á
haustin. Fyrir nokkrum dögum
voru 70 hross flutt út, sjóleið-
ina, og áttu flest þeirra að fara
til Þýzkalands en nokkur til
Sviss. fslendingar selja úr landi
fylfullar hryssur og graðhesta,
ásamt vönuðum hestum. Það
þykir ýmsum ekki búmannlegt
og sýnist skynsamlegra, að selja
aðeins vanaða hesta og útiloka
þannig kaupendur frá því að
ala upp hjá sér íslenzkt hrossa-
kyn.
Bændur hafa selt útflutnings-
hross fyrir 8 til 12 þúsund kr.
hvert og verður það að telj-
ast lágt verð nema um úrkast
sé að ræða.
tet, ~ 1
MÖRG SJÚKRAFLUG
Öðru hverju eru Norðlendingar
minntir á það, hvers virði það
er að hafa sjúkraflug á Akur-
eyri. En Norðurflug Tryggva
Iielgasonar flugmanns annast
það, ásamt öðru flugi, á vélum
sínum, auk flugskólans. Við
hin erfiðustu skilyrði er stund-
um flogið með sjúklangá, enda
getur verið um lífið að tefla. í
hvert sinn er sjúkraflug heppn-
ast á þann veg, að vart hefðu
sjúkir á annan hátt komizt í
tæka tíð undir læknishendur,
(Framhald á blaðsíðu 2).
Þrjátíu og þrem þús.
f jár lógað á Húsavík
Húsavfk 17. september. Þessa
viku hefur verið saltað dálítið
af síld, á öllum söltunarstöðv-
unum hér og er sem nýtt fjör
færist yfir þegar síldin kemur.
Slátrun sauðfjár er hafin hjá
KÞ. Lógað verður 33 þúsund
fjár, sem er heldur fleira en á
sama tíma var áætlað í fyrra.
Sláturhúsið tekur á móti 1200
fjár á dag, og er það gamla enn
notað, því nýtt slátur- og frysti
hús kaupfélagsins, sunnan við
kaupstaðinn, er enn skammt á
veg komið.
Nú hefur ekki gefið á sjó og
sneru bátar við í gær. En þeg-
ar á sjó gefur, er aflinn mjög
sæmilegur. Þ. J.
Zontakonur eignast Nonnahúslóð
Á SUNNUDAGINN voru hin
nýju orlofshús Alþýðusambands
íslands í Ölfusi vígð. Hér er um
að ræða 22 lítil hús, og er þetta
fyrsti áfangi slíkra húsa, sem
verkalýðshreyfingin í landinu
gengst fyrir. En sá áfangi, sem
nú er náð, kostaði 18 milljónir
króna, þar í framræzla á 12—15
ha. landi, sem var mjög blautt
Hin litlu hús standa skipu-
lega og eru smekkleg. Þegar í
júlí var flutt í nokkur þeirra.
Ætlunin er, að byggja orlofs-
hús einnig á Norður-, Austur-
og Vesturlandi. Orlofshúsin
undir Reykjafjalli í Ölfusi heita
Ölfusborgir. Þar verða fljótlega
byggð 9 hús til viðbótar og síð-
an aðrar byggingar til sameigin-
legra nota. En þá skapast að-
staða til fræðslustarfsemi, t. d.
■ í félaigsmálum, sem er nauðsyn-
leg, og til ýmsrar menningar-
starfsemi. □
Alþingi kvatt saman
HANDHAFAR valds forseta ís-
lands hafa að tillögu forsætis-
ráðherra kvatt reg’ulegt Alþingi
1965 til fundar föstudaginn 8.
október n. k. Fer þingsetning
fram að lokinni guðsþjónustu,
er hefst í Dómkirkjunni klukk-
an 13.30.
Forsætisráðuneytið,
13. sept. 1965.
KONUR í Zonatklúbbnum á
Akureyri unnu sér það til frægð
ar fyrir nokkrum árum, að
koma upp Nonna-húsi. Þar er
myndarlegt minjasafn um skáld-
ið og kennimanninn pater Jón
Svemssön, sem notaði ritlröf-
undarheitið Nonni.
Safnhúsið gáfu þau hjónin
Zophonían Árnason og Sigríð-
ur Davíðsdóttir, en í því bjó
Nonni í bamæsku.
Nú eru Zonta-konur að
kaupa húseignina Aðalstræti
54, íbúð nefndra hjóna, og með
henni lóð þá, sem Nonnahús
stendur á.
Hinn fáménn'i, en starfsglaði
hópur kvenna í Zontaklúbbn-
um valdi sér verðugt viðfangs-
efni og hefur valdið á þann veg,
að bænum er sómi að. Með hús-
kaupunum tryggja þær enn bet
ur framtíð Nonnahúss á Akur-
eyri. □