Dagur - 19.03.1966, Page 8

Dagur - 19.03.1966, Page 8
8 i vörp um allt þetta fyrir þinginu núna. Maður nokkur setti þá framtíðarsýn, sem við blasir, fram í eftirfarandi vísu: Gæfusólin glaðast skín á götu landsins barna ef þau hafa alúmín öl og mink og — Bjarna FIMM ÞÚSUND VII.LJ- MINKAR Árin 1963 og 1964 voru drepnir rúmlega 5000 villiminkar hér á landi. Víða hefur verið vel fram gengið á þessu sviði, en á öðrum stöðum slælega. Barátt- an við minkinn kostar árlega stórfé og er öll sagan í sam- bandi við innflutning þessa dýrs og mistök fsléndinga á mistök ofan, hin raunalegusta og jafnvel háðuleg. Nú er inn- flutningur minka og eldi þeirra á dagskrá í söluin Alþingis. □ ERU RÖKIN ÞROTIN? Ritstjóri íslendings tekur enn til máls í aluminíumumræðun- um í síðasta blaði sinu. Á það að vera svar til Dags. En nú bregður svo við, að rökin virð- ast þrotin en í þeirra stað kom- inn skætingur um ritstjóra Dags. Má um það segja, að hver heldur á málum eins og hann er maður til. MISSTU AF FRÉTTINNI Alþýðumaðurinn er sár yfir því, að Dagur skyldi segja frá ákvörðun ÍSÍ um að gera Akur eyri að landsmiðstöð vetrar- íþrótta, of snemma! Þetta var opinberlega tilkynnt á föstudag hér á Akureyri, en Dagur flutti fregnina í laugardagsblaðinu — með upplýsingum og fullu sam- þykki ábyrgra manna í þessu máli. Hefði því verið vanræksla í fréttaþjónustu, að birta ekki fréttina, enda var hún þá þegar og miklu fyrr á margra vörum. Dagur getur hins vegar enga ábyrgð á því borið þótt Alþýðu maðurinn o. fl. bæjarblöð misstu af fréttinni og birtu hana fyrst viku síðar. SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGARNAR ERU 22. MAf OG 26. JÚNÍ NÆSTK. f VOR fara fram sveitarstjórn- arkosningar og eru kjördagar ákveðnir með lögum. 22. maí („síðasta sunnudag í maímán- uði, sem ekki ber upp á hvíta- sunnudag“) verður kosið í öll- um kaupstöðum og kauptúnum sem eru sérstök sveitarfélög þar sem % íbúanna eru búsettir í kauptúni. Skulu kosningar á þessum stöðum vera hlut- bundnar. 26. júní („síðasta sunnudag í júní“) verður svo kosið í öllum öðrum sveitarfélögum en þeim sem að framan voru talin og skulu kosningar þar óhlufbundn ar nema annars sé óskað sér- staklega. □ NIÐURLAGNING ÞAR OG HÉR Þær fréttir berast samtímis, að Norðurstjaman, hin nýja og full komna síldamiðurlagningar- verksmiðja syðra sé lokuð vegna hráefnaskorts og fjár- hagserfiðleika, en hér á Akur- eyri auglýsir Niðursuðuverk- smiðja Kr. Jónssonar & Co á Akureyri eftir fólki til starfa hjá sér. ins, flytja erindi um mál fatl- aðra og kynna starfsemi Sjálfs- bjargar. Væri mjög æskilegt, að bæði Sjálfsbjargarfélagar og allir þeir, sem láta sig málefni fatlaðra einhverju skipta, hlýddu á þetta erindi. Samkvæmt lögum Sjálfsbjarg (Framhald á blaðsíðu 4.) Leikendur og starfsfólk á Laugaborg. (Ljósmyndirnar tók N. H.) ALLT ER ÞÁ ÞRENNT ER DUGLEGIR AD SMYGLA SÍÐLA sunnudags hófst toll- leit í b.v. Marz frá Reykja- vík og fundu tollþjónar mik- ið magn af áfengi og vindling um eða 1308 flöskur og 40 þúsund vindlinga. Er þetta einn af stærri smyglfundum í togurum. Ailt var þetta falið á ein- um og sama stað í togaran- um, en það var í tómarúmi undir bræðslugólfi. Hafði verið steypt yfir niðurgang- inn niður í tómarúmið, þá höfðu strámottur verið lagð- ar yfir og loks makað grút yfir allt saman til þess að dylja felustaðinn betur og gera hann fráhrindandi fyr- ir fínt klædda embættis- menn. Þegar niður í tómarúmið kom, þá voru þar heilu hlað- arnir af áfengiskössum og vindlingapökkum, — reynd- ist vera mest af vodka eða 1104 flöskur, þá 144 flöskur af þýzku gini og 60 flöskur af genever. Vindlingarnir reyndust 40 þúsund talsins. Tollgæzlan hefur lagt hald allan varninginn. Q EINAR 80 MILLJÓNIR Ríkisstjórnin tilkynnir, að hún þurfi að styrkja veiðiflotann með „litlum“ 80 milljónum í formi uppbóta. Þessari upphæð hyggst stjórnin ná með því að minnka niðurgreiðslur vissra vara, og kemur því hækkun þessi inn í verðlagið innan skamnis. Með þessu er nýrri verðhækkunarskriðu hleypt af stað. TARSIS KEMUR Rússneski rithöfundurinn Val- ery Tarsis, sem sviptur var borg aralegum réttindum í heima- landi sínu en sat áður lengi í fangelsi þar (geðveikrahæli), mun koma hingað til lands inn- an skamms. Hafa ritstjórar Tím ans og Morgunblaðsins gengizt fyrir komu hans ásamt Stúdenta félagi Reykjavíkur og Almenna bókafélaginu. Tarsis hefur gagn rýnt rússnesk stjómarvöld harð lega. NÝTT LEIKHÚS Á næsta ári verður Leikfélag Akureyrar 50 ára. Það heldur uppi einum þætti menningar- innar í höfuðstað Norðurlands. Leikhús bæjarins er hins vegar enn eldra, byggt af stórhug bindindismanna og fleiri áhuga manna á sinni tíð. Það færi vel á því, að minnast á verðug- an hátt hálfrar aldar afmælis LA, annað hvort með því að fyrsta skóflustunga nýs leik- húss væri tekin þann dag, eða aðstaða hefði þá verið bætt — með gagngerðum endurbótum á gamla leikhúsinu. FRAMTÍÐARSÝN f blöðum og á þingi hefur und- anfarið verið mjög rætt um al- úmínbræðslu, sterkt öl og minkaeldi, enda liggja frum- Helga Garðarsdóttir og Ólafur Axelsson í hlutverkum sínum. — Alþjóðadagur fatlaðra á morgun ÞAÐ, er ekki ýkjalangt síðan fatlað fólk tók að bindast samtökum til.að vinna að framgangi sinna sérmála. Aðeins átta ár eru liðin frá stofnun fyrstu Sjálfsbjargar-félaganna hér á landi og sjö ár frá stofnun landssambands þeirra. Síðan hefur mörgu hagsmuna- máli fatlaðra þokað áleiðis. og margt er í undirbúningi, sem til þess er ætlað að veita þessu fólki bætta aðstöðu í framtíðinni, einkum því, sem mjög hefur skerta starfsgetu og á því óhægt með að starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Eldri eru hliðstæð félög hjá frændþjóðum okkar á Norður- löndum og í ýmsum fleiri lönd- um Evrópu. Sjálfsbjörg gerðist fyrir nokkru aðili að Norður- landasambandi þessarra félaga — Vanföra Nordiska Invalidor- ganisation — og hefur þegar haft margvíslegt gagn af því samstarfi, sem þar hefur tekizt. Foryztumenn Sjálfsbjargar hafa ferðazt til þessarra landa og kynnt sér starfsemina þar og séð með eigin augum fyrirmynd ir margs þess, sem hér væri hægt að gera og ætlunin er að framkvæma eftir því sem sam- tökunum vex fiskur um hrygg. Þá gerðist Sjálfsbjörg á síð- asta ári aðili að alþjóðasam- bandi fatlaðra — FIMITIC — en aðalbækistöðvar þess eru í Rómaborg. Var þá einnig í fyrsta skipti minnzt hér á landi alþjóðadags fatlaðra, og verður það gert öðru sinni nú í ár. Al- þjóðadagurinn er hinn 20. marz. Munu þá hin einstöku félög minnast hans með almennum fundum, skemmtifundum eða kynningarstarfsemi. Þá fær landssambandið aðild að dag- skrá útvarpsins næstkomandi fimmtudagskvöld í tilefni af al- þjóðadeginum, en þar mun Ólöf Rikarðsdóttir, ritari sambands- LEIKFÉLAGIÐ IÐUNN í Hrafnagilshreppi frumsýndi gamanleik í þrem þáítum í Laugaborg sl. fimmtudag. Leik- ritið samdi Amold Ridley en þýðingu gerði Emil Thor- oddsen. , Leikstjórn annaðist Ágúst Kvaran. Leikendur eru tíu. Það er orðinn fastur siður víða í sveitum, þar sem góð húsakynni eru fyrir hendi, að setja árlega á svið einn eða jafn vel fleiri sjónleiki, og jafnan með aðstoð æfðra leikhús- manna. Undir handleiðslu góðra leikstjóra er þetta góður skóli fyrir leikfólkið, og gildir slíkt að sjálfsögðu jafnt um sveit og bæ. Leikstarfsemi í hinum ýmsu byggðum, sem mjög hefur auk- izt hin síðustu ár, er gleðilegur vottur um hina björtu hlið fé- lagsheimilanna, og einn þáttur þess menningarstarfs, sem þeim var ætlað í upphafi. Sjónleikurinn, Allt er þá þrennt er, fjallar um glæpi og ástir, er gamansamur á pörtum, en veldur manni litlum heila- (Framhald á blaðsíðu 2.) ■— ' :------------- Stjórnmálafundin- um frestað STJÓRNMÁ L A FUNDI Framsóknarfélaganna er frestað unr sixm vegna veik- indaforfalla hjá öðrum fram- sögumanni. — Verður aug- lýstur aftur síðar. - .................. .....- TANKBÍLAR FLYTJA MJÓLKINA í VOR verða gerðar tilraunir með það í Ámes- og Rangár- vallasýslu, að flytja mjólk í tankbiTum frá 100 bændabýlum til mjólkurstöðvar. Mjólkurker verða sett upp á bæjunum, búin kælitækjum, sem halda mjólkinni við tveggja gráðu hita. Þarf því ekki að tæma kerin nema ann- an eða þriðja hvern dag. Mjólk- urbú Flóamanna stendur fyrir smíði keranna, sem verða mis- stór, upp í 600 lítra. Tankbílar verða svo notaðir við flutning mjólkurinnar til vinnslustaðar. Þessi mál hafa um skeið verið í athugun í Eyjafirði, en þurfa mikinn undirbúning. □ SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.