Dagur - 16.04.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1966, Blaðsíða 2
2 Skíðamót í Húsavíkurf jalli Þðð áffi að leggje sjíi Sðmlögin niður SKÍÐAMÓT HÚSAVÍKUR fór fram í Húsavíkurfjalli um pásk- ana í bezta veðri að viðstödd- um fjölda áhorfenda. Úrslit í einstökum greinum uðru sem hér segir: Stórsvig karla. Tími 1. Gísli Vigfússon 118,5 2. Bjarni Aðalgeirsson 130,2 3. Grímur Sigurjónsson 130,7 Svig karla. Tími 1. Gísli Vigfússon 74,1 2. Þorgrímur Sigurjónsson 75,5 3. Bjarni Aðalgeirsson 83,0 Stórsvig ungl. 14—15 ára. Tími. 1. Björn Haraldsson 120,5 2. Héðinn Stefánsson 121,6 3. Hjalti Sveinsson 122,3 Svig ungl. 14—15 ára. Tími 1. Björn Haraldsson 70,9 2. Þórhallur Björnsson 85,5 3. Sigurjón Pálsson 89,9 Stórsvig drengja 13 ára og yngri. Tími 1. Haraldur Haraldsson 34,2 2. Sigmundur Þorgrímsson 36,9 3. Sigurjón Hreiðarsson 40,0 Stórsvig stúlkna 12 ára og eldri. Tími 1. Sigrún Þórhallsdóttir 24,9 2. Björg Jónsdóttir 27,4 3. Auður Dúadóttir 31,1 Handknattleiksmót Norðurlands LEIKARÖÐIN á laugardag breytist sem hér segir: Fyrst leika KA og Þór í meistarafl. karla, síðan 2. fl. kvenna KA og Þór og að lokum 2. fl. karla Þór og KA. Breyting þessi er gerð vegna prófa í skólunum. H.R.A. ÁRSÞING U.M.S.E. VEGNA ÓFÆRÐAR á sam- bandssvæðinu hefir tvívegis orðið að fresta ársþingi Ung- mennasambands Eyjafjarðar. Nú er ákveðið að gera þriðju tilraunina með að köma þinginu á. Verður það haldið í Frey- vangi laugardaginn 23. apríl og sunnudaginn 24. apríl og hefst fyrri daginn kl. 2 e.h. Mörg mál bíða úrlausnar þingsins. Að loknum þingstörfum fyrri dag- inn verður kvöldvaka í Frey- vangi með margskonar skemmti efni. □ Mótmæla bjórnum „AKUREYRARDEILD Menn- ingar- og friðarsamtaka ís- lenzkra kvenna skorar á hátt- virta alþingismenn að fella framkomið frumvarp um heim- ild til bruggunar áfengs öls í landinu. Við væntum þess, að alþing- ismenn sjái sóma sinn í því, að auka ekki flóð eitur- og nautna- lyfja í landinu, en leggist þvert á móti á eitt um að bæta upp- eldisskilyrði íslenzkrar æsku og styðji að því, að hún megi njóta heilbrigðs lífs og sannra lífsnautna“. Þriggja km. ganga drengja 13 áta og yngri. Tími ' T.'dþcrgrimur Aðalgeirss. 22,30 2. Benedikt Geirsson 22,35 3. Sigfús Haraldsson 22,40 Alpatvikeppni í karlaflokki. 1. Gísli Vigfússon. 2.—3. Þorgrímur S. Jónsson. 2.-3; Bjarni Aðalgeirsson. ENN stendur yfir glímunám- skeið á Akureyri, sem Ung- mennasamband Eyjafjarðar og Iþróttabandalag Akureyrar efndu til. Þátttakendur eru yfir 50 talsins og mikill áhugi fyrir hinni gömlu íþrótt. Eftirfarandi fréttatilkynning hefur blaðinu borizt frá ÍBA: „Fjórðungsglímumót, hið fyrsta í röðinni, verður háð á Akureyri laugardaginn 30. apríl n. k. kl. 4 e.h. í íþróttahúsi Ak- ureyrar. ÚTVTRPIÐ sagði frá því fyrir helgina, að sex af sjö allsherjar- nefndarmönnum í neðri deild væru búnir að gefa út nefndar- álit um hægri handar akstur og væru honum meðmæltir. Sumir þeirra eru því þó mótfallnir að bifreiðaeigendur verði látnir greiða kostnaðinn við breyting- una, sem mun vera 50 millj. kr. eða meira, og telja eðlilegt, að hann verði borgaður úr ríkis- sjóði. Ekki veit blaðið hvort líklegt er, að ágreiningur um þetta atriði geti orðið frumvarpinu að falli og skal engu um það spáð. Sagt er, að vegamálastjóri, BÚSTOFNSLÁN OG IÐNLÁN Á ALÞINGI 15. marz sl. mælti Ólafur Jóhannesson fyrir frum- varpi Framsóknarmanna um bú stofnslánasjóð, en gert er ráð fyrir, að hann veiti einnig lán til að fjölga sauðfé til þess að draga úr útflutningi mjólkur- afurða. En fé til kaupa á sauðfé eða setja á sláturlömb fæst ekki. Sú hugsun er úrelt, að hægt sé að eignast nauðsynlegan bú- stofn án þess að fá til þess lán. Þórarinn Þórarinsson, Ingvar Gíslason o. fl. fluttu nýlega frumvarp um eflingu Iðnlána- sjóðs. Svo liðu nokkrir dagar, og þá flutti ríkisstjórnin annað frumvarp, sem gengur í sömu átt en nokkuð skemmra. Gerist stjórnin nú viðbragðsfljótari en fyrr, að því bæjarstjórnarkosn- ingar eru í nánd. □ Stórsvigsbrautin lá frá brún Húsavíkurfjalls og var 1500 m. löng. Fallhæð 360 m. Svigið fór fram á Stöllum. Brautarlengd var um 350 m. Dansleikur var haldinn í gær fyrir keppendur og starfsmenn mótsins. Þá voru afhent þar verðlaun. Mótsstjóri var Stefán Benediktsson formaður skíða- ráðs Í.F.V. Þ. J. Til glímunnar gaf Kaupfélag Eyfirðinga veglegan verðlauna- grip, silfurslegið horn, sem keppt verður um. Keppt verður í einum flokki. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt formanni íþrótta bandalags Akureyrar, ísak J. Guðmann, fyrir 25. apríl n. k.“ Keppt er um fagran verð- launagrip, hom, sem Kaupfélag Eyfirðinga gaf og áður er frá sagt. □ skipulagsnefnd fólksflutninga, stjórn Félags íslenzkra bifreiða- eigenda og lögreglustjórinn í Reykjavík mæli með breyting- unni. En auðheyrt er, að meðal almennings eru skiptar skoðan- ir um þetta mál og mun fyrir- huguð breyting eiga sér þar mun færri formælendur. En nú virð- ist málið komið á úrslitastig. □ Alummíumverksmiðja (Framhald af blaðsíðu 8.) verið ófyrirsjmju gerður og hefði takmarkað gildi. Hann kvað það ekki skipta megin- máli, hvort orkan væri ódýrari, í Dettifossi eða Þjórsá, enda erfitt að vita það fyrirfram, þannig að nákvæmt gæti talizt. Það, sem máli skipti væri, hvort virkjanir, sem um er að ræða, gætu framleitt orku á viðun- andi verði t. d. fyrir iðjuver. Gerði síðan grein fyrir þeim um mælum, sem ameríska verk- fræðingafirmað Harza hefði haft um Dettifossvirkjun í nið- urstöðum sínum 1. febrúai' 1963, og kvað þau ekki fyrr hafa kom ið fram opinberlega. Að þeim niðurstöðum fengnum hefði ver ið einsætt að leggja vinnu í að leita þar ódýrari virkjunarleiða eins og gert hefði verið við Búr- fell. Hann kvaðst vona, að Búr- fellsvirkjun lánaðist sem bezt, en sagði, að á þessum vetri myndi Jökulsá, sem er ísi lögð hið efra hafa reynzt öruggari en Þjórsá, sem á löngum kafla ofan Búrfells er mjög breitt og grunnt straumvatn og krapa- myndun þar því mjög mikil. RITSTJÓRI Alþýðumannsins á Akureyri virðist trúa þeirri þjóðsögu, að Framsóknarmenn hafi verið á móti umbótum á tryggingalöggjöf á Alþingi 1946. Er honum kannski vorkunn því saga þessi mun hafa verið prent uð í Morgunblaðinu og endur- prentuð í Alþýðublaðinu. Sannleikurinn er sá, að Fram sóknarmenn töldu málið ekki nógu vel undirbúið. Töldu þeir sérstaklega varhugaverðan svo- kallaðan heilsugæzlukafla, þar sem gert var ráð fyrir að leggja niður sjúkrasamlögin í landinu. Sú varð reyndin, að þessi kafli kom aldrei til framkvæmda og var numinn úr lögum eftir nokkur ár. Sýndi sig því, að Framsóknarmenn höfðu rétt fyrir sér í þessu máli. Hefði Sig- urjóni ritstjóra verið betra að - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8.) sem nú á að setja í gang syðra. Magnús Jónsson, sem liefur þetta mál í sínum vegum, er raunar, eins og Jóhann Haf- stein, byrjaður að reikna vexti og vaxtavexti af höfuðstólnum fram í tímann. En reynslan mun sýna, að af því fé, sem hér er um að ræða, má ekki taka háa vexti, ef það á að koma að gagni. „MEÐ ÖLLU ÓÞARFT MÁL“ Það skiptir líka miklu, að ríkið dragi ekki úr öðrum framlög- um sínum til uppbyggingar sam tímis, eins og gert var í fyrra og gert er í ár, því þá getur verið um það eitt að ræða, að taka úr öðrum vasanum og láta í hinn. Þrátt fyrir allt verður að vona, að frumvarp þetta, ef fram geng ur, verði til nokkurs gagns. Það hefði mátt vera fyrr á ferð. Framsóknarmenn eru nú búnir að flytja á fjórum þingum frum varp sitt um byggðajafnvægis- stofnun og byggðajafnvægis- sjóð, en fengu þær undirtektir einar lijá ríkisstjórninni, að þetta væri „með öllu óþarti mál“, þar sem Atvinnubótasjóð urinn hlyti að duga! ÁKVEÐNARA A MÁLUM TEKIÐ Frumvarp Framsóknarmanna liggur enn fyrir þessu þingi og er þar á allt annan hátt og ákveðnara á málum tekið en í Atvinnujöfnunarsjóðsfrumvarpi stjórnarinnar og þar þó ekki gert ráð fyrir nýrri sogdælu syðra! Vel væri, ef stjórnin feng ist til að breyta sínu frumvarpi þannig, að það væri í betra sam ræmi við hinn mikla vanda, sem þjóðfélagið þarf að ráða fram úr á þessu sviði og enn er verið að auka með hennar atbeina. kynna sér málið betur, áður en hann þóttist þess umkominn að ræða það opinberlega. Q BÍLASALA HÖSKULDAR Opna í dag - laugardag Hefi kaupendur að nokkrum bílum. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu Z, sími 11909 TIL SÖLU: MOSKVICH, árg. 1959, með nýuppgerðri vél. Bíllinn lítur mjog vel út. Jónas Aðalsteinsson, Ási. Sími um Bægisá. TIL SÖLU: OPEL REKORD, árgerð 1962. Mjög vel með farinn. Uppl. í síma 2-11-77 á kvöldin, en 1-27-50 á daginn. TIL SÖLU: FORD JUNIOR, árg. 1947, í góðu lagi Upplýsingar gefur Birgir Marinósson, Einholti 4 E. TIL SÖLU: OPEL CARAVAN, árgerð 1963. Gísli K. Lorenzson, sími 1-29-25. Bifreiðaeigendur! Skiptið reglulega um OLÍUSÍUR Fyrirliggjandi í flestar tegundir bifreiða. ÞÓRSHAMAR H.F. Varahlutaverzlun SÍMI 1-27-00 Tjórðungsglímumót 30. apríl Hægri handar akstm*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.