Dagur - 25.09.1965, Side 8

Dagur - 25.09.1965, Side 8
8 SMÁTT OG STÓRT SIGURÐUR GEIRFINNSSON hreppstjóri á Landamóti horfir yfir heimaréttina, ásamt smölum sínum. (Ljósmynd: Bára Aðalsteinsdóítir.) Um verðlagsmál landbúnaðarins Hlutur bænda hefur enn verið skertur, segir Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsamb. VERÐLAGSMÁL landbúnaðar ins eru mjög á dagskrá hjá öll- um almenningi um þessar mundir. Fylgst hefur verið með því, hvaða stefnu þau hafa tek- ið nú í haust, allt frá því AI- þýðusamband íslands dró full- trúa sinn úr sexmannanefnd- inni og ríkisstjómin gaf út sín umdeildu bráðabirgðalög og þar til Hagstofan og svo ný þriggja manna nefnd hafði lok- ið störfum og tilkynnt verð- lagsgrundvöll og söluverð bú- varanna. Blaðið sneri sér af þessu til- efni til formanna Stéttarsam- banda bænda, Gunnars Guð- bjartssonar í Hjarðarfelli, og bað hann að svara nokkrum spurningum um þessi mál, einn ig til formanns Búnaðarsam- bands Þingeyinga, Hermóðs Guðmundssonar , Árnesi. Eru svör þeirra beggja birt í blað- inu í dag. — Fyrst ræðum við við Gunnar Guðbjartsson í Hjarðarfelli. Viltu segja Degi álit þitt um verðlagsmál landbúnaðarins, eins og málum er nú komið? VANTAR SILD OG OLÍU Raufarhöfn 26. september. Hér er þoka og rigning á degi hverj- um, en lítið um síld og ekkert af olíu, Faxi frá Hafnarfirði kom þó í gær með síld. Það eru víst ekki örðugleikar á að losa á höfnunum hér fyrir sunnan og þær nær veiðisvæðinu en við. Lokið verður við að bræða á sunnudagskvöld. Það er ekki veruleg bræla, þótt áttin sé norðlæg og sennilega veiðiveð- ur hér úti, ef síld fyrirfinndist þar. H. H. Já, það er ekki nema sjálf- sagt, en ég var fyrst í gær að fá síðustu plöggin um þessi mál, útreikninga á heildsölu- og smásölukostnaði. Ég held, að þeir séu í megindráttum í samræmi við venju undanfar- andi ára, þó að alltaf séu ein- hverjar tilfærslur. En áberandi breytingar eru ekki á þessu sviði. En að sjálfsögðu hækkar útsöluverðið nokkuð mikið því að hækkunin í verðlaginu kem- ur öll fram í útsöluverðinu, þar á meðal hækkaður söluskattur og hækkuð álagning í krónum. En 'er heildarhækkun til bændapna nógu mikil? Þessi hækkun, 11,2% er að mínu áliti of lítil til þess að bæntlur hafi' sambærileg laun við aðrar stéttir. Samkvæmt út- reikningum, sem gilt hafa und- anfarin ár, reiknaði Hagstofan verðlagsgrundvöllinn í júlímán uði og átti þá hækkunjn að nema 13,4% til bænda. En þá var eftir að meta tilfærslur milli launaflokka, sem síðar hafa verið metnar á allt að 3% til viðbótar. Hækkunin á verð- lagsgrundvellinum hefði því þurft að verða 16—17% móti þessum verðlags- og launahækk unum, sém orðið hafa á árinu. Auk þess vantaði bændur á s.l. (Framhald á blaðsíðu 5). GUNNAG GUÐBJARTSSON formaður Stéttarsambands bænda. HAGUR SAUÐFJÁR- BÆNDA BATNAR Nú er komið nýtt verð á bú- vörur og hefur það verið aug- lst. Verðgrundvöllurinn hækk- ar um 11,4%, miðað við árið 1964. Framleiðsluráð landbún- aðarins lagði til við hina nýju stjómskipuðu þriggja manna nefnd, að færa til verð, sem svaraði 12,5% frá mjólk til kindakjöts, og jafnmikil upp- hæð frá mjólk til nautgripa- kjöts, enda verði þessar til- færslur látnar konia niður á verðlagi á ostum, smjöri, mjólk urdufti og kaseini. Þetta þýð- ir hlutfallslega hækkun á kinda og nautakjöti, en samsvarandi lækkun (þ. e. minni hækkun) á vinnsluvörum mjólkur, nema rjóma og skyri. REYNSLAN KENNIR Af framanskráðu er Ijóst, að samkvæmt íillögum framleiðslu ráðs er talið hagkvæmara að efla sauðfjárræktina og fram- leiðslu nautakjöts, en mjólk og mjólkurvörur. En um þetta at- riði hafa lengi verið skiftar skoðanir. Nú eru smjörbirgðir í landinu meiri en nokkru sinni áður og verð á smjöri og öðrum mjólkurvörum mun óhagstæð- ara en á sauðfjárafurðum á er- lendum mörkuðum. Stefnu- breyting í framleiðslu, sem verðlagning búvaranna skapar og að nokkru var áður fram komin, er með þessu enn betur staðfest. ÖFUGÞRÓUN Þróun þessara mála hefur verið sú, að mjólkurframleiðslan hef- ur aukizt hraðan en neyzlan, vegna þess að sú framleiðslu- grein hefur gefið bændum meiri tekjur, en sauð'fjárrækt- in. En þessi þróun er að því leyti óhagkvæm, að umfram- framleiðslan, sá hluti búvara, sem þjóðin þarf ekki sjálf að nota, er niun verðmeiri til út- flutnings í sauðfjárafurðum. Er hér um öfugþróun að ræða. Ef verðlag erlendis raskast ekki til muna, gera margir sér vonir um, að sauðfjárafurðirnar, sem heild, þurfi í náinni framtíð engra útflutningsuppbóta við. Beri því að beina búvörufram- Ieiðsluaukningunni í þá átt. Á liitt þarf svo einnig að líta, hve mikils virði það er þjóðar- búinu, að bændur framleiði nægilega mikla mjólk og mjólk- urvörur. En til þess að tryggja það, er lítilsháttar umfram- framleiðsla á mörgum árum, alveg eðlileg, og ekki tilefni til þeirra upphrópana, sem oft má heyra. LÍKKISTUR Á KJCLUM New Times ræðir nýlega um gömlu bílana. Tveir ungir Frakk ar keyplu nýlega snotran bíl, notaðan, og óku af stað á fullri ferð, leníu á ljósasíaur og létu báðir Iífið. Rannsókn Iciddi í ljós, að stýrisútbúnaðurinn var gallaður. Slík slys eru algeng, segir þar. Hemlar bregðast, stýrið svikur o. s. frv. Afleiðing- in er meiðsli eða dauði. Sá kostur hinna gömlu bíla, að hægt sé að koma þeim í gang, er stundum sá eini. Að aka slíkum bílum, er eins og að taka þáít í skuggalegu veðmáli. Slíka bíla kaupa oftast óreynd- ir menn og gjalda stundum með lífi sínu. Þeir hafa ekki öðlast skilning á því, að þeir eru að kaupa líkkistur á hjólum. Ríkissijórnin beitir bændur vaidnrðslu segir Hermóður Guðmundsson í Árnesi í við- tali um verðlagsmál bændanna ER blaðíð haíði rætt við fcr- mann Síéítarsambands bænda um stund, sneri það sér til Her- móðs Guðmundssonar bónda í Árnesi og formanns Búnaðar- sambands Suður-Þingeyinga, og bað hann að svara nokkrum spurningum um verðlagsmál landbúnaðarins. Hvað viltu segja um þátt ASf í verðlagsmáium bænda, Her- móður? GUÐMUNDUR í. TIL LONDON OG FRIÐJÓN BÆJARFÓGETI 4 ÞING Nú hefur Guðmundur í. Guð- m'undsson endanlega verið skip- aður ambassador íslands í Stóra-Bretlandi. Friðjón Skarphéðinsson bæj- arfógeti á Akureyri tekur sæti hans á Alþingi. í tilkynningu um þetta segir Alþýðublaðið, að einnig megi búast við, að Guðmundur segi Þá hefur það skeð hjá Al- þýðuflokknum, að Steindór Steindórsson menntaskólakenn- ari á Akureyri hefur af utanrík- isráðuneytinu verið tilnefndur íulltrúi á Allsherjarþinginu, ásamt þeim Gunnari Gíslasyni, Níelsi P. Sigurðssyni, Kristjáni Albertssyni og Hannesi Kjart- anssyni sendiherra. Úrsögn fulltrúa ASÍ úr sex- mannanefndinni var, frá mínu sjónarmiði, lagabrot og mark- leysa ein. Ég tel að þessi ráð- stöíun hafi þó engan veginn ógilt gildandi löggjöf um kjara- mál bænda, né heldur gert sex- mannanefndina óstarfhæfa. — Það segir sig sjálft, að minni- hlutj fulltrúa í opinberu ábyrgð arstarfi geti ekki gert meiri- hlutann óstarfhæfan. Lít ég því svo á, að meirihlutinn í sex- mannanefnd eða fulltrúar í henni hafi átt að ákveða bú- vöruverðið að þessu sinni, áð- ur en ríkisvaldinu gefst tóm til að gripa í taumana með vald- boði bráðabirgðalaga. -r- Með þessu hiki er ég þeirrar skoðun- ar, að fulltrúar bænda hafi veikt aðstöðu bændastéttarinn- ar gagnvart ríkisvaldinu, bæði til samninga- og sóknarmögu- leika fyrir sanngjarnari skift- ingu þjóðarteknanna, landbún- aðinum til handa. Áður en rík- isstjórninni var gefið slíkt tæki færi, hefði verið eðlilegt, að leita álits aukafundar í Stéttar- sambandinu. Annars verð ég að segja, að ég hefi aldrei ver- ið hrifinn af þessari sexmanna- nefnd og ber því lítinn söknuð í brjósti, þegar dagar hennar eru nú taldir. Ef bændurnir treysta sér hins vegar ekki til (Framhald á blaðsíðu 5). HERMÓÐUR GUÐMUNDSS. formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.