Dagur - 13.04.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 13.04.1966, Blaðsíða 8
s Sviðsmynd úr „Bærinn okkar“. (Ljósmynd: Eðvarð Sigurgeirsson) Óvcent nýjung í leikhiísi hcejarins BÆRINN OKKAR var frumsýndur 2. páskadag Leikstjóri Jónas Jónasson SMÁTT og stórt A ANNAN DAG PASKA var írumsýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri sjónleikurinn „Bær- inn okkar“ eftir bandaríska rit- höfundinn Thornton Wilder. En á sínum tíma hlaut hann, fyrir jietta leikrit sitt, verðlaun fyrir „bezta leikrit ársins“. Síðan hef- ur Bærinn okkar verið sýndur víða um heim og hvarvetna vakið athyglL Einfaldleiki, sérstæður flutn- ingur og miklar kröfur til leik- ara og leikhúsgésta eru einkenni þessa leikrits. Þar eru engir þjóf ar, ekki slegizt um konur, engar leiðinlegar sálarflækjur eða þvældir brandarar. En reynt er að lýsa lífinu sjálfu, hversdags- leikanum, gleði fólksins og sorg um. Börn ganga í skóla, vaxa og þroskast, elska, njóta og deyja. Það er jafnvel reynt að skygn- Lífeyrissjóðsnefnd RÍKISSTJÓRNIN hefur loks skipað 5 manna nefnd til að semja frumvarp um lífeyrissjóð allra landsmanna. Nefndina skipa þessir menn: Erlendur Vilhjálmsson deild- arstjóri, Guðjón Hansen trygg- ingafræðingur, Hannibal Valdi- marsson alþingismaður, Ingvar Gíslason alþingismaður og Sverrir Þorbjörnsson forstjóri, sem er formaður nefndarinnar. Ætlazt er til þess að frum- varpið verði tilbúið til flutnings á næsta Alþingi. Q ÞAÐ færist nú mjög í vöxt að vélklippa sauðfé síðari hluta vetrar og telja bændur það hag- kvæmt, þeir sem reynt hafa. En í sambandi við hina vetrar- klipptu ull hefur A. Tryggvason sent frá sér eftirfarandi að- vörun: „Aðaláhættan við vetrarklipp inguna er að ullin sé óhrein og rök þegar hún er tekin af fénu og að hún sé sekkjuð þannig, því að alveg eins má gera ráð ast inn fyrir tjaldið mikla, en þá fer nú að vandast málið, og þar leggur höfundur mikinn vanda á hendur leikhúsgestum. Leik- tjöldum er varpað fyrir borð, en ljósatæknin notuð til hins ítr- asta. Leiksviðið er fært út, jafn vel fram í sal. Dálítið djarft uppátæki það, en heppnast vel. Jónas Jónasson hefur sviðsett Bæinn okkar og sýnt hæfni sina, -sem mikilhæfur leikstjóri, einnig dirfsku, að taka að sér þetta leikhúsverk. Það er ekki GRÓSKA hefur verið í félags- lífi í Miðskóla Ólafsfjarðar í vetur. Leiklist hefur mjög verið iðkuð og var m. a. „Gullbrúð- kaup“ Jökuls Jakobssonar æft og sýnt á jólavöku skólans, en á annarri kvöldvöku var sam- lestur á einþáttungi hans „Af- mælið í kirkjugarðinum“. Auk þess hafa smærri þættir verið fluttir. Hinn 22. febrúar sl. var hald- in hin árlega bókmenntakynn- ing skólans, og fluttu nemendur þá þætti úr ævi Jónasar Hall- grímssonar og lásu úr verkum hans. Grímudansleikur var hald inn um miðjan marz og árshátið nýafstaðin. Kór skólans undir stjórn Magnúsar Magnússonar hefur starfað af áhuga og lúðrasveit fyrir því að geyma þurfi ullina í 7—8 mánuði eða lengur, þar til tími vinnst til að þvo hana. Sé ullin svona lengi í geymslu óþvegin er hætta á því, að hún fúni og falli við mat niður í verð minnsta flokkinn. Til þess að fyrirbyggja þessa hættu verða ullareigendur að gæta þess að sekkja og senda frá sér aðeins vel þurra ull — ella vofir yfir að ullin stórskemmist áður en hún fæst þvegin.“ □ heiglum hent. En hér hefur það við borið á mjög skömmum tíma, að sérstætt leikrit, sem ger ir allt aðrar kröfur á mörgum sviðum en algengt er, hefur komizt á svið og komið út úr eldraun frumsýningarinnar með sóma. Þakka ber leikstjóra og leikendum. Og áður en lengra er haldið vil ég hvetja bæjar- búa og ekki síður sveitafólk til að sækja þennan nýja sjónleik. Leikendur eru um 20 talsins og hef ég það fyrir satt, að þeir hafi notið þess í vaxandi mæli, að vinna við allan undirbúning- inn, gagnstætt því sem gildir (Framhald á blaðsíðu 5.) skólans, en þar leika bæði kenn arar og nemendur. Hefur verið blásið í sönglúðra af mikilli list. Skíðanámskeið var haldið í vetur og var hinn kunni skíða- maður Svanberg Þórðarson leið beinandi. Körfuboltamót skólans hefur staðið yfir en í þeirri íþrótt fór einnig fram keppni milli nem- enda og kennara við almennan fögnuð. Danskur kennari hefur nýlega dvalið hér tæpa viku og kennt í öllum bekkjum skólans. í vor mimu 18 nemendur þreyta gagnfræðapróf hér en sl. vor útskrifuðust fyrstu gagn- fræðingamir frá Miðskóla Ólafs fjarðar. (Fréttir úr Miðskóla Ólafs- fjarðar.) MINKUR í TUNNU Það bar við dag einn á Breiða- bóli á Svarbarðsströnd, að mink ur einn, stór og grimmur álpað- ist niður í tórna tunnu í geymslu skúr við hliðina á hænsnahúsi, hefur víst farið dyravillt. Þar kom Stefán bóndi að og leyfði þeim er vildu, að sjá dýrið áður en það var drepið. Þennan dag var minkarækt rædd á Alþingi. í og við fjörur á Svalbarðs- strönd sjást minkar öðru hverju. Tvisvar á ári er minkabaninn Armann Olgeirsson fenginn til að eyða dýrunum, og hefur hon- um orðið vel ágengt í hvert sinn. NÝ LAXARVIRKJUN A meðan yfirvöldin hyggja á stórvirkjun í Þjórsá syðra og undirbúa hana ásamt álverk- smiðju í Straumsvík og þjóðin er upptekin af stórum draum- um um mannvirkjagerð á Suð- vesturlandi, gleyma flestir því, að raforkuskorturinn hér nyrðra er á næsta Ieiti. Ekki má lengur dragast að byggja nýja Laxárvirkjun, eða leysa raforku þörfina hér á annan hátt. VATNSVEITAN Akureyringar standa frammi fyrir því vandamáli, að neyzlu- vatn vantar. Vatnsveitustj. bæj- arins hefur um skeið látið fara fram nauðsynlega undirbúnings rannsókn á því, hversu það mál verður hagkvæmast leyst. Tvær leiðir þykja helzt koma til greina: Að nota vatn úr Glerá, en það kostar hreinsunarstöð í Glerárdal, eða leiða vatnið úr borholum frá Þveráreyrum. Þar er vatn talið allgott, en leiðsla löng. En hvor leiðin, sem val- in verður, er ný vatnsveita hin mesta nauðsyn og stórátak í því máli óumflýjanlegt. ÞJÓRSA MINNTI Á ÍSVANDA MALIÐ Þegar íslenzkir ráðamenn skrif- nðu undir álsamninginn fræga tók Þjórsá til sinna ráða og hljóp úr farvegi sinum. Hinn margumtalaði ís, sem Þjórsá er þekkt fyrir, hrannaðist upp og lokaði leiðum vatnsins. Hljóp áin þá ekki aðeins „hina Ieið- ina“, heldur í tvær áttir með brauki og bramli. En stjórnar- blöðin sögðu frá þessu á þann veg, að þessar hamfarir árinn- ar kæmu engum á óvart og væru í samræmi við plön stjórn arinnar um lausn ísvandamáls- ÁHUGI Á ÍSLENZKRI GLÍMU Enn hafa menn áhuga á hinni gömlu þjóðaríþrótt, íslenzku glímunni, ef marka má aðsókn að glímunámskeiði því, sem hér var nýlega auglýst. Samkvæmt fréttum sóttu margir um og. á ýmsum aldri, allt frá 7 ára snáð um upp í ráðsetta menn á sjö- tugsaldri! „STRIPLINGUNUM“ LIÐUR VEL Flestir fjáreigendur á Akureyri hafa nú í vetur tekið upp þann nýja sið að taka ull af fé sínu á útmánuðum. Á öðrum stað í blaðinu er aðvörun um meðferð vetrarklipptrar ullar. Fénu, sem víðast er kópalið, sýnist líða bet ur í húsunum, er það hefur losn að við ullina’. En sumir óttast þó, að það þolj ekki vorhretin nægilega vel. En nýja ullin er fljót að vaxá'þégar vel er fóðr- að. HORUÐ HROSS Þótt Eyfirðingar séu vel lieýjað- ir og fari vel með búpening sinn, svo sem skylt er og hagkvæmt. Getur út af brugðið með úti- gönguliross. Frammi í Eyjafirði eru til horuð hross, sem enginn hefur hirt um og lítt munu hafa náð til jarðar í sjö vikur sam- fleytt. Hvort eigendur eru Akur eyringar eða bændur skal ósagt látið, en hér hafa þeir sér til skammar orðið. ■■ 1 ■— Kosningaskrifstofa Framsóknarfl. að Lönguhlíð 2, Glerárhverfi (húsi Jóhannesar Óla Sæ- mundssonar) -var opnuð í gær, þriðjudaginn 12. apríl. Skrifstofan verður opin alla daga, nema laugardaga, kl. 8—10 e. h. Skrifstofustjóri Jóhannes Óli Sæmundsson. Stuðningsfólk í Glerárhverfi er hvatt til að koma á skrif- stofuna eða hafa samband í SÍMA 1-23-31 og gefa upp- lýsingar. ■ ■ ------------------ FRJÁLS FRAMLÖG 9.2 MILLJ. KR. í SÖFNUN ÞEIRRI, sem nefnd er „herferð gegn hungri“, en það var Æskulýðssamband ís- lands, sem skipulagði hana hér á landi, sem einn þátt í 10 ára söfnun víða um heim til hjálpar vannærðum og til að ráða bót á fátækt og öllu því böli, sem henni fylgir. íslenzka söfnunin er nú orðin 9,2 millj. kr. og mörgum sinnum meiri en gert var' ráð fyrir í upphafi. Fyrirfram var ákveðið til hvers hin frjálsu framlög ís- lendinga skyldu notuð, en þau áttu að styðja íbúa við Alaotra- vatn á Madagaskar til að endur bæta fiskveiðar og fiskvinnslu o. fl. Nú hafa opnazt fleiri mögu leikar með hinum rausnarlegu framlögum og verða þeir hag- nýttir á hliðstæðan hátt. □ ms! Skólakórinn syngur. ~5* ■i' VETRARKLIPPTA ULLIN Átján þreyta gagnfræðapróf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.