Dagur - 20.11.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 20.11.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT ÞAÐ GUSTAR UM HAFNAR- FJÖRÐ Það gustar um Hafnarfjörð og nágrenni þessa haustdaga af dómsmálastjóm landsins. Átta hreppstjórar hafa vítt veitingu bæjarfógetaembættis í Hafnar- firði og finun þeirra sagt af sér hreppstjórastörfum og elíefu fastráðnir starfsmenn embættis- ins hafa sagt af sér í mótmæla- skyni. Svo illa mælist það fyrir að dómsmálaráðherra skyldi ganga fram hjá Birni Svein- björnssyni, sem starfað hefur við embættið í nálega 20 ár og verið settur sýslumaður og bæj- arfógeti þar á tíunda ár. FJÖRKIPPUR ALÞÝÐU- BLAÐSINS Út af máli þessu tók Alþýðu- blaðið sjaldgæfan fjörkipp. Var sem íhaldsdulan væri dregin frá augum þess og það sá lineykslið í sama Ijósi og heilbrigðir. Það var minni reisn yfir fulltrúum Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á dögunum. Þeir stungu höndum í vasa meðan greidd voru atkvæði um vítur á dómsmálastjórnina vegna téðrar embættisveitingar. En fullvíst má telja, samanber það er á eftir fylgdi, að þar hafi þeir ekki farið að vilja umbjóðenda sinna, því krafizt var umræðu um málið í fulltrúaráði og treysti sér þar enginn að mæla í gegn hinum hörkulegustu mót mæhim, sem samþykkt voru samhljóða. MORGUNBLAÐIÐ KLÓRARI BAKKANN Vörn Morgunblaðsins og dóms- málaráðherra í máli þessu, er hin vesaldarlegasta, þóít reynt sé að klóra í bakkami. Enn sem komið er, hefur sú vörn verið í samræmi við verknaðinn og að eins orðið til þess að opna augu almennings enn betur fyrir pólitísku siðleysi ríkisstjórnar- innar. HIN FÖGRU FYRIRHEIT Mörg voru þau fyrirheit, sem núverandi ríkisstjórn gaf þegar hún hóf göngu sína. Og stjórnin er alltaf síðan að dásama efnd- imar, einkum þegar fylgismenn hennar láta í Ijósi vanþóknun sína og vonbrigði. Eins og nú er komið, en stefna stjórnar- innar í ýmsum þýðingarniikl- um málum — engin — og látið reka á reiðanum. AÐ STÖÐVA DÝRTÍÐINA Það var mál málanna og átti ekki að standa á úrræðum í því efni. Feril dýrtíðarófreskjunn- ar þarf ekki að rekja, því hún hefur hvergi sneitt hjá garði en tröllriðið efnahagskerfi þjóðar- innar svo, að því mælir engin bót. EN SKATTARNIR? Hafa þeir ekki, samkvæmt mörgum yfirlýsingum stjórnar- valda, stórlækkað, eins og lofað var? Fjárlögin segja sína sögu um það og tilkynningar um nýja skatta með stuítu millibili, síð- ustu vikur og mánuði. HALLALAUS RÍKIS- BÚSKAPUR Hallalaus ríkisbúskapur var meðal slagorða stjórnarinnar. Magnús fjármálaráðherra skýrði frá því í sumar hversu tekist hefði til um það mál, og í um- ræðum um fjárlögin, sem einn- ig var útvarpað. Þar fór einnig sú fjöðrin, og ekki annað að heyra á ráðherra, en að hann teldi mjög mikla erfiðleika á ríkisbúskapnum framundan, eft ir öll uppgripaárin. ALDREI AÐ SKIPTA SÉR AF VINNUDEILUM Og ríkisstjórnin ætlaði ekki að skipta sér af vinnudeilum. „Við- reisnar“-kerfið átti að losa liana við slík afskipíi og leysa fíestan vanda í kaupgjaldsmálum, jafnt sem efnahagsmálum. Nú notar forsætisráðherra hvert tækifæri í útvarpi, til að tala um nauðsyn víðtækari samvinnu launastétta og ríkisvalds! Enda hefur stjórn in eitthvað lært á liðnum árum, a. m. k. þegar hún ætlaði að afnema vcrkfallsréttinn með lögum. (Framhald á blaðsíðu 2). <$> Dregið í dag 1 (laugardag) í happdrætti S <♦> Framsóknarflokksins. iVEð- T inn kostar aðeins 50 krónur. % Kaupið miða. — Gerið skil á T heimsendum miðum. Skrif- Z stofan er opin 10—12 f. h. f <♦> Herferð gegn rottunum í bænum hafin En jafnliliða eitrun er bílförmum af rottumat ekið á öskuhaugana á hverjum degi ÞEGAR BLAÐIÐ benti á það seint í sumar, að rottugangur í bænum væri vaxandi, var því illa tekið í fyrstu. En með vetr- arkomunni neyddust virðuleg yfirvöld bæjarins til að laka hið leiða meindýr á dagskrá. Þau samþykktu að segja rottunum stríð á hendur og kölluðu út varalið. Meindýraeyðir og heilbrigðis- yfirvöld létu síðan hendur standa fram út ermum. Á hálf- um mánuði hafði 500 kg. af rottueitri verið fyrir komið á öskuhaugasvæðinu, en þar er mikil uppeldisstöð rottanna, allt kvikt og sundur grafið. En á sama tíma og eyðingin fer fram er bílförmum af alls- konar rottumat ekið á haugana, daglega, svo sem eins og í sam- keppni við eitrið. Nú eru ekki önnur ráð tiltæk að koma sorp- inu, úrgangi frá sláturhúsi og þ. h. fyrir kattarnef en að brenna því eða urða með jarð- ýtu. Jarðýta hefur ekki, að sögn, verið þarna að verki frá því í júlí í sumar. Nú er svo komið, að bílar þeir, sem úrgangsvörur flytja á öskuhaugana, komast hvergi nærri til að „sturta“ út af haugunum, svo sem vera ber, beldur verða að láta farm sinn á bifreiða-„planið“ og þrengist þa'ð óðum. Slíkur sóðaskapur, sem þarna blasir við, er viðbjóðs legur og rotnunar- og ýldulykt- in óþolandi. Öllu, sem þarna er saman komið, þarf að ryðja burt með jarðýtu og setja svo möl yfir. Sjálfsagt er að láta eldinn eyða því, sem hann ræður við og ekki er urðað, á meðan sorp- eyðingarstöð er ekki fvrir hendi. Gæzlumaður sá, sem á haugunum vann í sumar, hefur eflaust gert skyldu sína, en naumast verður þess krafizt, að hann vinni jarðýtustörf. Það (Framhald á blaðsíðu 5). Sjóvarnðrgarðurinn var lengdur Lómatjöm 19. nóv. Unnið var við lengingu sjóvarnargarðsins í Grenivík í sumar og var leng- ingin 40 metrar. Nú er unnið að gerð 20 m. bryggju innan á garðinum. í sumar var gamla brúin á Fnjóská í Dalsmynni dregin með ýtu út í Fjörðu og sett á Illagil. Er riú að heita má fært jeppum alla leið út að sjó. Flutn ingur brúarinnar gekk mjög vel, eftir að hjól voru sett undir hana. Illagil er nú ekki sá farar tálmi, sem það áður var, og er það vel. Jörð er dálítið farin að frjósa ög jarðabótavmnu lokið. Víðast er búið að taka fé í hús. S. G. í ÞESSI MYND er tekin hjá Vigfúsi Sigurgeirssyni eftir vígslu Akureyrarkirkju 17. nóv. 1940. Ásamt biskupnum eru á myndinni þeir tíu prestar, sem viðstaddir voru vígsluna (sitjandi frá f J.V í’f vinstri): Síra Theodór Jónsson á Bægisá, séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, síra Sigurgeir Sigurðsson biskup, síra Stefán Kristírissori prófastúr á Völlum; (standandi frá vistri): síra Ósk- ar J. Þorláksson á Siglufirði, síra Sigrirður Stefánsson á Möðruvöllum, síra Þormóður Sigurðs- son á Vatnsenda, síra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík, síra Benjamín Kristjánsson Syðra-Laugalandi, síra Þorvarður G. Þormar í Laufási, síra Ingólfur Þorvaldsson Ólafsfirði, og síra Þorgrímur V. Sigurðsson á Grenjaðarstað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.