Dagur - 27.11.1965, Qupperneq 7
7
- TIL MINNIS UM FJÁRMÁL
(Framhald af blaðsíðu 1).
vöruverði innanlands, sem nú
cr tilfærð á fjárlögum. Þessi
niðurgreiðsla vöruverðs úr Út-
flutningssjóði reyndist 1958
rúmlega 75 millj. kr. og má
telja eðlilegt að bæta henni við
fjárlagaupphæðina það ár, eins
og vegaáætlunarfénu nú. Hinar
sambærilegu tölur verða þá
882,5 millj. fyrir árið 1958 en
3.745,9 millj. fyrir árið 1965.
Bæði árin má segja, að innborg
anir og útborganir standist á í
íjárlagaáætluninni. En hækkun-
in á 7 árum er 2863,4 millj. eða
nálega 324%. Fjármagn það,
sem áætlað er, að ríkissjóður
innheimti með sköttum og álagn
ingu á einkasöluvörum og láti
af hendi til allskonar útborgana
liafa m. a. o. talsvcrt meira en
fjórfaldast.
Fólksfjölgun í Iandinu á þess-
um 7 árum er varla meiri en
15%. Hún er því ekki nema að
hverfandi litlu leyti skýring
þess, sem skeð hefir. Hið gífur-
lega hækkun fjárlaganna end-
urspeglar fyrst og fremst hrað-
vaxandi dýrtíð þessara ára,
minnkandi krónu og útþenslu
ríkisbáknsins, sem stundum hef
ir verið nefnt svo. Hún gefur
líka til kynna að stjórnarstefna,
sem var talin vera í því fólgin,
S E L J U M :
ÚTIHURÐARPANEL ur Oregon Paine
S M í Ð U M :
ÚTIHURÐIR, INNRÉTTINGAR o. fl.
TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI ÁGÚSTS JÓNSSONAR
Tryggvabraut 12 — Sími 1-25-78
Heimasími 1-22-16
Tímann vanfar krakka
til að bera blaðið í EFRI HLUTA GLERÁRHVERF-
IS. — Sala á Vikunni fylgir. — Uppl. í síma 1-14-43.
Nýkomið frá
KVENSKÓR, svartir, með innleggi,
breiðir og þægilegir
SKÓBtlÐ K.E.A.
KULDASTIGVEL
kven, há og lág
SIvÓBÚÐ K.E.A.
IpNÁMSKEIÐ!
í meðferð ljósmyndavéla hefst í Landsbankasalnum
fimmtudaginn 2. des. kl. 5.30 e. h. Nemendur sem
voru á ljósmyndanámskeiði Æskulýðsráðs í fyrra eru
beðnir að mæta. — Kennari: Karl Hjaltason.
Hafið ljósmyndavélar meðferðis.
Innritun í síma 1-15-46 og 1-27-22.
Æskulýðsráð Akureyrar.
f ... |
€> Ykkur ollum, œttingjum og vinum, sem sýnduð mér ?
■í vinarhug með góðum gjöfum og á ýmsan annan hátt, r
^ í tilefni af 60 ára afmœli minu 15. nóv. sl., færi ég V
alúðarþakkir. — Lifið licil. .t
INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR, Engihlíð. |
O ■f
að koma á stöðugu verðlagi,
festu og aðhaldi í ríkisbúskapn-
um, samfara skattalækkun, hef-
ir mistekizt átakanlega á þess-
um árum .Um það ætti ekki að
þurfa að deila. En rétt er að
festa sér í minni þær tölur og
staðreyndir, sem hér hafa verið
raktar, því að oft er reynt að
flækja þessi mál og mun enn
verða reynt í kosningum þeim,
sem fram fara eftir 1—2 ár.
T. d. hafa sumir borið sér í
munn, að rétt sé að leggja gamla
Útflutningssjóðinn eða útflutn-
inguppbæturnar gömlu við fjár
lagaupphæðina eins og hún var
þá. En því fer fjarri, að það sé
rétt, því að verðhækkun er-
lends gjaldeyris kom í stað
gömlu útflutningsbótanna, utan
fjárlaga eins og þær, og hefir
sú hækkun raunar numið miklu
meiri fjárhæðum en útflutnings
bæturnar á sínum tíma. Þctta
ætti að vera auðskilið mál.
Til samanbur'ar um einstök
atriði má geta þess, að tekju-
og eignaskattur, sem nú er áætl
aður 375 millj., var að viðbætt-
um stríðsgróðaskatti 125 millj.
í fjárlögum 1958, en aðflutnings
gjöld, sem nú eru áætluð rúm-
lega 1490 millj. voru þá 290
millj., söluskattur, sem nú er
áætlaður 847 millj. var þá 115
millj. og tekjur af rekstri ríkis-
stofnana, sem nú eru áætlaðar
um 431 millj. voru þá áætlaðar
173 millj.
Að lokum er þess að geta,
sem nú er fram komið, að yfir
200 millj. greiðsluhalli varð á
ríkisreikningum 1964. □
ZION. — Sunnuddg'inri 28.'nóv’.'
Sunnudagaskóli kl. 11 f. h.
Oll börn velkomin. Fundur í
Kristniboðsfélagi kvenna kl.
4 e. h. Allar konur velkomn-
ar. Samkoma kl. 8.30 e. h. —
AHir velkomnir.
Leikfélag Akureyrar
w sýnir Skrúðsbóndann
fýt laugardag og sunnu-
SB dag. Sýningum fer
senn að Ijúka. Notið
því tækifærið nú um
helgina að sjá þetta stór-
brotna leikrit.
F R A STYRKTARFÉLAGI
VANGEFINNA. Þeir, sem
hafa ekki tekið bílnúmers-
miða sína, geta reynt að tala
við aða'.u.nboðsmanninn, Jó-
hannes Ola Sæmundsson
(sími 12331) helzt á matmáls-
tímum. Aðrir, sem aðeins eru
að hugsa um að styðja mál-
efnið, geta fengið happdrætt-
ismiðana hjá afgreiðslu Dags.
GLEYMIÐ EKKI ÞEIM, SEM
BAGAST EIGA.
ÍTALSKIR
DÖMUKJÓLAR
ÍTALSKAR
DÖMUPEYSUR
og JAKKAR
Mjög íjölbreytt úrval.
VERZLUNÍN DRÍFA
Sími 11521
DYRALÆKN A V AKT næstu
helgi, kvöld og næturvakt
næstu viku hefur Guðmund
Knutsen, sími 11724.
Anttsbókasafnið er opið
alla virka daga frá kl. 2—7
e. h.
F R A FLUGBJÖRGUNAR-
SVEITINNI! Kvikmyndasýn-
ing verður að Hótel KEA kl.
3 e. h. sunnudaginn 28. nóv.
Mætið sem flestir. Sljórnin.
- AUÐSÖFNUN -
AUÐJÖFNUN
(Framhald af blaðsíðu 4).
Kaupfélögin eru í öðru
orðinu ágæt. I hinu eru þau
þjóðinni til bölvunar.
Morgunbl. er dauðtryggur
þjónn hins íslenzka auð-
valds. Samvinnufélögin eru
fleinn í holdi húsbændanna.
ÞAU stefna að AUÐJÖFN-
UN, ÞEIR að AUÐSÖFN-
UN — á fárra hendur. Þarna
er óbrúandi bil — og eigi
kyn þótt ósnjöllum mönnum
fatist tökin, þegar þeir ætla
sér að brúa þetta bil með
upploginni umhyggju fyrir
samvinnufélögunum.
Þannig farast Gísla Magn-
ússyni bónda í Eyhildarholti
nýlega orð í blaðinu Ein-
herja.
vex er nýtt syntetiskt þvottoduft, er léttir störf þvottadogsins.
vex þvottaduftið leysir upp óhreinindi við lógt hitastig vatnsins
og er sérstoklega gott í ollan þvott.
vex gefur hreinna og hvítaro tau og skýrari liti.
vex er aðeins framleitt úr beztu fóonlegum syntetiskum efnum.
Reynið vex í næsta þvott.
vex fæst í næstu verzlun.