Dagur - 03.11.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 03.11.1965, Blaðsíða 2
2 Unglingameistaramót Islands í sundi TÓLFTA september var Ung- lingameistaramót íslands í sundi haldið á Sauðárkróki. — Skráðir voru nær því 80 kepp- endur frá 12 félögum og sam- böndum. Guðjón Ingimundar- son, formaður Ungmennasam- bands Skagafjarðar, setti mótið og formaður Sundsambands ís- lands, Erlingur Pálsson, flutti ávarp. Að mótinu loknu sátu keppendur og starfsmenn kaffi- boð hjá bæjarstjórn Sauðár- króks. Aðalúrslit urðu þau, að Glímufélagið Ármann (Á) vann mótið með 114 stigum og verð- launabikar til fullrar eignar. Næst að stigatölu urðu Ung- mennafélag Selfoss (S) með 79 stig, Sundfélagið Ægir (Æ) 48 stig, íþróttabandalag Akraness (ÍA) 28 stig, Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) 27 stig, Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) 18% stig, Knattspyrnufélagið Vestri (V) 17% stig og önnur færri. Úrslit urðu þessi: DRENGIR. 100 m skriðsund. mín. Kári Geirlaugsson ÍA 1:04,8 Þorsteinn Ingólfsson Á 1:06,5 Guðm. H. Jónsson Æ 1:07,2 Tryggvi Tryggvason V 1:08,2 4x50 m fjórsund. mín. Sveit Ármanns 2:27,6 Sveit Ægis 2:45,1 Sveit UMSS 2:53,6 STÚLKUK, . '50'm'skrið'surid. sek. Hrafnhildur Kristjánsd. Á 31,1 ísl. telpnamet. Írigúnn Guðmundsdóttir S 33,0 Guðfinna Svavarsdóttir Á 34,1 Sólveig Guðmundsdóttir S 34,5 100 m bringusund. mín. Matth. Guðmundsd. Á 1:27,7 Þuríður Jónsdóttir S 1:31,7 Drífa Kristjánsdóttir Æ 1:33,4 Eygló Hauksdóttir Á 1:34,5 50 m baksund. sek. Matthildur Guðmundsd. Á 38,2 Ingunn Guðmundsdóttir S 39,4 Ingibjörg Harðard. UMSS 40,5 Sólveig Guðmundsdóttir S 41,3 50 m flugsund. sek. Matthildur Guðmundsd. Á 36,2 Kolbrún Leifsdóttir V 40,8 Sólveig Guðmundsdóttir S 43,1 Drífa Kristjánsdóttir Æ 43,9 4x50 m fjórsund. mín. Sveit Ármanns 2:30,9 Sveit Umf. Selfoss 2:38,8 Sveit UMSS 2:57,3 SVEINAR. 50 m skriðsund. sek. Jón Stefánsson S 30,9 Páll Björgvinsson Æ 31,8 Guðjón Guðmundsson ÍA 32,6 Sigmundur Stefánsson S 33,3 50 m bringusund. sek. Ólafur Einarsson Æ 40,0 Guðjón Guðmundsson ÍA 41,0 Gunnar Guðmundsson Á 41,2 Símon Sverrisson Á 41,2 50 m baksund. sek. Jón Stefánsson S 40,3 Páll Björgvinsson Æ 43,9 Gunnar Guðmundsson 45,1 Sigmundur Stefánsson S 45,3 TELPUR. 50 m skriðsund. sek. Hrafnhildur Kristjánsd. Á 32,0 Ingunn Guðmundsdóttir S 33,7 Ásrún Jónsdóttir S 34,5 Ingibjörg Harðard. UMSS 35,5 50 m bringusund. sek. Þuríður Jónsdóttir S 40,7 Kolbrún Leifsdóttir V 41,6 Sigrún Siggeirsdóttir Á 43,7 Gréta Strange SH 43,7 50 m baksund. sek. Hrafnhildur Kristjánsd. Á 37,9 Ingunn Guðmundsdóttir S 39,9 Ingibjörg Harðard. UMSS 40,6 Sigrún Siggeirsdóttir Á 41,5 Minningar s j óður Guðm. Dagssonar 100 m bringusund. mín. Reynir Guðmundsson Á 1:22,0 Guðmundur Grímsson Á 1:25,7 Ólafur Einarsson Æ 1:25,7 Guðm. H. Jónsson Æ 1:27,4 Gestir: Þór Magnússon ÍBK 1:20,6 Birgir Guðjónss. UMSS 1:21,3 50 m baksund. sek. Kári Geirlaugsson ÍA 35,4 Pétur Einarsson SH 36,6 Þorsteinn Ingólfsson Á 38,0 Tryggvi Tryggvason V 38,5 50 m flugsund. sek. Guðmundur Grímsson Á 34,1 Kári Geirlaugsson ÍA 34,6 Pétur Einarsson SH 34,9 Reynir Guðmundsson Á 34,9 SAMVINNAN OKTÓBER-nóvemberhefti Sam vinnunnar er komið út og flyt- ur m. a. kafla úr nýútkominni bók Jóns Sigurðssonar í Felli um Sigurð í Yztafelli, sem 'var fyrsti bóndinn í ráðherrastól á íslandi — og samtíðarmenn hans, ennfremur grein um Várt b’ad sextíu ára, viðtal við Lovísu Jónsdóttur Welty leik- konu, grein um heimssýninguna 1967, aðra grein um vaxandi þéttbýli — vaxandi samvinnu, minningarorð um Jakob Krist- insson, allt eftir ritstjórann Pál H. Jónsson. Þá er framhaldssag- an, ömefnaþáttur, þýddar grein ar, sögur og fleira. □ NÝLEGA var stofnaður í Krist- neshæli sjóður, sem nefnist „Minningarsjóður Guðmundar Dagssonar“. Guðmundur Dagsson var Austfirðingur, ættaður frá Mel- rakkanesi í Álftafirði. Liðlega þrítugur að aldri veiktist hann af berklum og varð að leita vistar á heilsuhælinu í Krist- nesi. Dvöl hans þar varð löng, eða um þrjátíu ár. Guðmundur var öndvegis maður að allri gerð og gleymist engum, sem átti með honum leið um lífsins veg. Við andlát hans sumarið 1962, söfnuðu sjúklingar og aðrir vin- ir hans í Kristneshæli og ná- grenni fé nokkru og varð það vísir að sjóði þeim, sem hér hef- ir veríð nefndur. En sjóðurinn er í vörzlu fé- lagsins Sjálfsvamar, Kristnes- hæli, sem ávaxtar hann eftir því, sem hagkvæmast er á hverjum tíma og annast bók- hald hans og alla umsjón. í skipulagsskrá segir svo: „Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til þess, að unnt verði að fegra Kristneshæli sem mest — innan veggja, m. a. með rækt- un blóma. Árlega skal veitt úr sjóðnum til þessara hluta. Stjórn sjóðs- ins ákveður framlög hans hverju sinni, og heimilt er henni að veita, ef svo ber undir, úr sjóðnum til annarra þarfra hluta en fegrunar hælisins". Stjórn sjóðsins er skipu'ð 5 mönnum og er yfirlæknir Krist neshælis formaður. Aðrir í stjórn eru: Yfirhjúkrunarkona hælisins, tveir menn úr stjórn Sjálfsvarnar og einn maður úr hópi ófélagsbundinna vistmanna hælisins. Á þessu hausti lét félagið Sjálfsvörn, Kristnesi, í samráði við stjórn minningarsjóðsins, gjöra minningarspjöld fyrir sjóðinn og verða þau afgreidd í Kristneshæli og ennfremur á Akureyri í Bókabúð Jóhanns Valdimarssonar og hjá Jórunni Ólafsdóttur Brekkugötu 19. Þessa er hér getið vegna þeirra, sem vildu heiðra minningu Guð- mundar Dagssonar, eða minn- ast Kristneshælis, því að þeim hefir hér með verið opnuð greið leið í því sambandi. Með þökk fyrir birtinguna. Jórunn Olafsdóttir. Fyrsfi Bændðkiúbbsfundurinn Rætt um jarðveg og gróðurinn FYRSTI klúbbfundur eyfirzkra bænda, sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar sér nú um, var hald inn á Hótel KEA sl. mánudag. Fundinn sóttu 60 manns. Ár- mann Dalmannsson form. BSE stjórnaði honum. Framsöguræðu flutti dr. Bjarni Helgason jarðvegsfræð- ingur og talaði um jurtirnar og jarðveginn og sýndi skugga- myndir til skýringar. Að erindi hans loknu fóru fram almennar umræður og fyrirspurnir. Snérust umræður mjög um tilbúna áburðinn, notkun hans og dreifingu. Þótti ýmsum árang ur af notkun Kjarna of lítill og hefur það af mörgum verið kennt kalkskorti. Hins vegar hefur komið í Ijós, að einnig getur lélegur árangur af Kjarna notkun átt rætur að rekja til vöntunar á brennisteini í jarð- veginum, sem úr hefði mátt bæta með brennisteinssúrum áburði. Mun þetta atriði eflaust'verða eitt af mörgum verkefnum nýju efnarannsóknarstofunnar á Ak- ureyri. □ Eyðimerkur biða vatnsins VIÐ íslendingar búum yfirleitt við gott og mikið vatn, hvort heldur er til neyzlu, iðnaðar- þarfa eða áveitu á ræktunar- land. Vatnsskorturinn er hins vegar ýmsum þjóðum eitt mesta vandamál þeii-ra. Og nú á síðustu tímum ekki aðeins vandamál eyðimerkurlanda og þurrviðrissvæða, heldur einnig „regnlanda" eins og Bretlands, þar sem iðnaðurinn hefur gerzt svo vatnsfrekur, að þörf hans verður ekki fullnægt að eðlileg- um hætti. Helzta von til úrbóta á þessu sviði felst í salthreins- un sjávarvatns, en með til- komu kjarnorkunnar virðast miklar líkur á að það verði unnt í meira mæli en áður var hugsanlegt. Bandaríkin hafa nú ákveðið að leggja fram 2,8 milljarða kr. árlega til rannsókna í þessu skyni, og Brezka kjarnorku- stofnunin 660 milljónir kr. til þriggja ára rannsókna í þessu sama skyni. , , . Kjarnorkustöð, sem kostar um 8 milljai-ða kr. á að skila 72 milljónum gallóna af fersku vatni daglega og 400 megawött- um rafmagns. Ef unnt er að selja kílówattst. rafmagns á ca. 25 aura, kosta 1000 gallón þessa vatns ca. 18 kr., en væri unnt að hafa rafmagnsverðið um 10 aurum hærra, mætti láta vatnið ókeypis af hendi. Síærsta stöð salthreinsunar á sjávarvatni er nú í Kuwait við Persaflóa og framleiðir 6 millj. gallóna af fersku vatni á dag. Það eru til margar aðferðir til þess að hreinsa seltu úr sjó, t. d. með frystingu, efnabreyt- ingu við rafstraum eða efna- blöndur, en þær eru allar mun dýrarj en sú, sem nú er á ferð- inni. Hún er í því fólgin, að sjórinn er eimaður við háþrýst- ing og síðan spýtt ker úr keri, þar sem þrýstingurinn lækkar hratt og sífellt og gufan um leið þétt í ferskt vatn.' Aðalatriði þessa máls er þó það, að tengja vinnsluna rafmagnsframleiðslu kjarnorkustöðvanna, þar sem verðlaus túrbínugufan er not- uð til hitunar á sjávarvatninu. Það gerir kostnað þessarar vatns vinnslu sambærilegan við kostn að annarrar vatnsmiðlunar. Hver veit nema að þetta eigi eftir að verða mannkyninu blessunarríkara en þótt okkur tækist að koma 2 eða 3 mönn- um til tunglsins. Eyðimörkin bíður allsstaðar um hnöttinn og gæti framfleytt hundruðum milljóna manna, bara ef hún yrði vökvuð. □ Stutt athugasemd I 10. HEFTI mánaðarritsins „Heima er bezt“ er greinargjörð um Eið bróður minn á Þúfna- völlum og um störf hans í þágu félagsmála. Hún er vinsamlega skrifuð, sem jafnan mun vera um aðrar slíkar tízkugreinar; ég á við það, að tiltölulega er stutt síðan farið var að semja lofgjörðir um ýmsa menn fyrr en þeir voru frá fallnir. Hef ég út af fyrir sig ekkert við það að athuga, en annars langar mig til að fetta svolítið fingur út í önn- ur atriði, sem í greininni standa. Þar er sagt, að foreldrar okkar hafi flutt frá Sörlatungu að Þúfnavöllum árið 1890. Það er rangt, þau fluttu vorið 1892. Þá er einnig sagt i gi-einarlok, að Þúfnavellir hafi verið kotbýli. Ég vil ekki með öllu fallast á, að svo hafi verið og tel það vill- andi frásögn, miðað við tíma og staðhætti. í jarðamati því er fram fór um 1860 og gefið var út á prent 1861 er jörðin metin á 33% hundr. að dýrleika, leigð með 4 ásauðarkúgildum, hin fimmta eða sjötta hæst metna af c. 57 ábýlisjörðum í Skriðuhreppi. Henni fylgdi víðáttumikið af- réttarland grösugt og kjarngott. Túnið var talið 18 dagsláttur að stærð og fóðraði 4—5 nautgripi í meðalári. Vetrarbeit talin all- góð. Ég vil því segja þetta: Saman- burður á flestöllu því, sem áður var sameiginlegt, við það sem nú er, er orðinn öldungis óraun hæfur (s. br. krónuna okkar) þetta er hvað öðru svo fjarskylt og svo er á nær öllum sveita- bæjum landsins. Eftirspurn eft- ir bújörðum, ef hún er nokkur til, miðast við góð húsakynni og umfram allt, greiða og breiða braut þangað og þaðan. Loftur Guðmundsson..

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.