Dagur - 16.04.1966, Síða 1

Dagur - 16.04.1966, Síða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) ----------- , FERÐASKRIFSTOFAN TÚNGÖTU 1 Símar 1-14-75 og 1-16-50 Kvikmyndað í HEjóðaklettum S5J55555555J55555555555555555555555555J5555555S5555555555SS55555555J555555S55555555J555J55555J5J5555JJ5555JS UM MIÐJAN júlí hefst kvik- myndataka hér á landi, sem Asa Film í Kaupmannahöfn, Bonniers Film í Stokkhólmi og Eddáfilm í Reykjavík standa að. Myndin er byggð á sögu Signýjar og Hagbarðs, Allar útimyndatökur fara fram hérlendis, m. a. við Jök- ulsá á Fjöllum. En fregnir herma, að einkum verði kvik- myndað í Hljóðaklettum við Jökulsá. Þrjátíu hvítir, íslenzk- ir hestar, hús, sem byggja verð- ur og fl. ér talið með hinu náuð- synlegasta. Aðalhlutverk verða annars 15 og er Benedikt Árnason aðstoð- arleikstjóri, og nokkrir íslenzk- ir leikarar munu fá þarna veiga mikil hlutverk. □ ú%s,, Aldrei áður eins mörg net í sjó Afli hefur verið sæmilegur undanfarið Hrísey 15. apríl. Snjórinn hefur sigið um einn meter, en ennþá er jökull yfir allt, háar girðing- ar í kafi og snjórinn nær jafn- vel upp á símastaura miðja. Eru þetta óvenjuleg snjóþyngsli. Nú hafa veður verið góð og flestir komnir i grásleppuna. Aldrei hafa verið lögð eins MIKIÐ LEIKIÐ Á AUSTFJÖRÐUM Á REYÐARFIRÐI var frum- sýndur á annan páskadag sjón- leikurinn Forríkur fátæklingur og voru sýningar tvær þann dag. Leikstjóri var Jóhann Og- mundsson frá Akureyri. í Neskaupstað eru þrír ein- þáttungar í æfingu og Seyðfirð- ingar undirbúa sjónleik. Hvert leikfélag sýnir svo í næstu kaup túnum og kaupstöðum. Leiklistaráhugi er mikill á Austurlandi og þar eru margir góðir leikarar. Á Egilsstöðum verður í sum- ar vígt nýtt félagsheimili, sem taka mun 400 manns í sæti. Leiksviðið er helmingi stærra en í Samkomuhúsinu á Akur- eyri. Ráðgert er að sýna Skugga-Svein við vígsluna, væntanlega 17. júní. □ mörg net í sjó hér við Hrísey. Aflinn hefur verið sæmilegur. Aðeins Eyrún og Auðunn eru með þorskanet og hafa veitt dáhtið. Frá okkur eru þrjú grá- sleppuúthöld í Flatey og hefur þeim gengið vel. Okkur reikn- ast svo til, að ef 5000 kr. fást fyrir tunnuna af hrognunum, megi reikna hrogn úr grásleppu á 40 kr. Svo er grásleppan söltuð og einnig hengd upp. Við höfum fengið góða gesti, nokkurn veginn samtímis, en það er rjúpan, sem nú leitar heimahaganna og varpstöðv- anna og fuglafræðingurinn Arn- þór Garðarsson. Nú mega rjúp- urnar ekki snúa sér við, án þess það sé athugað og skrásett. Æðarvarp hefur aukizt í Hrísey undanfarin ár. Æðar- fuglinn fer nú senn að skyggn- ast yfir sínar varpstöðvar. Þ.V. Fyrir nokkrum dögum var vcgurinn í Öxnadal ruddur. Ný Lðxárvirkjun er nú í Framkvæmdir ef til vill hafnar á þessu ári (Ljósm.: Guðbr. Steinþórsson.) VIRKJANIR þær við Laxá, sem framleiða um 125000 kw, fullnægja ekki raforkuþörfinni á orkuveitusvæðinu. Alþingi gaf ríkisstjórninni heimild til 160 millj. kr. lán- töku til byggingar nýrrar Lax- árvirkjunar. Er nú unnið að undirbúningi hennar á verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Tlior- oddsen, bæði að undirbún- ingsathugun, teikningum og undirbúningi útboðslýsinga. Ráðgert er, að hin nýja virkj- un framleiði nálega eins mikið og núverandi virkjanir gera. Er hér um mikið mannvirki að ræða, sem reist verður ofar við Laxá en hinar eldri og gerð mikil uppistaða með hárri stíflu. Laxárvirkjunarstjóm licfur ákveðið, að máli þessu verði hrundið fram, og þótt ekki verði neitt um það sagt, Iivenær fyrstu framkvæmdir gcti hafizt, ætti að mega vona, ef fyrir- greiðsla valdliafanna verður góð, að þær hefjist seint á þessu ári. En virkjunartími er 3—4 ár. Stjórnarformaður Laxárvirkj unar er Arnþór Þorsteinsson. iBUÐARHÚS BRANN A HUSAViK Húsavik 15. apríl. f morgun varð mikill eldsvoði í Höfða- vegi 12 á Húsavík. Húsið er múrhúðað, timburklætt, kjall- ari, stofuhæð og rishæð. Skokk urin stendur, en er mikið brunn inn að innan og innbú eigend- anna, Aðalsteins Karlssonar sjó manns og Steingerðar Sig- mundsdóttur konu hans, að mestu ónýtt. Þau hjónin sváfu á rishæð- inni ásamt tveim börnum sín- um og voru ekki komin á fæt- ur þegar þau urðu eldsins vör. Eldurinn magnaðist fljótt og Lán hækkuðu um 130 þúsund krónur - En byggingakostnaðurinn um 215 þús. í HINU svonefnda júnísam- komulagi verkalýðsfélaga og ríkisstjórnarinnar árið 1964, var um það samið, að íbúða- lán skyldu hækka úr 150 þús. kr. upp í 280 þús. kr. Vextir verða 4% (raunverulega nú 4%%) og afborganir af lánun- um hækka samkvæmt fram- færsluvísitölu ár hvert. Á þingfundi sl. fimmtudag skýrði Sigurvin Einarsson al- þingismaður frá útreikning- um, sem hann hefur gert í þessu sambandi og vöktu þeir mikla athygli. Þar kemur það fram, að byggingakostnaður 370 ferm. íbúðar hefur samkvæmt skýrslum Hagstofunnar hækk að úr 752 þús. kr. upp í 967 þús. kr. frá því í júní 1964 þangað til í febrúar 1966 — eða um 215 þús. kr. á 20 mán- uðum. En lán út á shka íbúð hefur samkvæmt júnísam- komulaginu aðeins hækkað um 130 þús. kr. í útreikningunum komu einnig fram áhrif vísitöluálags ins á ársgreiðslur 280 þús. kr. lánsins. Miðað við 414% vexti og 10% árlega hækkun fram- færsluvísitölunnar er árs- greiðsla 280 þús. kr. lánsins þessi: Miðað við nafnverð lánsins ca. kr. 18623 Eftir 5 ár Eftir 10 ár Eftir 15 ár Eftir 20 ár Eftir 25 ár ca. kr. ca. kr. ca. kr. 30330 48847 78666 ca. kr. 128696 ca. kr. 204046 þau urðu að fara út um glugga og skárust við það á höndum og handleggjum. Voru þau flutt í sjúkrahús en börnin sluppu ómeidd. Slökkvilið kom á vettvang og tókst því fljótlega að ráða nið- urlögum eldsins. Þ. J. ÁLNEFNÐ SKILAR ÁLITI í DAG VIÐ fyrstu umræðu um ál- málið yar kosin sérstök 7 manna þingnefnd til að fjalla um málið. f nefndinni eru: Ingvar Gíslason, Þórarinn Þórarinsson, Lúðvík Jósefs- son, Mattlvías Á. Matthíesen, sem er form., Jónas Rafnar, Benedikt Gröndal og Sigurð ur Ingimundarson. Talið er, að nefndin muni skila áliti eða álitum í dag og málið verði tekið til ann- arrar umræðu í neðri deild á mánudag. Verði það þá sam- þykkt. Er eftir ein umræða enn í neðri deild og 3 í efri- deild a. m. k. Dagur hefur frétt, að ncfndarálitin muni verða þrjú. Ætla má, að bæjar- stjórn Akureyrar og fleiri hér nyrðra bíði með nokk- urri eftirvæntingu eftir að frétta um afstöðu þingmanna kjördæmisins til hinnar miklu sogdælu syðra, sem fyrirhuguð er með frumvarpi þessu. □ FÁ LFSA OG ÞORSK Grímsey 15. apríl. Hér er sól dag hvern síðan fyrir páska og lóan er að kveða burt snjóinn, sem ekki er þó mikill eftir, nema í Sandvíkinni, en þar var allt á kafi og er enn. Bjargfuglinn er kominn og er mikil mergð af honum hér við björgin. Grásleppuveiðin gengur sæmi lega og er mikið stunduð og mikill fjöldi neta í sjó. Ofurlítið af þorski og þó einkum ufsa kemur í netin. S. S.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.