Dagur - 13.04.1966, Blaðsíða 1
Dagur
SÍMAR:
11166 (ritstjóri)
11167 (afgreiðsla)
XLIX. árg. — Akureyri, niiðvikudaginn 13. apríl 1966 — 27. tbl.
FERÐASKRIFSTOFAN
TÚNGÖTU 1
Símar 1-14-75 og
1-16-50
Lóaner komin í Þisfilf jörð
Gunnarsstöðum í Þistilfirði. —
Hér eru að koma hagasnapir,
þótt litlar séu þær ennþá. Byrj-
að er að ryðja snjó af vegum
frá Þórshöfn. Fyrst út á flug-
völl og síðan út á Nes. En sunn
an Þórshafnar er enn ekkert
farið að ryðja snjó.
Lóan er komin og boðar vor-
ið. Bændur bjargast með hey ef
vel vorar.
Við heyrum ákaflega illa í
Eiðastöðinni síðan bruninn varð
þar í vetur.
. Menn hafa orðið grásleppunn
ar varir og ef vel gengur, munu
margar hrognatunnur fylltar.
Ó. H.
Frostastöðum 11. apríl. I morg-
un kviknaði í gömlu bæjarhús-
unum á Miklabæ í Blönduhlíð í
KOMUST EKKI ALL-
IR í KIRKJU
Ólafsfirði 12. april. í gær hafði
Tónskólinn nemendatónleika og
komu þar fram margir einleik-
arar og að lokum lék Lúðra-
sveitin nokkur lög. Skólastjóri
er Magnús Magnússon.
Séra Ingþór Indriðason hafði
hér margar guðsþjónustur und-
anfarna hátíðisdaga og var
kirkjan vel sótt. Til dæmis um
kirkjusóknina má nefna, að við
síðari messuna á páskadag urðu
enn margir frá að hverfa. B.S.
Öxnadalsheiði opnuð í gær
í GÆR var af kappi unnið við snjómokstur á Öxnadalsheiði
og stóð til, að suðurleiðin yrði opnuð til umferðar síðdegis.
Vegurinn um Fram-Öxnadal og Öxnadalsheiði hefur verið
tepptur af snjóum síðan í byrjun febrúarmánaðar. Mun opn-
unin því kærkomin, og hefði fyrr mátt vera, munu ýmsir
segja,
Svellbunkar í Skagafirði og víðar og vaxandi aurbleyta á
þeim vegum, sem ekki hafa legið undir snjó, og úrrennsli á
ýmsum stöðum, krefst aðgæzlu í umferðinni.
r '*w
Húsbrimi á Miklabæ
Skagafirði og brunnu þau til
ösku á skammri stundu.
Það mun hafa verið laust fyr-
ir kl. 8, sem eldsins varð fyrst
vart. Gengu heimamenn, sem að
karlmönnum til voru ekki aðrir
en bóndinn, Stefán Jónsson og
sóknarpresturinn, séra Sigfús J.
Árnason, þegar að því að koma
út fólkinu, sem allt svaf á neðri
hæð utan gömul kona, móðir
Stefáns bónda, er svaf í herbergi
uppi á lofti. Var hún í fasta
svefni og mátti ekki tæpara
standa að henni yrði bjargað.
Eldurinn mun hafa komið upp
í þakhæðinni, sennilega út frá
neista úr múrpípu. En þakið er
úr torfi og bærinn að öðru leyti
(Framhald á blaðsíðu 7.)
Daglega fóru 2-3 þúsund manns
upp í Hlíðarf jall
Og nú eru fjölskyldurnar í meirihluta þar efra
ALDREI hefur annar eins
mannfökli heimsótt Hiíðarfjall
og nú um páskana. Heilar fjöl-
skyldur fóru þangað dag efíir
dag og nutu allra dásemda hins
víða og fjölbreytta, snæviþakta
skíðalands. Einn daginn voru
155 fjölskyldubílar við SkíðaÍió-
telið, en stærri farþegabílar
voru í stöðugum ferðum.
Hótelstjórinn gizkar á, að upp
í fjallið hafi þá komið 2—3000
manns dag hvern. Sjálft var
Skíðahótelið löngu upppantað,
FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA Á AKUREYRI
FERÐ AMÁL ARÁÐSTEFN AN
á Þingvöllum 1965, samþykkti
að næsta ferðamálaráðstefna
skyldi haldin á Akureyri, sam-
kvæmt boði bæjarstjórans.
Ferðamálaráð hefir þess
vegna ákveðið, að boða til
ferðamálaráðstefnu á Akureyri,
föstudaginn og laugardaginn 6.
og 7. maí n. k. Ráðstefnan verð-
Fulltrúaráð Fram-
sóknarfélaganna
FUNDUR í skrifstofu flokks-
ins — Hafnarstræti 95 — í
kvöld — miðvikudagskvöld
— klukkan 8.30.
Mjög áríðandi að allir
mæti. • □
ur sett að Hótel KEA kl. 2 e.h.
Fyrirkomulag ráðstefnunnar
verður með svipuðum hætti og
sl. ár. Dagskrármál verða: Þátt-
ur ferðamanna í viðskiptalífi Ak
ureyrar, ísland ferðamannaland
fyrr og nú, áhrif hækkaðs verð-
lags á möguleika íslands sem
Aerðamannalands, hvert ber að
stefna í landkynningarmálum,
þrifnaður og hollustuhættir í
veitinga- og gistihúsum og hrá-
efnaöflun til gisti- og veitinga-
húsa o. fl. Auk hinna fyrirfram
ákveðnu málaflokka er ákveðið
að undir dagskrárliðnum ýms
mál, verði opinn vettvangur til
að ræða ýms atriði ferðamál-
anna.
Vegna ferðamálaráðstefnunn-
ar hefur Flugfélag íslends h.f.
ákveðið að veita þátttakendum
50% afslátt af verði fanniða.
Flugferð verður frá Reykjavík
föstudaginn 6. maí kl. 9 f.h. og
frá Akureyri sunnudaginn 8.
maí kl. 15.15. Þátttakendum er
heimilt að nota afsláttarmiða í
öðrum áætlunarferðum Flugfé-
lags íslands til eða frá Akureyri.
Þátttakendur eru vinsamlega
beðnir að panta gistingu hjá
hr. hótelstjóra Ragnari Ragnax-s
syni, Hótel KEA, en hótelin á
Akureyri hafa ákveðið að veita
20% afslátt til þátttakenda á ráð
stefnílnni.
Það eru vinsamleg tilmæli til
yðar, að þér sækið ferðamála-
ráðstefnuna, enda eru til henn-
ar boðaðir þeir aðilar, sem hafa
áhuga á aukningu erlendra
ferðamanna og skilning á bætt-
(Framhald á blaðsíðu 7.)
0g það sem meira er, þar er
hvert herbergi þegar pantað
fyrir næstu dymbil- og páska-
viku.
Sýning á listmunum frú Sól-
veigar Eggerz hefur verið fram-
lengd og lýkur henni að kveldi
næsta sunnudags.
Fyrrum fóru aðeins skíða-
menn í Hlíðarfjall: Nú er sú
breyting á orðin, að Hlíðarfjall
sækja heilar fjölskyldur að stór
um meirihluta. Staðurinn er því
meira til almenningsnota en
hann áður var og er það vel.
Á páskadaginn gi'úfði þoka
yfir Eyjafirði og Akureyri all-
an daginn. Ti'én voru hrímuð,
aldrei sást til sólar og veður var
hráslagalegt. En uppi í Hlíðar-
fjalli var stei'kt sólskin, naum-
ast ský á lofti og stafalogn.
Fólki fannst dásamlegt að aka
úr þokunni, upp í sólskinið og
birtuna, þar sem hvergi sér enn
á dökkaxl díl en skíðalandið og
fegurðin og fjallaloftið seiða.
Það var eins.og að koma í ann-
an heim. Þar sannast, að fleiri
eiga erindi góð í Hhðarfjall en
fi-æknir skíðagarpar.
Sú ákvörðun, að gex-a Akux'-
eyri að landsmiðstöð vetrar-
íþrótta, eykur enn mökuleika á •
auknum framkvæmdum þar
efra og bættri aðstöðu.
Ljósmyndina tók E. D. annan
páskadag af Strompinum og
hluta umhverfisins. Hátt uppi í
fjallinu er snjóbíll, en svo langt
frá, að hann sýnist agnar smár.
NÆR 35 ÞUSUND
BÍLAR Á ÍSLANDI
VEGAMALASKRIFSTOF-
AN hefur látið þær upplýs-
ingar frá sér fara, að um sl.
áramót liafi íslendingar átt
34.959 bifreiðir, þar af 6.180
vörubílct. Á árinu 1965 fjölg-
aði bílum um 3.025.
Af fólksbifreiðum eru nú
132 tegundir og 110 tegund-
ir vörubifreiða.
Elzta bifreið á skrá er af
árgerðinni 1923. □
HÚSAVIKURVEGUR
AÐ OPNAST
Ófeigsstöðum 12. apríl. Snjór er
ennþá fyi'namikill og hvergi
snöp. En samt styttist til jarðar
síðustu dagana. Búið er að ryðja
snjó af vegum allt norður að
Nýpá og suður í Fosshól.
Þá er verið að opna Ljósa-
vatnsskarð. Eiga snjómoksturs-
menn að mætast þar í kvöld.
Opnast nú væntanlega ein leið
af annarri, ef hin „velviljaða“
ríkisstjói'n lætur ekki snjóa á
ný.
Spenningur ríkir nú um enda
sprett keppninnar „Sýslurnar
svara“. Þingeyingar eiga úislita
keppnina eftir. B. B.
NÝ VERZLUN
NÝ SKÓ- og fataverzlun var
opnuð á Húsavík á laugardag-
inn, þar sem áður var lyfjabúð
Helga Hálfdánarsonar. Eigandi
er Höfðaver h.f. Verzlunarstjóri
er Skúli Jónsson. □