Dagur - 16.04.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 16.04.1966, Blaðsíða 8
 Goðafoss er enn í klakaböndum og leit svona út fyrir 2 dögum. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirss.) <^x$>^><í^xS^xS^^xS>^><SxSx®><Sxí>^xSxS><SxSxS^xSxS>^xS><í>^xS>«^xSxS><í^x$xS>^xíxSxS«Sx$^x$xS^xS^^xí>^>^xS>^>^xJ>^x$><s> SMÁTT OG STÓRT STAÐSETNING ALUMINÍUM YERKSMIÐjU O.FL ‘VH> fyrstu umræðu um alum- iníummálið á Alþingi flutti Gísli Guðmundsson langa og ýtarlega ræðu, þar sem hann m. a. gerði grein fyrir þeim til- lögum, sem uppi hafa verið um stórvirkjun á Norðurlandi og hinum almenna áhuga riorðari- lands og austan fyrir því máli, sem kom fram í fjölda fundar- eamþykkta á sínum tíma og al- veg sérstaklega á fundi bæjar- Stjóma, sýslunefnda og alþingis manna hér á Akureyri sumarið 1962. Síðan rakti hann meðferð málsins í höndum þeirra valda- manna, sem frá öndverðu vildu aðra þróun á þessu sviði. Jafn- framt lýsti hann viðhorfi sínu til stóriðjumálsins eins og það mál liggur nú fryir, Hann sagði, að koma útlends fyrirtækis inn í landið hlyti að íylgja áhætta og hún ekki lítil, ef um stórfyrirtæki væri að ræða. Hin almenna regla ætti að vera sú, að taka ekki þessa áhættu. Engin regla sé þó án undantekningar, eða svo sé a. m. k. sagt. Sé landsbyggð þjóð- arinnar og þar með tilvera þjóð arinnar í veði, geti, ef ekki er annars kostur, komið til greina að taka áhættu, sem ella sé ástæðulaust og óforsvaranlegt að taka. Hann sagði, að í sam- bandi við það mál, er fyrir lægi á Alþingi, væri engin frambæri leg ástæða til að taka þessa áhættu. Þvert á móti, yki fyrir- huguð aluminíumverksmiðja syðra vanda þjóðfélagsins í byggðajafnvægismálum. Nú stæði til að taka þá áhættu, sem yfir vofir. Gísli gat þess, að ýmsir segðu sem svo, að hin fyrixhugaða verksmiðja hefði getað skapað erfiðleika, a. m. k. dregið til sin fólk, þó staðsett hefði verið á Norðurlandi. Það væri að vísu rétt. En Noi’ðlendingar myndu margir þeirrar skoðunar, að hyggilegra sé, að fólk, sem ekki flytti suður í verðandi stóxboi’g, staðnæmdist á Akureyri eða ein hverjum öðrum stað á Noi’ðui’- landi. Sjálfur kvaðst hann alltaf hafa álitið, að æskilegast væri að upp kæmu fleiri og minni nýjar atvinnustöðvar norðan- lands og austan, til að hagnýta orkuna frá norðlenzku fallvatni ef unnt væri. Þannig hefði hann viljáð haga undirbúningi stór- virkjunarmála, að stefnt væri að slíku, sem og almennri raf- væðingu og hagnýtingu margs- konar almenm-a möguleika til orkunotkunar í þessum lands- hlutum. Hann sagði, að samanburður- inn milli sennilegs orkuverðs norðanlands og sunnan hefði (Framhald á blaðsíðu 2.) Fyrsfu farfuglarnir eru kornnir þóff enn sé jörð snævi þakin Kosningaskrifstofa Framsóknarfl. að Lönguhlíð 2, Glerárhverfi (húsi Jóhannesar Óla Sæ- mundssonar) var opnuð þriðjudaginn 12. apríl. Skrif- stofan verður opin alla daga kl. 8—10 e.h., nema laugar- daga. — Skrifstofustjóri er Jóhannes Óli Sæmundsson. Stuðningsfólk í Glerárhverfi er hvatt til að koma á skrif- stofuna eða hafa samband í SÍMA 1-23-31 og gefa upp- lýsingar. ÞÓTT jörð sé að mestu snævi þakin hér um slóðir eru fyi’stu fai-fuglarnir þegar komnir. Tjaldur spígsporaði á Leirunum á föstudaginn langa og lét frá sér heyra. Til lóunnar heyrðist sl. þriðjudag og þykir mörgum kvak hennar voi-söngva fegurst- ur. Út við Hörgá var einmana hrossagaukur. Rauðhöfðaendur hafa hér séðst og húsendur. En fyrst allra var þó gæsin og kom hún 4. apríl. Sumir þykjast hafa séð stelk. Fyrir nokkru tók þröstunum að fjölga fyrir alvöx-u í bænum og eru þeir þegar farnir að hugsa til hreiðurgerðar, svo og auðnutittlingarnir, sem mjög mikið er af. Óhemjumikið er af hettumávum. og eru margir þeirra fyrir nokkru búnir að láta á sig svörtu sumarhettuna. Ekki er öllum um þá gefið, en mikill er dugnaður þeirra. Ymsir telja, að æðai-fuglum fari fjölgandi og er það ánægju- efni. Hinu fagna færri, að svart bak fjölgar einnig, að því er virðist. Af hröfnum er meiri fjöldi en menn muna og eru skógræktarmenn farnir að líta þá illu auga því þeir brjóta árs- sprota sumra hinna sígrænu trjáa, auk alls annars, sem þeir hafa á samvizkunni. Þeir verpa fyrr en aðrir fuglar og þeir fyrstu sennilega byrjaðir. □ ELDGLÆRINGAR OG STJÖRNULJÓS Síðasti íslendingur kvartar í tveim greinum yfir eldglæring- um og stjörnuljósum frá Degi. Ekki er von að vel takist hjá þeim, fslendingsdrengjunum, að sitja undir öðru eins, og bjástra við ritstörf, enda sjást þess merki. Hvað ætli seinna verði? ORÐ OG ATHAFNIR í sama blaði er því lýst yfir, að orðin ein og predikanir gagni ekkert í baráttunni við áfengis- vandamál. Þar þurfi athafnir að fylgja. í Ijósi þess, að þessi grein mun vera eftir fyrrv. ritstjóra íslendings, mun víst fáum dylj- ast hvaða athafnir við er átt. HVER GAF ÞEIM VALDIÐ? Ritstjóri fslendings, sem er úr Kópavoginum, er önugur út af því, að félagasamtök og sveitar- félög hafi verið nefnd í sam- bandi við nöfn þeirra, sem skrifuðu undir mótmæli gegn stóriðju syðra. Ritstjórinn hefur heldur ekki áttað sig á því, að alþingismenn, sem greiða at- kvæði með álsamningnum við útlendingana, gera dálítið meira en að láta í Ijós persónu- lega skoðun sína. Verði samn- ingurinn samþykktur hafa þeir þar með notað vald, sem þeim var fengið til að setja lög í landi og koma fram ákvörðun, sem mörgum landsmönnum er þvert um geð og telja hættu- lega. Áður en þeir gera þetta, væri tilhlýðilegt af þeim, að spyrja þjóðina hvort hún vilji veita þeim nýtt umboð — til slíks. „Á VARAMÖNNUM ER VAXANDI TRÚ“ Á kjörtímabili því, sem nú er að enda, var Gísli Jónsson fyrsti varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar. Flokksmenn hans telja líklegt, að hann verði það líka á næsta kjörtímabili og haldi áfram að hugga sig við orð Jóns Pálma- sonar: „Á varamönnum er vax- andi trú“. FRAMBOÐIN Bragi Sigurjónsson hyggst nú draga sig út úr bæjarstjórninni, mun ekki hafa skaplyndi til að sitja þar einn frá sínum flokki — og vera sviftur sæti í bæjar- ráði. Hann skipar nú annað sæti á lista Alþýðuflokksins. STEFNUYFIRLÝSINGIN FRAMSÓKNARMENN á Akureyri birta hér í blað- inu í dag stefnuyfirlýsingu sína vegna bæjarstjórnar- kosninganna nú í vor. Hún er á ýmsan hátt athyglis- verð og verður eflaust lesin og mikið um hana rætt. Öllum kjósendum er nauðsyn og að nokkru skylt, vegna sjálfs kosningaréttarins, að mynda sér málefna- lega skoðun á Jxví, sem um er kosið hverju sinni. Hin opinbera stefnuyfirlýsing, sem hér um ræðir, er gerð að vel athuguðu máli og full ástæða til að ætla, að við hana verði staðið, ekki síður en gert hefur verið á yfir- standandi kjörtímabili. VfSIR SELDUR Blaðið Vísir, eina blaðið, sem Sjálfstæðisflokkurinn var eign- araðili að, hefur nú verið seld- ur fyrir 125 þús. kr. að því er Tíminn segist bezt vita. Þar segir einnig, að skuldir blaðsins hafi verið 11 millj. kr. Nýi eigandinn er hlutafélagið Reykjaprent. Fjárþröng hefur nxjög þjakað þetta eftirmiðdags- blað í Reykjavík mörg undan- farin ár, eins og raunar fleiri blöð bæði nyrðra og syðra. ÞEIR BUÐU LÆGSTA VERÐIÐ „Lægsta raforkuverð var það eina, sem íslenzkir aðilar gátu boðið, hagstæðara en aðrir í samningum við Swiss Alumini- um“, segir fslendingur. Er það ekki grátbroslegt, að blaðið skuli vera búið að gleyma gerðardómnum góða, sem for- stjóri Swiss Aluminium var ánægðastur með á dögunum? „BÆRINN OKKAR“ Góðborgari, sem aldrei lætur sig vanta á frumsýningar í Sam komuhúsi bæjarins, lét þess get ið, að hann hefði átt óvenju góða kvöldstund er „Bærinn okkar“ var frumsýndur, og undir það munu margir taka. En góðborg- ariim bætti því við, að næst þegar þessi sjónleikur yrði svið settur, eftir svo sem 10 ár, ætti að staðfæra hann hér. Gæti það orðið til þess áð ópna augu fólks fyrir eigin umhverfi, og væri þetta vissulega athugandi. Að sjálfsögðu yrði hinum „ljúfsára“ anda leiksiris ekki breytt í neltf revíuform. Exða væri þessi staðfærsla e. t. v. möguleg nú í vor? ‘ OF LfTIÐ FJÁRMAGN Fjármagnið til atvinnujöfnunar sjóðs, sem um getur í leiðara blaðsins í dag, er því miður allt of lítið, og sérstaklega með til- liti til liinnar miklu sogdælu, (Framhald á blaðsíðu 2.) „Svört á brún cg brá” UNGMENNAFÉLAG og hjóna- klúbbur á Skagaströnd efndu nýlega til leiksýningar og hafa sýnt sjónleikinn „Svört á brún og brá“ tvisvar sinnum við góð ar undirtekir og sýna hann einn ig á Húnavökunni á Blönduósi. Leikstjóri er Bernódus Ólafsson og fer hann einnig með eitt að- alhlutverkið, en með önnur veigamikil hlutverk fara: Hall- bjöm Skaftason, Ingibjörg Ax- elsdóttir og Jóhanna Gunnlaugs dóttir. En leikendur eru alls 8. Á Skaga eru gæftir góðar og grásleppuveiði að glæðast og rækjuvinnsla heldur áfram. Verið er að ryðja snjó af vegum á vestanverðum Skaga. Enn eru geysimiklar fannix’. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.