Dagur - 17.11.1965, Blaðsíða 7
7
Áuglýsing fil húsbyggjenda
Hinn 21. sept. sl. staðfesti Félagsmálaráðuneytið nýja
réglugerð um lánveitingar Húsnæðismálastjórnar.
Reglugerð þessi var síðan birt í B-deild Stjórnartíð-
inda hinn 15; okt. sl. Nauðsynlegt er að vekja athygli
þeirra, sem hyggjast sækja um lán til Húsnæðismála-
stjórnar, á því að samkvæmt 14. gr. þeirrar reglugerð-
ar skal Húsnæðismálastjórn fylgja eftirfarandi reglurn
varðandi stærð nýbygginga við úrskurð um lánshæfni
umsókna:
a) Fyrir fjölskyldu, sem telur 1—2 meðlimi, allt að
70 m- hámarksstærð, netto.
b) Fyrir fjölskyldu, sem telur 3—5 ma.nro, allt að
120 m- hámarksstærð, netto.
c) Fyrir fjölskyldu, sem telur 6—8 manns, allt að
135 m2 hámarksstærð, netto.
d) Séu 9 manns eða fleiri í heimili, má bæta við hæfi-
legum fermetrafjölda fyrir hvern fjölskyldumeðlim
úr því með þeirri takmörkun hámarksstærðar, að
ekki verði lánaö út á stærri íbúðir en 150 m2, netto.
Varðandi b-, c- og d-lið, skal þess sérstaklega gætt, að
herbergjafjöldi sé í sem mestu samræmi við fjólskyldu-
stærð. Öll fermetramál skulu miðuð við innanmál út-
veggja.
Þá skal einnig bent á, að samkvæmt 13. gr. sömu
reglugerðar, skulu umsækjendur — á meðan eftir-
spurn eftir lánum hjá Húsnæðismálastjórn er ekki
fullnægt — sem svo er ástatt um, og lýst er í stafliðum
a til d hér á eftir, eigi fá lán:
a) Eiga eða hafa ált sl. 2 ár nothæfa og fullnægjandi
íbúð, þ. e. 12 m2 netto pr. fjölskyldumeðlim að inn-
anmáli herbergja og eldhúss.
b) Byggja stærri íbúðir en ákveðið er í 14. gr.
c) Byggja fleiri en eina íbúð.
d) Hafa góða lánsmöguleika annars staðar, t. d. sam-
bærileg eða betri en lán samkvæmt reglugerð þess-
ari veita, eða næg fjárráð, að dómi Húsnæðismála-
stjórnar, svo að þeir geti betur komið íbúð sinni í
nothæft ástand, án frekar lána, miðað við aðra
umsækjendur, er afgreiðslu bíða.
e) Fengið hafa liámarkslán á sl. 5 árum, nema sérstak-
ar ástæður séu fyrir hendi að dómi Húsnæðismála-
stjórnar.
Þetta tilkynnist yður hér með.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS.
SÁ HLÝTIIR VIÐSKIPTIN, SEM
ATHYGLI VEKUR Á ÞEIM
f . . , I
Hjartanlegustu þakkir sendi ég yhkur, sem glöddu ^
<3 mig með heimsóknum., gjöfum., blómurn og heillaóska- 4
* skeytum á áttrœðisafmæli mínu. ^
? AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTlR, Hlöðum. I
t ð
Þökkum auðsýnda sanrúð og vinarhug við andlát og
jarðarför eiginmanns míns og bróður,
ODDS DANÍELSSONAR.
Sigurhanna Sigurðardóttir. María Daníelsdóttir.
-NÝ SKÓLALÖGGJÖF
(Framhald af blaðsíðu 4).
Menntunina ber þó alls
ekki að skoða einvörðungu
frá hagnýtu sjónarmiði í
þrengstu merkingu. Mennt-
un er framar öðru mann-
gildisefling, þáttur í fegurra
og frjórra mannlífi. Með til-
liti til þess ber að varast allt
ofmat á „hagnýtuin“ náms-
greinum og vísindum.
Fræðslukerfi framtíðarinnar
verður að hafa rúm fyrir
fleiri námsgreinar en þær,
sem líklegastar eru til þess
að bera útreiknanlegan fjár-
hagsarð.
Gildandi lög um fræðslu-
kerfi og skólaskyldu kveða
að vísu á um skólaskyldu
allra barna á aldrinum 7—15
ára. Frá því eru þó gerðar
vissar undantekningar. Und-
anþáguákvæði laganna um
framkvæmd skólaskyldu ber
að líta á sem bráðabirgða-
ákvæði, sem nauðsynleg voru
á sínum tíma og réttmætt að
framkvæma um sinn. Nú eru
fræðslukröfur vaxandi, en
skilyrði til viðunandi heima-
kennslu mjög eríið. Hins
vegar er nú orðinn mikill
aðstöðumunur til skóla-
gongu eftir því, hvort í hlut
á dreifbýli eða kaupstaðir,
þannig að stórlega hallar á
dreifbýlið, þ. e. sveitir og hin
ar smærri byggðir við sjávar-
síðuna. Hafa flutningsmenn
ekki sízt í huga þá staðreynd,
að skólaskylda barna og ungl
inga í sveitum er enn í fram
kvæmd verulegum mun
skemmri og námsgreinar þar
oft fábreyttari en í kaupstöð
um og hinum stærri kaup-
túnum. Vilja flutningsmenn
benda á, að jöfnun þessa að-
stöðumunar sækist allt of
hægt.
Þá vilja flutningsmenn
sérstaklega benda á vaxandi
erfiðleika unglinga í sveit-
um og þorpum til gagnfræða
náms og nauðsyn þess flestu
öðru fremur að gera mjög
verulegt átak í því skyni að
ryðja þeim erfiðleikum úr
vegi, einkum með því að
fjölga héraðsskólum í land-
inu. Flutningsmenn telja
rétt að láta endurskoða frá
rótum þessa þætti fræðslu-
kerfisins ásamt öðrum grein
um þess á Jrann hátt, sem í
tillögunni segir.“
með vattfóðri,
sem fest er með rennilás.
FRÚARKJÓLAR
í stórum stærðum.
Hentugir jóla-kjólar.
MARKA0URINH
SÍMI 1-12-61
X. SKULD 596511177 — VIII
Frl. .:.
I. O. O. F.
14711198V2
AKUREYRARKIRKJA 25 ára.
Afmælishátíð n. k. sunnudag.
Kl. 10.30 f. h. sunnudagaskóli.
Öll börn velkomin. Kl. 1.30
e. h. hátíðarmessa. í mess-
unni segir prófastur sr Benja
mín Kristjánsson sögu kirkj-
unnar. Sálmar: 612, 415, 416,
1. Kl. 3—5 e. h. hefir Kven-
félag Akureyrarkirkju kaffi-
sölu að Hótel K. E. A. KI. 5
e. h. Kirkjukvöld. Þar flytur
ungfrú Unnur Halldórsdóttir
safnaðarsystir eripdi um líkh-.
arstarf. Eðvard' Sigurgeirsson
sýnir kvikmyná: ' Þættir ur
sögu kirkjunnar. Ennfremur
verður kórsöngpy og öinléik2
ur á orgel. Sóknarprestar og
sóknarnefnd.
IMÖÐRUVALLAKLAUSTURS
PRESTAKALL. — Messað í
Glæsibæ sunnud. 21. rióv. kl.
2 e. h. Vígt nýtt kirkjuorgel.
Settur sóknarprestur.
FUNDUR í drengja-
deild kl. 8 á fimmtu-
dagskvöld. S v e i t
Hólmgeirs Brynjólfs-
sonar sér um fundinn. Fram-
haldssaga: Jónas Karlesson.
Kvikmynd. Veitingar.
Stjómin.
FÍLADELFÍA Lundargötu 12.
Almennar samkomur hvern
sunnudag kl. 8.30 s. d. —
Sunnudagaskóli hvern sunnu-
dag kl. 1.30 e. h. Öll börn vel.
komin. — Saumafundir hvern
miðvikudag kl 6 e. h. Allar
telpur velkomnar. Fíladelfia.
FRÁ Guðspekistúkunni: Næsti
fundur verður haldinn
fimmtudaginn 18. þ. m. kl.
8.30 síðdegis.
SKÓGRÆKTARFÉLAG Tjarn
argerðis heldur afmælisfund
á Stefni fimmtud. 18. nóv.
kl. 8.30 e. h. Skemmtiatriði.
Konur fjölmennið og takið
með ykkur kaffi. Stjórnin.
I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99
heldur fund að Bjargi n. k.
Fimmtudag 18 þ. m. kl. 8.30
e. h. Dagskrá: Venjuleg fund-
arstörf. Inntaka nýliða. Eftir
fund: Bingó o. fl. Æ. T.
jgrowgwwwnaftoooooQoooqpgqppt
ELDRI-DANSA
K L Ú B B U R I N N
Dansað verður í Alþýðu-
húsinu laugard. 20. nóv.
kl. 9 e. h.
Húsið opnað fyrir miða-
sölu kl. 8 sama kvöld.
NEMÓ leikur.
Stjórnin.
HERBERGI
til leigu.
Uppl. í síma 1-28-71.
TVÖ HERBERGI
til leigu í
VANABYGGÐ 4 E.
Reglusemi áskilin.
taSBS9SSS&85sS8&SS2SSS8S&
GIFTING. Síðastliðinn laugar-
dag voru gefin saman i hjóna
band í Akureyrarkirkju brúð
hjónin ungfrú Hildur Hulda
Vilhjálmsdóttir frá Sauðár-
krók og Þórarinn B. Jónsson
Skrifstofumaður. — Heimili
þeirra er að Brekkugötu 3B,
Akureyri.
K. A. — BARNASKEMMTUN í
Sjálfstæðishúsinu n. k. sunriu
dag kl. 3 e. h. Kvikmyndir,
Bingó, dans. K. A.
ÍSLENZK-AMERÍSKA FÉLAG
IÐ, Akureyri. Kvöldfundur verð
ur haldinn í Lesstofu íslenzk-
ameríska félagsins, fimmtu-
daginn 18. nóvember og hefst
kl. 20.30. Fundarefni: Mr. Don
R. Torrey yfirmaður Upplýs-
ingaþjónustu Bandaríkjanna
á íslandi flytur stutt erindi
um starf Sameinuðu þjóðanna
(„20 years of the United
Nations"). Að loknu erindi
Mr. Torrey verða sýndar
mjög fróðlegar og skemmti-
legar kvikmyndir, sem fjalla
um hinar margvíslegu fram-
kvæmdir á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Þá mun Steindór
Steindórsson menntaskóla-
kennari segja frá nýafstaðinni
dvöl sinni sem fulltrúi ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðun-
um. Stjórnin.
ÞÝZK-ÍSLENZKA félagið! Les
stofan er opin á fimmtudög-
um kl. 8—10 e. h. Útlán á bók
um, segulböndum og hljóm-
plötum.
Fimmta sýning á
Skrúðsbóndanum
verður n. k. fimmtu-
dag. Aðgöngumiða-
sala í leikhúsinu kl.
2—5 s. d.
SKAUTAFÉLAG AKUREYR-
AR. Aðalfundur verður hald-
inn í íþróttavallarhúsinu
mánudaginn 29. nóvember kl.
8 e. h. Stjórnin.
BÆJ ARFÓGET ASKRIFSTOF-
AN verður opin frá kl. 16—19
á föstudögum til áramóta til
móttöku þinggjalda.
BRAGVERJAR! Aðalfundur-
inn verður haldinn fimmtu-
daginn 18 þ. m. kl. 8.30 e. h.
að Hótel KEA.
TIL fólksins á Gilsbakka: Síra
Finnbogi Kristjánsson í
Hvammi kr. 400, ónefndur kr.
300, Kristinn Jónsson Sól-
vallagötu 14 Keflavík kr. 2000,
Ólafur Kjartansson í Pálm-
holti kr. 200, gamlir sveitung-
ar kr. 1000, Gunnlaugur
Pálmason Hofi kr. 500, Björg
Bjarnadóttir Reykjavík kr.
500, Jónína Árnadóttir Sauð-
árkróki kr. 300, Kristinn Þor-
steinsson Akureyri kr. 300,
Jórunn Bjarnadóttir Akur-
eyri kr. 200, slægjunefndin
Arnarneshreppi kr. 1200,
Björn Gestsson Björgum kr.
1000, séra Bragi Benediktsson
Eskifirði kr. 500, séra Sigur-
björn Á. Gíslason Ási kr. 1000.
Með þökkum móttekið. —
Ágúst Sigurðsson,
Möðruvöllum.
NATTÚRUGRIPASAFNIÐ er
framvegis opið almenningi á
laugardögum og sunnudögum
kl. 2—4 e. h.
BAVÍÐSHÚS er opið á sunnu-
dögum kl. 4—6.
AMTSBÓKASAFNIÐ er op-
ið kl. 4—7 e. h. alla virka daga
. nesj&iaugardaga.
u.