Dagur - 02.03.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 02.03.1966, Blaðsíða 8
8 Fólki fjölgar mjög ört í Egils- Bílaflutningaskip M.S. „RiEYKJAFOSS“ kom hinn 19. þ. m. til Reykjavíkur frá New York og flutti í lestum 63 nýja bíla af ýmsum gerðum, flesta af Ford Bronco gerð. Af þessum farmi verða 42 bil ar teknir í land hér í Reykjavík, en 21 bíll auk tæplega 200 tonna af öðrum vörum verða fluttar áíram með skipinu til Akureyr- Marga góða spýfu hefur rekið Guimarsstöðum Þórshöfn 28. febr. Á Langanesströnd er orð- ið nær olíulaust á sumum bæj- um. En þangað hefur ekki verið bíifært í 7 vikur frá Þórshöfn. Og enginn vegarkafli er fær eins og er. Bóndinn í Sætúni ekur mjólk á hestasleða til Þórs hafnar. En að öðru leyti sækja þorpsbúar mjólk hver fyrir sig á næstu bæi. Stórfenni er óvenjulega mik- ið og haglaust með öllu. Fisk- afli var hér góður þegar síðast var farið á sjó. En sjómenn hafa nú meiri áhuga á grásleppu en þorski. Tvö grásleppuúthöld eru hingað komin að sunnan og eru á Eiði og í Heiðarhöfn. Það eru allir vitlausir í grásleppuna. Það hefur mikið rekið á ELDUR í GEYMSLU- staðakauptúni ar, sem er ein fjögurra aðal- hafna, sem skip Eimskipafélags ins sigla til frá útlöndum sam- kvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun. Eins og sézt á meðfylgjandi mynd fer vel um bílana í lest- um „REYKJAFOSS". (Frétt frá Eimskipafélaginu 23. febrúar 1966.) Langanesi-og hér út með firð- inum. Sjókuldi virðist ekki mikill um þessar mundir. Ó. H. Egilsstöðum 28. febr. Enn hefur bætt á snjóinn síðustu viku og er snjór orðinn mikill. En menn eru viðkvæmir fyrir snjó vegna snjóléttra vetra undanfarið. All ir vegir eru ófærir og engin undantekning þar frá. En flug- völlurinn hefur löngum verið opinn. í gær þurfti að flytja far þega af flugvellinum hér inn í kauptúnið á jarðýtu og er það nýlunda. Flestar jarðýtur eru í lamasessi vegna fyrri átaka við snjóinn. Eitt þúsund heyhestar bíða flutnings á Reyðarfirði og á hey þetta að fara hingað upp á Hérað. Margvíslegir örðugleikar hafa skapazt af þessu veðux-fari og verða þó meiri ef vegir opnast ekki. Mjólkurflutningar ganga mjög illa. Hjá bændum sneyðist nú um ýmsar vörur, sem flytja þarf úr kaupstað. Má segja, að allir þungaflutningar hafi legið niðri um nokkurn tíma. Á sumum stöðum er að verða olíulaust og verður fólk þá að hafa hitann hvort af öðru, eins og siður var í gamla daga, enda fæddust hjónum þá oft barn á hverju ári. Hér í Egilsstaðakauptúni fjölg aði sl. ár um 70—80 menn því margir fluttu hingað, auk nýrra borgara, sem heimafólki fædd- ust. Er sú fólksfjölgun nálægt 17% enda íbúar farnir að nálg- ast 500. (íbúum á Akureyri og í Egilsstaðakauptúni hefur fjölg að álíka mikið á síðasta ári 70— 80 manns). Sjáanlega verður fjölgun nokkur á yfirstandandi ári, því fólk hefur ákveðið að flytja hingað og í undirbúningi er bygging a. m. k. 10 nýrra íbúðarhúsa. En á sl. ári voru 20—30 hús í smíðum hér í kaup túninu, þar af 5 á vegum bygg- ingafélags verkamanna. Héðan hafa verið sendir menn á fund stjórnarvalda og stofn- ana, í sambandi við lánaútveg- un til nauðsynlegra fram- kvæmda. En ekki hefur orðið árangur af suðurgöngum, en að eins kostnaður. Viðreisnar- kussa virðist steingeld, nema kannski fyrir einhverja út- valda. V. S. SMÁTT OG STÓRT HVERS VEGNA ÓÁNÆGÐUR íslendingur segir í síðasta blaði frá frumvarpi að fjárhags áætlun Húsavíkur. Við þá frétt bætir hann óánægju sinni yfir framgangi mála austur þar, segir Húsvíkinga brytja niður framkvæmdaféð og gefur í skyn, að framkvæmdir séu litl- ar. Ef það er í huga haft, sem alþjóð er kunnugt, að Húsavík er einn mesti athafna- og fram- kvæmdabær landsins, getur nöldur íhaldsins naumast stafað af öðru en því, að því hefur ekki verið trúað fyrir nema einu sæti í 9 manna bæjar- stjóm! Enda full ástæða til van- trausts borgaranna á forystu íhaldsins. SKÍÐAVIKA Akureyri býður nú betri skil yrði til skíðaiðkana og skíða- keppni en aðrir hérlendir stað- ir, svo er Hiíðarfjalli og Skíða- hótelinu fyrir að þakka. Þess vegna ætti Akureyri að verða miðstöð skíðaíþróttarinnar á ís landi, og svo mun mörgum finn ast. Einhverjum fyndist þó ef- laust, að með því væri burst úr sínu nefi dregin, svo sem fsfirð- ingum og Siglfirðingum, og má það til sanns vegar færa. En ef ekki, gætu Akureyringar samt haldið sína skíðaviku, með þátt töku beztu skíðamanna lands- ins og með þátttöku skíða- manna frá hinum Norðurlönd- unum og e. t. v. fleiri. Akureyri hefur bæði getu og aðstöðu til að gera slíka viku að mesta við- burði ársins í skíðaíþróttinni liér á landi, ef vilji er fyrir Iiendi. BELTAVÉLAR OG SLEÐAR Komið mun hafa til tals, að vegagerðin og bændur í einu snjóþyngsta „plássi“ í liérað- inu gerðu í sameiningu tilraun með nýja gerð flutningasleða, er hentaði beltadráttarvélum. Vegagerðin vildi Ieysa kostnað- arhlið málsins að verulegu leyti, en leysa sig með því und- an snjómokstursskyldunni. Um- ræður um þetta í fyrravetur sýndu áhuga beggja aðila. En málið gleymdist þegar snjórinn hvarf. Væri ekki ástæða til að vekja það upp að nýju? ÐRENGIR HÆTT KOMNIR Á ÍSJAKA SÍÐDEGIS í fyrradag barst lög- reglunni á Akureyri beiðni um það frá Elliheimilinu Skjaldar- vík, að liðsinna tveim drengj- um, er þar væru skammt undan landi á litlum ísjaka, er bærist burt. Lögreglan fékk þegar í stað þá Karl Kristjánsson og Indriða Hannesson, er voru að koma af sjó, til að skjótast á trillunni út hjá Skjaldarvík. Fundu þeir drengina, tvo átta ára snáða og fóru með þá til lands. Þeir voru þarna úr nágrenni. ísjaki þeirra var mjög lítill og mega þeir hrósa happi, að ekki fór verr. SKEMMU EFTIR hádegi í gær varð eldur laus í geymsluskemmu austan við Byggingarvörudeild KEA, þar sem verið er að koma fyrir itimburþurrkara. Eldur varð ekki mikill, en skemmdir ein- hverjar, einkum á einangrun. Grásleppuhrognin fjórfölduð í verði með niðurlagningu í glös GRÁSLEPPUÆVINTYRIÐ frá í fyrra er enn í fersku minni, enda liggur það ekki í láginni þegar menn afla fyr ir tugi þúsunda króna á skömmum tíma, án mjög mikils stofnkostnaðar og grá sleppan veiðist upp við land- steina. Nú munu margfalt fleiri ætla að leggja grá- sleppunet en í fyrra og freista þess að safna hinum verðmiklu hrognum og salta í tunnur. En það hefur fallið útlendum í skaut en ekki ís- lendingum, að leggja grá- sleppuhrognin í góðar um- búðir og hirða af því góðan arð. Tilraunahús SÍS í Hafn- arfJrði hefur þó lagt ofurlitið niður af hrognum, og sagði Einar M. Jóhannsson for- stjóri frá því á sunnudaginn, að með niðurlagningu í glös væri verðmæti hrognanna fjórfaldað og þrefaldað með niðurlagningu í kílósdósir. I nýtingu þessarar vöru er far in sú troðna slóð, þegar nið- urlagning SÍS er frá skilin, að afla hráefna og selja þau óunnin úr landi. Of lengi hef ur sú slóð vei'ið troðin og möguleikarnir þó eflaust margfaldir í aukinni nýtingu, en afli e. t. v. kominn í há- mark, a. m. k. vissra fiskteg- unda. Þessari fullyrðingu til stuðnings má minna á þau ummæli fiskimálastjóra, að aflaverðmætið mætti tvö- falda til útflutnings, með meiri hagnýtingu, og var þar þó ekki djúpt í árinni tekið. En svo aftur sé að hinni kviðmiklu og skrápþykku ævintýraprinsessu, gráslepp- unni, vikið, er það bæði skömm og svívirðing, að nýta ekki nema hrogn henn- ar, þótt fiskur hennar, sig- inn og saltaður, sé herra- mannsmatur. En hvað sem því líður vona flestir, að gjafarinn verði örlátur á grásleppuna í vor og hinir mörgu unn- endur þessa „almennings- kavíars“ frá íslandi eigi þess kost að bæta með honum bragð í munni, hvort sem neytendurnir eru franskir eða spánskir. Á síðasta ári mun hafa ver ið fluttar út rúmlega 8 þús. tunnur af grásleppuhrogn- um. Sjómenn fengu á sjötta þús. krónur fyrir tunnuna. Utflutningsverðmætið hefur eflaust numið nálega 45 millj. krónum. Enn er hinn íslenzki skel- fiskur, bæði kúfiskur og kræklingur, að engu met- inn sem nytjafiskur, naum- ast lengur til beitu. Mikið magn er þó talið af þessum fiski og ýmis konar skelfisk- ur er víða mjög eftirsóttur til matar, þótt h’tt hafi hann verið á borð borinn hér á landi. Lifnaðarhættir hrognkels- anna hafa minna verið rann- sakaðir en ýmissa annarra nytjafiska. En dr. Bjarni Sæmundsson segir þau lifa á hafi úti, og hafi veiðzt í botn vörpu á allt að 200 m dýpi. En upp að landinu koma þau til að hrygna, og hér á landi hafa þau verið veidd til mat- ar um aldir. Þótt hrogn- kelsin séu talin hafa ein- (Framhald á blaðsíðu 5).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.