Dagur


Dagur - 25.09.1965, Qupperneq 1

Dagur - 25.09.1965, Qupperneq 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) DAGUR XLVIII. árg. — Ákureyri, laugardaginn 25. sept. 1965 — 70. tbl. r> --- ------------------ ■ —^ annast ferðalagið. Ekkert aukagjald. Ferðaskrifsíofan SAGA Sími 1-29-50 V----------------------------—’J ElliheimiliS Skjaldarvík EINS OG kunnugt er, gaf Stefán Jónsson forstjóri í Skjaldarvík, Akureyrarbæ Elli- heimilið í Skjaldarvík á s.l. sumri, og tekur bærinn við rekstrinum nú 1. október. — Bæjarstjórn samþykkti að fela stjórn Elliheimilis Akureyrar að annast stjórn Skjaldarvíkur. í stjórn Elliheimilis Akureyr- ar eru: Jón Þorvaldsson formað- ur, Bragi Sigurjónsson, Björn Guðmundsson, Jón Ingimarrs- son og Ingibjörg Halldórsdótt- ir, sem er tilnefnd af Kven- félaginu Framtíðinni, en hinir kosnir af bæjarstjórn. Nú fyrir nokkru var auglýst eftir forstöðumanni fyrir Elli- heimilið í Skjaldarvík. — Þess- ir sóttu um starfið: Asgrímur Garibaldason matreiðslumaður, Skúli Flosason málari, Jón Þor- valdsson byggingameistari. Og hefur Jón verið ráðinn í starfið frá 1. október n. k. □ Ný aðíerð notuð við enskukennslu fast aðsetur í Reykjavík enn sem komið er hjá öðrum sendi- kennara frá Fulbright, sem þar er. Á hverju byggist þessi nýja aðferð við tungumálakennslu? Hún byggist aðallega á því, að nemendur eru látnir byrja að tala strax og öll kennsla fer fram á ensku. Byrjað er á und- irstöðuorðasamböndum og allt- af bætt við eftir því sem lengra dregur. Ekki er ætlast til, að nemendurnir skilji strax í fyrsta tímanum hvert einasta orð, sem kennarinn segir. Aðal- atriðið er, að orðasambandið festist í huga nemandans, en svo kemur skilningurinn Seinna. Ekki er farið neitt í málfræði fyrr en miklu seinna, heldur reynt að láta nemandann fá til- finningu fyrir málinu. Þessi að- ferð er kölluð „beina aðferðin“. í tungumálakennslu eins og hún er nú víðast hvar, er farið aftan að hlutunum. Þar er byrj- að á að láta nemendur þýða af einu tungumáli á annað, en (Framhald á blaðsíðu 2). ÁGÆT veiði hefur verið á Ausífjarðamiðum síðan um helgi og var mesti afladagur sumarsins s.I. miðvikudag. Þá voru tilkynnt 98 þúsund mál og tunnur. Á fimmtudag var síldveiðin um 33 þusund mál og tunnur, HINGAÐ er kominn til bæjar- ins bandarískur sendikennari á vegum Fulbright stofnunarinn- ar. Fulbright stofnunin hefur haft á sínum snærum kennara- skifti landa á milli og er þetta einn liðurinn í þeirri starfsemi. Sendikennarinn heitir David Rothel, frá Cleveland í Ohio- fylki í Bandaríkjunum. Hann hefur lagt stund á ensku- kennslu í ýmsum löndum og hefur lært við Georgestown-há- skóla í Washington-fylki. Blað- ið hafði samband við hann til þess að forvitnast um þessa nýju kennsluaðferð, sem hann hyggst nota. Hafið þér verið lengi á fs- landi, Mr. Rothel? Ég kom hingað 31. ágúst og hefi verið á þeytingi milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur alltaf af og til. Ég fæ íbúð í Gagn- fræðaskóla Akureyrar, en hún er ekki fullgerð enn, svo ég hef Fólkið dettur út af þegar síðustu tunnunni er lokað Vopnafirði 24. september. Hér er búið að salta stanzlaust síð- an um helgi og síðast var verið að salta hérna í gærkveldi. Það eru ekki tök á að taka meira í bráð. Fólkið dettur út af þegar síðustu tunnunni er lokað. Okk ur hefur vantað fólk, margt fólk, til að gera það, sem gera þarf. Það er búið að salta í 10 til 12 þúsund tunnur allt í allt á fjórum söltunarstöðvum. Féð er sæmilega vænt sam- kvæmt upplýsingum úr slátur- húsinu og meðalvigt dilkanna ennþá um eða yfir 15 kg. Enn er dálítið úti af heyi. En það rignir og suddar flesta daga svo heyskaparlok dragast. Nú er komið vatn í árnar — loksins — og þá lét laxinn ekki á sér standa og ruddist upp í ferksvatnið, að sögn. En nú er veiðum lokið. K. V. RÁÐIST Á UNGÁ STÚLKU Olvaðir teknir við akstur f GÆRKVELDI var kært til Iögreglunnar vegna líkamsárás- ar. Fimmtán ára stúika, sem gætti barna í húsi einu hér í bæ, varð fyrir þessari árás ölva'ðs manns, er þangað kom óboðinn. Lögreglan kom þegar á vett- vang og er málið í frekari rann- sókn. Jeppabíll úr öðru héraði ók í nótt út af veginum skammt frá Veigastöðum og skemmdist nokkuð. Bað hann um aðstoð frá Akureyri. í Ijós kom, að ökumaðurinn var ölvaður og hefur nú verið kærður fyrir meinta ölvun við akstur. AUmargir bílar hafa verið stöðvaðir vegna ófullnægjandi ljósaútbúnaðar. Aðfaranótt s.l. miðvikudags (Framhald af blaðsíðu 4). í fyrradag kom Björgúlfur með 1600 tunnur síldar til Dalvíkur og hófst þá söltun hjá Söltunarfé- lagi Dalvíkur. Hér eru 52 stúlkur að bíða eftir mcrkinu, að hefja megi söltun. (Ljósmynd: E. D.) MESTI SÍLDARAFLI í SUMAR Svarfdælir notuðu Múlaveginn r Fluttu úrtíninginn á vörubíl að Ofærugjá Ólafsfirði 22. september. Tveir bílar og jarðýta fóru fyrst allra farartækja fyrir Ólafsfjarðar- múlann s.l. föstudag, en þá náðu vegarendarnir saman. — Þetta voru jeppar og jarðýta vegagerðarinnar. Jeppunum óku Sveinn Brynjólfsson vega- verkstjóri og Guðmundur Gísla son ýtustjóri. Síðan var þung- um verkfærum, sem flytja þurfti, komið yfir, svo var veginum lokað á ný, með háum ýturuðningum. Milli Ófærugjár og Flags er enn eftir að breikka veginn mikið og taka hann niður á köflum. Er nú byrjað að bora þama með mikilvirkum bor í norðanverðri Ófærugjá. Við Ólafsfirðingar leggjum mikið kapp á, að Múlavegi verði lokið eins fljótt og nokk- ur kostur er. Héðan fóru tveir piltar á móíorhjólum um helg- ina inn til Svarfaðardals og þótti ævintýri að aka þennan veg. Létu þsir vel af, néma bera þurftu þeir hjólin yfir ýtu- ruðningana, sem stöðva umferð. í síðustu viku voru hér salt- aðar 3887 tunnur síldar á þrem söltunarstöðvum: En áður var söltunin sáralítil. Þetta var því góður: sumarauki, hin síðkomna síld. Svarfdælingar urðu fyrstir til að nota Múlaveginn. í dag og gær var réttað í Ólafsfirði. Veð- ur var óhagstætt, en heimtur sæmilegar. Svarfdælingar, sem (Framhald á blaðsíðu 7). enda mörg skip í höfn að losa. í gær var úílit fyrir góða veiði. Mörg skip höfðu kastað, og sum fengið ágæta veiði. — Fólksekla á Austfjörðum tak- markar sildarsölturí. En margt sveitafólk hleypur í skarðið eft- ir því sem ástæður leyfa. Og skólafólk vinnur þar enn. Ægir hefur leitað síldar fyrir Ncrðurlandi síðustu daga, en mjög lítið fundið. Engin rauð- óta fannst á svæðinu, en nokk- uð aí ljósátu. Sjávarhiti var 3 til 5 stig á grunnslóð, en allt niður í 0 gráður norðan til á svæðinu og virðast því skilyrði sízt betri en síðast, þegar svæð- ið var ieitað. □ SÍLDARFRÍ ÚR SKÓLUNUM VEGNA skorts á vinnuafli við sildveiðar, hefur Menntamála- ráðuneytið fallizt á ósk Lands- sambands ísl. útvegsmanna og Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, um að nemend- ur unglinga- og framhaldsskól- anna, sem bundnir eru þessum störfum, fái leyfi til að halda þeim áfram til 15. október n. k. enda leggi þeir fram vottorð vinnuveitenda og geri hver fyr- ir sig skóla sinum aðvart um seinkun til námsins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.