Dagur - 10.11.1965, Qupperneq 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Þjóðvegakerfið
LENGD allra þjóðvega hér á landi
samanlagðra eftir hinum nýju vega-
lögum er nú talin 9477 km. Þjóð-
vegakerfið skiptist samkvæmt i'ögun-
um í HRAÐllRAUTIR (A og B),
ÞJÓÐBRAUTIR og LANDS-
BRAUTIR.
Hraðbrautir skulu þeir þjóðvegir
teljast, þar sem „innan 10 ára má bú-
ast við“ 1000 bifreiða umferð eða
meira á dag „yfir sumarmánuðina“.
Varðandi hraðbrautir í A-flokki skal
„stefnt að fjórfaldri akbrant 'með
varanlegu slitlagi“. En varðandi hrað
brautir í B-flokki skal „stefnt að tvö-
faldri akbraut með varanlegú slit-
lagi“. Með „varanlegu slitlaöi“' mun
átt við steypu eða malbik, en ekki
mun úr því skorið hvort olíumÖl
telst varanlegt slitlag.
Varðandi þjóðbrautir skal ;,stefnt
að malarvegi með tvöfaldri akbraut".
En varðandi gerð landsbrauta eða að
hverju skal þar „stefnt“ eru engin
ákvæði í tegalögunum, en yfirleitt
er á Jieim vegum nú um eina akbraitt
að ræða, þ. e. bifreiðir geta ekki
mætzt nema á „útskotum“. En svo
er að sjá, að á þjóðbrautum öllum
eigi bifreiðir að geta mætzt hvar sem
er þegar þær hafa verið gerðar og
þær. komnar í J>að horf, sem að er
„stefnt“.
í vegaáætluninni eru allir Jijóðveg-
ir nú flokkaðir samkvæmt ákvæðúm
vegalaganna, en að þeirri flokktiii
hafa vegamálastjóri og verkfræðing-
ar hans unnið. Þar kemur í ljós, að
hraðbrautir (A og B) eru 148.5 km
og þjóðbrautir 2960.9 km, en hrað-
brautir og Jrjóðbrautir samtals þá
rúml. 3100 km. Þetta er nálega Jiriðj-
ungur Jijóðveganna í heild. Af hrað-
brautunum eru aðeins 10 km hér í
Norðurlandskjördæmi eystra og eru
Jrað vegarspottar við Akureyri. En
Jjjóðbrautir hér í kjördæminu eru
rúml. 573 km og landsbrautir rúml.
756 km. Þjóðbrautir hér eru Ólafs-
fjarðarvegur, N orðurlandsvegur,
Kinnarbraut og Þingeyjarsýslubraut.
Nú er nýbúið að leggja 38 km hrað-
braut (B) suður á Reykjanesi og
kostaði samkv. upplýsingum ráðherra
um 270 millj. kr. eða rúmlega 7
millj. kr. hver kílómetri. Stofnkostn-
aður allra hraðbrautanna (145 km)
myndi á sama hátt reiknað verða
1000—1100 millj. kr. Fyrir einn km
í liraðbraut mætti að líkindum
byggja upp 15—20 km í venjulegri
Jijóðbraut, ef miðað er við Keflavík-
urveginn. Fyrir J>á upphæð, sem 145
km í hraðbrautum kosta, er án efa
liægt að fullgera á viðunandi hátt,
samkv. vegalögum, allt Jyjóðbrauta-
kerfið, sem nú er eins og fyrr segir
(Framhald á bls. 2.)
FERÐASÖGUBROT AF SLÚÐUM
ISLENÐINGA I VESTURHEIMI
Viðtal við séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON og BJARNA SIGURÐSS0N
-j
í GRAND FORKS
Nú verður að fella niður lang
• an og merkilegan kafla um
austurför okkar Bjarna gegnum
' Saltvatnsborg og Montana,
bangað til við komum til Grand
-’Forks í Norður Dakota. Þar
r.utum við hinnar höfðingleg-
- ustu gestrisni hjá ræðismarmin-
um dr. Richard Beck, prófessor
" og hans ágætu frú. Fyrst byrj-
■aði hann á því eins og miskunn-
sami Samverjinn að taka okkur
úpp á sinn eigin eyk, eða rétt-
ara sagt eyk Jóhanns bróður
■ síns, og óku þeir bræður okkur
heilan dag um þvera og endi-
■ langa Norður Dakota. Síðan
bauð hann okkur í geysilegan
kvöldverð í veitingahúsi, sem
mig minnir að héti Westward
Ho, eða eitthvað því um líkt,
og er það eins konar minja-
gripasafn um Ðakota Indiána.
Eru þar fram bornar stærstu
steikur í heimi. Eftir það fór
hann með okkur á fínasta gisti
hús bæjarins, þar sem helzt
gista ekki aðrir en þjóðhöfð-
ingjar, tók upp denar og sagði
við gestgjafann: A1 þú önn fyr-
ir þeim og allt, sem þú kostar
meiru til, skal ég borga þér,
þegar ég kem aftur.
Er það venja dr. Richards, þeg
ar fullt hús er hjá honum sjálf-
■ um, að fara þannig með íslenzka
ferðalanga, sem heimsækja
hann. En það er eins og að
’ koma í föðurhús að koma til
hans, og þó mest vert um alúð
fjör og gleði þessa síunga
manns, sem búinn er að arga
sér út við háskólakennslu og
óendanlegt annríki milli 30 og
40 ár, án þess að á honum sjái
elli eða þreytu. Það er dýrmætt
fyrir ísland að eiga annan eins
fulltrúa í Vesturheimi.
MINNEAPOLIS
Annar maður, sem helzt
kemst í samjöfnuð við dr. Beck
um gestrisni er Valdimar Björns
son fjármálaráðherra í Minnea-
Polis. Komum við bæði við hjá
honum á vestur- og austurleið,
og er þar ætíð fullt hús af ís-
lendingum. Bæði eru þar að
jafnaði margir námsmenn
heimagangar, og eins koma
þangað allir eða flestir ferða-
menn, sem fara þar um garð,
og þeir eru margir. Er jafnan
líf og fjör umhverfis þau hjónin
og heimilishættir svo óþvingað-
ir að allir kunna vel við sig.
Þegar ég kom þangað hið síð-
ara sinn var rétt kominn af ís-
landi Sverrir Þórhallsson, son-
arsonur forsetans, og ætlar
hann að, stunda efnavei-kfræði
þar við háskólann. Allt í einu
var hann kominn fram í eldhús
til að fást við uppþvott með
heimasætunni og virtist mér
hann una lífinu forkunnarvel.
AÐSUNNULÆK
Seinasta stórveizlan var hjá
Hannesi Kjartanssyni ambassa-
dor í New York og hans yndis-
legu konu Elínu, sem er dóttir
fornvinar míns séra Jónasar
Sigurðssonar. Sú veizla var
haldin í höll þeirri, sem þau
hjónin eru nýlega flutt í, og
stendur hún að ég held nálægt
Bronx um 40 mínútna ferð frá
stöðvum Sameinuðu þjóðanna.
Er þar hið fegursta landslag
skógi vaxið og skírðum við bæ-
inn að Sunnulæk.
Bjarni var kominn til Washing
ton D. C. þegar þetta var, áleið-
is til Florida ásamt konu sinni,
Kristjönu, sem kom til móts
við hann í New York, til að
koma honum á hvíldarheimili
í Miami eftir þetta skokk okk-
ar um meginland Norður-
Ameríku. Varð eins og gefur
að skilja mikill fagnaðarfundur,
því að mér þótti fjarska gam-
an að sjá hana, hvað þá Bjarna.
Var hún nefnilega eitt sinn hjá
okkur á Laugalandi og komst
með naumindum lífs af. Hef ég
aldrei lofað guð meira, en þegar
ég fékk von um að hún mundi
hverfa aftur til þessa heims.
En nú er að segja frá veizl-
unni. Ég naut þess, að ráðherr-
ar margir voru í heimsókn
vestra, bankastjórar og önnur
stórmenni, svo og fulltrúar á
þingi Sameinuðu þjóðanna. Am-
bassadorinn sendi bíl eftir okk-
ur á hótel nokkurt, er var
snertuspöl frá stöðvum Sam-
einuðu þjóðanna. Voru ráðnir í
bílinn auk mín Steindór Stein-
dórsson, menntaskólakennari,
og Kristján Albertsson rithöf-
undur, sem báðir voru fulltrú-
ar á þingi Sameinuðu þjóðanna,
svo og Kristín Björnsdóttir, sem
vinnur á skrifstofu hjá Sam-
einuðu þjóðunum, mikil dugn-
aðarkona. Þekktumst við lítils-
háttar fyrir fjöritíu árum, þeg-
ar það var til siðs að fara á
„stefnumótin fyrir sunnan Frí-
kirkjuna", en höfðum varla sézt
síðan og margt drifið á daga
beggja.
Nú ökum við af stað í sól-
skinsskapi, en þegar við kom-
um á miðja leið uppgötvast það
öllum til hrellingar, að með
okkur átti að vera skrifstofu-
stúlka frá ræðismannsskrif-
stofunni í Washington og höfð-
um við steingleymt henni. Þetta
var auðvitað bæði hneyksli og
| SÍÐASTA GREIN |
okkur til minnkunar, en eftir
nokkra umræðu töldum við að
ekkert mundi þýða að snúa við,
því að hún mundi ekki bíða
okkar svo lengi á ákvörðunar-
stað. Vorum við því heldur nið-
urlútir, er við komum til Hann-
esar. En þá var stúlkan búin að
hringja og klaga okkur. Kom
hún þó seinna um kvöldið með
járnbrautarlest. En aldrei mun
Sigrún Þórhallsdóttir.
hún fyrirgefa okkur þessa yfir-
sjón, sem engin von er til.
Er það skemmst af að segja,
að þarna voru húsakynni og
viðtökur allar hinar stórmann-
legustu og veitt af frábærri
rausn. Stóð þessi fagnaður allt
til miðnættis eða lengur. Tungl
óð í skýjum og varpaði töfra-
birtu yfir þessa dýrlegu sveit í
heimsborginni miðri. Þarna var
og margt manna, er búið hafði
um áratugi í New York, sem
gaman var að hitta, og kannað-
ist ég við sumt frá liðinni tíð.
Ollum var fagnað af sömu alúð-
inni. Slíkar stundir gleymast
ekki.
SEINASTI DAGUKINN í
NEW YORK
Daginn eftir kom Daisy eins
og bjartur sólargeisli inn í til-
veru mína, þar sem ég var að
rolast aleinn í einhverri af þess
um þúsund vistarverum, sem
nefnast Times Square Hotel. Ég
hafði farið snemma á fætur um
morguninn til að skrifa áríðandi
bréf og fór síðan út með það til
að koma því á pósthúsið. Eng-
inn, sem ég spurði, vissi hvar
pósthúsið væri.
Á heimleiðinni gekk ég gegn-
um stóran hóp af blaðamönn-
um og prenturum, sem voru í
verkfalli. Þeir höfðu labbað
þarna fram og aftur nokkra
daga og nokkrar nætur með
stórletraðar auglýsingar á bak-
inu, sem líktust mjölpokum til
að sjá. Aldrei vissi ég hvaða
gagn þessi hópganga gæti gert,
en helzt skildist mér á þeim, að
með þessu atferli reyndu þeir
að vekja meðaumkun með sér.
Þessir krossberar voru ógnar-
lega mæðulegir á svipinn, og fór
ég að hugsa um, hvað Eyfirðing-
ar mundu segja, ef þeir Erlingur
Davíðsson og Jakob O. Péturs-
son tækju upp á því að ganga
upp og ofan Kaupvangsstræti
með svona skilti og halarófu af
prenturum á eftir sér.
Daisy heitir reyndar Sigrún
og er ættuð frá Akureyri. Hún
var í Húsmæðraskólanum á
Laugalandi fyrir tíu árum og
hefur mér alltaf þótt undurvænt
um hana síðan. Nú er hún gift
bankamanni í New York og
hlýtur að líða vel í hjónaband-
inu, því að aldrei hefur hún
verið fallegri en nú. Hún er ein
af þessum englum, sem himna-
faðirinn sendir einstöku sinnum
niður í táradalinn til að gleðja
dapran heim. Nú tilkynnti hún
mér, að hún ætlaði að vera mér
til huggunar allan þennan dag,
og var það henni líkt að vera
ekki smátæk í góðgerðastarf-
seminni.
Fyrsta verkefnið var að raða
niður í töskurnar, en við það
hef ég ævinlega verið einstakur
klaufi. Voru þær nú orðnar svo
úttroðnar af skjölum, myndum
og bókum, að lítil von sýndist
að unnt yrði að koma þeim
saman, unz Sigrún fann það
heillaráð að setja töskurnar upp
á stól. Síðan hlammaði hún sér
ofan á þær og pressaði þær
þangað til okkur tókst að pína
þær saman. Þá lustum við upp
sigurópi.
Var nú ekið af stað með tösk-
urnar á vagnstöðina, en því
næst fórum við út að fá okkur
að borða. Eftir það fórum við
niður í Sameinuðu þjóðirnar að
hitta Mrs. dr. Cucci, sem þar er
túlkur og kann tuttugu tungu-
(Framhald á blaðsíðu 7).
5
Óheillaþróun, sem þarf að stöðva
Framsöguræða GÍSLA GUÐMUNDSSONAR alj>m. í neðri
deild Aljiingis 25. okt. sl„ um fmmvarp til laga um sérstak-
ar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins.
andi fjárlög og fjárlagafrumvarp-
ið, sem fyrir þinginu liggur. Við
leggjum enníremur til, að jafn-
Herra forseti!
Énn flytjum við sex þingmenn
Framsóknarflokksins í þessari
háttv. deild frumvarp til laga unt
sérstakar ráðstafánir til að stuðla
að jafnvægi í byggð landsins, og
enn í méginatriðupt með sama
sniði og áður. þótt sumurn ákvæð-
um hafi verið breytt nokkuð til
samræmis við nýtt tímatal og vax-
andi þörf.
Ég hefi oft áður hcr á hinu háa
Alþingi vikið aö því mikla vanda-
niáli, sem er tilefni. þessa frv. og
mun ekki ffytja latiga framsögu-
ræðu að þessu sinni. En þetta vil
ég segja í upphafj máls míns: Því
aðeins getur ísland haldið áfram
að vera sjálfstætt ríki, að íslend-
ingar haldi áfram að byggja land
sitt. Við íslcndingar erum um
þessar inundir ekki nema rúmlega
190 -þúsuridir. Meira en helnting-
ur þessarar litlu þjóðar hefur nú
safnazt saman á því takmarkaða
svæði, sem skipulagsfræðingar höf-
uðborgarinnar kalla Stór-Reykja-
vík. Hér er að skapast tiltölulega
fjölmennasta borgarsvxði í heim-
inum rniðað við þjóðarstærð. Þró-
unin virðist stefna í þá átt, að á
þessu svæði vaxi upp stórborg —
með næstum óvæntum hraða og
að aðdráttarafl þessarar stórborg-
ar eyði allri annarri landsbyggð
að meira eða minna leyti — en
sjálf bíði hún tjón af. Þessi örfá-
menna þjóð getur ekki gert
tvennt í senn: Að byggja upp stór-
borg með hraða og að halda áfram
að byggja landið og efla lands-
byggð sína.
Við, sem stöndum að flutningi
þcssa máls viljttm ekki hindra eða
ákveða bústaðaskipti fólks með
lagaboði eða binda menn við átt-
haga sína, það er æskilegt, að fólk
ráði sjálft búsetu sinni. Við vilj-
um fara aðra leið. Við viljum fá
þjóðfélagið til að leggja sig nú
fram af alefli og með nýjum hætti
— eins og gert hafa suniar aðrar
þjóðir í seinni tíð — til þess að
bæta úr því, sem á skortir, til þess
að hin dreifða landsbyggð til sjáv-
ar og sveita verði fýsilcgri til bú-
setu en mörgum þykir hún nú
vera. Þetta viljum við að þjóðfé-
lagið geri í samráði og samstarfi,
og svo scm unnt er að fengnu
frumkvæði hinna einstiiku lands-
hluta og byggðarlaga, ‘og að jafn-
framt sé skiptilega að því unnið,
að opna augu manna fyrir nýjum
möguleikum og skapa aukinn
skilning á hinum dreifðu lands-
gæðum og auðlindum, öllu því
sem þetta fagra, heilnæma og
kostaríka framtíðarland getur
boðið börnum sínum. Sér í lagi
teljum við, að bregða þurfi skjótt
við þar sem eyðingarhættan er á
næsta leiti, en í hlut eiga lífvæn-
leg byggðarlög, og að þjóðfélagið
verði svo sem unnt er og hag-
kvæmt að beita áhrifum sínum í
jafnvægisátt, í sambandi við stofn-
un meiri háttar atvinnufyrirtækja
og aðrar stofnanir, sem það á hlut
að. Við teljum, að hér þurfi ntik-
ið fjármagn til að koma og á sem
skemmstum tíma, og að hér verði
að koma upp, svo sem fordæmi er
fyrir meðal grannþjóða, sjálf-
stæðri og öflugri þjóðfélagsstofn-
un, jafnvægis- cða landsbyggðar-
stofnun, til að sjá um að jietta
fjármagn fái þann skapandi mátt,
sem jiví cr ætlað að hafa, svo og
í því sambandi nauðsynlegar
framtíðaníætlanir.
Við leyfum okkur að leggja það
til, að ríkið láti 2% af árlegum
tekjum sínum samkvæmt ríkis-
reikningi renna í jafnvægissjóð
þann, sem gert er ráð fyrir að
stofna, cn það svarar til 70—75
millj. kr. á ári ntiðað við núgild-
vægisnéfftd verði í næstu
heimilað að taka ríkisábyrgðarlán
til starfsemi sinnarog að slík lán-
taka megi nema alit að 200 millj.
kr. á ári. Er þá lialt í huga að
lánsfé þetta geti numið tvöföld-
um tekjum sjóðsins og að verð-
bólga er í landinu. Að sjálfsögðu
verður að gera ráð fyrir, að stjórn
landsins, hver sem hún verður á
hverjum tíma, veiti þann stuðn-
ing, sem með Jiarf við öflun íáhs-
fjármagnsins. Samkvæmt frum-
varpinu hefur sjóðurinn og jafn-
vægisstofnunin í heild 7 manna
Gísli Guðmundsson, alþm.
þingkjörna stjórn, sem heldur
mánaðarlega fundi, en ræður sér
að öðru leyti starfskrafta til að
fyfSjást með byggðajjróuninni og
til að framkvæma nauðsynleg
rannsóknárstörf og áætlanagerð
eða hagnýta rannsóknir og áætlan-
ir annarra ríkisstofnana, sem að
gagni koma á þessu sviði. En í
frv. er jafnframt gert ráð fyrir J>ví,
að þróunin geti orðið sú, að ein-
stakir íandshlutar taki áætlunar-
gerðina og uppbygginguna að
meira eða minna leyti í sínar eigjri
hendur hver á sínu svæði, og fái
til J>ess eðlilegan hluta af heildar-
fjármagni jafnvægissjóðsins. Við
gerum ráð tyrir að jafnvægisstofn-
unin ráðstafi fjármagni sínu eink-
um í formi útlána, og ákveði sjálf
lánskjör, en að þó geti hér einnig
með nánar tilteknum skilyrðum,
verið um óafturkræf framlög að
ræða og að nteðeign jafnvægis-
sjóðsins í atvinnufyrirtækjum
komi til greina, ef sérstaklega
stendur á. Jalnvægislán skv. frv.
eru j>ví skilyrði bundin, að aðrir
lánsmöguleikar hafi verið full-
nýttir, og sams konar reglur
myndu að sjálfsögðu gilda um
framlög. Það er ekki ætlunin, að
hinar almennu lánsstofnanir eða
fjárveitingafvaldið geti dregið sig
í hlé með því að vísa á jafnvægis-
sjóðinn. Honum er ætlað að
leggja til síðustu jnisundirnar, ef
svo mætti scgja og fjármagn, sem
clla myndi ekki fást, ef stjórn hans
telur j>að rétt og í samræmi við
gerðar áætlanir. Hið almenna
skilyrði og frumskilyrði fyrir fjár-
hagslegri aðstoð af jafnvægisfjár-
magni er, að hún sé í samræmi við
tilgang laganna, sanikv. 1. gr. frv.,
J>.e. „til framkvæmda og eflingar
atvinnulífi í þeint landshlutum,
]>ar • sem bein eða hlutfallsleg
fólksfækkun hefur átt sér stað
undanfarið eða er talin yfirvof-
andi.“ Er J>á auðvitað ekki átt við
eitt og eitt ár heldur lengri tíma.
Ég leyfi mér að vekja sérstaka
athygli á 1G. gr. frv. sem hljóðar
svo: „Þegar komið cr upp atvinnu-
fyrirtækjum með fjárhagslegum
stuðningi ríkisvaldsins, skal ríkis-
stjórnin leita álits jafnvægisnefnd-
ar um staðsetningu þeirra.“ Það
er fráleitt, að ríkisvaldið vinni á
móti sjálfu sér í [>essum málum,
itieð því annars vegar að leggja
fram jafnvægisfjármagn og hins
vegar að stuðlajýálft. að J>ví að
nauðsynjalausu, að jafnvægi sé
raskað með staðsetningu at-vinnu-
fyrirtækja. En í sambandi við
j>etta eru nú Ijótar blikur á lofti.
í öðru lagi leýfi ég mér að vekja
athygli á bráðabirgðaákvæði frv.,
sem tjallar um að gera „bráða-
birgða áæthm um sérstaka aðstoð
við ]>au byggðarlög, sem dregizt
hafa aftur úr eða yfirvofandi
hætta er á að dragist aftur úr því,
sem almennt er, að því er varðar
aðkallandi frantkvæmdir og upp-
byggingu atvinnuvega eða fari í
eyði að verulegu eða öllu leyti,“
enda séu }>ar vel viðunandi at-
vinnurekstrarskilyrði frá náttúr-
unnar hendi.
Varðandi efni frv. að öðru leyti
leyli ég mér að vísa til texta ]>ess
á j>skj. 24, og greinargerðarinnar,
sem }>ví fylgir á sama [>ingskja!i,
svo og umræður um jafnvægismál-
ið á fyrri þingum.
Jafnframt levfi ég mér að vekja
athygli háttv. þingmanna á tölum
]>eim um röskun mannfjöldajafn-
vægisins á síðustu 24 árum, sem
birtar eru í gTeinargerðinni.
Fólksfjöldinn í landinu var t
árslok 1940 rúml. 121 jiús. en í
árslok 1964 rúml. 190 þús. Fólks-
fjölgunin á þessurn 24 árum er
nál. 69 þús. eða 56.6%.
Meðalfjölgunin var 56.6%. En
í fjórum landshlutum, j>.e. á Aust-
urlandi, Norðurlandi, Suðurlandi
austanfjalls og Vesturlapdi sunn-
an Gilsfjarðar, var fjölgunin
minnst aðeins 6.8%, og niest ekki
nema 28.8% á sama tíma og í ein-
urn landshluta, þæ. á -Vestfjörðum
ver bein fófksfækkún um 18.7%.
En í Kjalarnejhingi vestan-
fjalls var fólksfjölgunin á sama
tíma 127.6%. í sex samliggjandi
sveitarfélögum á hinu svonefnda
Stór-Reykjavíkursvæði áttu heima
1. des. sl. nál. 97.700 manns eða
rúmlega helmingur ]>jóðarinnar.
(Framhald á blaðsíðu 2).
U M D A G
í^óð'
<5 V E G I N N
FORN VOPN FUNDIN
Margt geymir jörðin minja
manna, sem fyrr á tíð,
erjuðu akra frjóa
og innbyrðis háðu stríð,
en fallnir í kumbl sitt fengtt,
til ferðar á ragna-mót,
fáka með brúnum bitlum
buklara, sverð og spjót.
Þóttu æ furðufréttir
ef fannst á einhverjum stað
hausbein í heiðnu kumbli,
hnífgréla, axarblað,
en sjaldnast var unnt að eygja
ummerki þar um nein
nær öldungur sá var uppi,
sem átti þau jám og bein.
EM nú hefir fundizt fundur,
sem fáan sinn líka á,
atgeirar ævafornir,
í ófærri klettagjá.
Aldrei var sén, með sanni,
síðan á landnámsöld,
í Suður-Þingeyjarsýslu
svoddan morðtóla fjöld.
Nú vildu menn gjarna vita,
er voru þau undur spurð,
hví báru þeir brynþvara sína
svo blygðunarlaust, á urð?
Var þeim fleygt þar á flótta,
er féndum var aðför gerð?
Eða urðu þeir bara eftir
við ölteiti .í vöruferð?
Um geiranna uppruna og aldur
er örugg yissa og klár,
þeir geymdust í fönn og frosti
fram á síðustu ár,
og vopnin er yörunierkið
vandiega grafið í,
enn má víst á málminum lesa
þar — Made in Germany.
Dvergur.
FYRRUM VARÐ það hálfgerð
tízka meðal bændanna að lengja
jeppana, og er raunar enn. Nú
er farið að lengja flugvélar á
svipaðan hátt, samanber Loft-
leiðavélarnar af Rolls Royce-
gerð. Og nú er í undirbúningi
að lengja mörg fiskiskip. Von-
andi verða allar þessar lenging-
ar til hagsældar.
Bókaútgáfan Skálholt í
Reykjavík hefur tilkynnt, að
hún greiði 100 þús. kr. fyrir
beztu skáldsögu í samkeppni
þar um. Eru þetta mikil sögu-
laun og þau hæstu, sem um get
ur hjá íslenzku útgáfufyrirtæki,
en hvert þúsund er minna virði
en sögulaun hafa nokkru sinni
verið greidd með áður.
Hitlersdóttir er kona ein tal-
in, sem nýtrúlofuð er Gyðingi,
og kom nú heldur betur líf í
fréttablöð. Það voru í eina tíð
líka talin tíðindi til næsta bæj-
ar, að Hitler skorti karlmann-
lega frjósemi og jafnvel áhuga.
Nú er þetta allt borið til baka
og launbörn foringjans sögð
vera hér og j>ar, og eiga J>au
öll að vera af ljóshærðum og
bláeygðum konum fædd, sam-
kvæmt kenningum nazista um
kyngöfgi.
Það furðulega ástand ríkir í
skemmtanalífi okkar íslendinga,
að fullorðið fólk skemmtir sér
með þeim hætti á opinberum
dansleikjum t. d., að það varðar
við lög ef unglingar innan 16
ára líta J>ar inn! En erfiðlega
gengur að halda þessi lög — ef
ungmenni geta greitt sinn að-
gangseyri —. Lögbrot af þessu
tagi hafa verið kærð (nú síðast
í Degi sl. laugardag).
Um réttmæti kærunnar skal
ekkert fullyrt. En nauðsyn ber
til, að það mál sé upplýst. Sé
kæran á rökum reist, mun víð-
ar pottur brotinn í sveitum.
Þegar hin syfjuðu yfirvöld
rumska, og það hljóta þau fyrr
eða síðar að gera, þurfa þau
jafnframt að kynna sér ástand-
ið í höfuðstað Norðurlands í
J>essu efni. En hvort þau halda
áfi-am að loka augunum fyrir
þeirri staðreynd, að hundruð
lögbrota eru framin í meðferð
áfengis í bæ og nágrenni um
hverja helgi ársins og oft j>ar
fyrir utan, skal ósagt látið. Ef
svo vilai til, að yfirvöldin tækju
rögg á sig í því efni, létu t. d. þá
mörgu sem útvega unglingum
áfengi, sæta þungum refsingum,
eiga borgararnir að styðja þau
af heilum hug.
Vettlingatök fógeta og lög-
reglu á áfengismálunum um
langa tíð, hafa sannfært vínsala,
samvizkulitla vínneytendur, svo
og unga fólkið sjálft um það,
að öllu sé óhætt í þessum efn-
um. Á meðan svo er ástatt fara
of mörg mannslíf í súginn og of
mörg heimili í rúst, til þess að
sómasamlegt sé að látast ekki
um það vita.
Meindýraeyðir bæjarins og
héraðslæknir hafa nú frá því
skýrt, að rottum fjölgi ískyggi-
lega í bænum og hefur víst eng-
inn dregið í efa þá tilhneigingu,
þar sem nóg er fyrir þær að bíta
og brenna. — Heilbrigðisnefnd
hyggur á herferð gegn rottun-
um og er verkefni hennar mik-
ið.
„Hestaeigendur á Akureyri
eru búnir að leggja undir sig
sveitina,“ sagði bóndi úr Krækl-
ingahlíð nýlega, og hann bætti
við: „Fyrst lauma þeir til okkar
hrossunum, og svo kæra J>eir
okkur fyrir að láta hross ganga
meðfram vegunum.“ Nokkur
sannindi munu í ásökunum þess
um felast og minna þau á, að
úrræði þarf að finna fyrir eig-
endur 3—400 hrossa hér í bæ,
sem þurfa mikið land. Q