Dagur - 10.11.1965, Page 8

Dagur - 10.11.1965, Page 8
8 KARLAKÓR DALVÍKUR, undir stjóm Gests Hjörleifssonar, syngur í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri n.k. sunnudag, 14. nóv., kl. 4. Einsöngvarar með kómum eru þeir Jóhann Daníelsson og Helgi Indriðason, en undirleikari er Guðmundur Jóliannsson. Karlakór Dalvíkur er skipaður 34 söngmönnum. — Aðgöngumiðar verða seldir í Bókabúð Jóhanns Valdimarssonar föstudag og laugardag. — Mynd þessa af kórnum tók E. D. síðastliðið sumar. Tugir manna haia gengið í félagið a5 undaniörnu Nýr erindreki, Jón Kristinsson, tekinn til starfa Aðalfundur félagsins haldinn sl. fimmtudag SMÁTT ÖG STÓRT FRAMSÓKNARFÉLAG Akur- eyrar hélt aðalfund sl. fimmtu- dag. Er þetta í fyrsta sinn, sem aðalfundur félagsins er haldinn um þetta leyti árs, en sam- kvæmt lagabreytingum er gerð ar voru á aðalfundi snemma á þessu ári skal starfsárið vera frá hausti til hausts, en ekki al- manaksárið eins og verið hefir. Formaður félagsins, Björn Guðmundsson, setti fundinn. Minntist hann í upphafi félaga er látizt höfðu á árinu og risu fundarmenn úr sætum til að votta hinum látnu virðingu sína. í skýrslu formanns kom fram, að starfsemi hefir verið með svipuðum hætti og áður. Gleði- legast sagði hann að félagstal- an hefði aukizt ört að undan- förnu og greinilegt væri að fleiri og fleiri styddu Framsóknar- flokkinn og allt benti til þess, að hann komi öflugri en nokkru sinni áður út úr næstu kosning- um. Þá bauð hann velkominn til starfs Jón Kristinsson rakara- meistara, en hann hefir nýlega verið ráðinn erindreki Fram- sóknarflokksins hér í bæ. Sagð- ist Björn vænta mikils af starfi hans, svo vanur félagsmála- maður sem Jón væri. Allmiklar umræður urðu um félagsstarfið á komandi ári en það.mun að líkindum snúast Skyndihappdrætti 1 Framsóknarflokksins. Dreg- » ið verður 20. nóv. um 3 glæsi lí legar bifreiðir. « Þeir, sem fengið hafa miða « eru vinsamlegast beðnir að gera skil nú þegar. jz Miðar fást' á skrifstofu « Framsóknarflokksins og víð- <? ar um bæinn og kosta aðeins kr. 50. 1 allmjög um bæjarstjórnarkosn- ingamar. Stjómin var endurkjörin óbreytt, en hana skipa: Björn Guðmundsson formaður, Sig- urður Óli Brynjólfsson ritari, Jón Samúelsson gjaldkeri og meðstjórnendur þeir Haraldur M. Sigurðsson og Sigurður Karlsson. Varamenn í stjóm voru kosnir: Guðmundur Blön- Bjöm Guðmundsson. dal, Jón Aspar og Magnús J. Kristinsson. í fulltrúaráð Framsóknarfé- laganna voru kjörnir: Baldur Hálldórsson, Brynjólfur Sveins- son, Bernharð Stefánsson, Er- lingur Davíðsson, Eiríkur Sig- urðsson, Guðmundur Blöndal, Guðrún Melstað, Hallur Sigur- björnsson, Haraldur M. Sigurðs son, Hólmfríður Jónsdóttir, Ingvar Gíslason, Jón Aspar, Jón Kristinsson, Jón Oddsson, Magnús Ki-istinsson, Ólafur Magnússon, Sigmundur Björns- son, Sigurður Karlsson, Torfi /"’"*1'uigsson, Þorleifur Ágústs- son og Þorsteinn Davíðsson. Framsóknar- Auk þessara manna eiga sæti í fulltrúaráðinu bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins og for- maður, ritari og gjaldkeri fé- lagsins. Fyrstu varamenn í fulltrúa- ráði voru kjömir: Pétur Gunn- laugsson, Jóhann Helgason, Ríkharð Þórólfsson, Sigmundur Guðmundsson, Guðmundur Magnússon og Ingólfur Gunn- arsson. Q Sorpeyðingarstöð SORPEYÐINGARSTÖÐ er nú til umræðu hjá yfirvöldum bæj- arins, og hefur bæjarráð ákveð- ið, að undirbúningur fullkom- innar sorpeyðingarstöðvar verði nú þegar hafinn. Bajjarverk- fræðingi og bæjarstjóra var falinn nauðsynlegur undirbún- ingur. Q Beitarþol rannsakað BÆJARRÁÐ hefur borið fram þá frómu ósk, að landgræðslu- stjóri láti athuga beitarþol Glerárdals og ástand gróður- lendis þar. Er þess að vænta, að ósk þessi verði uppfyllt og að athugunin leiði til skynsam- legra aðgerða bæjarins á hinu dýrmæta og þrautbitna landi. LAUGARDAGINN G. þ. m. var haldinn á Akureyri fundur full trúa kaupstaða og stærri kaup- túna á Norðurlandi. Var fundur þessi í framhaldi af ráðstefnu um atvinnumál Norðurlands, sem haldin var á Akureyri 29. og 30. maí í vor. Á fundinum Tnætti Bjarni Einarsson sem fulltrúi Efnahags stofnunarinnar, sem falið hefur verið að vinna að framkvæmda áætlun fyrir Norðurland. Flutti hann erindi um gerð fram- kvæmdaáætlana. Einnig mættu á fundinum full trús" fr4 A1 sambandi Norð urlands. ÞÁ VAR HLEGID Fyrir skóTnniu rökstuddi Ey- steinn Jónsson nauðsyn þess, að í framkvæmdum og fjárfestingu yrði þjóðarþörfin að sitja fyrir. Vinna þyrfti eftir heildaráætl- un þar um og í samræmi við fjármagnið annars vegar og vinnu- og vélaaflið hins vegar, í stað algers skipulagsleysis, svo sem nú væri í þessum málurn. Þetta sárnaði stjórnarflokkun- um ákaflega og hófu gagnsókn með gamanvísum, skopmynd- um og háðgrelnum um Eystein og „hina Ieiðina“ hans, sem þeir sogðu að ekki væri til. Og það var hlegið. SfÐAN FÓRU MENN AÐ HUGSA En- hláturinn dvínaði því það var ekki hægt að halda honum við. Og þá fóru menn að hugsa. „Hin leiðin“, var ekkert fyndin þegar betur var að gáð, heldur eina leiðin út úr ógöngum stjórn leysis og mismununar. Ekki Ieið á löngu þar til annað aðalblað stjórnarinnar mælti með fram- kvæmdaáætlun og að ríkis- stjórnin þyrfti að hafa yfirlit um heildarframkvæmdir þjóð- arinnar. Og blaðið bætir við: „Þetta er það kerfi, sem Jafn- aðarmenn boða um allan heim“! UM VEGAMÁL í leiðara blaðsins í dag eru veg- imir gerðir að umtalsefni og skiptingu þeirra í hraðbrautir, þjóðbrautir og landsbrautir. Samkvæmt nýbyggingarfé til þessara brauta er í vegaáætlun næsta árs 56,5 millj. kr. Það hrekkur skammt. Hraðbrautin á Reykjanesi er lögð fyrir láns- fé, sem ríkið hefur útvegað, hvort sem það nú verður endur greitt af tekjum ríkissjóðs eða að einhverju leyti með vegar- skatti. Sumir segja, að nauðsyn beri til að Iiraða sem mest upp- byggingu annarra hraðbrauta syðra, svo dýrar sem þær em með varanlegu slitlagi, og má færa að því rök. En getur þá landsbyggðin í heild beðið eftir því í 30—40 ár, að fá aðal um- férðaæðár sínar fullgerðar á við unandi hátt, þjóðbrautimar, svo að ekki sé rætt um Iandsbraut- irnar að þessu sinni? Er ekki Fundurinn fól undirbúnings- nefnd að starfa áfram í sam- vinnu við Efnahagsstofnunina í sambandi við gerð framkvæmda áætlunar fyrir Norðurland. (Fréttatilkynning frá Ráð- stefnu um atvinnumál á Norður landi.) Hér má því við bæta, að sam- þykkt var á fundi þessum að fela undirbúningsneínd að koma á fót heildarsamtökum sveitarfélaga á Norðurlandi í samvinnu við Fjórðungssam- band Norðurlands og stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga. óhjákvæmilegt og sanr.gjarnt, að flýta fyrir uppbyggingu þjóð- brautanna með ríkislántökum? Á AÐ BYGGJA IIRAÐBRAUT- IR FYRIR LÁNSFÉ? Athugandi er, hvort ekki væri rétt að byggja upp allar hrað- brautir og þjóðbrautir með ríkis lántökum á fyrirfram ákveðn- um tíma. Ætti þá að byrja á því, að gera fullnaðaráætlun um kostnaðinn við þessa miklu framkvæmd, og það ætli að vera hægt að gera á skömmum tíma, því að víða hafa áætlanir verið gerðar og mikið af gögn- um fyrir hendi. Sumir kunna að segja, að ríkið eigi ekki að safna skuldum vegna vegagerða, heldur eigi að greiða þann kostn að jafnóðum. En nú þegar er byrjað að fara lánaleiðina í all- stórum stíl. Það er fásinna að hraðfjölga bjfreiðum og hafa þær í förum um Iand allt án sæmilegra vega á aðalleiðum. Ef ríkislán væru tekin til þjóð brautanna, gæti vegasjóður lagt meira af mörkum til lands- brauta en nú er gert. Jafnframt er þá athugandi, hvort meira eða minna af lánunum til dýr- ustu framkvæmdanna, sem er hið varanlega slitlag hraðbraut anna, ætti að greiðast með veg-’ arskatti. SARSAUKI ALÞÝÐU - FLOKKSMANNA Ritstjórnargrein, sem birtist í Alþýðublaðinu 31. október sl., hefur vakið talsverða athygli. Þar segir m. a. svo: „Morgunblaðið hefur penmga nienn þessa lands á bak við sig. (Framhald á blaðsíðu 7). ÁTTRÆÐUR HARALDUR Þorvaldsson Eiðs- vallagötu 8 á Akureyri varð átt- ræður í gær, þriðjudaginn 9. nóvember. Hann var fyrrum bóndi, síðan lengi verkamaður hér í bæ og á nú róleg efri ár í skjóli afkom- enda sinna og ástvina, hress í anda, athugull og áhugasamur um almenn mál. Haraldur hefur löngum ver- ið rnálssvari þeirra, sem lægst laun hlotnast. Sem bóndi og verkamaður hefur hann skilið flestum betur nauðsyn á sam- starfi þessara stétta í hagsmuna baráttunnj og að því samstarfi unnið af þeirri hreinskilni og einurð, sem honum er jafnan tiltæk. Og samvinnumaður er hann af lífi og sál, tillitssamur, gagnrýninn og félagslyndur. Dagur sendir Haraldi Þor- valdssyni beztu árnaðaróskir og þakklátar kveðjur í tilefni af áttræðisafmælinu. q Ráðstefna um afvinnumál

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.