Dagur - 20.10.1965, Síða 5
'4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1187
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Y erðbólgu-
fjárfesting
GÓÐÆRI færir flestum landsmönn-
um allgóðar tekjur, en tlýrtíðin vex
frá degi til dags og hefur í för með
sér virðingarleysi fyrir peningunum
og taumlausa eyðslu. Ábyrgðarlaust
ríkisvald gefur tóninn og tekur full-
an þátt í leiknum. Þrátt fyrir meiri
skattlagningu en nokkru sinni, er
eyðslar. svo hóflaus, að halli er á rík-
isbúskapnum, sem nemur hundruð-
um milljóna á árinu sem leið, og fyr-
irsjáanlegur halli á þessu ári, þrátt
fyrir stórfelldan niðurskurð opin-
berra framkvæmda. Svo gjorsamlega
hefur stjómlaus eyðslan snúið dæm-
inu við, því fyrir nokkrum árum
hlóðust greiðsluafgangar upp.
Með þetta fordæmi ríkisins fyrir
augum, er það varla að undra þótt
virðingarleysi fyrir peningunum fari
vaxandi meðal þegnanna, enda hryn-
ur verðgildi krónunnar frá degi til
dags, og þeir, sem hafa fé undir hönd-
um, keppast við að koma því í fa$t og
er þá oft hirt lítið um, hvort þær fjár-
festingar eru nauðsynlegar eða arð-
bærar. Þannig verður vaxandi hluti
fjárfestingarinnar í landinu hrein
verðbólgufjárfesting.
Ríkisstjómin, sem kenndi stefnu
sína við frelsi, virðist hafa ruglað
saman hugtökunum frelsi og óstjórn.
Það verður nú ekki hægt að draga
það mikið lengur að taka þessi mál
fastari tökum, ef ekki á illa að fara.
Taka verður upp ráðdeild í fjármála
stjórn rikisins. Leitast verður við að
tryggja verðgildi peninganna m. a.
með verðtryggingu sparifjárins. Og
röðun fjárfestingarverkefnanna í
samræmi við skynsamlega gerðar
framkvæmdaáætlanir verður að
koma til.
Skipulagsleysið í atvinnuvegunum
liggur einnig í augum uppi og veld-
ur þjóðinni stórfelklu tjóni. Birtist
það m. a. í því, að þjóðin verður að
vinna lengri og víða óreglulegri
vinnudag til að trvggja afkomu sína
en annarsstaðar þekkist. Nýlegar
rannsóknir sýna, að verkafólk hefur
nærri helming tekna sinna af yfir-
vinnu og í fiskiðnaðinum er meira
en helmingur af tekjum fólks fyrir
yfirvinnu og minna en lielmingur
fyrir eðlilega dagvinnu. Það er stund
um sagt, að þetta sé óhjákvæmilegt
vegna þess hvað sjávaraflinn er mis-
jafn og duttlungafullur. En það er
aðeins að takmörkuðu leyti rétt.
(Helgi Bergs í Framsóknarblaðinu)
Frá upphafi hafa setið 23 fonnenn. Eru 20 þeirra enn ó lífi og voru 14 þeirra þarna mættir og voru
heiðraðir með embættistákni, hamrinum „Mjölni“ skornum úr tré áletraðir orðunum Þór 50 ára. Frá
vinstri: Guðmundur Ketilsson, Páll Stefánsson, Jáhann Egilsson, Hreinn Óskarsson, Sigurður Bárð-
arson, Jónas Jónsson, Jón P. HaUgrímsson, Jón Kristinsson, Kári Sigurjónsson, Sigmundur Björns-
scn, Leó Sigurðsson, Einar Malmquist, Karaldur Helgascn, en Jens Sumarliðason vantar á myndina.
Fjarverandi voru Garðar Jónsson, Haligrimur Jónsscn, Jósef Sigurðsson, Ingólfur Kristinsson og
llöskuldur Síeinsson. (Ljósmyndirnar tók G. P. K.)
r
(Framhald af blaðsíðu.8).
K. A. barzt okkur fagur gripur,
sem líklega verður veittur
kosnum „íþróttamanni ársins“
— farandgripur. Fagran, áletr-
aðan skjöld fengum við frá ÍBA
og góðan grip, klukku, frá
íþróttaráði Akureyrar, frá ÍSÍ
gullskeifu, sem er meðal beztu
heiðursverðlauna, sem það veit-
ir. Þá barzt okkur mynd af
knattspyrnuflokki þeim, sem
fyrst vann Norðurlandsmót,
silfurknöttinn 1924. Myndin gef-
in af Gunnari Konráðssyni og
Stellu Stefánsdóttur, ennfrem-
ur ritsafn Guðmundar Friðjóns
sonar frá Malmquist Einarssyni
og Hans Cristensen.
Veizlustjóri var Jens Sumar-
liðason. Margar ræður voru
fluttar.
Hvert er ykkar aðalstarf?
Knattspyrnan er, og hefur
undanfarin ár, verið aðalvið-
fangsefni félagsins, en vonandi
breytist það og verður fjölþætt-
ara. Við vorum svo heppnir að
fá hjá yfirvöldum bæjarins góða
lóð í Glerárhverfi á opnu svæði
austan Veganestis, fyrir íþrótta-
svæði. Þar var byrjað á fram-
kvæmaum á laugardaginn.
Hve marga félaga telur Þór?
Þeir eru nú um hálft sjöunda
hundrað. Þeim hefur fjölgað
töluvert þessa daga.
Og stjórn félagsins?
Stjórn Þcrs skipa 10 menn. í
aSalstjórn eru: Haraldur Helga-
son form., Jón P. Hallgrímsson
ritari, Herbert Jónsson gjald-
keri, Víkingur Björnsson spjald
skrárritarj og Páll Stefánsson
varaformaður. Meðstjórnendur
eru formenn hinna ýmsu deilda
félagsins: Páll Jónsson fyrir
knattspyrnudeiid, Sigurður Her
mannsson Handknattleiksdeild,
Reynir Brynjólfsson skíðadeild,
Reynir Hjartarson frjálsíþrótta-
deild og fflvar Jónsson fyrir
körfuknattleiksdeild.
Og ná er íþrótíasvæðið hið
stóra verkefni?
Já, og einu sinni var hugleitt
að byggja þar íþróttahús. En
það verður ekki, a. m. k. ekki í
bráð. En þegar byrjað verður
fyrir alvöru á íþróttasvæðinu
munu margar hendur verða okk
ur til hjálpar, eins og ævinlega
þegar fálagið hefur þurft.
Að síðustu biðjum við fyrir
þakklátar kveðjur fyrir hinn
margvíslega vináttuvott, sem
okkur var sýndur í sambandi
við afmælið, og öllum bæjarbú-
um sendum við beztu þakkir
fyrir marga ómetanlega hjálp-
semi við störf okkar á undan-
gengnum árum, segja þeir fé-
lagar, Haraldur og Jón, að lok-
um og þakkar blaðið svör þeirra
og árnar um leið hinu fimmtuga
félagi allra heilla. E. D.
Skógræktarfélag Eyf.
(Framhald af blaðsíðu 8).
starf. En með þessu starfi miðar
þó of hægt í því að klæða veru-
lega landshluta skógi. Nú kann
það að vera rannsóknarefni, að
forvígismenn skógræktar við
Eyjafjörð, svo sem G. K. Péturs-
son og Ármann Dalmannsson
skuli ekki hafa sópað fólki í
skógræktarfélögin með áhuga-
eldi sínum. En staðreyndin er
hinsvegar sú, að félagatala skóg
ræktarmanna, sem aðeins er á
áttunda hundrað, er alltof lág.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
mun nú freista þess að auka fé-
lagatöluna til mikilla muna
þessa daga og er gluggasýning-
in í KEA vel til þess fallin að
vekja fólk til umhugsunar um
skógræktarmálin. Q
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
bær viðhafnarboðskapur for-
sætisráðherrans, fram kallaður
af langþreyttu og óþolinmóðu
stuðningsliði, getur ekki kotnið
í stað raunverulegrar stjórnar-
stefnu. Almannarómur segir
sem fyrr, að þótt sjö ráðherra-
stólar séu fullskipaðir, sé land-
ið stjórnlaust.
„FRAMFARIR“ HÉR OG ÞAR
í Morgunblaðshöllinni syðra eru
menn reiðir og ráðlausir og
segja þá stundum fleira en
þeim er sjálfum hollt. Nýlega
birtu þeir um það langan lestur
í blaði sínu, að á Austurlandi og
í Strandasýslu hefðu orðið
minni framfarir en annarsstað-
ar á landinu og væri það af því,
að Eysteinn Jónsson og Her-
mann Jónasson og aðrir Fram-
sóknarmenn „ráði þar ríkjum“.
Þeir gleymdu því þá blessaðir
pilíarnir í Morgunblaðshöllinni,
að í Norður-ísafjarðarsýslu hef-
ur Mblritstjórinn, Sigurður
Bjarnason, og fylgismenn hans
ráðið ríkjum um tugi ára, og að
þar eru tveir heilir hreppar
komnir í eyði.
Allir núlifandi stofnfélagar voru gerðir heiðursfélagar og auk
þeirra eftirtaldir f. v. Tryggvi Þorsteinsson, Hermann Stefánsson,
Ármann Dalmannsson og Lára Jónsdóttir.
ÞRÍSKIPTING LÖGMÁLSINS
Þar sem hr. Halldór Kristjáns
son sendi mér greinarkorn í
Degi 9. þ. m. og lætur þar í ljós,
að honum þyki gaman að fá að
vita, á hverju þrískipting lög-
málsins byggist, þá er hann beð
inn að taka sér biblíu í hönd og
fletta upp 2. Mósebók 20. kafla,
sem ber yfirskriftina: Boðorðin.
Næst er hann beðinn að líta
á 21. kafla, sem ber heitið:
Lagaákvæði. Þau eru einnig efni
22. og 23. kafla.
í 25.—30. kafla er lagasetning
um helgidómsgjörð og fórnir
ísraels.
Hér er þá þessi þrískipting
komin: 1. Siðgæðislögmálið, boð
orðin 10, sem Lúter tók upp í
fræði sín. 2. Lagaákvæðin, borg-
aralegu lögin, sem oftast virð-
ast sniðin eftir þörfum þjóðfé-
lags ísraels, þótt sum mætti
kalla almenns eðlis. 3. Helgi-
siðalögin, sem miðuð eru við
guðsdýrlcun þá, sem ísrael
skyldi um hönd hafa.
Þær lagagreinar, sem síðan er
bætt við í Mósebókunum, falla
undir einhvern þessara þriggja
flokka.
Kaflar þessir skipta ekki lög-
málinu í sundur. Það er í heild
Móselögmál, en hvort það lög-
mál kemur kristnum mönnum
við, vænti ég, að H. K. geti séð,
og þeir, sem starfandi eru innan
kirkjunnar, með því að lesa
samþykkt postulafundarins í
Jerúsalem. Frá honum og sam-
þykktinni segir í 15. kafla Post-
ulasögunnar
Ég læt þetta nægja, en ætla
að senda hr. H. K. rit mitt:
„Kenningar frá öðrum heimi“.
Vona ég hann lesi það og
melti. S.’ G.»J.-
Þúsundir þrasta gæða sér þessa
haustdaga á reyniberjauppskeru
Akureyrarbúa. í sumar verptu
þeir að venju mjög mikið í bæn-
um, sennilega oftar en einu
sinni hver sæmileg ættmóðir og
allt að þrem sinnum. Er því ekki
að furða þótt stofninn sé mikill
að hausti.
Þegar birtu tekur að bregða
fljúga þrestirnir í svefnstaði
sína, sem á þessum tíma er eink
um Gróðrastöðin. Fréttamaður
dvaldi stundarkorn rétt norðan
við Gróðrastöðina í rökkurbyrj-
un á sunnudagskvöldið. Þangað
var svo að segja látlaus straum-
ur þrasta eina klukkustund og
í Gróðrastöðinni upphófst mai’g-
radda kyöldsöngur.
Tveir menn aðrir voru stadd-
ir á þessum slóðum, fuglavinir
og miklir áhugamenn um fugla-
merkingar. Það voru þeir Jón
smiður Sigux-jónsson og Snorri
bóndi Pétursson og ekki aðgerð
ai’lausir. Þeir höfðu strengt fín-
gert net milli staura og tóku
hvern þröst, sem í það lenti og
settu á hann merki, á hægri fót.
En slíkar fuglamerkingar hafa
hina mestu þýðingu til fróðleiks
um ferðir fuglanna landa og
heimsálfa milli. Það ánetjuðust
margir þetta kvöld og allir
flugu þeir í skóginn, er þeir
höfðu hlotið merki um fótinn.
Fuglana bar við loft, er þeir
kornu fljúgandi utan úr bænum.
Og allt í einu brá fyrir stærri
fugli og hraðfleygum. Það var
smyrill í vígahug.
Eitthvei’t fyrri fuglamerkinga
kvöld þaut smyrill á eftir þx-esti.
Þrestinum varð það til lífs, að
hann hafnaði í netinu. Smyrill-
inn lenti líka í netinu, reif sig í
gegn og flaug síðan burt.
í fyrrahaust munu um 800
þrestir hafa verið merktir hér á
Akui’syri og hafa sumir þeirra
komið fram í Eng1andi og Skot-
landi og e. t. v. víðar, enda eru
þeir farfuglar. En þótt flestir
þrestirnir hverfi af landi brott,
síðastir farfugla, hafa nokkuð
margir þeirra haft hér vetur-
setu, bæði norðanlands og sunn-
an.
Enn hefur metveiði orðið á
þeirri síldai’vertíð, sem kennd
er við Norður- og Austui’land
og síldarsöltun meiri en í fyrra.
Mai’kaðir fyrir síldarafurðir eru
taldir rúmir og síldveiðum enn
ekki lokið. Flutningaskip með
síldardælum hafa- markað tíma-
mót.
Einhversstaðar eru allar rjúp-
urnar, sem sáust í göngunum í
haust, segja menn. Víst er það,
að rjúpnastofninn hefur vaxið
síðustu árin þótt veiðin gangi
misjafnlega og oftást sannist hið
fornkveðna, að fáir verði ríkir
af fugladrápi. En í upphafi
rjúpnaveiði ættu menn að hug-
leiða vel hvaða hættur fylgja
skotvopnum og veiðiskap. Því
miður verða stundum slys á
rjúpnaveiðum, og þau mun vart
unnt að fyrirbyggja. En hins-
vegar væri þörf á, að menn ættu
kost á kennslu í meðferð skot-
vopna og myndi þá slysum
fækka.
Verið er að byggja margra
milljón króna fangahús á Akur-
eyri, ásamt aðsetri lögreglu o. fl.
Vínsalan í bænum sem fáir
gi’æða á, gerir s’íka framkvæmd
nauðsynlega. En allir verða að
greiða herkostnað lögreglunnar.
Ef áhrifamenn í bænum, undir
forystu yfirvaldanna, legðust á
eitt í bax-áttunni gegn ofdrykkj-
unni, þyrfti ekki nýja fanga-
geymslu.
Á ineðan Skúli seldi slátur
með mör á Svalbarðseyri, sjó-
víkingar börðust með hnífum
við úttroðna síldarmjölspoka- á
Syðisfirði, Möðrudalsf j allga’rð-
ur vai’ð ófær bílum, mestu hey-
flutningar sögunnar fara fram,
sauðkindur hækka í verði, hug-
leitt er hvort „stefnuyfii’lýsing“
ríkisstjórnax’innar hefði að skað-
lausu mátt heita eitthvað ann-
að og Reykvíkingar gæða sér á
útlendu kjöti — var okkur flutt
ur sá boðskopur úr æðstu söl-
um menningarmála, að ísland
hefði verið lítið land og skítugt
en þjóðin svo sem ekki neitt
þangað til Kjarval fór að mála.
Blaðamenn eru stöðugt í
vanda með nafnabirtingar
þeirra manna, sem eru svo
ógæfusamir að stíga ógætilega
út af vegi dygðaníia. Nafnbirt-
ingin ein út af fyrir sig er mikil
refsing. En ef sagt er frá mis-
ferli, án nafnbirtingar, getur
svo farið, að margir saklausir
séu grunaðir, Setja verður um.
það fastar reglur, hvenær eigi
að birta nöfn, og þá sé það gert,
hver sem í hlut á.
Samkomuvika og unglingamóf
DAGANA 24—31. október n. k.
verður efnt til samkomuviku í
kristniboðshúsinu Zion hér á
Akui-eyri. Verður einkum leit-
azt við að kynna íslenzka kristni
boðsstai’fið í Konsó í Eþíópíu,
fluttir frásöguþættir þaðan —
og víðar að — og sýndar lit-
myndir frá JCþíópíu. Þar er
Kristniboðsfélag kvenna á Akur
eyri, sem stendur að samkom-
unum ásamt KFUM og KFUK
í bænum, enda veröur vikan í
senn kristniboðs- og æskulýðs-
vika. Fræðsluþættir vex’ða á
hverri samkomu og hugleiðing
í lokin. Bæði yngra fólk og
eldra tekur þátt í samkomun-
um. Á fyrstu samkomunni, sem
hefst kl. 20.30 á sunnudaginn,
v.erður fluttur frásöguþáttur frá
Brasilíu, en Björgvin Jörgens-
son, kennari hefur hugleiðingu.
Myndasýning frá Konsó verður
á mánudagskvöld. Benedikt
Arnkelsson, guðfræðingur, fór
í kynnisför til Konsó sl. vetur
og mun sýna myndir úr ferð
sinni þá um kvöldið og segja
einnig endranær frá því, sem
fyrir augu og eyru bar. Reynir
Höi’gdal talar á mánudagskvöld
ið. Á samkomunum vei’ður tek-
ið á móti gjöfum til starfsins.
Allir eru velkomnir á samkom-
ur kristniboðs- og æskulýðsvik-
unnar.
KFUM og K á Akureyi’i hafa
fyrir nokkru hafið vetrarstarf-
semi sína eins og áður hefur
verið frá sagt. Félögin hafa nú
í hyggju að efna til unglinga-
móts við Hólavatn dagana 6.-7.
nóvember n. k., í skála sínum
þar syðra. Nánari upplýsingar
um mót þétta veitir Gylfi Svav-
ai-sson, kennari, sími 12867.
....(Fréttatilkynning.)
FRÁ BÆJARSTJÓRN
í FUNDARGERÐUM bæjarráðs
segir svo m. a.:
Hæþkun fargjalda með strætis-
vö&num.
Lagt var fram erindi dags. 27.
seþtember sl. frá Sti’ætisvögnum
Akureyrar h.f., þar sem óskað er
heimildar frá bæjai’stjórn til
þess að hækka fai’gjöld með
sti’ætisvögnunum frá og með 1.
október þannig:
10 miða blokkir — fulloi’ðnir
— kr. 45.00. Einstök fai-gjöld
fullorðinna kr. 6.00. 10 miða
blokkir — börn — kr 20.00. Ein-
stök fargjöld bai’na kr. 3.00.
Jafnframt er óskað eftir heim
ild til þess að þui-fa ekki að
halda uppi ferðum eftir kl. 20.30
í vetur, enda hefst akstur kl.
6.30 á morgnana.
Meirihluti bæjarráðs leggur
til að orðið vei’ði við erindinu.
Brunavarnir Eyjafjarðar óska
samninga v/ slökkvibíls.
Lagt var fram erindi dags. 27.
september sl. frá Brunavöi’num
Eyjafjarðai’, þar sem greint er
frá því að Brunavai’nirnar hafi
ákveðið að festa kaup á nýjum
slökkvibíl búnum fullkomnustu
tækjum.
Jafnframt er óskað eftir samn
ingi við Akureyrarbæ um að
Slökkvistöð Akui-eyrar taki að
sér umsjón og starfrækslu bíls-
ins á sama hátt og eldi’i bílsins,
enda hafi Slökkvilið Akureyrar
heimild til þess að nota bílinn
við slökkvistörf á Akureyri.
Bæjai’i’áð leggur til, að bæjar-
stjóra vei’ði falið að ganga frá
samningi við Brunavarnir Eyja-
fjarðar um umsjón og rekstur
bílsins á ofangreindum grund-
velli.
För í Skialdarvík.
í tilefni þess að Akui’eyi’ai’-
bær tók við rekstri elliheimilis
og bús í Skjaldax’vík 1. október
sl„ sem Stefán Jónsson hefir
gefið bænum, fór bæjai’ráð Ak-
ureyrar í heimsókn út í Skjald-
arvík, skoðaði staðinn og þáði
þar veitingar.
Skilagrein frá vinnumiðlunar-
skrifstofu Akureyrar árið 1964.
Lögð var fram skilagrein frá
vinnumiðlunarskrifstofu Akur-
eyrar fyrir árið 1964.
í skilagreininni er skýrt ft’á
atvinnuleysisski’áningu á árinu
sem fór fram fjórum sinnum.
Ski’áðir voru 13 atvinnulausir í
febrúar (allt konur), engir í
maí og ágúst en 52 í nóvember
(34 kai’lar og 18 konur).
Greiddar atvinnuleysisbætur
námu samtals kr. 217.321.20.
Auk þess er skýrt frá ráðning-
um á vegum skrifstofunnar og
rekstrarkostnaði hennar.
Auglýst eftir forstöðumanni
námsflokka.
í framhaldi af samþykkt bæj-
arstjórnar fyrr á þessu ári varð-
andi starfsemi námsflokka í
bænum samþykkir bæjarráð að
auglýst verði eftir manni til þess
að veita væntanlegum náms-
flokkum forstöðu.
Um meindýr í fóðurvörublöndu.
Héraðslæknirinn og heilbrigð
isfullti’úi skýra frá, að komið
hafi í ljós að maurar væru í fóð
urvörum, hveitiklíði, sem er hjá
Kjarnfóður h.f. og K.E.A. Voru
tekin sýnishorn hjá báðum fyr-
irtækjunum og send til Atvinnu
deildar Háskólans og liggja fyx’-
ir fundinum skýrslur frá deild-
inni um öll sýnishoxmin og
reyndust maurar í 7 af sýnis-
hoi-nunum. Strax var stöðvuð
sala á vöru þessari og gerðar
í’áðstafanir til að maurai’nir
breiddust ekki út. Fóðurvörur
þessar eru sagðar vera frá Eng-
landi.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um er fyrir liggja í máli þessu,
samþykkir nefndin bann við
sölu á fóðurvörum þeim hjá
framangi-eindum fyrirtækjum,
er maurar hafi reynzt í sam-
kvæmt sýnishoi’narannsóknum
Atvinnudeildarinnar, enda telur
Atvinnudeildin vörur þessar
ónothæfar til fóðurs handa búfé
og óhæfar til dreifingar og sölu.
Lóðarumsókn Vegagerðar ríkis-
ins.
Lögð var fram til umsagnar
umsókn Vegagei’ðar í-íkisins
dags. 20. þ. m. um lóð fyrir
stai’fssemi Vegagerðai’innar á
Akui-eyi’i suðvestan lóðar Mjólk
ui’samlags KEA sunnan og aust-
an vegai-ins upp með Glerá.
Lóðin þarf að vera 4—6 ha. að
stærð.
Nefndin mælir með þessu.
svæði fyrir stai-fssemi Vegagerð
arinnar, en vekur athygli á því,
að svæði þetta er enn ekki kort-
lagt eða fullskipulagt, þannig að
ekki er hægt að ákveða endan-
lega stærð eða lóðai’mörk fyrr
en vegur á þessu svæði hefur
verið ákveðinn.
Flugskýli á Akureyrarflugvelli.
Tekin var fyrir bráðabirgða-
uppdráttur af flugskýli á Akur-
eyrai’f lugvelli (útboðsuppdrátt-
ur) sbr. bi’éf flugmálastjóra
dags. 14. júní sl. Enginn afstöðu-
uppdráttur fylgir, en fjarlægð
frá norðui’horni flugstöðvar
suður að noi’ðui’horni flugskýlis
er 184 m.
Skipulagsnefnd bæjarins sam
þykkir fyrir sitt leyti staðsetn-
ingu flugskýlisins, en bendir á
að leita þai’f staðfestingar skipu-
lagsstjórnar ríkisins.
Uppdráttur af byggingu birgða-
stöðvar S.Í.S. á lóð norðaa
Tryggvabrautar.
Lagðir voru fram uppdrættir
af 1. áfanga byggingar bii’gða-
stöðvar S.Í.S. á lóð norðan
Tryggvabrautar. Afstöðuupp-
drættir af byggingunni fylgja.
Gunnar Þoi’steinsson, ai’kitekt
frá Teiknistofu S.Í.S. mætti á
fundinum, og gaf nánari skýi’-
ingar á uppdrættinum, m. a. að
ætlunin væri að skipta lóðinni
þannig, að KEA hefði vestur-
hlutann, 80 m. meðfi’am götu,
en S.Í.S. austurhlutann, 114 m.
með götu. Ennfremur var lagð-
(Framhald á blaðsíðu 7).
U M D A G
i \(hXí
O
Q V E G I N N
UTFLUTNINGUR Á GRJOTI
Grjótnám iðka nú íslenzkir rneira en fyrr,
enda er nóg af grjóti við hvers manns dyr,
og það er nú líka orðin útflutningvara.
Víða í fjöllum og vötnum er nægtarbúr
þar vinna menn kalkstein, perlít og kísilgúr,
og hráefnið virðist hreint ekki þurfa að spara.
Skortur á grjóti er vandræði víða um heim
og vel er að ísland dugi nú löndum þeim,
sem vantar efni í flóðgarða, brýr og bæi,
kunnugt er það að frændþjóðin okkar ein
á sér varla nokkum brúklegan stein,
— okkur er skylt að sinna henni, sér í lagi.
Viðskipti þessi hljóta að aukast enn,
út verða gerðir stórgrýtis-sölumenn,
flytjandi með sér hnullunga, hellur og flísar,
granófír, vikur, gabbró, rauða og hrein,
glerhalla, tinnu, kristal og baulustein,
og fyrir það hjóðast þeim eflaust ágætis prísar.
Viðskipti þessi eiga sér annmarka þó,
enda þótt grjótmagnið virðist hér meira en nóg,
rányrkjan eyðir öllum forða um síðir.
Þótt Surtur spúi og hlaði sig hraunum um kring
þá lxefir niðurrif betur en uppbygging,
og hætt er hverju fjalli, sem Frónið prýðir.
Odáðahraun verður útgrafin, lxyldjúp skál,
Oræfajökull sneiddur við sjávarmál,
strandfjöllin urin ofan að fjörusandi.
Og þegar svo fer að flæða yfir námurnar,
þá fá menn um síðir skilið, að þetta var
reginheimska — að flytja landið úr landi.
Dvergur.