Dagur - 17.11.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 17.11.1965, Blaðsíða 2
2 Frá Knallspyrnudómarafélagi Akureyrar Yetrarstarf FUF á Akureyri hafið Margir hafa gengið í félagið að imdanförnu LAUGARDAGINN, 30. okt. sl. var aðalfundur haldinn í Knatt- spyrnudómarafélagi Akureyrar. Fundarstjóri var kjörinn Her- mann Stefánsson, menntaskóla- kennari, en formaður, Höskuld- ur Markússon flutti skýrslu stjórnarinnar, en Páll Magnús- son, galdkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Starfsemi félagsins var mjög fjölþætt á liðnu starfsári. Nám- skeið fyrir knattspymudómara- efni var haldið á árinu, þar sem aðal-leiðbeinandi var Rafn Hjaltalín. Átta dómaraefni gengu undir próf að afloknu námskeiði og var það góður liðsauki félaginu og mikill fengur fyrir knatt- spyrnuíþróttina hér norðan- lands. Alls dæmdu félagsmenn 92 knattspyrnuleiki, sem fram fóru á 18 leikvöllum og skal þess getið, að enginn leikur féll nið- ur vegna þess, að dómari ekki mætti til leiks og var alltaf brugðizt vel við málaleitan hinna ýmsu aðila, sem til félags ins leituðu, þótt fyrirvari um útvegun dómara og línuvarða væri oft skammur. Félagið hefir frá fyrstu átt í nokkrum erfiðleikum með að afla sér viðurkenningar íþrótta- forustunnar, sem kemur til af því, að ekki eru allir á einu máli um það, hvort knattspyrnu dómarinn sé fremur starfsmað- ur en íþróttamaður. Stöðugt hefir verið unnið að því af félagsins hálfu, að á dóm arann verði litið sem íþrótta- mann. Knattspyrnudómarinn tekur enga greiðslu fyrir framlag sitt til íþróttarinnar, svo sem marg- ur hyggur. Hann þarf eigi síður en leikmaður að viðhalda lík- amsþoli sínu, ef hann á að reyn- ast vandanum vaxinn, hann Akureyringar sigruðu Húsvíkinga í bæja- keppni í bridge SÍÐASTLJÐINN sunnudag fór fram bæjarkeppni í bridge milli Húsavíkur og Akureyrar og fór keppnin fram á Akureyri. Spil- að var á 11 borðum og fóru leik- ar svo, að Akureyringar sigr- uðu, hlutu 46 stig á móti 20. Um kvöldið var tvímennings- keppni, sem 20 pör tóku þátt í, 10 frá hvorum aðila. Lauk þeirri keppni einnig með sigri Akur- eyringa. Sigurvegarar urðu Ár- mann og Jóhann Helgasynir. í gærkveldi (þriðjudag) hófst meistara- og I. flokks keppni B. A. og taka þátt í henni 14 sveitir. Mikil gróska er nú í starfi Bridgefélagsins og margar keppnir framundan. □ þarf að gjörþekkja reglur leiks- ins og kunna að beita þeim á leikvelli. Félagið gekkst tvívegis fyrir kvikmyndasýningum, þar sem íþróttaunnendum gafst tækifæri á að kynnast leikreglum og voru myndir þessar skýrðar jafnframf. . Það olli fundarmönnum von- brigðum, að hvorki stjórn ÍBA né KRA skyldu senda fulltrúa til fundarins, þrátt fyrir skrif- legt boð stjórnar félagsfns og sýnir það_nokkurt tómlæti, þar í TILEFNI af fréttatilkynningu knattspyrnudómarafélagsins á Akureyri lagði blaðið þá spurn- ingu fyrir formann þess, Hösk- uld Markússon, hvað framund- an væri hjá félaginu. Hann svar aði þvj efnislega á þessa leið: Ætlun okkar er að vinna að því að mennta byrjendur í knattspyrnu og hafa 1—2 kvöld fundi á mánuði með knattspyrnu dómurum, tala um einstök at- riði knattspyrnunnar, sem koma til kasta dómarans, umdeild atriði sem fyrir hafa komið og nýmæli. Ennfremur munum við vinna að því, að dómarar frá Akureyri hasli sér völl á fleiri stöðum en áður, og fái tækifæri til að sýna hæfni sína og þroska hæfileika sína. Hæfileikarnir eiga að ráða í þessu efni, og knattspyrnudómarar á Akur-' eyri þurfa að njóta þeirrar þjálf unar, sem hæfileikum þeirra er samboðið. Fyrir 10 árum var það útilok- að fyrir f. B. A. að keppa á ís- landsmóti annarsstaðar en í Reykjavík. Nú er þetta breytt, eins og allir vita. Með sama hætti þarf starfsvettvang- ur dómaranna okkar að víkka. Svo langar okkur til að hafa æfingakvöld fyrir dómara, til að halda þeim „í formi“. Dóm- arar verða að geta fylgt knett- inum allan leikinn og þurfa því að hafa léttleika og þol svo það komi aldrei fyrir, að þeir þuríi að dæma síðari hálfleik frá m,ið- línu. Þegar talið barst að knatt- spyrnunni, almennt séð, sagði Höskuldur m. a.: Reykjavíkurfélögin eru búin að leika 10—15 leiki á vorin, áður en Akureyringar leika sinn fyrsta leik. Þetta má ekki svo til ganga. Þetta er auðvitað ekki mál dómaranna, en það er mál knattspyrnuíþróttarinnar hér og mál allra bæjarbúa, sem krefjast mikils af sínum knatt- spyrnumönnum. Hér segja menn, að aðeins sé hægt að æfa innanhúss á vetrum, og hér sem margt bar á góma, sem samskipti þessara aðila varðar. í lok fundarins var formanni félagsins, Höskuldi Markússyni færð heiðursgjöf frá félaginu, fyrir einkar fórnfúst og ötult starf í þágu þess og knattspym- unnar í bænum. Höskuldur Markússon var einróma kjörinn formaður, en stjórn með honum skipa: Páll Línberg, Páll Magnússon, Rafn Hjaltalín og Sveinn Kristjáns- son. (Fréttatilkynning ) vanti hús til æfinga. En á Norð- urlöndum er knattspyrna æfð úti að vetrinum og reynslan af því er miklu betri. Það er liðin tíð þar, að treysta á innanhúss- æfingarnar. Vettvangur knatt- spyrnunnar er engin brúðuleik- ur eða vöggustofa. Veðrið hér á Akureyri á ekki að vera neinn verulegur „þrándur í Götu“ við vetraræfingar undir berum himni. Dómarafélagið hefur þröngan starfsvettvang og ekki óskum við að fá neinskonar valdaaðstöðu í félagsskap knatt spyrnufélaga K. R. A. eða í. B. A. En við þurfum að vinna dómurum okkar verðskuldað álit og virðingu og íþróttinni aukna virðingu um leið. í. B. A. og K. R. A. hafa ráð knattspyrn- unnar í sínum höndum, svo sem vera ber og mun dómarafélagið ekki blanda sér þar í, að öðru en við kemur okkar þætti í knattspyrnuleikjunum. Við höfum nú, allir bæjarbú- ar, séð það undanfarin ár, hve lítið í. B. A.-liðið vantar til að komast á toppinn. Það er verð- ugt viðfangsefni knattspyrnu- unnenda og forráðamanna íþróttamálanna í þessum bæ, að ná því marki, segir Höskuldur Markússon að lokum. Um leið og hann kveður leggur blaðið nokkrar spurningar fyrir hann og bíður svars við þeim. □ Kolkrabbi í f jarðar- mynninu Hrísey 16. nóv. Nú er kominn kolkrabbi í fjarðarkjaftinn og sæmilegur fiskafli á færi út við Gjögra. Tveir menn fengu þar 1000—1100 kg. á færi einn dag- inn og einn maður dró 800 kg. Þá fengu tveir menn 8 tunnur af kolkrabba og 1200 kg. af ágætum þorski eftir sólarhring- inn. í gær komu 12 tonn af krabba á frystihúsið. Þetta er nú það helzta og eykur þessi afli bjartsýnina og veitir ekki af. Þ. V. SL. sunnudagskvöld hófst vetr- arstarf F.U.F. á Akureyri með kvöldverðarfundi að Hótel KEA. Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist hið bezta. Sigurður Oli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi, flutti framsögu- erindi um bæjarmál og rakti hann þar aðalþætti bæjarmál- anna. Erindi hans var mjög vel tekið og hófust að því loknu fjöi-ugar umræður, er stóðu til kl. 11 um kvöldið, og var al- mennur áhugi ríkjandi á fund- inum um að gera hlut Fram- sóknarflokksins sem mestan hér í bæ í bæjarstjórnarkosningun- um næsta sumar. Það kom greinilega fram í málflutningi ungu mannanna, að þeim fannst sjálfsagt að lán yrðu tekin til að hraða ýmsum byggingarframkvæmdum hjá bænum, og reynt yrði að ljúka byggingum á vegum bæjarins á sem skemmstum tíma, en vera ekki með mörg stórhýsi í bygg- ingu árum saman. Það liggur í augum uppi, að bærinn tapar stórfé á þessum seinagangi, meðan verðbólgan - Fá ekki nóg hey (Framhald af blaðsíðu 8). var fénu gefið inni með mesta móti. Fæddust fleiri tvílembing ar en vant er og því var meðal- vigtin lægri. Líklegt er, að hver ær hafi þó skilað meiri afurð- um til jafnaðar. Frá Brún á Jökuldal voru dilkar þyngstir. Síldin er hér enn sem fyrr hið stóra umræðuefni og verk- efni. En þeir sem á útvarp vilja hlusta á kvöldin, láta brúnir síga, þvi lítið heyrist. Verið er að setja upp kröftugri vélar í Endurvarpsstöðinni á Eiðum og er ráð fyrir því gert, að þær verði komnar upp fyrir jólin. V. S. Stereo í Borgarbíói BORGARBÍÓ hefir nú nýlokið við að láta setja u'pp sérstakt hátalarakerfi, sem er óháð há- talarakerfi myndasýninganna, og notað verður á undan sýn- ingum og í hléum. Má þá heyra stereo-hljómlist bæði inni í saln um og í anddyri. Segulbands- tækið, sem notað er við upptöku og leikið er af, er af fullkomn- ustu gerð, norskt, frá verksmiðj unni TANDBERG í Osló, en þessi tegund hlaut 1. verðlaun hjá neytendasamtökum U. S. A. á sýningu í fyrra. Vonar bíóið að biógestum líki þetta vel og geti notið þarna góðrar tónlistar framvegis. Aðeins 3 bíó fyrir sunnan hafa komið upp hliðstæðu kerfi áður, en það eru Háskólabíó, Austur- bæjarbíó og Kópavogsbíó. Það eru nú liðin næstum 2 ár síðan hátalarakerfi og magnar- ar bíósýninganna voru endurnýj aðir og er þar um að ræða ágætt kerfi, sem skilar mjög góðri hljómlist þegar filmurnar gefa tilefni til þess. □ eykst jafn hröðum skrefum og hún hefur gert nú á síðustu ár- um. Fleiri slíkir fundir eru fyrir- hugaðir síðar í vetur og er mik- ill áhugi ríkjandi hjá ungum Framsóknarmönnum að efla fé- lagsstarfið sem mest. Q - Afmælisrit H.S.Þ. (Framhald af blaðsíðu 8). þætti þingeyskrar menningar, sem ungmennafélögin voru og eru enn. Afmælisbók þessi fæst hjá öllum formönnum ungmennafé- laga H.S.Þ., og á Hótel Akur- eyri. Áskriftarverð til næstu mánaðamóta er 375 krónur, en eftir það mun hún kosta 450 krónur. □ FISKUR GENGINN í SKJÁLFANDAFLÓA Húsavík 16. nóv. Fiskur virðist hafa gengið í Skjálfandaflóa, því afli er góður og róið dag hvern í einmuna stilltu veðri. Hér söfnuðust 90 þús. kr. í „herferð gegn hungri“ og er þó ekki lokið söfnuninni. Tveir starfsmenn K. Þ. beittu sér fyr- ir söfnun þar á föstudaginn, en aðalsöfnun fór fram á laugar- daginn. Volpone hefur verið sýndur sjö sinnum, síðast á miðviku- dag. Þar kom fólk úr Leikfélagi M. A. á Akureyri, ásamt Ragn- hildi Steingrímsdóttur. En hin- ir ungu menn hyggjast sýna í vetur ítalskan sjónleik frá svip- uðum tíma og Volpone. Þrymur hafði hér nýlega kvöldvöku og sýndi þá m. a. litskuggamyndir úr Vestfjarðar för sinni sl. sumar. Þ. J. TIL DAVÍÐSHÚSS Ólafía Sigurðardóttir Hríseyj- arg. 5 kr. 500. — Nanna Gunn- laugsdóttir Tómasarh. 49 Rvík kr. 250, Gunnlaugur Sig- mundsson Tómasarh. 49 Rvík kr. 250, Jón R. Sigmundsson Tómasarh. 49 Rvík kr. 250, Sigmundur Jónsson Tómas- arh. 49 Rvík kr. 250. — Safn- að af Hannesi Þorsteinssyni stórkaupm. Rvik kr. 42000. (Sundurliðun í næsta blaði). Stefán Gunnbj. Egilsson Rvík kr. 200. — Safnað af Gunnari Valdemarssyni Vopnafirði kr. 4200. (Sundurliðun í næsta blaði). — Safnað í Hrísey kr. 2940. — Snjólaug Jóhannes- dóttir Rvík kr. 500, Helga Vil- hjálmsdóttir kr. 500, Anna Árnadóttir kr. 200, Gyða Jóns dóttir Karfav. 13 Rvík kr. 200. Safnað af Guðmundi Björns- synj Stöðvarfirði kr. 1500. — Safnað af Jóni Arnþórssyni fulltr. Rvík kr. 4000. — Jó- hanna Björnsdóttir Ásv.g. 65 Rvik kr. 300. — Safnað af frú Bergþóru Eggertsdóttur ísafirði kr. 3000. — Gunn- laugur Loftsson Rvík kr. 1000, Lovísa Jónsdóttir Ak. kr. 200. Safnað í Vestmannaeyjum kr. 10260. — Söfnunarnefnd þakk ar kærlega öll þessi framlög svo og fjölmörg ánægjuleg bréf víðsvegar af landinu. Kiiattspyrnuþ j álf un undir vetrarliimni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.