Dagur - 19.01.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 19.01.1966, Blaðsíða 4
4 I Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Vinnuaflið VETRARVERTÍÐ er hafin og tal- ið að vanti eitt þúsund menn í þá atvinnugrein. Kapphlaupið , um vinnuaflið er enn þá í algleymingi syðra og hefur nú aukizt vegna fyr- irhugaðra stórframkvæmda í Hval- firði, sem eiga að hefjast samhliða vertíðinni. Peningar eru sognir úr sparisjóðum og innlánsdeildum um | land allt til umsjár og ráðstöfunar í j Seðlabankanum og jafnhliða boðið í ' hverja vinnandi hönd. Allt bendir til þess, að fólk og íjármagn eigi að draga saman á einn stað á landinu, einnig með því að opna erlendu fjármagni leið inn í efnahagskerfið. Búrfellsvirkjun og aluminíum- bræðsla í Straumsvík eru þau mál ríkisstjórnarinnar, sem hún virðist hafa einna mestan áhuga á að koma í framkvæmd. Fréttatilkynningar með stuttu millibili og lofsöngvar stjórnarblaða um erlent fjármagn, sem hingað á að leiða í þessu skyni, bera Jtessu glöggt vitni. Ymislegt í samningum J>eim, sem yfir standa, þykir benda til Jiess, að íslenzk stjórn- arvöld komist ekki að jafngoðum kjörum við viðsemjendur sína og t. d. Norðmenn, sem í Jressu efni hafa langa rcynslu og hafa í sínu landi aluminíumbræðslur, byggðar að verulegum hluta fyrir erlent fjár- niagn. Btirfellsvirkjun er Jrörf fram- kvæmd vegna vaxandi orkuþarfar landsmanna. En hana mátti gera án erlendrar stóriðju. Þegar hafnar verða framkvæmdir við orkuver og iðjuver syðra, sogast vinnuaflið Jtangað. Eins og nii er háttað atvinnumálum, er Jrað mjög varhugavert, og hlýtur að koma hart niður á atvinnuvegunum. ; Við Jretta bætast svo fyrirhugaðar framkvæmdir í Hvalfirði. Á lundi samþykktu Þingevingar nýlega ályktun, Jrar sem segir m. a. svo, að grundvallarskilyrði fyrír fyr- irhugaða stóriðju, eins og talað ‘ér um að reisa syðra, séu ekki ‘fyrir hendi, Jrjóðinni beri fyrst og fremst að hagnýta eigið hráefni, húri gétf byggt raforkuver án erlendrar stór- iðju, efnahagskerfi landsins sé stefnt í voða og staðsetning stóriðju syðra auki cnn á óheppilega Jiróun í byggða- og framkvæmdamálum. En Jrað verða flciri uggandi um sinn hag en Þingcyingar, ef ráða- gerðir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, bæði vegna eðli Jress máis og vegna Jiess einnig, að fólk treýstir ekki stjórninni til að hafa forgöngu um jafh mikið stórmál, eflir hörmu- fega reynslu í öðrum málum, sem hún bcr ábyrgð á. Hestar Á UPPVAXTARÁRUM þeirra sem nú eru rúmlega miðaldra mienn, voru hestarnir ekki að- eins notaðir víð hin margvísleg- ustu störf á bændabýlum um allt land heldur voru þeir for- senda þess, að hægt væri að búa í sveitum. Þeir drógu og báru alla vöru, þunga og létta, að búi og frá og þeir voru bíll og flugvél, brú og bátur og fé- lagi fólksins árið um kring. Á þeim var heyið reitt af túnum og engjum og þeir drógu vagna og sláttuvélar þegar hjólatækn- in hélt innreið sína. Svo héldu hreyflarnir innreið sína í sveitir landsins. Hesta- sláttuvélarnar ryðguðu niður, aktygin fúnuðu, hnakkar og beizli týndust, kerruhjól ultu í bæjargilið og eru þar, sleðarnir mosagréru úti á túni, og hest- arnir gengu virðingarlausir í haganum. Það var ekki lengur talað um gæðingsefni, heldur um þyngd til frálags. Að sjónar miðum kjötframleiðenda og kjötkaupmanna frádregnum, svo og smalamennsku um fjöll og heiðar, virtust hestar í ís- lenzkum búskap og í þjóðlííinu jafn óþarfir og botnlanginn. En djúpt í þjóðarsálinni blundaði vitundin um gæðing- inn^ jafnvel hinn fullkomna gæð ing, vin mannsins og ferðafé- laga í blíðu og stríðu um allar aldir íslandsbyggðar, svo sem frá segir í ljóði og sögu. En sú vitund var um tíma svo veik, og svo mjög lá henni við köfnun undir gný hinnar nýju vélaald- ar, að það er kannski meðfram tilviljun að ísland varð ekki hestlaust land. En sú útrýming náði aðeins til nokkurra sveita, þar sem enginn hestur er nú til. Svo tóku málin nýja stefnu. Hin dulda eða blundandi vit- und um agæti hestsins, sem gieðigjafa mannsins við ný skil- yrði og breytta lífshætti tók nú að láta á sér bæra. Hestamanna félög voru stofnuð víða um land, támningaskólar starfrækt- ir, landssamband hestamanna varð til, kappreiðamót voru haldin víðsvegar, sérstakt tíma- rit um hesta og hestamennsku hóf göngu sína, út fóru að koma bækur um hesta, hestar urðu frægir af afkvæmum sínum, málaferli risu út af því hvar graðhestar gengju, ráðunautar í hrossarækt fengu nóg að starfa, vísir að kynbótastarfi í hrossa- rækt varð til. Bæjarmenn fundu í hestinum nýtt tómstundagam- an og hafa aukið hrossaeign sína svo í tveim stærstu bæjum landsins, að skapazt hefur nýtt vandamál vegna haga og hest- húsa, sem öllum er kunnugt. Og í mörgum sveitum hafa störf um hlaðnir bændur og bænda- synir látið eftir sér að koma á hestbak utan þarfa sauðfjárbú- skapar. íslendingar eiga því'Iáni að fagna, að eiga sérstakt hrossa- kyn, búið ýmsum þeim hæfi- leikum, sem vandfundnir eru í nokkru öðru landi. Það hefur ekki blandazt í hundruð ára. Harðindi og hcrfellir hefur hreinsað stofninn á sinn óvægna hátt og eru það „kynbætur“ að vissu marki. íslenzki hesturinn kemst af með ótrúlega lélegt fóður, þolir kulda og hverskon- ar harðrétti, er bæði fljótur, fót- viss^ ótrúlega þolinn og sterkur eftir stærð, og hann hefur fjöl- þættari tilbrigði gangs en önn- ur hrossakyn, sem spurnir fara af. En svo skammt eru kynbæt- ur íslenzká hrossastofnsins á veg komnar ennþá, að það eru aðeins líkur fyrir vissum éigin- leikum hestefna þegar bezt læt- ur. Og ennþá þykir mörgum vissara að fara eftir auganu en ættartölum þegar velja á gæð- ingsefni. Segir það sína sögu um það, hvar við erum á vegi stadd ir í þessum efnum. En sú vrð- leitni, sem nú er í kynbótum hrossa, miðast eingöngu við reiðhesta. Hestamenn fara enn- þá í stóðréttir og kaupa ung hesta án þess að spyrja um ætt- ir þeirra. Það mun óþekkt fyrir brigði í nokkru öðru landi. En allt þetta er að því leyti fagnað- arefni, hve möguleikarnir, sem framundan eru í ræktuninni, eru stórkostlegir. Nú eru margir búnir að taka hesta á hús, byrjaðir að ríða út og leggja við ungviði. Hestar eru nú yfirleitt vel hirtir, hafa gott fóður og í reiðmennsku lærir hver af öðrum. Tamning hesta fer fram á sléttum götum þáttbýlisins. Tízkan krefst þess, að hver hestur tölti, enda fer slíkur gangur vel á götu og áset an er þægileg. Skeiðhestar njóta ekki þeirrar virðingar sem áð- ur var né heldur hreinir brokk- hestar. M.kil töltferð er heimt- uð af hverjum fola, hvort sem honum er það ljúft eða leitt. Þvingun í þessu efni er mjög algeng sjón og vitnar um of lítið langlundargeð hestamanna, og of þröngan stakk. Tamning hesta cr eitt hið mesta þoáln- mæðisverk, sem hugsazt getur, og fráleitt að beita alla hesta sömu tökum, svo ólíkir sem þeir eru að allri gerð. Heyrt hefi ég getið um tamn- ingamann, sem kaus sér grýttar eyrar fyrir tamningavöll og gerðu sumir gys að. En frá hon- um komu margir afburðahestar. í haust sá ég bónda einn og all- góðan hestamann á ferð uppi í fjalli. Spurði ég um erindi hans - á þeim slóðum. Svarið var þetta: „Hann fer alltaf þarna um þegar hann er á ferðinni". Þetta hefur hann eflaust gert í sama tilgangi og sá er' fyrr var nefndur, enda báðir úr s'ámu sveit. Fjaðurmagnaðar hreyf- ingar og hár og öruggur fóta- burður fæst naumast á sléttum og hörðum götum. Sumir svo- kallaðir götuhestar kunna alls ekki að hlaupa á ósléttu landi. Þetta þurfa tamningamenn að athuga meira en gert hefur ver ið. Áður fyrr urðu folöldin und- an brúkunarhryssunum mann- vön á fyrsta aldursskeiði, svo að hræðsla við manninn varð ekki síðar hinn mikli þröskuld- ur samskipta manns og hests, svo sem nú er títt. Hestar eru fótfrá dýr, sem áttu fótum sín- um fjör að launa þegar hættur bar að höndum, og eiga enn, þar sem þeir eru villtir. Þessi eðlisþáttur er enn ríkur og af- gerandi. Það er sjaldan áhlaupa verk að vinna trúnað hests, t. 5 d. svo fullan, að hann taki upp fótinn sjálfur þegar eftir er leit- að, komi þegar kallað er, víki rétt á bási, standi stöðugur þegar á bak er farið og forðist ekki eiganda sinn heima -eða heiman. Vegfarendur sjá hross víða meðfram þjóðvegunum um þess ar mundir. Tvö bréf, sem Degi voru nýlega send, eru rituð af áhyggjufullum dýravinum sem 5 álíta, að hrossunum líði illa. Það er ástæðulaus ótti, enda bera hrossin það með sér, að þeim líður vel. Fullorðin hross eru stokkspikuð ennþá og fol- öld og tryppi í góðum holdum. Um þetta leyti árs eru hrossin kafloðin, kviðmikil og dauf- gerð. En útigönguhross hafa, eins og allir vita, „hestaheilsu“ og ekkert amar að þeim á með- an þau fá fylli sína í haga. Yms ir hafa af reynslunni komizt að raun um það, að hross, sem ekki eru notuð, þrífast betur úti en inni og að betra er að gefa þeim út en hýsa þau þegar jörð þrýtur. Talið er, að í höfuðstað Norð- urlands séu til nokkrir sérstak- lega miklir hestamenn. Talið er einnig að bæjarbúar eigi 300 hross eða fleiri. Fjöldi unglinga eru orðnir hestaeigendur og væri til of mikils ætlazt, að þeir væru allir orðnir miklir hestamenn og sumir verða það aldrei. En margir þeirra munu góðir nemendur, ef tilsagnar nytu. Tvö félög hestamanna starfa í bænum og hafa ýmsar ráðagerðir á prjónum. Ekki sýnist öllum á einn veg um ágæti hinnar ört vaxandi hestamennsku. Þó mun vart um það deilt, að fleiri gæðingar eru nú hér um slóðir en áður. En hvort reiðmennskunni hef- ur farið fram, skal ósagt látið. Að þessum orðum sögðum vilja kannski einhverjir taka til máls um hesta og reiðmenn. Og um þau nýju viðhorf, sem skap- azt hafa í sambandi við íslenzka hestinn. Líklegt mætti telja, að leiðbeiningar um meðferð hesta almennt og sérstök vandamál ættu erindi til manna í fjöllesnu blaði. Slíkt væri kærkomið til birtingar. E.. D. Kirkjudagur Húsavík 17. jan. Efnt var til kirkjudags í Húsavíkurkirkju í gær kl. 17 með því að formaður sóknarnefndar, Ingvar Þórarins son, bauð kirkjugesti velkomna með ávarpi. Flutt voru tvö er- indi. Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri flutti erindi er hann nefndi andleg verðmæti og sókn arpresturinn séra Björn H. Jóns son flutti erindi, sem hann nefndi vandræðabörn. Organisti Húsavíkurkirkju, Reynir Jónasson, lék einleik á kirkjuorgelið og kirkjukórinn söng undir stjórn hans nokkur lög. Séra Friðrik A. Friðriksson fyrrverandi prófastur flutti lokaorð og bæn. Kirkjudagur þessi var vel sóttur. Verið er að breyta lýsingunni í Húsavíkurkirkju, en því verki er ekki að fullu lokið. Fyrir jól- in var kirkjari flóðlýst , að utan. Þ. J. onamærmgurl Saga eftir ARNOLD BENNETT 3. orði \ ið Minnie, og hun lét ekki í ljós neina forvitni. Hún fékk fréttir sínar auðvitað annars staðar að. \ ið morgunverðarborðið daginn eftir sagði hann: —, Þú liefur ])á í iiyggju að fara frá mér? — Já, pabbi, svaraði hún og brosti ljúfu brosi. Með ]o\ í lauk talf þeirra um þetta mikilvæga mál. Peningar eru mikið áhrifavald. Tveimur dögunt síðar kom Sir Maurice Coggleshall í persónulega heimsókn til mr. Jack Hollins. Sir Maurice taldi sig sýna með þessu svo furðulegt lítillæti, að einsdæmi væri. En af því að hann var séntilmaður, eða hafði a. m. k. verið Jrað, tjáði hann ekki þessa skoðun sína öðruin en Marmion syni sínum. • Samuels yfirþjóni fannst sem það birti eilítið yfir Carlos Place við komu Sir Maurice. Heimsóknir tveggja séntil- manna, og annar Jteirra meira að segjá með aðalstitli, heill- aði Samuels svo, að hann komst aftur í essið sitt. Hvernig hann fylgdi SiPMaurice til dagstofunnar var næstum eins fullkomið og hugsazt gat. Sir Maurice var líka að velta því fyrir sér, hvernig í fjandanum stæði á því, að nýríkir upp- skafningar næðu alltaf í beztu brytana. Sir Maurice var mjög ólíkur syni sínum. Hefði hann staðið hjá leigubíl, hefði vel mátt halda, að hann væri gam- all hestvagnaekill, sem í ellinni hefði snúizt til vélvæðingar- innar. Hann var skrokkmikill, feitur, með nautssvíra eins og mr. Hollins. Hann var gráhærður með miklar hvítar og loðnar brúnir. Hann var klæddur tíglóttum fötum, með hvítar ökklahlífar og hvítan hálsklút. Hann var léttur á fætur og mælti öll sín orð með þrumuraust. — Sælir, Sir Maurice, og velkominn, sagði mr. Hollins. En ímyndið ykkur ekki, að hann hafi bætt við orðunum: Fjarska elskidegt af yður að ferðast Jtessa löngu leið til að hitta mig — eða eithvað í jrá áttina. Það datt honum ekki í luig. Samt viðurkenndi hann Sir Maurice sem allt að því jafn- ingja sinn og sýndi honum Jtann sóma, sem hann hefði aldrei látið sig dreyma um að veita 'syni hans. Hann baðst Jiess, að borin v’æru inn clrykkjarföng og vindlar. Sir Maurice svældi, svalg og kjamsaði og ræcldi hástöfum um eimlestir, uppskeruhorfur, byltingarhorfur og almenna heimsku brezku Jrjóðarinnar. Síðan sagði hann allt í einu og for- málaíaust: — Annars held ég, mr. Hollins, að við getum gert út um þessi smáviðskipti okkar nreð tveimur orðum: Ég samþykki. Mér veittist sú ánægja í gær að hitta dóttur yðar í gildaskála Claridge, Og ég get bara endurtekið orð nrín: Ég samjrykki. Ég samþykki. Og ef þér takið undir . .. . — Það er og, Sir Maurice, ég er sanra sinnis og Jrér. Ég er ekki nraður, senr kýs neinar krókaleiðir. Ég get einnig svar- að fyrir nrig með tveimur orðum: Ég samþykki. — Þetta er alveg afbragðsviskí, mr. Hollins, ef nrér leyfist að segja meiningu mína. Hve mikinn framfærslueyri ætlið Jrér að veita miss Minnie? Ég nreina bara svona lauslega áætlað. Við skulum sleppa allri smásmygli. Lögfræðingar okkar sjá um öll smáatriði. Mr. Hollins svaraði nokkuð seinlega, en jafnhárri röddu og aðalsmaðurinn. — Ég get nú varla sagt, að ég sé mikið upp á framfærslu- eyri. — En þér gefið henni Jró morgungjöf? Það er þó venjan. — Það er ekki venja í minni ætt. Það kann að vera venja í yðar. En við erum að tala unr dóttur mína, og dóttir mín er af nrinni ætt. — Én vissulega, mirin kæri. . . . — Eins og ég segi: Ég kæri mig ekki um neinar króka- leiðir. Ef Jrér óskið eftir að lrafa [retta á hreinu, Jrá skuluð Jrér fá það, og alveg vafningalaust. É.g gef enga morgungjöf. Ég ket engan framfærslueyri. Á Jressu andartaki urðu báðir Jressir holdugu, svíramiklu og andlitsrjóðu menn ennjrá holdugri að sjá, svíranreiri og andlitsrjóðari en nokkru sinni. Það hefði verið dálítið snúin spurning í augriablikinu, livor þeirra væri líklegri að springa fyrr. En Jreir áttuðu sig bnðif og samtímis, náðu báðir stjórn á geði sínu með stórfurðulegu andlegu átaki. Mr. Hollins hélt áfram: — É.g hef ekki beðið son yðar áð giftast dóttur rninni. Það eruð Jrið, hann og Jrér, sem komið hirigað og biðjið mig um dóttúf mína honum til handa. Ekkert er fjær mér en leita eftir einhvers konar kaupum á syni yðar. Það er lagaskylda eiginmannsins að sjá eiginkonu sinni farborða. Geti hann það ekki, ætti hann ekki að kvænast. Ef sonur yðar hefur í hyggju að giftast dóttur minni vegna peninganna, fær hann. hvorki dótturina né peningana. Sé Jrað ekki ætlun hans, þá látum hann sanna Jrað. Þetta er mitt álit á málinu. Sé eitt- hvað bogið við roksemdafærslu mína, Jrá vilduð Jrér kannske vera svo góður að benda mér á það. Þögn. Sir Maurice drakk viskígl.asið í botn. — Ég skal athuga rnálið, sagði hann loks, ergilegur og ráðþrota. Ég skal athuga málið. — Nei, sagði nrr. Hollins. Þér ákveðið yður riú Jregar, áður en Jrér farið út úr Jressari stofu. Ef Jrér gerið Jrað ekki, geri ég Jrað. Dóttir mín er dóttir mín. Og ég vil ekki hafa neitt hik eða vafa á hlutunum. — En Jrér.. .1 — Jú. Ég meina allt, sem ég segi. Við ræðum hér viðskipti, herra minn, og mér er bláköld alvara. — Þér hljótið að skilja, mr. Hollins, að Jrér hafið komið mér í óhuggukega klípu. Ég vil ekki valda Marmion von- brigðunr, og óamt- senv áður hef ég skyldur. ... elr. . . . hm. . . . hef riég alvariégum skyldum að gegna.... Ég meina. ... Ég met hreinskilni yðar. Ég er sjálfur allur upp á hreinskilnina, Þáð.forðar nranni undan ýmsum óþægind- um síðar. Vissujegá, herra rhinn. Vissulega. — Þér kærið yður Jrá 'ekki um dóttur nrína peningalausa? — Nei, mr. Hollins, það hef ég aldrei sagt. Ég bið yður að leggja mér engin orð í munn. Það hef ég aldrei sagt. — Þér takið hana þá meðgjafarlaust? — Ég fæ varla séð, að urn ánnað sé að ræða. Ég verð að ganga að skilyrðum yðar. Leyfist mér, mr. Hollins? Sir Maurice fékk sér tálsvert meira viskí. Mr. Jack Hollins fariri til eins konar lrrollvekjandi ánægju. Hann hafði sigrað þessa gömlu og fínu norðlenzku ætt. Minnie yrði með tímanum lady Coggleshall, og hann mundi njóta þess að heyra þjónana nefna hana „hennar náð“. Honum birti í skapi eins og Napoleon birti í hug eftir stórsigur í fólkorrustu. — En jíér getið verið alveg rólegur, Sir Maurice. Ég hef Jjegar gert erfðaskrá míria. Hún hefur legið Jjinglesin hjá mér langa hríð. Minnie er einkaerfingi minn og fær fimm- tíu þúsund pund á ári til að leika sér með, þegar ég er horf- inn af sjónarsviðinu. Og mér er sama, Jrótt ég nefni Jrað við yður núna, þegar við höfunr komizt að góðu samkomulagi, að ég ætla henni fyrst um sinn fimnr þúsund á ári, senr hún nrá nota rétt eins og lrenni Jróknast. Ég er sanngjarn mað- ur.... — Það eruð Jrér. Það eruð Jrér sannarlega, nrr. Hollins. Og fjarska örlátur. . . . — . . . . en ég læt ekki þrælkúga nrig. Ég er ekki nein lús undir nögl. Þannig var hleypt af stokkunr hjónabandi þeirra Minnie Hollins og Marmion Coggleslrall, höfuðsmanns í Fyrstu líf- varðarsveitinni og væntanlegs erfingja gamallar barónstign- ar. En nrr. Jack Hollins hélt uppteknunr lrætti. Hann sagði við döttur sína: — Það skal ég segja Jrér, telpa nrín, að hér verður ekkert tízkubrúðkaup með viðhafnarprjáli. Því þá kemur pabbi ganrli ekki lil giftingarinnar. — O, pabbi, sagði; Minnie glettnislega. Mér dettur Jjað ekki í hug. Marmion ekki heldur. Nei, það þarftu ekki að óttast. \7ið skreppunr bara til borgardómarans. Ég verð í skásta sunnudagskjólnunr mínum. Þessi áætlun breyttist að sönnu svolítið. Faðir brrrðarinn- ar breytti henni, svona smánr saman. Ganrli maðurinn gat ómögulega hrundið hugsuninni unr gulleplablómin úr hausnum á sér, ekki lreldur mynd sinni af dótturinni í fann- hvítu brúðarskarti rneð blæju. Hann lrélt að sönnu dauða- haldi í Jrá hugnrynd síir^, að brúðkaupið sætu ekki aðrir en brúðhjónin, tveir svapupeirn, hann sjálfur og Sir Maurice. Hann óttaðist, að hánn yriði að athlægi í stærra samkvænri. En í öllum öðrum atriðum var brúðkaupið lraldið sam- kvæmt ráðandi tízku. Morgunverðurinn var framúrskar- andi, brúðarskartið ynd.isfagurt. Atlröfnin sjálf fór fram í kirkju heilags Georgs \ ið Hanovertorg. Rauðí renningurintr var breiddur á stéttina og tjaldhiminninn spenntur yfir. Hinn vanalegi flokkur forvitinna kvenna, sem safnazt hafði saman við kirkjudyrnar, varð fyrir sártim vonbrigðum, þeg- ar hann sá, hve brúðkaupsgestir voru fáir. Þegar Minnie hafði ritað nafn sitt, kyssti hún föður sinn og hlífði hönum Jjannig við óþægindum þeirn að'Jjurfa að taka fyrsta skrefið til slíkra blíðuhóta. Mjúkar varir hennar við grófan \ anga hans ullu uppnámi í huga hans. Honum fannst hún svo dulúðug á þessu augnabliki. . . . eins og hún \reri ekki -dóttir lians, heldur framandi kona, hrífandi og óskil janleg. Honum jjótti ]>að ór iðfeldið, já, harðýðgislegt, að Jressi Coggleshall höfuðsmaður ætti nú rétt til að hafa Jjessa álfkonu á brott með sér og teljast eiga hana. Til allrar hamingju tcifðu Jressar kenndir ekki nema andartak í sál hans. A næstu sekúndum var mr. Jack Hollins hann sjálfur sem fyrr. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.