Dagur - 19.01.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 19.01.1966, Blaðsíða 7
7 Minkar og útigöngufé í Bárðardal Stórutungu 18. jan. Um jól og áramót voru töluvert mikil snjóalög og sátu menn heima að mestu. Nú er hins vegar greiðfært um allt, á sumum stöðum ekið á hjami og svell- um. Nú heimsækja menn ná- granna sína og grípa í spil, og börnin fengu sína skemmtun í skólanum. Það bar til tíðinda að fjórar ær skriðu úr fönn hér í heima- ]andi nú í vetur, hafði þær fent í norðanáhlaupi, sem kom á snjólausa jörð. Þá má til frétta teljast, að nú nýlega kom útigengin tvílembá í beitarfé frá Bólstað. Ær og lömb voru sæmilega vel á sig komin. Eigandi var Baldur á Stóruvöllum. Búið er í haust og vetur að vinna 29 minka, Þeir halda mest til við Svarta, -en eru þó á öðr- um stöðum um heiðar einkum J við vötn. En nú er aðalminka- baninn, Tryggvi Harðarson í Svartárkoti, kominn suður til Vestmannaeyja, og nokkrir aðrir héðan úr Bárðardal, en koma væntanlega allir aftur. Lítið hefur orðið vart við refi. Flestir nota nú góða beitarjörð og stillt veður til að spara fóður. En slíkt er jafnan mjög mikil- vægt, einkum þar, sem að nokkru er treyst ó beit. Víðast er fátt fólk á heimilum um þessar mundir. Okkur þykja illar fréttir, sem stjórnarvöldin sendu okkur í gær um hækkað verð á jeppabílum. Þ. J. Fréttaritari Dágs í Ðárðar- dal, Þórólfur bóndi í Stóru- tungu, símsendi þá frétt til við- bótar, að komin væri heim að húsum ær ein, sem hann á sjálf ur og ekki hefur séðst síðan í fyrstu göngum í haust. Hafði hún tvö lömb sín með sér. Ær- in var hin sprækasta en lömbin í afleggingu. □ TILKYNNING frá skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra Allir þeir, sem skattstjóri hefur krafið skýrslugerðar um greidd laun, hlutafé og arðgreiðslur, eru áminntir um að gera skil eigi síðar en 20. janúar n.k. Frekari frestur verður ekki veittur. Þótt um engar kaupgTeiðsI- ur hafi verið að ræða, er eigi síður nauðsynlegt að skila eyðublöðunum aftur. Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra eða umboðsmanna hans er til 31. janúar n.k. Þeir/sem at- vinnurekstur hafa með höndum, þurfa þó ekki að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir febrúarlok. Með því að frekari framtalsfrestir verða ekki veittir, nema sérstaklega standi á, er því hér með beint til allra, sem geta búizt \ ið að vera fjarverandi eða forfallaðir af öðrum ástæðum við lok framtalsfrestsins, að telja fram nú þcgar. , Þgir aðilar, ■ sem nauðsynlega þurfa á frekari fram- talsfresti að halda, verða að sækja um frest til skatt- stjóra eða umboðsmanns hans og fá samþykki fyrir frestinum. í 47. gr. lága nr. 90/1965, um tekjuskatt og eignar- skatt er kveðið svo á, að ef framtalsskýrsla berst eftir að framtalsfrestur er liðinn, skal miða skattmatið við raunverulegar tekjur og eign að viðbættúm 25%. - Til 31. janúar veitir skattstjóri eða umboðsmaður hans, þéiiíi, sem þess óska og sjálfir eru ófæyir að rita framtalsskýrslu sína, aðstoð við framtalið. Er þeim til- mælum beint til Jreirra, sem ætla sér að fá framtals- aðstoð, að koma sem allra fyrst til skattstjóra eða um- boðsmanns hans. í hreppum, Jrar sem framteljendur eru að meiri- hluta atvinnurekendur, hefir framtalsfresturinn verið framlengdur til 28. febrúar n.k. Verður skattstofan í Strandgötu 1, opin, auk venju- legs skrifstofutíma kl. 4—7 og laugardaga kl. 1—4 e. h. til loka þessa mánaðar. Akureyri, 17. janúar 1966. HALLUR SÍGURBJÖRNSSON, skattstjóri. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar, SIGRÚNAR. Kristbjörg Halldórsdóttir, Magnús Brynjólfsson. Haraldur Hallsson frá Steinkirkju. K V E Ð J A Huldi stigu faimafeldur, féll svo yfir húm. Vermdi ei framar arineldur — autt og kalt varð rúm. En geislablik frá glöðu vori glæða nýjan byr. Lífsins veg með leik í spori löngum gekkstu fyr. Virtist blómgvast vel þinn hagur, vegferð þrautum firrt. En enginn dagur er svo fagur að eigi geti syrt. Óvænt þverra sumir sjóðir — samt ei bregðast jól. Rökkur hylur röðulglóðir — rís þó aftur sól. Er sem englar bjartir bendi, brosi til þín hlýtt. „ÖIlu er stýrt af Alvaldshendi — opnast lífssvið nýtt. Tendrist Ijós og treginn dvíni, trúin ríki ein. Ljómi yfir leiðum skíni, laufi skrýðist grein. Vertu sæll. — f vorsins heimi veitist fegri sýn. Lífsins til í Ijóssins geimi liggja sporin þín. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. — Höfðingleg gjöf (Framhald af blaðsíðu 2). rækt á íslandi hlýtur að byggja á í framtíðinni. Veltur því á öllu, að undirstaðan sé traust. Með slíkri gjöf og þessari er stefnt að því að vanda undir- stöðuna. Fyrir hönd Skógræktar ríkis- ins vil ég færa börnúm Gutt- orms Pálssonar hjartanlegal- þakkir fyrir þessa ágætu gjöf og þann góða hug, sem að baki liggur. * Reykjavík á þrettándanum 1966. Hákon Bjamason. Nýjar síldajbræðslur (Framhald af blaðsíðu 8.) Bræðurnir Aðalsteinn og Kristinn Jónssynir hafa ákveð- ið að byggja þi-jú þús. mála síldarbræðslu á Eskifirði, til við bótar þeirri, sem þar er fyrir á staðnum í eigu þeirra bræðra. Nýja bræðslan verður innan við kaupstaðinn, við hafnar- mannvirki, sem þar er verið að gera við fjarðarbotninn. Þá er afráðið að byggja þús- und mála síldarverksmiðju á Stöðvarfirði. Tvö hlutafélög hafa verið stofnuð til að reisa tvær síldar- verksmiðjur á Seyðisfirði. Hluta fé annars er 6 millj. kr. og áformar það að reisa þúsund mála verksmiðju yzt á Búðar- eyri. Hitt hlutafélagið hefur 20 millj. kr. hlutafé eða meira og ætlar að reisa sína bræðslu á Hánefsstaðaeyri, sem er yzt við Seyðisfjörð, að sunnan. V. S. □ RUN 59661197 — 1 .-. I. O. O. F. 14712181,4 MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar: 18 — 337 —* 208 — 207 — 14. B. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. — Sáímar nr. 500 —f 684 — 112 —669 — 681! Aðal- safnaðarfundur að lokinni messu og kosningar. Bílferð úr Glerárhverfi kl. 1.30 e. h. F. S. GUÐSÞJÓNUSTUR í Grundar- þingaprestakalli. MÍitikáþverá sunnudaginn 23.: jany kl. 1.3Q e. h. Almennur safnaðarfund- ur verður eftir mejsuna. SUNNUDAGASKÓLI Akureyr arkirkju er á sunnudaginn. —1 Yngri börnin í kapellunni ,og eldri börnin í kirkjuiini.. AÐ ALDEIl D. Fundur verður hald- inn fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8.30 é. h. í kapellunni. Fjölbreytt fundar störf. Veitingar. Eflum félags starfið. Stjómin. ZION. — Sunnudaginn 23. jan. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. OIl böm velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Möðruvallaklaustursprestakall: Frá og með s. 1. áramótum hefur presturinn á Möðru- völlum alla umsjá og um- hirðu kirkju og kirkjugarðs á staðnum með höndum. Við- komandi ber því eftirleiðis að snúa sér beint til prestsins um legstaði og annað það, er þessu heyrir. Ágúst Sigurðs- son. FfLADELFÍA Lundargötu 12. Opinberar samkomur hvern sunnudag kl. 8.30 s. d. Sunnu- dagaskóli hvem sunnudag kl. 1.30 e. h. Oll böi-n velkomin. Saumafundir fyrir telpur hvern miðvikudag kl. 6 s. d. All^r teljSur velkomúár.' Fíladelfía. I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur fimmtu- daginn 20. þ. m. kl. 8,30 e. h. að Bjargi. Fundarefni: Vígsla nýliða. Kosning og innsetning embættismanna. Eftir fund verða afgreiddir miðar á þorrablótið. Æ. T. I.O.G.T. S.K.T: Þorrablót verð- ur í Alþýðuhúsinu föstud. 21. jan. kl. 7.30 e. h. Þorramat ur,- skemmtiatriði, daná. Að- göngumiðar á - kr. 240.00 verða seldir í bláðavagrþnum og við innganginn. Skemmt-’ um okkur án áfen^is. á.K.Ti - VETRARVERTÍÐ (Framhald af blaðsíðu 8.) þeirri síld verið frýst og saltað. Afli togara hefur yfirleitt ver ið lélegur frá áramótum, en ,á- gætt verð hefur fengizt fyrir aflann á erlendum mörkuðum. Hér norðanlahds vofu iróðrar hafnir úr áramótum og á nokkr um stöðum hefur verið reitings afli þegar gefið hefur, t. d. var róið alla síðustú ýiikú í Ólafs- firði og afli var sæmilegur, og á Húsavík var betri afli upp úr áramótum eh oftast áður á sama árstíma. Fjöldi útléndinga mun stunda vinnu á verstöðv- um syðra í vetur. □ HJÚSKAPUR. Hinn 9. jan. sl. voru gefin saman í hjónaband í Möðruvallaklausturskirkju, af settum sóknarpresti, ung- frú Bertha Svala Bruvik og Jóhannes Þór Hermannsson kennari við Hjalteyrarskóla. Heimili þeirra er að Syðsta- Kambhóli í Amarneshreppi. Ágúst Sigurðsson. KENNSLA í íshockey fer fram á Krókeyri þessa viku kl. 5.30—7 e. h. Öllum heimil þátt taka. Kennsla í listhlaupi á skautum heldur áfram í kvöld á íþróttavellinum kl. 8 e. h. Æskulýðsráð. BRAGVERJAR. Fundur verð- ur haldinn fimmtudaginn 20. þ.m. kl. 8.30 s.d. í Fjólugötu 1 SLYSAVARNARKONUR Ak- ureyri. Gjörið svo vel og kom ið bazarmunum og kaffipen- ingum til eftirtaldra kvenna ekki síðar en fimmtudaginn 27. janúar n. k.: Jóna Frið- bjarnardóttir Aðalstræti 34, Valgerður Franklín Aðal- stræti 5, Guðlaug Steinsdótt- ir Ránargötu 25, Fríða Sæ- mundar Markaðinum, Krist- rún Finnsdóttir Ásvegi 14, Sigríður Árnadóttir Vana- byggð 5 og Sesselja Eldjárn Þingvallastræti 10. BRIDGEMÓT UMSE hefst í Árskógi sunnu- daginn 23. þ. m. kl. 2 e. h. — Þátttaka til- kynnist í síðasta lagi tveimur dögum áður, til Þórodds Jó- hannssonar eða Sveins Jóns- sonar. UMSE KVIKMYNDASÝNING verður í kirkjukapellunni miðviku- dag kl. 5 (fyrir sunnudaga- skólabörn úr 11.—21. bekk stúlknamegin). Sóknarprestar SKÓGRÆKTARFÉLAG Tjarn- argerðis heldur fund á Stefni fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8.30 e. h. Stjórnin. KVENFÉLAGIÐ Framtíðin þákkar gestum síiium á Hótel KEA sl. sunnudag 16. janúar mjög ánægjulega samveru og góðar óskir. Sömuleiðis þökk um við kærlega bifreiðastjór- um á BSO fyrir ókeypis akst- ur og harmonikuleikurunum Hauk og Kalla fyrir þeirra framlag. Síðast en ekki síst þökkum við fyrir lán á húsa- ' kynnum Hótel KEA og alla aðstoð fyrr og síðar. Stjórnin. SJÁLFSBJÖRG Félagsvist verður að Bjargi láugardaginn 22. janúar og hefst kl. 8V2 e. h. — Skemmti- atriði. — Félagar, takið með ykkur gesti. Nefndin. TIL Fjórðungssjúkrahússins. — Áheit frá Kristínu M. Sigurð- ardóttur kr. 500. Gjöf frá sjúklingi kr. 1000. Með þökk- um móttekið. G. K. Pétursson Gilsbakkasöfnunin: Söfnuninni er nú að mestu lokið, en upp gjör vantar þó enn frá öðrum blöðum en Degi, Morgunblað inu og Tímanum. Um leið og öllum þeim mörgu, sem hér hafa hjálpað og sýnt í verki hve mikils má sín samhugur og samhjálp, skal leiðrétt greinargerð um rausnarlegt framlag frá fólkinu á Ár- skógsströnd; það var frá fólki þar almennt, en ekki þeim tveim félögum, sem greint var. Hafi allir heila þökk. — Sóknarprestur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.