Dagur - 25.09.1965, Page 2
Eggeríína Á. Guðmundsdóffir
MINNING
Meisfaramóti Ákureyrar í frjálsum íþrólfum lokið
KA sigraði, en Reynir Hjartarson stigahæstur
MEISTARAMÓT Akureyrar í
frjálsum íþróttum fór fram í
síðustu viku. Keppendur voru
frá Þór og KA og var mikil
þátttaka í sumum greinum, en
Jítil í öðrum. Akureyringar
eiga efnilega frjálsíþróttamenn,
en þeim hefur verið lítill sómi
sýndur á s.l. árum. T. d. hafa
meistaramótin fallið niður tvö
undanfarin ár. Það er því lofs-
vert, að þau skuli nú endur-
vakin, og er vonandi, að þau
falli ekki niður aftur
KA vann mótið með yfir-
burðum, hlaut 105 stig, en Þór
43 stig. Stighæsti einstaklingur
varð Reynir Hjartarson Þór,
hann sigraði í sjö greinum.
Mótstjóri var Hreiðar Jóns-
son formaður Frjálsíþróttaráðs
Akureyrar.
Einstök úrslit urðu þessi:
100 m hlaup. sek.
Reynir Hjartarson Þór 11,3
Haraldur Guðmunds. KA 12,5
Kúluvarp. m
Ingi Ámason KA 12,63
Björn Sveinsson KA 11,40
Páll Stefánsson Þór 10,02
Þrístökk. m
Reynir Hjartarson Þór 12,80
Ingi Árnason KA 12,20
Kári Árnason KA 12,16
400 m hlaup. sek.
Reynir_ Hjartarson Þór 55,5
Baldvin Þóroddsson KA 56,5
Káfi Árnaspn KA 57,1
4x100 m boðhlaup. sek.
A-sveit KA 51,2
(Ingi Árnason, Jón Stefáns-
son, Baldvin Þóroddsson og
Kári Árnason).
Sveinasveit KA 55,7
(Halldór Hatthiasson, Hall-
dór Jónsson, Björgúlfur
Þórðarson ~ og Haraldur
Guðmundsson).
200 m hlaup. sek.
Reynir Hjartarson Þór 24,0
Ingi Ámason KA 24,5
Haraldur Guðmundss. KA 26,3
Kringlukast. m
Ingi Árnason KA 37,23
Björn Sveinsson KA 33,08
Páll Stefánsson Þór 30,14
Langstökk. m
Reynir Hjartarson Þór 5,79
Ingi Árnason KA 5,60
Björn Sveinsson KA 5,58
800 m hlaup. mín.
Baldvin Þóroddsson KA 2:13,9
Halldór Jónsson KA 2:38,5
Halldór Matthíasson KA 2:39,7
Spjótkast. m
Ingi Árnason KA 46,28
Björn Sveinsson KA 45,26
Kári Árnason KA 43,07
1500 m hlaup. mín.
Baldvin Þóroddsson KA 4:32,9
Halldór Matthíasson KA 5:09,5
Halldór Jónsson KA 5:10,2
Hástökk. m
Reynir Hjartarson Þór 1,70
Sveinn Kristdórsson KA 1,65
Björn Sveinsson KA 1,60
4x400 m boðhlaup. mín.
Sveit KA 4:03,7
(Halldór Jónsson, Sveinn
Kristdórsson, Kári Árnason
og Baldvin Þóroddsson).
110 m grindahlaup. sek.
Reynir Hjartarson Þór 17,1
Stangarstökk. m
Kári Árnason KA 2,87
Reynir Hjartarson Þór 2,87
Halldór Matthíasson KA 2,65
3000 m hlaup. mín.
Baldvin Þóroddsson KA 9:,30,2
JARÐLÍF okkar hefst með því,
að inn í þennan heim fæðist lít-
ið barn, en lýkur með dauða
líkamans eftir mörg ár eða fá
ár. Þetta lögmál er öllum ljóst,
en þó snertir dauðinn alltaf
hjörtu ástvinanna, þegar kveðju
stundin kemur.
Þann 13. september s.l. lézt í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri Eggertína Ásgerður Guð-
mundsdóttir frá Siglufirði, eftir
þunga sjúkdómslegu, 80 ára að
aldri. Utför hennar fór fram
frá Siglufjarðarkirkju þann 19.
þ. m.
Eggertína var fædd að Minni-
Ökrum í Blönduhlíð 18. janúar
1885. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Sigurðsson og
Rannveig Guðmundsdóttir, —
bæði af skagfirzkum ættum.
Áður höfðu þessi hjón búið að
Torfagarði í Glaumbæjarsókn
og misst þar tvö ung böri} sín
og fósturdóttur úr barnaveiki
1884. Bar Eggertína nöfn syst-
kina sinna. En raunum Rann-
veigar var ekki þar með lokið.
Gaðmundur maður hennar lézt
sjö vikum eftir fæðingu Eggert-
ínu, aðeins 45 ára að aldri.
Rannveig bjó á Minni-Ökrum
en fluttist þaðan með dóttur
sína út á Höfðaströnd. Var
Rannveig þar á ýmsum stöðum
og vann fyrir sér og barninu í
sjálfsmennsku. En þegar Egg-
ertína var á 11. ári byggði
Rannveig sér lítinn torfbæ í
Grafarósi, rétt innan við Hofs-
ós, en þar var áður verzlunar-
staður. Þarna bjuggu þær
mæðgur í 11 ár. Vann Rannveig
fyrir þeim með kaupavinnu á
sumrin og fiskþvotti. Þá gætti
Eggertína barna á sumrin, þeg-
ar hún stálpaðist. Einnig höfðu
þær nokkrar kindur.
Haustið 1906 fluttust þær
mæðgur til Siglufjarðar, og
giftist Eggertína þar Einari
Eyjólfssyni, trésmið, en hann
var ættaður úr Hafnarfirði.
Einar er enn á lífi næstum 88
ára að aldri og höfðu þau verið
saman í hjónabandi næstum 59
ár, þegar Eggertína lézt. Er því
skiljanlegt, að skilnaðurinn sé
sár fyrir hinn aldurhnigna eig-
inmann hennar. Öll sín búskap-
arár hafa þau átt heima á Siglu-
firði. Þeim varð ekki barna
auðið.
Árið 1908 tóku þau hjón í
fóstur tveggja ára stúlkubarn,
Jónínu Steinþórsdóttur, sem
þau ólu upp sem dóttur sípa.
Hún er nú búsett á Akureyri
og hefur Einar dvalið hjá henni
að mestu leyti í sumar.
Eggertína var mesta myndar-
kona bæði í sjón og raun. Hún
var trygglynd og vinföst, en
hélt fast við sínar skoðanir.
Hún var veruleg og hjálpsöm
vinum sínum. Lengi mun ég
minnast hve innilegar og góðar
móttökur við fengum, þegar
við hjónin heimsóttum þau Ein-
ar og Eggertínu á Siglufirði.
Eggertína hafði einlæga trú á
framhaldslífi og las mikið um
þau efni. Hún fylgdist af áhuga
með sálarrannsóknum og átti
mikið af bókum um dulræn
mál.
Langur ævidagur er liðinn og
hin svipmikla kona er horfin af
sjónarsviði lífsins. Siglfirðingar
kvöddu hana með því að fjöl-
menna við útför hennar.
Blessuð sé minning þessarar
mætu konu. E. S.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Þriggja herbergja íbúð
óskast til leigu sem fyrst.
Uppl. í sínra 1-11-83
milli kl. 6 og 7 síðd.
- Ný aðferð notuð við enskukennslu
MERKJA OG BLAÐASÖLUDAGUR
SJÁLFSBJARGARFÉLAGANNA
(Framhald af blaðsíðu 1).
minni áherzla lögð á að geta
talað.
Álítið þér, að meiri árangur
náist með þessari aðferð?
Tvímælalaust, en þó að vissu
marki. Þegar nemandi hefur
lært ensku eftir þeirri aðferð,
'sem hér er notuð allajafna í
skólum, má segja, að hann geti
■ekki bjargað sér eftir fyrsta
veturinn. Með beinu aðferðinni
lærir nemandinn strax að tala
og getur vel bjargað sér eftir
eitt venjulegt námstímabil.
Hvernig er ætlunin að haga
kennslunni hér á Akureyri?
Börn, sem ekki hafa ensku á
stundaskrá, á aldrinum 12, 13 og
14 ára verða fengin úr barna-
skólanum og gagnfræðaskólan-
iim og þeim skipt í deildir, 15 í
hverri deild, eða um það bil.
Annars er ekki alveg ákveðið
um þetta enn og ekki afráðið
hvemig þessu verður hagað.
Byrjað er á kennslunni á sama
hátt og ómálga bami er kennt
að tala. Notaðir eru smáhlutir
og myndir og einnig eru börnin
látin endurtaka mjög mikið, til
þess að festa undirstöðuna í koll
inum á þeim. Skilningurinn
kemur smám saman.
Er ekki í ráði að hafa kennslu
stundir fyrir fullorðið fólk líka?
Jú, ráðgert er, að taka 60 til
70 manna hóp, ef næg þátttaka
fæst og kenna þeim líka. Ekki
eru nein skilyrði fyrir inntöku
þeirra í þessi námsskeið nema
það, að áhugann má_ekki vanta._
Ekki þarf neina kunnáttu í
ensku til þess að geta verið
með. Reynt verður að hafa tíma
tvisvar til þrisvar í viku í tveim
deildum. Auðvitað er það
óheppilegt fyrir nemanda á
þessu námsskeiði að missa af
tímum og er þess fastlega vænst,
að til þess komi ekki, enda ætti
það ekki að verða vandamál ef
áhuginn er 'fyrir hendi.
i^tlið þér akki að hafa neitt
samneyti við aðra skóla, t. d.
Menntaskólann?: , :
Mig myndi langa til þess ef
tími vinnst til. Það myndi ekki
verða nein kennsla, því þau eru
kornirr jþa'§ Igngt í enskunámi,
að það vantar aðeins æfinguna í
að tala. Mig myndi langa til að
hafa með þeim fund, þar sem
þau segðu mér eitthvað um ís-
land og ég þeim eitthvað um
Bandaríkin. Ég er viss um að
það gætu komið fjölmargar
spurningar um mörg efni fram
á slíkum fundum og allir ættu
að geta haft eitthvað gaman af
og ekki síður gagn.
Hafið þér lært eitthvað í ís-
lenzku, Mr. Rothel?
Ég lærði smávegis í íslenzku
áður en ég kom hingað til þess
að geta bjargað mér. — Sú
kunnátta hefur reynzt mér
ósköp haldlítil, en ég ætla að
reyna hvað ég get til þess að
læra íslenzkuna á meðan ég
dvelst hérna, segir David Rothel
að lokum og þakkar Dagur við-
talið og vonar að störf hans beri
góðan árangur-__________ Q
Á MORGUN, sunnulaginn 26.
sept. er hinn árlegi merkja- og
blaðsöludagur Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra.
Verða þá seld merki og blað-
ið „Sjálfsbjörg“ um land allt.
Verð á merkinu er kr. 10,00 og
á blaðinu kr. 25,00.
Af efni blaðsins má t. d nefna
Ávarp eftir Emil Jónsson fyrrv.
félagsmálaráðherra, „Ekki láta
smækka sig“ eftir Vilhjálm S.
Vilhjálmsson, „Alþjóðadagur
fatlaðra“, grein með myndum,
„Rabb um Vinnu- og dvalar-
heimili Sjálfsbjargar“, fréttir
af starfsemi Sjálfsbjargarfélag-
anna o. m. fl.
Nú verða í fyrsta skipti seld
merki úr plasti með áföstum
prjóni. Merkið er hið smekkleg-
asta og er það samtökunum
ánægja að geta leyst af hólmi
pappírsmerkin sem notuð hafa
verið.
Starfsemi Sjálfsbjargarfélag-
anna hefur verið mikil á liðnu
ári. Nú eru reknar fjórar vinnu
stoíur á vegum félaganna, á
ísafirði og Siglufirði og á þessu
ári tóku til starfa vinnustofur
í Reykjavík og á Sauðárkróki.
Langt er komið byggingu við
félagsheimilið. Bjarg á Akur-
eyri. Auk þess vinna félögin öll
að félagsmálum, og er það
veigamikill þáttur í starfsemi
þeirra..
Eins og kunnugt er rekur
landssambandið skrifstofu að
Bræðrabofgarstíg 9 í Reykja-
vík. Veitir skrifstofan bæði ein-
staklingum og félagsdeildunum
margháttaða fyrirgreiðslu.
Eitt stærst verkefnið er sam-
tökin vinna að, er bygging
Vinnu- og dvalarheimilis í
Reykjavík fyrir fatlaða, sem nú
er verið að reikna.
Sl. vetur var í fyrsta skipti
haldinn hátíðlegur „Alþjóða-
dagur fatlaðra" í Reykjavík,
Akureyri og ísafirði.
Eins og fyrr segir verða merki
og blaðið „Sjálfsbjörg“ seld um
land allt, og er þetta í áttunda
sinn er Sjálfsbjörg hefur
merkja- og blaðsöludag. Sam-
tök fatlaðra hafa mætt vaxandi
skilningi landsmanna. Mark-
mið samtakanna er að skapa
hinum fötluðu aðstöðu, til að
geta lifað eðlilegu lífi.
Úti um landið sjá félagsdeild-
irnar um söluna hvert á sínum
stað.
(Fréttatilkynning frá Sjálfs-
björg). • - □-