Dagur - 17.11.1965, Blaðsíða 4
A
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍBSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
KRÖFURNAR um endurskoðun
fræðslulaganna vaxa með hverju árr.
Og ný skólalöggjöf er aðkallandi.
Sex þingmenn Framsóknarflokksins
hafa á Alþingi flutt tilliigu til þings-
ályktunar um endurskoðun skóla-
löggjafarinnar. Framsögumaður var
Páll Þorsteinsson. Flutningsmenn
benda m. a. á:
„Markmið heildarskoðunar skóla-
löggjafarinnar á að vera það, að full-
nægt verði þörfum einstaklinga og
þjóðfélagsheildar fyrir almenna
menntun og sérfræðikunnáttu í þjóð
félagi nútímans og tryggja sem fram-
ast má verða jafnréttisaðstöðu í skóla
málum, þannig að allir fái sehi .jafn-
asta aðstöðu til náms, hvar sem þeir
búa á landinu.
Þróunin er mjög ör á sviði vísinda
og tækni, og veldur hún miklum
breytingum á atvinnuháttum. Þjóð-
ir, sem fylgjast ekki með þessari þró-
un, dragast aftur úr öðrum óðar en
varir. Við endurskoðun skólalöggjaf-
arinnar þarf að taka tillit til þessa.
Endurskoðunin á því ekki að vera
einungis miðuð við bamafræðslustig-
ið, hún þarf að grípa inn á svið allrar
framhaldsmenntunar, bæði gagn-
fræðaskóla og menntaskóla, þar sem
ekki sé einvörðungu fjallað um
fjölda skólanna og stærð, heldur og
um námsefni og kennsluhætti. Þá
telja flutningsmenn ekki sízt nauð-
synlegt að kanna rækilega þörf þjóð-
félagsins fyrir hina ýmsu sérskóla,
svo sem í tækni, iðnfræðum og öðr-
um hagnýtum greinum, sem snerta
atvinnuvegi landsins, og gera tillög-
ur um skipan þeirra og stöðu innan
fræðslukerfisins. Fræðslukerfið verð-
ur að miða við það, að þar gæti sam-
ræmis og samvirkni milli einstakra
stiga þess og greina.
Menntakerfi þjóðarinnar er ein
mikilvægasta stoð almennra framfara
og bætts efnahags, og hefur svo í
rauninni verið frá fyrstu tíð. En hin-
ar öru breytingar á atvinnu- og þjóð-
félagsháttum niitímans hafa stórum
aukið kröfurnar um almenna mennt
un og sérfræðiþekkingu á mörgum
sviðum. Þeim kröfum verður ekki
fullnægt með öðru móti en uppbygg-
ingu samvirks og víðtæks skólakerfis.
Þar sem efnahagslegar framfarir
hvíla í vaxandi mæli á þeirri stoð,
sem menntakerfið er, þá er það nauð-
syn hverri þjóð, sem stefnir að fram
förum, að treysta sem bezt þeiman
mikilvæga undirstöðuþátt þjóðfélags
ins. Því fé, sem varið er til uppbygg-
ingar traustu menntakerfi, er áreið-
anlega vel varið frá efnahagslegu sjón
armiði séð. Þar er um arðvænlega
fjárfestingu að ræða. Framh. á bls. 7.
Skipulagsbtindin uppbygging
Norðurlands
Ákureyrarkirkja 25 ára
Á síSasta vori var sem kunn-
ugt er haidin ráðstefna um at-
vinnumál á Akureyri, er að
stóðu kaupstaðirnir fimm á
Norðurlandi og átta stærstu
kauptúnin, en auk fulltrúa kaup
staðanna og kauptúnanna sátu
ráðstefnuna meginþorri alþing-
ismanna úr Norðurlandskjör-
dæmunum.
Ráðstefna þessi var undirbú-
in af bæjarstjórum Norður-
lands. En varðandi undirbúning
hennar má það helzt teljast
markverðast að safnað hafði
verið- greinargerðum og tillög-
um frá þeim sveitarfélögum, er
aðild áttu að ráðstefnunni, en
þær fjölluðu um atvinnuástand
og horfur, ennfremur um leiðir
til úrbóta. Skömmu eftir lok
ráðstefnunnar gaf undirbúnings
nefnd hennar út í skýrsluformi
tillögur og greinargerðir þátt-
tökuaðila, ásamt ályktunum ráð
■stefnunnar. Skýrsl'an var send
öllum sveitarstjórnarmönnum
kaupstaðanna og kauptúnanna,
alþingismönnum, stofnunum og
stjórnarvöldum, svo og fleiri
■ áhugaaðilum.
- í Ijós kom að starfsskýrsla
Akureyrarráðstefnunnar um
norðlenzku atvinnumálin vakti
athygli þeirra er fengu hana
undir hendur. Með vissu má
segja, að einkum tvennt hafi
komið til að svo varð, og þá
fyrst og fremst það, að skýrsl-
an hafði að geyma athyglisverð-
ar upplýsingar um atvinnulífið
á Norðurlandi, er komu fram í
greinargerðum þátttökustað-
anna, ennfremur hitt að álykt-
anir ráðstefnunnar, sem gerðar
voru samhljóða, voru hófsamar
ábendingar um skynsamleg og
raunsæ úrræði, bæði um vanda
mál líðandi stundar, og um fram
tíðarmálin. Sú eindregna sam-
staða er ríkti á atvinnumála-
ráðstefnunni gaf byr undir báða
vængi um að fengin væri varan
legur samstarfsgrundvöllur til
umræðna og úrræða um at-
vinnumál Norðurlands. Því hef-
ur árangur og áhrif ráðstefn-
unnar orðið meiri en þeir bjart
sýnustu leyfðu sér að vona. Ekki
leikur vafi á, að hin eindregna
samstaða er einkenndi ráð-
stefnustörfin var þyngsta lóðið
á vogaskálinni og gerði áhrif
hennar margföld og vilja henn-
ar að afli, sem taka varð til
greina. Hér er á ferðinni aug-
ljós teikn þess að tekin hafi
verið upp ný og árangursríkari
vinnubrögð í málefnabaráttu
dreifbýlisins, en áður tíðkuðust
almennt. Það var horfið frá sér-
hyggjustreitu einstakra byggð-
arlaga, sem oftast var á kostnað
nágrannanna, og horfið að sam-
stöðu um skipulagsbundna heild
aruppbyggingu Norðurlands,
þar sem komið verði á verkskipt
ingu innan heildarinnar. í stað
togstreitu og tortryggni kom
vilji til samstarfs og hlutverka-
skiptingar innan kerfisbundinn-
ar svæðisuppbyggingar lands-
hlutans. Gamla togstreituleiðin
hefur gengið sér til húðar, og
reynzt neikvæð og niðurrífandi,
sem gefið hefur ófyrirleitnum
valdastreitumönnum tækifæri á
að siga byggðunum saman í togi
um þá bita, sem aldrei voru til
skiptanna og hlutu því byggð-
irnar að sitja áfram við skarðan
hlut. Augu manna eru' því sem
óðast að opnast fyrir því, að í
þessum vinnubrögðum var fólg-
ið rangt verklag, sem ekki hef-
ur launað erfiðið, sem skyldi og
er máske sá myllusteinn um
hálsinn, sem dreifbýlinu er erf-
iðastur.
Sá vandi, sem hafís og lang-
varandi aflaleysi var fyrir bæj-
ardyrum Norðlendinga á síðasta
vetri, hefur máske vakið þá
öðru frekar til samkenndar og
samstöðu, um nauðsyn þess að
leita sameiginlega að úrlausn-
um til lausnar vandamálanna.
En margt bendir til að sú verði
einmitt raunin og virðist því hin
gamla norðlenzka samhyggja
hafa losnað úr viðjum jafnhliða.
Það hefur ætíð verið skammt
niður í kvikuna, þegar stefnt
hefur að Norðlendingum sam-
eiginlegur vandi og ef þeir hafa
getað fylkt sér til sóknar að
ákveðnu marki. Akureyrarráð-
stefnan er vottur þessa. Nú er
að renna úpp tími norðlenzkr-
ar endurreisnar einmitt í kjöl-
far hennar.
Ráðstefna um atvinnumál
haldin á Akureyri dagana 29.
og 30. maí sl. markaði þá höfuð
stefnu að gerð yrði framfara og
framkvæmdaáætlun fyrir Norð
urland. Um þetta mál er m. a.
eftirfarandi í ályktunum ráð-
stefnunnar.
„Hún telur nauðsynlegt að
samhliða framkvæmdaáætlun
um um þjóðarbúskapinn í
heild verði tekin upp kerfis-
bundin svæðaskipulagning,
sem tæki til atvinnu — félags
og menningarmála í einstök-
um landshlutum. Slík svæðis-
■ skipulagning fari fram und-
ir yfirumsjón stofnunar,
með sérmenntuðu starfsliði,
en hlutur hinnar staðbundnu
þekkingar og frumkvæðis
verði tryggður með myndun
samstarfsnefndar sveitarfé-
laga og annarra aðila um at-
vinnumál.
Komið verði á fót á Norð-
urlandi innan þeirrar stofn-
unar sérstakri deild, sem hafi
með höndum rannsóknir á
skilyrðum atvinnureksturs og
hagnýtingu náttúruauðlinda
í þessum landsfjórðungi, sem
stuðli að örari hagþróun og
atvinnuöryggi m. a. með
tækniað'stoð við atvinnulífið.
Ráðstefnan leggur áherzlu
á samræmda atvinnuuppbygg
ingu í landsfjórjimgnum, er
falli inn í framtíðar þjóðhags-
áætlun og þyggist á eðlilegri
verkskiptingu byggðanna á
Norðurlr,ndi.“
Það er ekki óeðlilegt, þegar
jafnróttækar ályktanir og þess-
ar koma fram í dagsljósið, að
margir telji sig hafa rökstudd-
an grun um að hér séu á ferð-
inni dægurflugur nokkurra
skýjaglópa, sem hlytu sömu ör-
lög og kröfugerðir og ýmiskon-
ar fundarsamþykktir hafa feng-
ið, að detta í pappírskörfuna.
En hér var meira á ferðinni,
og bjó yfir meiri lífsmætti en
margir hugðu. Sá samstillti
vilji er bjó á bakvið atvinnu-
málaráðstefnuna gaf tillögum
hennar líf og einnig hitt að
henni bættist voldugur banda-
maður, sem var Alþýðusamband
Norðurlands.
Skömmu síðar gerði ríkis-
stjórnin samkomulag um at-
vinnumál á Norðurlandi við
norðlenzku verkalýðssamtökin
og þar er tekið upp höfuðstefnu
mál Akureyrarráðstefnunnar
um gerð framkvæmdaáætlunar
fyrii' Norðurland. Þar var ákveð
ið að hún skyldi gerð i sam-
vinnu við verkalýðssamtökin og
sveitarfélögin. Nú er þetta fyr-
irheit að komast í framkvæmd.
Eftir fyrirmælum ríkisstjórnar-
innar er hafizt handa um gerð
framkvæmdaáætlunarinnar. Að
þessum upplýsingum fengnum
ákvað framkvæmdanefnd At-
vinnumálaráðstefnunnar að
boða til fundar, einn fulltrúa
(Framhald af blaðsíðu 1.)
um. Þó er ekki hægt að segja,
að þeir stofnar séu ofveitUlir.
Smásíldarveiðar hafa bein
áhrif þannig, að veiðin á stór-
síldinni minnkar.
Ég er algerlega á móti því,
að íslenzk smásíld sé veidd,
nema það, sem fer til niðurlagn
ingar eða matar á annan hátt,
m. ö. o. að þetta sé mjög tak-
markað.
Norska síldin safnast saman
í stórar vetrartorfur þegar hún
hættir að elta ætið. Og hún er
á því stigi núna. Hun leggst í
einskonar dvala meðan kynfær-
in eru að þroskast og áður en
hún Ieggur upp í hrygningar-
gönguna til Noregs, eftir ára-
mót. En í þessari síld er eitt-
Iivað af óþroskaðri síld, sem
verður e. t. v. lengur á sömu
miðum. Það er a. m. k. hugsan-
legt. Úílitið er gott með áfram-
haldandi veiði.
í fyrra þegar skipin fengust
til að halda áfram að veiða
fram eftir liausti, var brotið
hlað í síldveiðum okkar. Þá
voru hafnar síldveiðar fyrir
Áskell Einarsson, bæjarstjóri.
frá hverjum þeirra staða er hlut
áttu að Atvinnumálaráðstefn-
unni í vor.
Fundur þessi var haldinn á
Akureyri 6. nóv. sl., hann sátu
auk áðurnefndra fulltrúa, tveir
fulltrúar frá Alþýðusambandi
Norðurlands, svo og Bjarni Ein
arsson, viðskiptafræðingur, frá
Efnahagsstofnuninni. Fundiir-
inn fól framkvæmdanefndinni
að starfa að undibúningi fram-
kvæmdaáætlunar Norðurlands í
samstarfi við sveitarfélögin á
Norðurlandi. Þá var fram-
kvæmdanefndinni falið að gang
ast fyrir stofnun heildarsamtaka
sveitarfélaga á Norðurlandi.
Segja má að hálfnað sé verk þá
hafið er. Enda þótt veigamikl-
um áfanga sé náð með því að
hleypa af stokkunum fram-
kvæmdaáætlun fyrir Norður-
land og það eitt gefi byr undir
báða vængi, er framundan mest
ur vandinn, um gerð hennar og
uppbyggingu. Þess vegna eru
umræður um skipulagsbundna
uppbyggingu Norðurlands þarf-
ur undirbúningur við svo veiga-
mikið starf, sem framtíðaráætl-
un fyrir Norðurland er.
norðan og auslan, sem ekki
voru byggðar á ætisgöngum
síldarinnar, heldur á síldartorf-
um, sem voru komnar í vetrar-
dvala. Sjómennirnir hafa verið
mjög fljótir að laga sig eftir
hinum nýju kringumstæðum,
og tóku rnargir sumarfrí sín í
sumar, miðað við langt úthald
við síldveiðarnar. Nú er farið
að líta á þessar veiðar, sem
venjulega vinnu, í stað þess að
líta á síldveiðarnar, sem mjög
tímabundna vertíð. □
- Eftirlit á f jallvegum
(Framhald af blaðsíðu 1).
stjórár að láta vita af sér á báð-
um stöðum, en milli þeirra er
yfir 40 km. leið og greiða 11
krónur í símakostnað. Ef vel er
að eftirliti þessu staðið, veitir
það mikið öryggi, og er ekki
vanþörf á. En að sjálfsögðu
verða bílstjórarnir að vera sam
taka um að nota þessa þjónustu,
og láta ekki bregðast að láta
vita af sér á báðum nefndum
stöðum í h."erri ferð. □
(Framhald af blaðsíðu 1).
kirkjustaðinn, sem í senn gæti
varðveitt hinar sögulegu minjar
kirkjuhúsanna og þjónað hlut-
verki sínu við helgar kirkju-
athafnir.
Mörgum árum áður en nú-
verandi kirkja á Akureyri var
reist, var farið að ræða um það
í sóknarnefnd og á safnaðar-
fundum, að gamla kirkjan væri
illa staðsett fyrir fjölda bæjar-
búa og ónóg fyíir söfnuðinn við
mörg tækifæri. Stofnað var
Kvenfélag Akurcyrarkirkju, en
formaður þess var frú Ásdís
Rafnar, vígslubiskupsfrú, og var
aðaláhugamál félagsins að
hvetja til nýrrar kirkjubygging-
ar. Á sóknarnefndarfundi í
skrifstofu séra Friðriks J. Rafn-
ars, vígslubiskups, 22. septem-
ber 1938, var bygging kirkjunn-
ar ákveðin.
Vígsla kirkjunnar fór fram
sunnudaginn 17. nóv. 1940, 26.
sunnudag eftir trinitatis, og var
hún vígð af þáverandi biskupi
Islands, Sigurgeir Sigurðssyni.
Þá skipuðu sóknarnefndina:
form. Kristján S. Sigurðsson,
trésmíðameistari, ritari Jakob
Frímannsson, kaupfélagsstjóri,
Steingrímur Jónsson, fyrrv.
bæjarfógeti, Jakob Karlsson,
forstjóri, og Brynleifur Tobías-
son, menntaskólakennari. Kosin
var sérstök byggingarnefnd til
að starfa með sóknarnefndinni,
og nefndina skipuðu: Tómas
Björnsson, kaupmaður, Snorri
Sigfússon, skólastjóri, frú Ásdís
Rafnar, frú Rannveig Þórarins-
dóttir, og frú Elísabet Friðriks-
dóttir.
Aðalverkið tók 16 mánuði og
kostaði kirkjan þá rúmar 300
þúsund krónur. Húsameistari
ríkisins, Guðjón Samúelsson,
teiknaði kirkjuna og fylgdist
með byggingu hennar af mikl-
um áhuga sem og forráðamenn
safnaðarins. Byggingarmeistar-
ar voru Ásgeir Austfjörð og
Bjarni Rósantsson og Þorsteinn
Þorsteinsson frá Lóni. Sömu-
leiðis þeir feðgar Guðmundur
Ólafsson og Stefán Reykjalín,
sem hafði sveit menntaskóla-
nema til að grafa fyrir kirkjunni
og annast byrjunarframkvæmd-
ir. Við tréverk og aðra vinnu
innanhúss voru Kristján Aðal-
steinsson, Ólafur Ágústsson,
Indriði Helgason, Osvald Knud-
sen, ásamt öðrum ágætum iðn-
aðarmönnum þessa bæjar.
Kirkjunni bárust strax á
vígsludegi veglegar gjafir m. a.
Hammondoi'gel frá Vilhjálmi
Þói', sem verið hafði áður í sókn
arnefnd en var nú fluttur úr
bænum. Andvirði þess kom síð-
ar sem framlag í pípuorgelið,
sem nú er 'í kirkjunni, og er hið
stærsta í landinu, 45 raddir.
Kirkjuvígslan var áhrifarík
og mjög hátíðleg. Talið er, að
nokkuð á annað þúsund manns
hafi verið þar saman komið.
Auk biskups og vígslubiskups
og þáverandi forsætis- og kirkju
málaráðherra, Hermann Jónas-
sonar voru viðstaddir 10 prest-
ar, sem aðstoðuðu við vígsluna.
Á orgelið lék Sigurgcir Jónsson,
sem verið hafði organisti kirkj-
unnar frá 1. júlí 1911, og var
hann organisti í 30 ár. Kirkju-
kórinn söng undir stjórn hans,
en Kantötukór Akureyrar söng
undir stjórn Björgvins Guð-
mundssonar lagið „Faðir vor.“
í 25 ár hefir Akureyrarkirkja
þjónað hlutverki sínu og verið
sífellt endurbætt og prýdd með
ýmsu móti. Má óhikað telja
hana eitt allra veglegasta og
mesta guðshús í þessu landi.
Tekur hún um 450 manns í sæti.
Auk kvenfélagsins, sem áður er
getið, en núverandi formaður
þess er frú Þórhildur Stein-
grímsdóttir, starfar æskulýðs-
félag við kirkjuna. Formaður
þess er Sigurður Sigurðsson,
verzlunarmaður, og frá 1947 hef
ir verið starfræktur sunnudaga-
skóli bæði í kapellu og kirkju.
Á þessu tímabili hefir Akureyr-
arkirkja beitt sér fyrir ýmsum
merkum nýjungum í safnaðar-
starfinu og mætti í því sambandi
nefna æskulýðsstarfið, kirkju-
vikur og kirkjulega tónlist.
Kirkjukór Akureyrarkirkju
var formlega stofnaður fyrii’ 20
árum og hefir hann haldið marg
ar söngskemmtanir auk hinnar
venjulegu þjónustu við méssu-
gerðir. Formaður kórsins er frú
Fríða Sæmundsdóttir.
Prestur kirkjunnar var séra
Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup,
til ársins 1954. Séra Pétur Sigur
geirsson kom fyrst sem áðstoð-
arprestur til hans 1947, en árið
eftir varð hann sóknarprestur,
þegar ákveðið var með lögum,
að tveir prestar skyldu þjóna
kirkjunni. Séra Birgir Snæ-
björnsson varð sóknarprestur
1960, en séra Kristján Róberts-
son hafði verið prestur 1954—
1960. Ennfremur hafði séra Sig-
urður Stefánsson, vígslubiskup,
aukaþjónustu í nokkra mánuði
og séra Jósep Jónsson, fyrrv.
prófastur á Setbergi. Jakob
Tryggvason hefir verið oi'gan-
isti kirkjunnar frá 1. júlí 1941.
Björgvin Guðmundsson, tón-
skáld, var organisti á meðan
Jakob var við framhaldsnám í
Englandi.
Sóknarnefndin er nú þannig
skipuð: Form. Jón Júl. Þor-
steinsson, kennari, ritari Bjarni
Halldórsson, fyrrv. skrifstofu-
stjóri, Finnbogi Jónsson, aðal-
bókari, Jón Sigurgeirsson, skóla
stjóri, og Ólafur Daníelsson,
klæðskerameistari. Gjaldkeri er
Kristinn Jónsson, forstjóri, og
kirkjuvörður Dúi Björnsson,
sem einnig er kirkjugarðsvörð-
ur. Safnaðarfulltrúi er Kristinn
Þorsteinsson, deildarstjóri.
Stundum er kirkjan kölluð
Matthíasarkirkja, þótt rétta
nafn hennar sé Akureyrar-
kirkja. En þjóðskáldið okkar,
séra Matthías, var prestur á
Akureyri í 14 ár, 1886—1900. I
kirkjunni er minningartaíla um
hann, og þar standa orðin úr
nýárssálminum: „í sannleik
hvar sem sólin skín er sjálfur
Guð að leita þín.“ Á sumrin hef
ir kirkjan vérið opin vissan
tíma dag hvern, og þangað
komu í sumar hátt á þriðja þús-
und manns til að eiga hljóða
stund, þótt ekki sé við almenna
guðsþjónustu.
Kapellan er aðalfundarstaður
æskulýðsstarfsins. Birgir Helga-
son, söngkennari, Rafn Hjalta-
lín, kennari, og Sigurður Sig-
urðsson, form. ÆFAK, eru ráðn
ir við það yfir vetrarmánuðina.
Fyrir nokkrum árum var ráð
izt í miklar framkvæmdir við
endurbætur á kirkjuhúsinu, um
sama leiti og pípuorgelið kom.
Síðan hvíla á kirkjunni miklar
skuldir, sem væntanlega verða
greiddar á næstu árum. ,Á þess-
um tímamótum eiga forráða-
menn kirkjunnar þá einlægu
ósk, að hún megi áfram þjóna
hlutverki sínu til heilla fyrir
bæjarfélagið. Nú er ekki síður
þörf á kirkjunnar starfi en fyr-
ir 25 árum. Þeir, sem reistu
kirkjuna og þeir, sem í aldar-
fjórðung hafa unnið fjölþætt
safnaðarstarf, eiga miklar þakk
ir skyldar, virðing og þakklæti
er vottuð þeim sem látizt hafa.
Fram til komandi tíma er horft
með bæn í huga: GEF AÐ
BLÓMGIST, GUÐ, ÞÍN
KIRKJA.“ n
Eftir ÁSKEL EINARSSON, bæjarstj., Húsavík
- FYRRI HLUTI -
- Síidin í siórum velrariorfum
NORÐLENDINGAR njóta veð-
urblíðunnar þessa dagana. Logn
eða hægur sunnan andvari
flesta daga með vægu frosti.
Snjólaus jörð að heita, hvert
sem litið er. Jafnvel Súlutindar
eru naktir og ber dökka við ljós
an vetrarhimin. Fegurð dægi’-
anna hér við Eyjafjörð er tæp-
ast síðri í slíkri blíðu en á vori
og sumri, þó að önnur sé. Bless-
uð sólin lyftir sér, stór og svo-
lítið þyngslaleg, yfir Garðsár-
dalsfjöllin um tíuleytið á morgn
ana, rennur síðan rétt yfir fjalla
hringnum framundir rtón, en
þá gengur hún undir í suðvestri.
Ekki nær hún, svona lágfleyg,
að veita okkur. neinn sumar-
hita, en ylurinn í geislanum er
þægilegur og birtan dýrleg, sam
leikur ljóss og skugga jafn töfr-
andi, hvort heldur litið er í
fjallahlíðamar, eða á götuna
framundan, þar sem hver nagl-
stór smásteinn kastar löngum
skugga, og brautin öll skreytt
þúsundum smástrika.
Landið er þó ef til vill fegurst
í ljósaskiptunum, bæði í morg-
unljómanum um dagmálabilið
og rökkurbyrjun síðdegis. Him-
inninn er þá skínandi fagur í
þúsundum litbrigða, allt frá loga
rauðum bjarma um fjölda fjólu-
blárra lita í ljóssilfraðan, gegn-
sæan bláma, en landið sjálft
hvílir í fjöllitum skugga. Við
stöldrum hljóðlát við i önnum
dagsins og njótum þakklát þess
unaðar að vera til og lifa slíkar
stundir.
Við vonum, að röð þessara
góðu daga verði sem lengst, því
að það er eins og við finnum
ekki til skammdegisins, þegar
veðurguðirnir eru í svona góðu
skapi.
Nóg um þetta, þó að við höf-
um enn þá ekkert minnzt á
kvöldfegurðina. Ekki er hún þó
sízt, með mánasilfri og stjörnu-
bliki yfir lognsléttum Pollinum.
Þá er gaman að ganga niður á
Tanga og sjá alla ljósadýrðina
í bænum. Er það ekki ágætis
liugmynd, sem fram hefur kom-
ið, að í framtíðinni verði reist
hótel þarna syðst á Tanganum,
þar sem olíugeymarnir eru nú?
Þetta er einn af fegurstu stöð-
um bæjarins a öllum árstímum.
Pólitískt og persónulegt skít-
kast hefur lengi verið ein af
þjóðaríþróttum íslendinga, oft
og tíðum nokkuð óvægin, en
þó ekki án allra takmarkana.
X vikunni sem leið ritaði Jón
Finnson, bæjarfógetafulltrúi í
Hafnarfirði, grein í sunnanblöð-
in um veitingu' bæjarfógetaem-
bættisins í Hafnarfirði. Morgun
blaðið svaraði grein þessari með
einum dálki, og helzta svar þess
það eitt að þeyta vænum köggli
í föður Jóns, Finn heitinn Jóns-
son, fyrrum ráðherra, en hann
hefur nú hvílt í gröf sinni í 14
ár. Erum við ekki öll sammála
um, að jafnvel Mánudagsblaðið
eða Ný vikutíðindi hefðu ekki
leyft sér þá kvikinzku? Það er
mjög skiljanlegt, að ritstjóri sá,
sem skrifaði umræddan dálk í
Morgunblaðið, vilji vera dygg-
ur þjónn húsbænda sinna, en
fæstir hefðu trúað því að
óreyndu, að hann legðist svona
lágt. Skýringin er ef til vill þau
gömlu sannindi, að sá,-sem rek-
inn hefur verið á yztu þröm,
svífst einskis.
Mikið og margt hefur að und-
anförnu verið rætt um þetta
fræga Vínlandskort, bæði er-
lendis og hérlendis. Kortið er
vafalaust hið merkilegasta og
fundur þess skemmtileg tilvilj-
un. Hins vegar fer ekki hjá því,
að íslenzkum leikmanni er það
nokkurt furðuefni, hve mikið
veður hefur verið gert út af
þessu korti. í fyrsta lagi virðist
það enn alls ekki sannað mál,
að kortið sé svo gamalt sem af
er látið. En í allri fræðimennsku
er óravegur milli þess, að líkur
bendi til einhvers og þess, að
eitthvað sé sannað mál og ótví-
rætt. í öðru lagi er íslenzkum
leikmanni talsvert óljóst, hvaða
vísindi kortið færir honum í
hendur um fram það, sem hann
hefur lesið í íslenzkum fornrit-
um, jafnvel um fram það, sem
hann lærði um þessi mál j ís-
landssögu Jónasar frá Hriflu.
Það væri þá það eitt, að íslenzk
þekking hafi verið kunn á meg-
inlandi Evrópu á 15. öld. Sú
vitneskja kemur þó varla á
óvart. Það virðist þvert á móti
næstum óhugsandi, að íslenzk
landaþekking hafi ekki verið
kunn í Noregi og á Bretlands-
eyjum til forna, og að einhverj-
ir starfsmenn hinnar alþjóðlegu
kirkju á meginlandi Evrópu háfi
ekki haft einhverjar fregnir af
þeirri þekkingu. Hitt er svo ís-
lenzkum leikmanni jafn óljóst,
hvers vegna landar og unnend-
ur Kólumbusar hafa tekið þenn
an kortafund sem árás á minn-
ingu hans.
Engar líkur benda til þess,
hvað þá að sannað sé, að Kól-
umbus hafi haft hina minnstu
nasasjón áf þessu korti. Og hafi
hann haft einhverja hugmynd
um landaþekkingu fslendinga,
hefur hún vafalaust verið ann-
ars staðar frá. Hvers vegna ætti
svo afrek Kólumbusar að vera
minna vegna þess að hann hafi
haft sagnir af löndum vestan
hafs? Væri ekki fremur ástæða
til að dá hann, ef hann hefur
ekki asnast út í þetta eins og
hver annar óviti, heldur leitað
sér allrar þeirrar þekkingar,
sem unnt var að ná til?
En sem sagt, þó að Vínlands-
kortið valdi tæpast þeirri bylt-
ingu í sagnfræðilegum skilningi
okkar og viðhorfum sem af var
látið í fyrstu, er það sjálfsagt
hið merkasta plagg, og allar um
ræðurnar að undanförnu hin
stórkostlegasta auglýsing fyrir
íslenzk fornrit, sem nokkru
sinni hefur verið höfð í frammi.
SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
fjölgar þjóðinni um 94 þús. á
næstu 20 árum. Þetta þýðir það,
að árið 1984 verður risin hér á
landi ný Reykjavík, nýr Kópa-
vogur og nýr Hafnarfjörður eða
önnur ný byggð, sem því svar-
ar. Hætt er við að íslenzk land-
búnaðarframleiðsla, ef hún vex
ekki frá því sem nú er, lirökkvi
skammt til að metta allan þann
mannfjölda. Þetta verða menn
að hafa í huga.
Landbúnaðurinn þarf, þjóðar-
innar vegna, að lialda ófram að
eflast, landbúnaðarframleiðslan
að aukast. Þetta þarf að gerast
jafní og þétt, því að það tekur
tíma að rækta t. d. 50 þús. ha.
af íslenzku mýrlendi og breyta
því í tún. Og það tekur líka
tíma að koma upp 25 þús. naut-
grípum og 400 þús. fjár og mann
virkjum og vélum í samræmi
við það, svo að einliverjar töl-
ur séu nefndar. Menn mega
ekki láta sér bregða í brún þó
að þessi nauðsynlega þróun liafi
það í för með sér, að einhver of-
framleiðsla verði öðru hverju,
miðað við innanlandsmarkað,
því ef aldrei yrði offramleiðsla
yrði Iíka stundum skortur,
vegna mismunandi árferðis.
FÁBREYTT HUGSUN
RAÐHERRA
Vaxandi dýrtíð innanlands skap
ar vaxandi þörf fyrir útflutn-
ingsbæíur og þær ekki aðeins í
landbúnaði. Það ber vott um
heldur fábreytta hugsun, sem
hæstv. landbúnaðarráðherra var
að gleðja okkur þingmenn með
í gær, að ferðamenn gætu nú
selt íslenzkar krónur erlendis
fyrir eitthvert verð, sem mun
þó um þessar mundir vera tals-
vert lægra en gengisskráningin
segir til um. Það er kaupmáttur
krónunnar innanlands, sem
mestu máli skiptir og núver-
andi ríkisstjóm kvaðst ætla að
vernda en hefur farið og fer nú
hraðminnkandi.
ÖKU SKÍRTEINI TIL EINS
ÁRS EÐA LÍFSTÍÐAR
Slysarannsóknanefnd heíur lagt
tillögur sínar og skýrslur fyrir
dómsmálaráðuneytið. Þar er m.
a. lagt til, að ný ökuskírteini
gildi aðeins eitt ár, og ef út af
bregður um akstur á þeim tíma,
taki skírteinið ekki gildi á ný
fyrr en eftir tilskilinn tíma.
Önnur tillaga nefndarinnar er
sú, að taka upp „punktakerfi“,
þ. e. að setja gat á ökuskírteini
við hvert ökubrot. En ákveð-
inn fjöldi brota — og þar með
gata á skírteininu — varði
sviftingu ökuleyfis um ákveð-
inn tíma.
Héraðsskóli í N.-Þing.
(Framhald af blaðsíðu 1).
ið er, til að koma skólanum til
vegar, er viðgerð gamla skóla-
hússins í Lundi. Fór sú viðgerð
fram á nýliðnu sumri og kostaði
um hálfa milljón króna.
Sýslunefnd Norður-Þingeyjar
sýslu hefur tekið að sér forystu
héraðsskólamálsins og veitt ríf-
lega fé til skólans. Fræðsluráð
sýslunnar starfar sem skóla-
nefnd í umboði sýslunefndar og
með samþykki fræðslumála-
stjórnar.
Enn sem komið er hefur þing
og stjórn ekki gefið þessum
skóla sama rétt og öðrum hér-
aðsskólum landsins. Undan þvf
verður þó naumast vikizt lengi
enn, því héraðsskóli Norður-
Þingeyinga er orðinn að veru-
leika sem slíkur.
Björn Haraldsson.