Dagur - 19.03.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 19.03.1966, Blaðsíða 1
Dagur kemur út tvisvar í viku ðg kcstar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5;00 1.-------------------- BJARTSÝNIR MENN A DALVÍK Dalvík 18. marz. Nú er hláka, vegurinn til Akureyrar öllum bílum fær og þrjár ýtur ryðja snjó af vegura í Svarfaðardal. Grásleppan er komin á miðin og fengust 150 stk. í einni lögn í gær. Sú vertíð byrjar hálfum mánuði fyrr en venja er. Björg- vin kom með 65 tonn af fiski eftir 4 daga en Bjarmi II. er far- inn til Noregs til lengingar. Hinn 7. þ. m. hélt æskulýðs- ráð og miðskólinn grímuball fyr ir 12—18 ára unglinga og tókst það vel. Ingimar Eydal, sem hér kennir í vetur við Tónlistarskól ann og barna- og unglingaskól- ann lék hér með hljómsveit sinni á grímuballinu og þótti það skemmtilegt. Árshátíð verð- ur haldin í barna- og unglinga- skólanum um helgina. Verður til hennar vandað. Ágóðinn rennur í ferðasjóð. J. H. BÆRINN SÝNIR MÁLVERK SÍN MENNINGARSJÓÐUR Akur- eyrarkaupstaðar keypti á sl. ári nokkur málverk, sem nú eru sýnd í einum verzlunar- Kolkrabbi á ferðinni FYRIR nokkrum dögum rak ofurlítið af vænum kolkrabba á fjörur Akureyrar. Muna sjó- menn þeir, sem blaðið hefur um þetta spurt, ekki eftir því, að slikt hafi áður gerzt á þessum árstíma. f þorski þeim, sem nú er genginn hér inn, hefur einnig fundizt kolkrabbi. Undanfarið hefur aflazt allvel víða í Eyja- firði, bæði á færi og línu. □ glugga KEA. Ekki hefur stjórn sjóðs þessa, sem stofnaður var á 100 ára afmæli kaupstaðar- ins, séð ástæðu til að senda blöð unum þessar fréttir, en eftirfar andi er skráð við málverkin: „Málverkin eru eftir eftir- talda menn: Jóhannes S. Kjar- val, Öxarárfoss 1930. Höskuld Björnsson, Svanir 1938, Kára Eiríksson, Málverk 1965. Eyjólf J. Eyfells, Vatnsdalshólar. Þetta eru fyrstu málverkakaup Menningarsjóðs Akureyrarbæj- ar, keypt 1965 og birt hér bæj- arbúum til sýnis og yndisauka". En hver verður nú staður þeirra listaverka, sem bærinn á nú og eignast í framtíðinni? Vara við erlendum áhrifum FUNDUR var haldinn í Full- trúaráði verkalýðsfélaganna á Akureyri hinn 8. þ. m. Var þar m. a. rætt um hina fyrirhuguðu aluminverksmiðju, og var eftir- farandi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Fundur haldinn í Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna á Akur eyri 8. marz 1966 lýsir yfir stuðningi sínum við ályktun miðstjórnar A.S.Í. varðandi fyr- irhugaða samninga um alumin- vinnslu við Straumsvík. Fundurinn vill alvarlega vara allan almenning við þeim fyrir- ætlunum stjórnarvaldanna að leyfa erlendum auðfélögum að ná tangarhaldi á atvinnurekstri og atvinnulífi í landinu." Þá var og samþykkt með þorra atkvæða svofelld tillaga: „Fundur í Fulltrúaráði verka lýðsfélaganna á Akureyri hald- inn 8. marz 1966 mótmælir harð lega framkomnu frumvarpi á Alþingi um bruggun og sölu á (Framhald á blaðsíðu 2.) FRÁ BRIDGEKLÖBB TVÍMENNINGSKEPPNI sú í bridge, sem lauk fyrir skömmu á vegum F.U.F., tókst mjög vel. Efnt verður nú til hraðkeppni (sveitakeppni) n. k. fimmtudag Meðan snjóar og frost herja á norðurhjara, bakar fólk sig í sumarsól á öðrum breiddargráðum. Innflutningur íbúðarhúsa frá Svíþjðð Líklegt að hann geti lækkað byggingarkostnað UM SÍÐUSTU HELGI gerði Sæmundur Óskarsson heildsali í Reykjavík fréttamönnum grein fyrir því, að fyrirtæki hans hefði fengið einkaumboð á Is- landi fyrir innflutningi sænskra húsa. Hann sagði m. a.: „HSB, sem er langstærsta hús byggingafélag á Norðurlöndum, er raunverulega fjöldasamtök húsbyggjenda og leigjenda í Sví þjóð. Það er rekið á samvinnu- félagsgrundvelli og allt hús- næði, sem byggt er á þess veg- um, er selt á kostnaðarverði, þannig að ekki er gert ráð fyrir hagnaði til félagsins. Hefur HSB á þennan hátt tekizt að lækka byggingakostnað. FÖF á Hótel KEA. Mun það verða þriggja kvölda keppni. Þátt- tökutilkynningar þurfa að ber- ast Karli Steingrímssyni fyrir miðvikudagskvöld. □ Sú deild HSB, sem annast framleiðslu tilbúinna húsa, nefn ist BORO-hús, sem er skamm- stöfun dregin af kjororðinu „Bo i ro i eget bo“. Hefur þessi deild nú starfað í meir en 40 ár og byggt eða lagt til efni í meira en 50.000 einbýlishús. í dag býr í húsum þessum mannfjöldi sem svarar til % hluta allra íslend- inga. BORO-hús framleiðir margar tegundir tilbúinna húsa svo sem einbýlishús, raðhús, keðjuhús, sumarbústaði, bamaheimili, skóla, o. s. frv. Nýlega hefur fyrirtækið S. Óskarsson & Co. h.f. Garða- stræti 8, fengið einkaumboð fyr ir HSB:s Industrier A/B BORO HUS á íslandi. Þar sem gera má ráð fyrir, að áhugi manna hér beinist einkum að innflutn- ingi tilbúinna einbýlishúsa, hef- ir fyrirtækið lagt áherzlu á að fá ýtarlegar upplýsingar um fyrirkomulag, verð og gæði slíkra húsa. Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, má gera róð fyrir, að hægt sé að koma hér upp vönduðum ein- býlishúsum fyrir mun lægra verð en hér hefur áður þekkzt og jafnvel lægra verð en sam- svarandi íbúðir kosta nú í blokk um. Er þá miðað við það, að toll ur lækki verulega eins og ríkis- stjómin hefur lofað. Um margar tegundir einbýlis húsa ér að velja frá BOROHUS og eru þau flest af stærðinni 90—125 ferm. ýmist með eða án (Framhald á blaðsíðu 2.) ENSKUR SJÓMAÐUR HANDTEKINN FYRR í vikunni varð háseti af enskum togara uppvís að þjófn- aði á Akureyri. Hafði hann kom izt inn í nokkur nemendaher- bergi MA og stolið 800 krónum. Lögreglan handtók hann og þjófnaðurinn var bættur. Mað- urinn var sendur suður og síð- an út, því hann átti ekki aftur- kvæmt á skip sitt. □ SÆLUVIKA 0G SJÓKINDUR Á REYÐARFIRÐI Reyðarfirði 18. marz. Laust fyrir hádegi á þriðjudaginn sáust torkennilegar skepnur koma upp úr sjónum skammt undan bænum Flateyri, sem er um 7 km. utan við Reyðar- fjarðarkauptún. Við þetta varð vart, er böm voru að leik nið- ur við sjó og sáu þau þá skepn ur þessar um 15 faðma frá landi. En er þau gerðu heima- fólki aðvart var þeim naum- ast trúað. Þó var farið að að- gæta þetta betur. Er bóndinn gekk niður að sjónum gaf á að líta skepnu allstóra nálægt landi, og skaut bóndi á hana með kúluriffli og hæfði í öðru skoti. Skepnan lét sig þá síga rólega í kaf og kom upp eftir nálega 6 mínútur. Hitt dýrið var fjær og margfalt stærra. Lýsing bóndans á sjókind- um þessum er á þessa leið: Lögun ferköntuð, séð að fram- an, 50 cm. í þvermál en 70 cm. upp úr sjó, með tvö stór eyru sitt hvoru megin. Eyrun virt- ust gulbrún innan og náði sá litur nokkuð niður af þeim. Ekki sást munnur eða augu, hveljan var dökk efst en Ijós- ari neðar. Stærri skepnan var öll Ijós- ari, en hún sást ekki eins greinilega. Bóndinn sá aðeins beint framan á þessar skepn- ur, en börnin sögðust hafa séð þær fró hlið og væri löng og mjó trjóna fram úr því. Dýrin voru þarna 2—2I4 klukkustund. V. G. HUNAVAKA SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst á sunnudaginn og verður þar um fjölbreyttar skemmtanir að ræða, eins og jafnan áður. Sýnd verða tvö Ieikrit, þrír karlakór- ar syngja, sýndar verða kvik- myndir og dansleikir verða 5 kvöld Sæluvikunnar. Sæluvikan er haldin á Sauð- árkróki. HÚNAVAKAN hefst svo ann an páskadag og verður haldin í hinu mikla félagsheimili á Blönduósi. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.