Dagur - 19.01.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 19.01.1966, Blaðsíða 1
Bagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) AGU XXIX. árg. — Akureyri, miðvikuJagiiin 19. jan. 1986 — 4. tbl. Daímr o - kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. I lausasölu kr. 5.00 FRÁ BÆJARSTJÚRN í SAMÞYKICTUM bæjarráðs írá 6. janúar sl. er m. a.: Húsavíkurbæ seídur þurrkari. Með bréfi dags. 7. desember sl. gerir Sigtryggur Stefánsson tæknifræðingur f. h. Húsavíkur bæjar tilboð í kaup á 3” þurrk- ara frá Krossanesverksmiðju með matara og gamalli hræri- vél sem er í eign vélasjóðs Ak- ureyrarbæjar, fyrir kr. 500.000.00. Bæjarráð ssmþykkir að selja Húsavíkurbæ oíangreind tæki fyrir kr. 570.000.00 og greiðist andvirðið þannig: a) Kr. 350.000.00 við afhend- ingu á næsta sumri. b) Kr. 220.000.00 1. júní 1967. Láníökuheimiíd. Með bréfi dags. 4. þ. m. skýr- ir stjórn Krossanesverksmiðj- unnar frá því, að hún hafi fyrir sitt leyti samþykkt að festa LEIKSTARFSEMI M.A. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýndi í gær sinn skólaleik, sem er þýddur gam- . anleikur og verður hans nánar getið, væntanlega í næsta blaði. Leikfélag Akureyrar æfir af kappi sænska sjónleikinn Swed- enhielms-fjölskylduna og verð- ur frumsýningin snemma í næsta mánuði. Báða leikina sviðsetur Ragn- hilaur Síeingrímsdóttir. Q kaup á tveimur síldarpressum fyrir verksmiðjuna og að láta endurbyggja pressuhús hennar, þar eð núverandi pressur væru orðnar úr sér gengnar, enda um 50 ára gamlar. Kostnaður við þessa framkvaémd er áætlaður um 5% millj. króna. Æskir verksmiðjustjórnin eft ir heimild bæjarstjórnar til þess arar framkvæmdar og ennfrem ur eftir heimild bæjarstjórnar til lántöku og bæjarábyrgðar fyrir láni eða lánum allt að 6 millj. króna til þessarar fram- kvæmdar og til að koma upp síldarviktunarbúnaði, sem verk smiðjunni hefur verið gert skylt að koma upp fyrir næsta vor. Bæjarráð leggur til að orðið verði við erindinu. Nýja dráttarbrautin. Frá fundi hafnarnefndar er þetta bókað: Bæjarstjóri skýrði frá því, að hann hefði í lok nóvembermán- aðar átt viðraéður við iðnaðar- málaráðherra varðandi fram- kvæmdir varðandi byggingu nýrrar dráttarbrautar á Akur- eyri og í framhaldi af þeim við- ræðum hafi hann skrifað hag- fræðideild Seðlabankans og Efnahagsstoínuninni og óskað eftir því að framkvæmd þessi verði tekin upp í íramkvæmda- áætlun 1966 og 1967 og gerðar yrðu nauðsynlegar ráðstafanir til útvegunar á nauðsynlegu (Framhald á blaðsíðu 2). Fyrirhugaðar eru nú frantkvæmdir við Menntaskólann á Akureyri, m. a. nýbygging, sem sennilega verður valinn staður við liið sextuga skólahús, sem reist var af síórhug á sinni tíð. Þessi mynd var tekin 19. des. í vetur á sextugsafmæli skólameistara. (Ljósm.: E. D.) Utveffsmenn mótmæla fiskverði Telja 330-350 þúsund króna tap á því að gera út báta á þorskveiðar í vetur STJÓRN Útvegsmannafélags Reykjavíkur hefur harðlega mótmælt afstöðu stjórnarvald- anna til útgerðarmanna, sem gera út minni báta. Hún telur, að verðákvörðun á bolfiski skapi ekki grundvöll til útgerð- Enn kemm* kveðja að suniian 30% leyfisgjald sett á jeppabifreiðar FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ til kynnti í fyrrakvöld innflytjend- um jeppabifreiða, að ákveðið hefði verið 30% leyfisgjald á þær. En fram að þessu hefur ÍSLENDINGAR NOTA MIKIÐ AF SEMENTI DR. JÓN E. VESTDAL hefur upplýst, að heildarsala Sements verksmiðjunnar hafi á sl. ári verið 118.910 tonn. Afkastageta verksmiðjunnar er hins vegar 115.000 tonn og var salan því meiri en ársframleiðslan. Sementsnotkun á hvern íbúa varð, samkvæmt þessu 625 kg., sem er þriðja mesta notkun slíks efnis í Evrópu. Sements- notkun er meiri í Sviss, 724 kg. og í Luxemburg er 646 kg. á íbúa. Af því sementsmagni, sem verksmiðjan seldi á sl. ári voru 12 þús. tonn í Keflavíkurveginn nýja. Q slíkt gjald ekki náð til þeirra bifreiðategunda, enda jeppar taldir með landbúnaðartækjum, þótt fjölmargir aðrir en bændur hafi keypt þá og notað, bæði til fólksflutninga og annars. Hækkun þsssi gengur strax í gildi, nema fyrir þá, sem þegar hafa fengið- pöntun sína stað- festa. Þess má geía, að leyfisgjöld íólksbíla er 125% og til leigubíl stjóra 30%. Með hinni nýju tilskipun nær 30% leyfisgjaldið jafnt til bænda og annarra. Jeppabif- reiðir, sem hér eftir verða flutt ar inn, hækka samkvæmt fram- anskráðu um 22—50 þúsund krónur, að því er talið er. Fer það efiir tegundum og hvernig útbúnir þeir eru, Búast má við- að vegna þess- arar verðhækkunar muni draga úr innfluiningi jeppa, sem þó henta vel islenzkum staðhátt- um. Fyrir bændur er þetta þó tilfinnanlegast. Q ar, samanber ályktun félagsins um þetta efni. En þar ségir svo meðal annars: „Samkvæmt þeirri áætlun, sem lögð var fram sem, grund- völlur fyrir línu og netaveiði á vertíðinni 1966 og ekki hefur verið hrakin, sýndi að bátinn vantaði við óbreyttar aðstæður kr. 548.000.00 til að ná rekstrar- jöfnuði. Við þær breytingar á verði, sem yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið, lækkar þessi tala um ca. 200—220 þús., vantar því kr. 330-—350 þús. fyrir bátinn, til að rekstrargrundvelli verði náð. Þeirri verðhækkun, sem yfir- nefnd verðlagsráðs sjávanitvegs ins ákvað, var þó aðeins náð með því að færa frá annarri grein sjávarútvegsins, síldveið- unum, yfir til bolfisksveiðanna. Er því sýnilegt, að enginn grund völlur er enn íyrir bolfiskveið- unum. Til þess að forðast, að hinir Utaiibæjarmaður slegimi niður Liggur höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi ADFARARNÓTT síðasta laug- ardags bar það við í miðbæn- um, hér á Akureyri, að utan- bæjarmaður leníi í illindum og' var sleginn niður. Sjónarvottar gerðu lögreglunni aðvart og kom hún fljótlega á staðinn, tók hinn slasaða mann og flutti hann á varðstofuna. Þar fór lækriisskoðun fram. Maður þessi fór síðan heim til sín. á- samt ferðafélögum sínum. Bráðlega var hann þó aftur á leið til Altureyrar og nú á sjúkrahúsið. Við rannsókn þar kom í ljós, að hann er höfuð- kúpubrotinn. Lögreglan hóf þegar rann- sókn i máli þessu, fangelsaði m. a. mann þann, sem grunað- ur var um verknaðinn, og yfir- heyrði hann. Hins vegar hefur hinri slasaoi maður enn ekki verið yfirheyrður og málsrann- sókn af þelrri ástæðu o. fl. alvarlegustu hlutir geti gerzt, sem skaða mundu ekki aðeins útgerðina, heldur allt þjóðfélag- ið, skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn og sérstaklega hina stjórnskipuðu nefnd að fara eftir tillögum útvegsmanna með að létta af þeim hluta fiski- flotans sem bolfiskveiði stunda, einhverjum af þeim álögum, sem á honum hvíla nú. Telur fundurinn, að þar eð Alþingi og ríkisstjórn hefur ekki íekizt að halda dýrtíðinni það niðri, að aðal gjaldeyrisöfl- unin gæti staðið undir sínum rekstri, beri þeim að fara þær leiðir, sem tiltækastar þykja til að tryggja örugga afkomu þessa lífakkeris þjóðarinnar". Q Bændaklúbbsfuiidur FYRSTI FUNDURINN á þessu . ári verður að Ilótel KEA mánu- daginn 21. þ. m. á vcnjulegum tíma kl. 9 að kveldi. Umræðuefni verður: Gróður- vernd, skógrækt og skjólbelti. Framsögu hefur Hákon Bjarr.a- son skógræktarstjóri. Ef til vill mætir Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður einnig á fundin- um og svarar þá fyrirspurnum varðandi ræktim skjólbelta. Myndasýning verður í sambandi við framsöguermdi. Q Fjárhagsáætlim bæjar- ins afgreidd í gær FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar- ins var til síðari umræðu í gær og ekki lokið er blaðinu var lokið. Nánar síðar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.