Dagur - 08.12.1965, Síða 8

Dagur - 08.12.1965, Síða 8
8 SMÁTT OG STÓRT BÓNDI í nógrenni bæjarins ekur hér mjólk sinni til Samlagsins og seppi hefur slegist með í för. ’f * * 1 Í ’i { - - EyfirSingar ræddu um sauðfjárrækfina á bændaklúbbsfundi að Hótel KEA á mánudag- inn. Framsögumaður var Helgi Haraldsson EKKI VAR því spáð, að margir bændur sæktu bændaklúbbs- fundinn á mánudaginn, því þá var þungfært um héraðið vegna snjóa. En sauðkindin hefur jafn an verið Ijúft umræðuefni og SILDARKÖGGLAR SAMKVÆMT útreikningum Jóns Gunnarssonar verkfræð- ings, hefði mátt spara tugmilljón ir króna með því að flytja síld- armjöl laust eins og kornvörur eru fluttar landa í milli. En til þess þarf að móta síldarmjölið í köggla, eins og tilraun hefur verið gerð með hjá síldarverk- smiðju ríkisins á Siglufirði. Tel- ur hann, að sparnaður flutnings- kostnaðar gæti numið allt að 80 millj. kr. miðað við núverandi framleiðslu. □ auk þess frummælandi fundar- ins Hélgi Haraldsson á Hrafn- kelsstöðum kunnur sauðfjár- ræktarmaður,. ræðumaður góð- ur og nýr gestur hjá eyfirzkum bændum. Fiindarsókn var góð, um eða yfir 70 manns. Ármann Dalmanrisson formaður Búnað- arsambands Eyjafjarðar bauð gesti velkomna, en svo tók Jón Hjálmarsson bóndi í Villingadal við. fundarstjórn. Helgi Haraldsson var léttur í máli og fór m. a. með gaman- brag eftir Gröndal, sem hann lærði ungur — skopstælingu á kvæði Matthíasar um Eyja- fjörð. Síðan sneri hann sér að málefni fundarins, sauðfjárrækt inni og sagði frá 40 ára reynslu sixmi í þeirri grein. M. a. greindi hanri .' frá ' ýrhsum mistökum manna við að flytja þingeyskt fé til Suðurlands. Sjálfur reyndi hann þetta með góðum árangri. Hann sótti þá fé til Mývatns- sveitar og hafði það heilræði Sigurgeirs á Helluvaði suður, að fara aldrei út í skyldleika- rækt með þingeyska féð. Það væri svo stutt í gallana á því. Þetta hefur verið mitt fyrsta og æðsta boðorð, sagði ræðumaður, og hefur gefizt vel. Síðan hefi ég haft þingeyskt fé með hönd- um og gefizt vel, einnig eftir fjárskiptin, en það tekur a. m. k. áratug að rækta upp góða stofna eftir niðurskurð. Þá sagði ræðumaður frá til- raunum, sem gerðar voru fyrir áeggjan Páls Zophoníassonar og voru í því fólgnar að vigta lömb in nýfædd og aftur að hausti. Kom í Ijós, að þau tífölduðu þunga sinn til jafnaðar. Benti þetta mjög til þess, að kapp- kosta bæri að fóðra lambamæð- ur vel fyrir burð svo lömbin (Framhald á blaðsíðu 5.) ENN EINN GÚMBÁTUR ÓNÝTUR Enn einu shnii hafa björgunar- tæki brugðizt, þegar á reyndi. Vélbáturimi Hanna RE 18 brann og sökk út af Garðskaga á föstu daginn. Tveggja manna áhöfn var bjargað. En þegar mennim- ir ætluðu að nota gúmbjörgunar bátinn, reyndist hann ónýtur, þ. e. blés sig ekki upp. Björg- unartæki koma því aðeins að liði, að þau séu í lagi, en því miður virðist eftirlit með þeim, bæði á sjó og landi oft nijög ábótavant. FJÖLDALEIT AÐ KRABBA- MEINI Eftir fyrsta starfsár Leitar- stöðvar krabbameinsfélags Reykjavíkur, er fram fór sem leghálsskoðun meðal 8030 kvenna, reyndust fimmtíu kon- ur hafa þörf fyrir ýtarlegri rann sókn og 41 kona' með krabba- mein, en flestar á byrjunarstigi. Einnig fundust ýmsir hættu- minni sjúkdómar við skoðun þessa. Konur hafa sýnt mikinn skilning á þýðingu þessara rannsókna. 50 TONN AF JÓLATRJÁM í fréttum er frá því sagt, að komin séu til Iandsins 50 tonn af jólatrjám, sem seld verða til skrauts fyrir jólin. íslendingar eru enn svo skammt konmir í skógræktinni, að geta ekki mætt eftirspum eftir jólatrjám að neinu ráði. ÞINGMENN EKKI MEÐ í RÁÐUM í stjómartilkynningu segir, að „samkomulag hafi náðst um meginatriði málsins“ við erlenda aðila um aluminiumbræðsluna við Straumsvík. Sagt er frá því einnig, að eftir áramótin verði fundir að nýju og þá gengið frá samningsuppköstunum. Með þessu er staðfest, að stjómin ætlar að semja við erlendan auðhring og erlendar peninga- Nýr skóli fyrir sjúkraliðastarfaráAkureyri Menntar hjálparfólk sjúkrahúsa í nýrri stétt FRK. INGIBJÖRG MAGNÚS- DÓTTIR yfirhjúkrunarkona Fjórðungssjúkrahússins á Akur eyri hefur góðfúslega svarað Særðust í ryskingum ALLMIKIL ölvun var á Akur- eyri aðfararnótt sl. laugardags. Maður einn, sem lenti í illind- um við Sjálfstæðishúsið, skarst á hendi og var fluttur í sjúkra- hús. Sömu nótt skarst maður á höfði í ryskingum við BSO og þurfti einnig að gera að sárum hans. Var á honum æði svo beita þurfti hann valdi við læknisaðgerð. Tveir bifreiðaárekstrar urðu á sunnudaginn og tveir í fyrra- dag, en menn sakaði ekki. (Samkv. uppl. lögreglunnar) spurningum blaðsins um hjálp- arfólk á sjúkrahúsum, sem nú er að búa sig u'ndir störf og áð- ur hefur verið rætt um hér í blaðinu. — Samtalið fer hér á eftir: Et námskeið í hjúkmnarstörf- um hafið hér á Akureyri? •Við byrjuðum með fyrsta 'námskeiðið. í sjúkrahjálp þ. 1. október s. J. og það eru 16 stúlk- ur í þeim hóp. Stuttu síðar hóf- ust námskeið í St. Josefsspítal- anum að Landakoti og Klepps- spítalanum og eru nemendur í þessum 3 sjúkrahúsum samtals 42. Hve rík er þörfin fyrir þetta nýja hjálparfólk? Ég álít þörfina afar mikla. Að vísu má segja, að þetta leysi ekki þau vandamál, er skapazt hafa vegna skorts á hjúkrunar- konum. En þetta fólk ætti að auðvelda starf þeirra fáu hjúkr unarkvenna, sem fyrir eru, og vonandi verður hægt að skipu- leggja störíin á sjúkrahúsinu þannig, að störf hjúkrunar- kvenna nýtist betur. Á hinum Norðurlöndunum eru hlutfalls- lega um það bil helmingi fleiri hjúkrunarkonur í starfi, en hér á landi, og öll hafa þau hjálpar- fólk á siúkrahúsum svarandi til þessa fólks, sem við erum nú byrjuð að þjálfa. Em karlmenn velkomnir á þessi námskeið? Vissulega — bæði velkomnir og kærkomnir, sérstaklega á geðsjúkrahús eins og Klepps- spítalann. Nafn var valið á stétt ina með það fyrir augum, að það gæti átt við bæði kynin, en það er nafnið sjúkraliði. Starf- 4ð heitir sjúkrahjálp og starfs- heitið er sjúkraliði. Hver eru inntökuskilyrðin? Nemandi skal hafa lokið skyldunámi, vera á aldrinum 17 til 50 ára og sýna heilbrigðis- og siðferðisvottorð. (Framhald á blaðsíðu 5). Frk. Ingibjörg Magnúsdóttir, yfirhjúkrunarkona. stofnanir um vafasama stór- framkvæmd — án samráðs við Alþingi — eða hefur þegar gjört. Láta alþingismemi bjóða sér þetta? PUNTUDOKTOR Meðal þeirra, sem tóku þátt í umræðum um Hafnarfjarðar- málið á Alþingi voru þeir Einar Ágústsson, Ingvar Gíslason og Jón Skaftason, sem allir eru lög fræðingar að menntun, en í þessu máli bar ýms lögfræðileg atriði á góma. Síðan kvaddi for- sætisráðherra sér liljóðs og var mikið niðri fyrir. Veittist hann að þessum þingmönnum og kall aði þá „puntudrengi“ Framsókn arflokksms. Þetta prentaði Morgurblaðið upp og þótti gott! En ekki fer hjá því að margir glotti I kampinn og þyki það koma úr hörðustu átt, því að sjálfur er Bjami Bcnediktsson forsætisráðherra doktor „upp á punt“. Hami hefur aldrei varið doktorsritgerð eða annað unnið til doktorsnafnbótar en það, að hafa verið útnefndur heiðurs- doktor við erlendan háskóla, þótt liann liins vegar sé eflaust vel Iærður í lögum. ÓVISSAN UM FJÁRLÖGIN Fjárlögin fyrir árið 1966 eru nú koniin í gegn um aðra umræðu á Alþingi og verður væntanlega afgreitt fyrir jól. Niðurstöðu- tala tekna og útgjalda á sjóðs- yfirliti er nálega 3800 millj. kr. eða ca. 260 millj. kr. hærri en í gildandi fjárlögum (1965). Gert er ráð fyrir, að tekjur hrökkvi fyrir útgjöldum, og er þá búið að taka inn í frumvarpið nýja skatta, sem enn er þó ekki búið að Iögfesta og sumir hafa ekki vérið lagðir fyrir þingið. Einn af stjómarþingmönnum lét þess getið við atkvæðagreiðslu um fjárlögin, að hann væri á móti farmiðaskattinum, og virð- ist því sá skattur mjög í óvissu, hvað sem í hans stað kann að koma. Þá Iét fjármálaráðherra þess getið í ræðu, að hækkun kjara- dóms á launum opinberra starfs manna væri meiri en gert hefði verið ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu. FLUTTU AÐEINS EINA BREYTINGARTILLÖGU Sú skoðun virðist vera að festa rætur meðal þingmanna, að fjár hagur ríkisins sé nú kominn í slíkt öngþveiti, að ekki þíði að flytja breytingartillögur að neinu ráði um hækkun fjárlaga *úr ríkissjóði, enda lækkaði fjár- málaráðherra á sl. sumri fram- lög til verklegra framkvæmda víðs vegar um land um 85 millj. kr. samkvæmt heimild, sem meirihluti þuigsnis veitti sl. vetur. Það vekur athygli, að fulltrúar Framsóknarflokksins í fjárveitinganefnd fluttu aðeins eina breytingartillögu af flokks ins hálfu, að staðið væri við gef- ið loforð um ríkisframlag til vegasjóðs, enda óhæfa af stjóm inni, að ætla sér að rifta sam- komulagi, sem gert var milli þingflokkanna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.