Dagur - 30.03.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 30.03.1966, Blaðsíða 8
s .■V\4.' ■f Þessar rúllur, sem eru undan ýmiskonar rafleiðslum, eru hér að nokkru undir snjó. (Ljm.: B. S.) Z W <& (íx$x$x$xíxíxíx$x$x$x5xí>^xíxí»<$x3xíx$>^x$x$x$^xS>^xíx^x$>^>^x$xí>^xíx^x$x$^^x$xíx$^x5x$^^>^>^$x$xí^x$^x$>^x®xSxíx® Erfiðar samgöngur - Goft heilsufar á Laugum SMÁTT OG STÓRT Laugum 16. marz. Þessi vetur hlýtur að teljast einn hinn harð asti hér um slóðir síðustu 15—20 ár. Valda því bæði frosthörkur og langvinn snjóalög. Samgöngu erfiðleikar hafa miklir verið, t. d. hefur ekki verið flutt mjólk úr Mývatnssveit síðustu vikur og álíka lengi ófært öllum venju legum farartækjum til Akureyr ar. Mjólkurflutningar héðan úr Reykjadal til Húsavíkur hafa þrátt fyrir þetta aldrei fallið niður. Brotizt hefur verið á tveimur 10 hjóla trukkum og oft þurfti jarðýtur til aðstoðar þeim. Við venjulegar aðstæður er mjólk flutt hvem virkan dag, en í vetur hefur lengst af tek- izt að komast þrjár ferðir í viku, annan daginn farið til Húsavik- ur og aftur heim, mjólk tekin á ibílana hér heima fyrir hinn dag inn. Hafa tveir mjólkurbílstjór- ar héðan sýnt afburða dugnað í þessu erfiða starfi. Snjóbíll sá, sem afhentur var Breiðumýrarlæknishéraði um mánaðarmótin nóv.—des. sl. hef ur komið mjög svo í góðar þarf- ir. Miðvikudag í sl. viku var Þóroddur Jónasson, héraðslækn ir staddur í Bárðardal á snjó- bílnum. Vissi hann um veikan dreng í Mývatnssveit og brá á það ráð að aka um þvera heiði beint í Mývatnssveit og flytja drenginn áleiðis á sjúkrahús í Húsavík. Þegar þangað kom reyndist hann með sprunginn botnlanga. Daginn eftir var stór hríð og engin tök á að flytja Ófeigsstöðum 29. marz. Nú njóta menn sveitalífsins ótrufl- aðir og í þeirri ró, sem ytri að- stæður skapa. Við hlustuðum vel á útvai-psumræður sl. föstu- dag og raulum fyrir munni okk ár sálmana hans Bjarna Ben., sem hann minnti á í lokaræðu sinni, en það voru útfararsálm- ar. Við fáum vonandi bráðum að raula þá þegar menn og flókkar skipta um sæti. Snjóbíll Jóns í Árteigi bjarg- ar mörgum. Haft er á orði, að hið franska fyrirtæki, sem fram sjúkling með neinu móti. Lætur nærri, að hfi drengsins hafi ver- ið bjargað með skjótum við- brögðum Þórodds læknis og til- vist snjóbílsins. Nú hefur Þóroddur tekið að sér þjónustu í Kópaskershéraði, sem er læknislaust. Fer hann norður þangað hálfs mánaðar- lega og ekur styztu leið milli (Framhald á blaðsíðu 4.) leiddi bílhreyfil þann, sem Jón nú notar í hinn merka snjóbíl sinn, muni hafa hug á að heiðra hinn íslenzka bónda með ein- hverjum hætti. Færi er afleitt og m j ólkurf lutningar óhemju dýrir. Dráttarvélar, jarðýtur og trukkar flytja mjólkina. Heybirgðir virðast sæmilegar hér í sveit, en gjafafx-ekt hefur verið, nær óslitin innistaða síð- an 20. nóvember. Hefði þótt harður vetur í gamla daga. í gær kom ég á bæ einn í (Framhald á blaðsíðu 2.) „ÞEIR BYRJA STÍGANDINA“ Svo er komist að orði um þá, sem hafa tekið glímutökin, en hafa ekki Ieitað bragða, saman- ber lýsingu í útvarpi af kapp- glímu syðra nú nýlega. En fleiri hafa nú tekið glímutök — og hefur alþjóð fylgzt með. Er þar átt við pólitískar útvarpsumræð ur sl. föstudag um vantrausts- tillögu þá, sem stjórnarandstæð ingar fluttu á stjórnina. NEITAR DÓMNEFND UM AÐGANG í glímukeppni sker dómnefnd úr málum. í pólitíkinni hefur það hins vegar skeð, þótt ekki sé það trúlegt, að stjómin neit- ar dóninefnd um aðgang, þ. e. neitar almennum kosningum og þar með úrskurði þjóðarinnar uni álbræðslu o. fl. Byltur þær, sem ráðherrar fengu í útvarps- glímunni voru því ekki teknar til greina og stjórnin þraukar og siíur. ÝMSU GLEYMDI GYLFI Gylfi ráðherra lýsti því fagur- lega hve hagur þjóðarinnar hefði dafnað vel undir „við- reisn“, taldi fram gjaldeyrisvara sjóð, hraðvaxandi þjóðartekjur ár frá ári, stöðugleika íslenzku krónunnar (!), lánstraustið o. s. frv. En hann gleymdi að út- skýra það, hvers vegna kaup- máttur tímakaupsins liefur minnkað á sama tíma og þjóðar- tekjumar vaxa svo ört. Hann gleymdi líka að útskýra greiðslu þrot ríkissjóðs og hvers vegna þurfti að skerða framkvæmdir hins opinbera um £0% á sl. ári, þ. e. fá sérstaka lagaheimild til þess eftir að fjárlög voru af- greidd. HÖFÐINGJAR A FERÐ Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Dana, kom hingað til lands fyrir skömmu í boði Blaðamannafélags íslands, sem þá hélt sitt „pressuball“. Ráð- herrann mun hafa öðlazt dýpri skilning á stéttinni í heimsókn þessari, en talið ólíklegt, að hann komi aftur slíkra erinda. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, skrapp til Israel á dögunum og hefur nú heimsótt marga þá söguhelgu staði, er frá greinir í biblíunni. Hefur hann bæði stigið fótum sínuin á fjallið helga, siglt á Genesaret- vatni og skoðað samvinnubú- skap Gyðinganna. En á meðan þessu fór fram, átti tign maður erindi til íslands og var það maður Elísabetar Bretadrottn- ingar, Philip prins, sem kom frá Kanada og var á heimléið. Stýrði hann flugvélinni sjálfur. » » r v. t » » . , i * í , EKKI ÓMAKSINS VERT Félag áfengisvamamefnda og formaður áfengisvamarnefndar Akureyrar höfðu um það beðið á fundi með blaðamönnum, að blöðin minntust hins almenna bindindisdags sl. sunnudag. Það vakti athygli, að hvorki íslend- ingur eða Alþýðuniaðurinn urðu við þessari ósk — liefur víst ekki fundizt það ómaksins vert. NÝR HÉRAÐSSKÓLI Fjölda ungmenna er nú neitað um skólavist sökum þess að skóla vantar. Eyfirðingar ræða byggingu héraðsskóla og Akur- eyringar bíða eftir því, að hafa hans not. Hins vegar hefur ekki opinberlega verið rætt um það, hvort möguleiki er á því eða vilji fyrir hendjj að,bær og hérr að hrindi héraðsskólabyggingu í framkvæmd sameiginlega og væri skólanum valinn staður í héraðinu. Hér er þessu slegið fram til atliugunar og umræðu, ef óskað er. HANDFÆRAVEIÐAR Nær sjálfvirkt tæki til hand- færaveiða er nú að koma á markaðinn, og hefur sjávarút- vegsmálaráðuneytið niælt með því. Tækið heitir „Linomat“ og fann Jón Þórðarson, Skipholti 51, Reykjavík það upp. Fiski- félag íslands hefur Iátið reyna það og gefið því hin. beztu með- mæli. Einn maður getur unnið með 2—3 slík tæki í einu. Talið er sennilegt, að aflamagn á mann geti, með tækjum þessum, aukist um 50—100%. „Kúluritvélin44 að koma á markaðinn NÚ ER AÐ koma á markað hér á landi svonefnd kúluritvél. En sú tegund ritvéla er nokkurra ára og mikið seld víða erlendis. Stöfunum er komið fyrir á einni kúlu í stað þess, að á venjuleg- um ritvélum er hver stafur á sérstökum armi. Valsinn hreyf- ist ekki á þessari nýju vél, held ur kúlan. Skipta má um kúlur til að breyta um letur. Kúluvélin er þriðjungi fljót- virkari — þ. e. hefur þann mögu leika. Otto A. Miehelsen er um- boðsmaður hinna nýju véla hér á landi. □ VEITUM STJORNINNI UMBEÐIÐ SVAR í VANTRAUSTSUMRÆÐUN UM sagðist Gylfi Þ. Gíslason hafa mikinn áhuga á því að vita, hvernig almenningur dæmdi verk núverandi ríkis- stjórnar, og láir honum það enginn. Ekki vildi hann samt þiggja það ráð, er fyrir lá, að rjúfa þing og efna til alþingis- kosninga. Og ekki virðast ráðherram- ir vilja leggja Straumsvíkur- samninginn undii- þjóðarat- kvæði, þótt skylt sé. Hiris veg- ár fá kjósendur nú á næstunni gott tækifæri til að sýna hug sinn til ríkisstjórnarinnar. Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar í kauptúnum eiga að fara fram 22. maí í vor. I öllum kauptúnum og mörgum kaupstöðum munu stjómar- flokkarnir hafa lista í kjöri. Þann dag er hægt að senda ríkisstjórninni umbeðið svar á kjörseðli, og sennilega á hún von á, að svo verði gert. Framboðslisti Framsóknar- manna við bæjarstjórnarkosn- ingarnar hér á Akureyri, er fyrsti listinn, sem birtur er, og er sagt, að það hafi vakið at- hygli fyrir sunnan, að Fram- sóknarmenn hér skuli vera svo snemma á ferðinni. Ný stjórnmálasamtök í Hafn- arfirði. Úr höfuðstöðvunum við Faxaflóa, m. a. úr höfuðborg- inni, berast ýmsar fregnir um framboðslista. Sagt er að Al- þýðuflokkurinn sé nú í meiri eða minni upplausn í Reykja- nesskjördæmi, og að það muni koma glöggt fram í Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík. Árni Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður, sem fyrrum var í forustuliði Alþýðuflokks ins í Hafnarfirði, er búinn að stofna þar til nýrra stjórnmála samtaka Vegna bæjarstjómar- kosninganna. í Reykjavík er auglýstur fundur til þess að stofna Alþýðubandalagsfélag. En Alþýðubandalagið er nú búið að starfa í 10 ár, og allan þann tíma hefur ekkert flokks félag verið til í höfuðborginni! Miklar viðsjár hafa verið þar í borg milli hinna ýmsu deilda Sósíalistaflokksins, Hannibalsmanna og Þjóðvarn armanna, eins og glöggt má nú synir Hannibals við stjórn. Hjá Sjálfstæðismönnum er „þrútið loft og þungur sjór“ í höfuðborginni og ósamkomu- lag með mönnum þess flokks hér á Akureyri. Á Siglufirði segist hið gamla kommúnistamálgagn vilja styðja ópólitískan lista, og er nú þeim görpum gengið, sem þar eiga húsum að ráða! En Einar Olgeirsson og Sig- urjón okkar hjá Alþýðumann inum telja þá „hættu“ yfirvof andi, að hér á landi skapist „tvíflokkakerfi", þannig að stjórnmálabaráttan verði á komandi árum milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis flokksins, en hinir minni flokk ar hverfi að mestu. sjá á Frjálsri þjóð, en þar eru Kviknakið fé samkvæmt nýjum sið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.