Dagur - 20.11.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 20.11.1965, Blaðsíða 1
Dag ur SiMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVQI. árg. — Akureyri, laugardaginn 20. nóv. 1985 — 86. tbl. Dagui kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 Trillukarlamir vinna í verksmiðju Raufarhöfn 19. nóv. Það er kom ið dálítið föl en sæmilegt veður. 88 þús. mál bárust síldarverk- smiðjunni frá 9. nóv. að telja og var ekkí ónýtt að fá þessa við- þót, sem telja verður landburð af síld. Hingað komu 12 skip með síld í gær og fyrradag en nú er bræla á miðunum og hlé á veiðum. Alls eru komin 314 þús. mál í bræðslu. Þorskafli hefur verið sæmi- legur, en nú róa aðeins tveir dekkbátar og fá 6—8 skippund í róðri. Trillurnar öfluðu líka sæmilega og oft vel í haust, en nú eru trillukarlarnir komnir í síldarverksmiðjuna og róa ekki í bráð, enda ekki hægt að stunda sjóinn á þessum árstíma á svo litlum fleytum nema í ein- munatíð. H. H. Sérstök lág jólafargjöld til Islands um háfíðarnar HINN 1. desember n. k. ganga hin lágu jólafargjöld Flugfélags íslands í gildi. Akureyrartogararnir ALLIR Akureyrartogarar lágu samtímis í heimahöfn vegna verkfalls yfirmanna þeirra, er stóð frá 26. október til 16. nóv- ember. Samkvæmt hinum nýja kaup- samningum, sem samkomulag varð um, hækkar fastakaupið um 14%. Svalbakur lét úr höfn 17. nóv. Kaldbakur þann 18. Sléttbakur fór í gær og Harðbakur fer um hádegi á mánudaginn. Afli Akureyrartogaranna er mun meiri, það sem af er þessu ári, en í fyrra. Afurðirnar hafa selzt jafnóðum að heita má, fyr- ir sæmilega hagstætt verð. Q Jólafargjöldin gilda nú frá fleiri erlendum borgum en áður, eða alls fimmtán. Jólafargjöldin eru um 30% lægri en venjuleg fargjöld á sömu flugleiðum. Þau gilda sem fyrr segir frá 1. des. til 1. jan. 1966, en auk þess er gildistími hvers farseðils einn mánuður frá því ferð er hafin. Þessi sérstöku ódýru jólafar- gjöld munu enn sem fyrr auð- velda námsfólki, svo og öðrum íslendingum sem erlendis dvelja, að halda jól og nýár heima á Fróni. Flugfélagið beinir þeim til- mælum til aðstandenda náms- fólks ytra, og annarra þeirra er hafa í hyggju að notfæra sér þessi sérstöku fargjöld, að hafa samband við skrifstofur Flug- félags íslands, sem veita allar nánarí upplýsingar. (Fréttatilkynning) FLUGSTÖÐIN Á AKUREYRI. Ljósm.: E. D. Sjónvarpssendingar hefjasf á næsfa ári sagöi mennlamálaráðherra í umræðum á Alþingi AÐ GEFNU tilefni upplýsti menntamálaráðherra á Alþingi á miðvikudaginn, að ráðgert væri að hefja 'innlent sjónvarp á næsta ári. í sumar festi Ríkis- útvarpið kaup á húsi í höfuð- borginni til afnota fyrir væntan legt sjónvarp, fyrir 12,5 millj. kr. Þar er nú unnið að breyting- um. Helztu starfsmenn sjón- varpsins hafa þegar verið ráðn- ir, en upphaflega var ætlað að ráða 30 starfsmenn. Margt af þessu fólki hlýtur þjálfun um tíma í nágrannalöndunum á sér stökum námskeiðum, sagði ráð- herra. Ýmis tæki til sjón'varps- reksíurs hafa þegar verið keypt, önnur boðin að láni, sagði ráð- herra. Spurningu um það, hvenær sjónvarpssendingar næðu til allra lanasmanna, svaraði ráð- herrann á þá leið, að í áætlun- um sjónvarpsnefndar væri við það miðað, að sjónvarp næði til allrar þjóðarinnar á næstu sjö árum. Tekjur þær, sem sjónvarps- sjóður hefur þegar fengið nema 27,5 millj. kr., en það eru að- flutningsgjöld af sjónvarpsvið- tækjum og einkasölugjöld af innfluttum tækjum. Rekstur sjónvarpsins á ári er áætlaður 20 millj. kr. fyrsta ár- ið en 40 millj. kr. árið 1972, að óbreyttu verðlagi. Q Hægri handar aksiur 1968 Ekkert vit í, að aka fyrir Múlann segir Guðmundur Benediktsson yfirverkstjóri ENN ER unnið í Múlavegi, en aðeins eru þar nú tvær stórar jarðýtur að störfum í Torfgili. En frost hamla, bii'tutíminn er orðinn stuttur og það er orðið hráslagalegt í Múlanum, sagði Guðmundur Benediktsson vega verkstjóri í gær. Umferð um Múlaveg er nokk ur, en vegurinn er bannaður og merktur samkvæmt því. Það er ekkert vit í að aka fyrir Múlann nú, stórir svellbunkar hafa myndast, Ólafsfjarðarmegin, sagði Guðmundur ennfremur. Þá er rétt að benda ökumönn um, sem fara vilja Múlaveg á að kynna sár viðhorf trygginga- félaga til bótaskyldu við slíkar aðstæður, ef eitthvað kynni út af að bera. Vegurinn milli Ak- ureyrar og Ólafsfjarðar er um 64 kílómetrar. Allir vegir hér norðanlands eru nú mjög greiðíærir, en í gærmorgun var blindað. Q Á FIMMTUDAGINN var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um, að hér á landj verði upp tekinn hægri handar akstur, sem verði kominn til fram- kvæmda fyrir 1969, og er þetta stjórnarfrumvarp. Áætlaður kostnaður við breytinguna er talinn 49 millj. kr. þar af 36 millj. kr. vegna breytinga á al- menningsvögnum. Til að mæta þessum kostnaði er ætlunin að Hifa jáfað á sig innbrot cg óknylti Sæmilegur alli í Úlafsfirði Ólafsfirði 19. nóv. Nú er loks kominn skautaís og mikið not- að, þar sem hann er orðinn nægilega traustur. Þessa viku hefur aflazt vel. Guðbjörg og Anna hafa róið með línu og aflað 4—7 tonn í róðri. Trillurnar hafa komið með allt að 3 þús. pund á dag af hinum ágætasta færafiski. Skólarnir standa fyrir kvöld- vökum, til ágóða fyrir hina miklu söfnun „Herferð gegn hungri“. Við höfum eignast nýja leið, þar sem er Múlavegur. Hann er mikið notaður þótt hann sé enn „lokaður". B. S. ElNS OG kunnugt er af fyrri fréítum var brotizt inn í Flóru, Kaupfélag Verkamanna og Slippsíöðina (búðina), ennfrem ur farið í bátana Björgvin, Gylfa II og Vörð og ýmsu um- turnað. Þá var siolið peningum í Drang, stöðumælar brotnir o. s.. frv. Rannsókn þessara mála hefur staðið yfir undanfarn3r vikur og hafa nú 6 unglingar játað á sig þessa verknáði, nema þjófnaðinn í Drang. En rann- sókn er ekki lokið. .Námskeið fyrir lögreglumenn á Akureyrj hefst nú um helgina og lýkur eftir áramót. Þjálfari frá Reykjavík mun leiðbeina, ennfremur ýmsir menn aðrir, meðal þeirra löglærðir menn. Enn hafa orðið allmargir árekstrar bifreiða hér í bæ, m. a. þrír í fyrrakvöld og einn mað ur var í vikunni tekinn fasíur vegna ölvunar við akstur. Roskinn verkamaður féll af bílpallj á fimmtudaginn, er hann var við vinnu sína og liggur hann á sjúkrahúsi. Q leggja á sérstakan skatt til rík- issjóðs á árunum 1966—1969 frá 200—750 krónum á hverja bif- reið eftir stærð. En samtals á skattupphæð þessi að nema 52 millj. króna. Hægri handar akstur á að taka upp í Svíþjóð árið 1967. Umræður um þessar breyt- ingar hafa verið öðru hverju síðustu misseri, og hafa ekki allir verið á einu máli um nauð- syn þeirra. Hins vegar er það Ijóst, að ef hægri handar akstur verður hér í framtíðinni, er auðveldara og ódýrara að taka hann upp nú en síðar verður. KJORVIST - DANS að Hótel KEA föstud. 28. nóv. n. k. kl. 8.30. Gáðir vinn ingar — góð hljómsveit. Góð skemmíun. Þetta verður síð- asta Framsóknarvistin fyrir jól. Nánar auglýst síðar. Framsóknarfél.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.