Dagur - 30.04.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 30.04.1966, Blaðsíða 4
5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Magnús þá og Magnús nú VIÐ FYRSTU umræðu fjárlaga 1958, meðan Eysteinn Jónsson var enn fjármálaráðherra, sagði Magnús Jónsson í þingræðu: „Það er áreiðan- lega hægt að spara á mörgum svið- um, en það þarf í senn réttsýni og kjark til að gera slíkar ráðstafanir á viðunandi hátt. Án einbeittrar for- ystu fjármálaráðherra á hverjum tíma er þess ekki að vænta, að sparn- aður og hagsýni ráði í ríkisrekstrin- um.“ Og nú spyrja menn: Hvað er að frétta af liinum nýja .,anda“ í fjár- málaráðuneytinu? Er „réttsýni“ og „hagsýni" í því einu fólgin að skera niður framlög til hafna, vega og skóla um 20 %? Og hvar eru efndir hinna mörgu loforða um, að lækka skattana, þurrka suma þeirra jafnvel alveg út og snúa alveg af „skattpín- ingarleið“ Eysteins og Framsóknar- flokksins? Sem lítið sýnishorn af því, hvernig Magntis Jónsson ráðherra hefur uppfyllt skattalækkunarloforð sín og síns flokks, skulu hér tilfærð sýnishorn — ekki af sköttum, sem felldir voru niður, heldur af nýjum sköttum: ]. Söluskattur á vörur og þjónustu. 2. Launaskattur. 3. Bændaskattur. 4. Skattur við aðgang að veitinga- húsum. 5. Iðnlánasjciðsgjald. 6. Ríkisábyrgðasjóðsgjald. 7. Timburskattur. 8. Sementsskattur. 9. Steypujárnsskattur. 10. Gjaldeyrisskattur. 11. Rafmagnsskattur. 12. Vegarskattur á Reykjanesi. 13. Leyfisgjald á jeppabifreiðir. 14. Bílaskattur vegna hægri handar aksturs. Hækkun skatta og þjónustugjalda ríkisins er m. a. í eftirtöldum grein- um: 1. Benzínskattur. 2. Þungaskattur, hækkun allt að 100%. 3. Innflutn- ingsgjald útflutningssjóðs fellt inn í ríkistolla. 4. Eignaskattur fjórfaldað- Lir. 5. Útflutningsgjald. 6. Póstgjöld. 7. Símagjöld. 8. Rafmagnsverð ríkis- veitna. 9. Vistgjöld á sjúkrahúsum. 10. Far- og farmgjöld strandferða- skipa. ~HT |p T ¥ í ~~~~~~~~~~~~~~ JONAS JONSSON FRÁ HRIFLU: Stjórnarstemaii lieiiir ekki miniii áhrir KVEÐJA TIL ÞINGEYINGA á vöxt og viágang bæjarins en stjórnin sjálf, SIGURÐUR ÓLI BRYNJÓLFSSON frá Ytra-Krossanesi, kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, skipar þriðja sæti á lista Fram- sóknarflokksins á Akureyri, en hann liefur átt sæti í bæjarstjórn- inni yfirstandandi kjörtímabil. Hann er yngstur þeirra rnanna, sem nú eru í bæjarstjórn Akureyrar og nýtur þar vaxandi trausts vegna áhuga sins á hinum fjölmörgu velferðamálum bæjarins og einarðrar og drengilegrar baráttu í þeim málum, sem hann flytur eða styður. En það eru m. a. fræðslu- og uppeldismál. Dagur liefur lagt spumingar fyrir Sigurð, sem hann góðfúslega svaraði. Fer samtalið hér á eftir. Heldurðu að almenningi sé ljóst hvernig bæjarstjórnin vinnur? Ég hef orðið þess var, að menn einblína um of á bæjarstjórnina en gera sér ekki ljóst, að hún kýs allmargar ráðgefandi fasta- nefndir í upphafi hvers kjör- tímabils. Þessum nefndum er ætlað að undirbúa mál fyrir bæjarstjórn. og reyndin hefur orðið sú, að þær ráða mjög miklu um aðgerðir hennar í þeim málum, sem þær hafa með höndum. Nefndirnar, sem oft að meirihluta eru skipaðar mönnum utan bæjarstjórnar, gegna því afar mikilvægu hlut- verki, og þær eða nefndarmenn irnir eiga oft meira lof skilið fyrir frumkvæði og góða tillogu gerð, en bæjarstjórnin sjálf. Það er lán fyrir bæinn, að bæjar- stjórnin hefur jafnan átt kost á vel hæfum og samvizkusömum mönnum til þessara nefndar- starfa. Hvað viltu segja um húsnæðis niál skólanna hér á Akureyri? Á liðnu kjörtímabili var lokið við annan áfanga Oddeyrarskól- ans og fengust þar nokkrar vel búnar kennslustofur. Stór við- bygging hefur risið við Gagn- fræðaskóla Akureyrar, en þar hafa komið í gagnið níu almenn ar kennslustofur, en síðar er þó ætlunin að nýta sumar til sér- kennslu, en auk þess allstór sal- ur, sem þó er ekki fullgerður ennþá. Þá er hafin bygging iðn- skólahúss, sem verður hið mynd arlegasta að öllum frágangi og búnaði, til mikils gagns fyrir okkar fjölmennu og duglegu stétt iðnaðac-manna á Akureyri. Á síðustu fjárhagsáætlun bæjar ins var ætlað einnar milljón kr. framlag til byggingar nýs barna- og unglingaskóla í Glerárhverfi. En á því er hin brýnasta þörf fyrir ört vaxandi fólksfjölda í þeim bæjarhluta. í tenglum við skólabygging- arnar hefur verið ákveðið í bæj arstjórn, með öflugum stuðningi Framsóknarmanna, að hefja undirbúning að nýju og mjög myndarlegu íþróttahúsi. En til að mæta húsnæðisþörf fyrir mjög fjölþætta íþróttastarfsemi í bænum, verður nú í sumar reistur skáli fyrir þessa starf- segir SIGURÐUR OLI BRYNjÓLFSSON, kennari, yngsti bæjar- fulltrúinn á Akureyri semi til bráðabirgða þar til hið nýja íþróttahús verður tekið í notkun. Ennfremur er ætlazt til þess, að Tónlistarskólinn eign- ist eigið húsnæði á næstunni. Hve miklum fjármunum hef- ur bærinn varið til skólabygg- inga? Á þessum fjórum árum, hefur bærinn lagt fram, samkvæmt fjárhagsáætlunum, um 13 millj. kr., og þar sem ríkissjóður legg- ur fram jafnmikið fé, hafa um 26 milljónir króna verið til ráð- stöfunar til þessara nýbygginga. Með sama áframhaldi verða hús næðismál skólanna komin í gott horf eftir fá ár. Allt frumkvæði í þessum efnum hefur komið héðan og verður að gera það. Enn er rétt að geta þess, þótt ekki sé það á vegum bæjarins, að fyrirhugaðar eru byggingar við Menntaskólann, sem bæta munu aðstöðu hans til muna. Er nægilega mikið gert fyrir æsku Akureyrar að öðru leyti? Sjálfsagt ekki, því hvenær er gert nóg af því góða? En að full yrða, að ekkert hafi verið gert fyrir æsku þessa b'æjar á síð- ustu 5 árum, eins og 21 árs maður lét eftir sér hafa í einu blaði bæjarins nú nýlega, og að hér sé ekkert, „sem æskan gæti laðast að“, finnst mér þó fjær sanni en að segja að nóg sé gert. Fyrir hvern, ef ekki æskuna, er aðstaðan, sem verið er að skapa í Hlíðarfjalli? Fyrir hvern eru knattspymuvellirnir og íþrótta- svæðið, sundlaugin, öll nám- skeiðin, sem Æskulýðsráð hef- ur beitt sér fyrir, íþróttafélögin og mörg önnur félög? Allt er þetta stutt af bæjarfélaginu á einn eða annan hátt. Ég segi ekki, að beinn fjárhagsstuðning- ur við sum félögin sé mikil, en siðferðislegur stuðningur er það þó, þegar vel er tekið undir óskir um styrki, þótt upphæð- irnar séu ekki alltaf háar. Hitt er svo annað mál, að ef við getum ekki hamlað móti þeirri upplausn, sem víða ógnar heimilis- og fjölskyldulífi, þá verður hið opinbera að stofna heimili æskulýðnum til handa. Nú þegar mun þörf á þess hátt- ar heimili, ekki stóru, sem bet- ur fer, því ennþá stendur ís- lenzk sveitamenning föstum rót Sigurður Óli Brynjólfsson. um hér á Akureyri svo sem fjöldi ágætra heimila ber gleggst vitni. Hvað viltu segja um sam- skipti bæjarins við nágranna- sveitir? Hagur Akureyringa og Eyfirð inga er mjög samanslunginn og ég tel óeðlilega lítil samskipti sveitarstjórnanna og bæjar- stjórnar Akureyrar. Það eru áreiðanlega ýmsir möguleikar, sem opnast myndu ef samvinn- an ykist. í þessu sambandi má benda á samstarf .í skólamál- um og mjög er athugandi, að Akureyrarbær verði aðili að væntanlegum heimavistarskóla úti í sýslunni. Sjúkrahúsmálin verða að leysast á breiðum grundvelli milli bæjar og sveita og margt fleira mætti nefna. Sameiginlegar kröfur á hendur ríkisvaldinu yrðu árangursrík- ari, eins og kaupstaðaráðstefn- an á síðasta ári sýnir Ijóslega. Hvað viltu segja um hinar pólitísku línur í bæjarstjórn? Margir tala um það hér í bæ, að það skipti ekki máli hvernig sæti í bæjarstjórn skiptist milli hinna pólitísku flokka. En þetta er ekki rétt. Það eru viss grund- vallaratriði, sem flokkarnir starfa eftir, þótt mönnum séu þau ekki alltaf ljós. í leiðara ís- lendings sl. fimmtud. er þessi mismunur einmitt undirstrikað- um greinilega. Þar erum við Framsóknarmenn á Akureyri, sakaðir um það, sem þeir kalla hreppapólitík. En það þýðir, að við gerum kröfur til þjóðfélags- ins um stuðning við uppbygg- ingu landsbyggðarinnar, en bíð- um ekki aðgerðarlausir eftir því að hinum háu herrum í Reykja- vík þóknist að rétta okkur hlut- ina upp í hendurnar. Við höfum þá meginskoðun, að þjóðarhag sé svo bezt borgið til frambúð- ar, að sem jöfnust uppbygging sé um allt land. En Sjálfstæðis- menn hér virðast hins vegar einatt reiðubúnir til undanslátt- ar eins og bezt sézt í álmálinu. Komi það fyrir, að þeir ætli að vinna eins og heimamönnum er sómi að, lenda þeir óðar í and- stöðu við sína flokksmenn syðra, eins og Knútur Otter- stedt rafveitustjóri í baráttu sinni og bæjarstjórnar Akur- eyrar fyrir nýrri Laxárvirkjun. Stefna þings og stjórnar í landsmálum skiptir miklu máli fyrir Akureyri, og hún hefur ekki minni áhrif á vöxt og við- gang bæjarins en bæjarstjórnin sjálf. Með því að gefa stjórnar- flokkunum ráðningu nú í bæj- arstjórnarkosningunum, er e. t. v. unnt, að knýja þá til að breyta stefnu sinni í hagstæðari átt fyrir landsbyggðina. Nokkuð sérstakt að lokum, Sigurður? Ég vil hvetja kjósendur til að kynna sér þá stefnuskrá, sem Framsóknarfélögin á Akureyri hafa fyrir nokkru birt hér í blað inu og fulltrúar þeirra í bæjar- stjórn hafa að leiðarvísi í bæj- arstjórnarmálum. Samkvæmt henni munum við vinna og fá til samstarfs þá menn úr öðrum flokkum, sem með okkur vilja vinna, á sama hátt og gert hef- ur verið á því kjörtímabili, sem nú er senn á enda og hefur að ýmsu leyti verið framkvæmda- tímabil. En aðstaða okkar til enn meiri áhrifa á farsæla þró- un hér í bæ, byggist að sjálf- sögðu á þeim trúnaði, sem kjós- endur sýna okkur á kjördegi. Markmið okkar í þessum kosn- ingum er því það, að eiga fimm fulltrúa eftir kosningar í stað fjögurra nú, og fá Hauk Árna- son, dugmikinn tæknifræðing, kjörinn í bæjarstjórn Akureyr- arkaupstaðar, sem fimmta full- trúa okkar, segir Sigurður Óli Brynjólfsson að lokum og þakk- ar Dagur viðtalið. BOEING-ÞOTA FYRIR NÆR 300 MILLJ. KR. Rí KISST J ÓRNIN hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um heimild til að ábyrgjast 80% af kaupverði Boeing-þotu er Flug- félag íslands hefur hug á að kaupa. En verð slíkrar vélar með nauðsynlegum tækjum er um 297 millj. kr. Ríkisábyrgðar heimildin sé þó ekki bundin við þessa flugvélategund, en ábyrgð arupphæðin miðist við fyrr- nefnda upphæð. Framkvæmdastjóri F. í. skýrði í útvarpsþætti rekstur og framtíðarhorfur félagsins, einn ig endurný j unarþörf flugvél- anna og nauðsyn meiri véla- kosts. □ SKRIFSTOFUR FRAMSÓKNAR- FLOKIÍSINS Á AKUREYRI SKRIFSTOFAN HAFNARSTRÆTI 95 opin alla virka daga, nema laugardaga, kl. 2—6 og 8-10 e. li. Símar 2-11-80 og 1-14-43. SKRIFSTOFAN LÖNGUHLÍÐ 2 (hús Jóhannesar Óla Sæmundssonar) opin öll kvöld, nema laugard., kl. 8—10. Sími 1-23-31. SJÁLFBOÐALIÐAR! Þeir, sem vilja starfa sem sjálfboðaliðar á skrifstof- unni á kvöldin, eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst. UTANKJÖRSTAÐAKOSNINGAR. Skrifstofurnar veita upplýsingar varðandi utankjör- staðakosningar og aðstoða í sambandi við þær. Ivos- ið er á skrifstofu bæjarfógeta á venjulegum skrif- stofutíma og auk þess mánud. til föstud. frá kl. 16— 18 og 20—22, laugard. frá kl. 16—18 og sunnud. frá kl. 13-15. Veitið upplýsingar um þá, sem dvelja utanbæjar. Framsóknarfólk, samtaka fram til sigurs. FYRIR ári síðan var ég með dætrum mínum staddur í gömlu og góðu gistihúsi í öðru landi. Ég var að bíða eftir að verða áttræður. En þegar ég kom á fætur afmælisdagsmorguninn, byrjaði að rigna yfir mig heilla- óskum að heiman. Gamall þjónn færði mér hvað eftir annað smá bunka af skeytum. Þá sagði hann við mig með enskri hóg- værð. „Þér hljótið að vera vin- sæll maður í yðar landi“ Mér varð svarafátt en sagði þó: „Menn geta stundum orðið vin- sælir í sínu landi með því að fara í burtu.“ Ég þakka þó seint sé vinum og velunnurum, allar afmælis- kveðjurnar og margháttaðan hlýhug í fyrri og seinni kynn- um. En ein af þessum heillaósk- um var sérstaks eðlis. Það var skeyti frá sýslunefnd Þingey- inga og formanni hennar sýslu- manninum Jóhanni Skaftasyni. Sýslunefndin lét fylgja góðum kveðjum tilmæli um, að hún mætti gefa út dálítið rit um ævi mína og störf í sambandi við afmæli mitt. Ég þakkaði sýslu- manni og sýslunefnd þessa ó- venjulegu afmælisframkvæmd. Síðan samdi sýslumaður við tvo frændur mína og sveitunga, Jón as Kristjánsson og Aðalgeir Kristjánsson um að semja yitið. Þeir eru báðir málfræðingar og starfa samtímis að vörzlu gam- alla og nýrra skjala við Lands- bóka- og Þjóðskjalasafnið. En þetta voru önnum kafnir menn, eins og allt iðjufólk í landinu nú á dögum, en þeim tókst samt að leysa verkefnið með nokkr- um ungum aðstoðarmönnum á tilsettum tíma. Afmælisritið kom út fyrir miðjan vetur og hefur nú náð til margra les- enda, áður en lauk sjálfu afmæl isári mínu. En nú hentar mér ekki lengur að fresta að senda öllum, sem lagt hafa á sig marg- háttaða vinnu og tilkostnað við þetta óvenjulega afmælisrit. Þessa kveðju vil ég senda Degi, blaði Norðlendinga. Dagur hef- ur nú, auk frumkvæða á mörg- um sviðum, í fjóra áratugi, myndað andleg tengsl milli aðal blaðs Norðlendinga og áhuga- manna í Þingeyjarsýslu. Afmælisritið sparar mér að semja skipulega ævisögu, eins og margir aldraðir menn temja sér, þegar líður að vertíðarlok- um. Þetta er mér mikils virði, því að eigin ævisaga mundi hafa reynzt mér erfitt verk. Raun- verulega vinna hér á landi jafn an margir menn að lausn félags- mála, einkanlega á vegum sam- vinnumanna. Mér var fullljóst, að erfitt var fyrir mig að rita um ýmsar þjóðlegar fram- kvæmdir í ævisöguformi. Til flestra slíkra verka þarf sér- staka aðstöðu til forgöngu, svo sem ættarveldi, há próf, föst embætti og ráð yfir miklum fjármunum. Ég hafði lítið af þessum gæðum. Þeir menn sem uppfylla ekki þessi skilyrði við nauðsynlegar framkvæmdir, verða fyrst og fremst að treysta á orku og anda samvinnu og samhjálpar. Nú vill svo vel til, að í þessu minningarriti Þing- eyinga er vikið að sögulegu dæmi um vinnubrögð samvinnu manna, þegar þeir leystu, án allra valdaskilyrða, gott héraðs- vandamál með áhuga og hyggi- legu samstarfi. Sumarið 1925 voru við hjón- in á hestferð um Fljótsdalshér- að og gistum í Mjóanesi hjá góð vinum, Benedikt og Sigrúnu Blöndal. Daginn eftir fylgdu Mjóaneshjónin gestum sínum í skínandi veðri upp að Hallorms stað. Það var ættargarður Sig- rúnar Blöndal. Þar voru þá staddir nokkrir aðrir héraðsbú- ar. Enginn af gestunum hafði þennan dag önnur áhugamál, en sólskinið, gróðurinn og fegurð- ina, hvert sem litið var. En að líkindum hefur einhver í gesta- hópnum spurt frú Blöndal, hvers vegna hún sé að starf- rækja kvennaskóla fyrir sjö stúlkur á heimili sínu, en flytti ekki kennslustörfin heim á óð- alið á Hallormsstað. Engum gest anna kom til hugar á þessum sólskindegi að berjast fyrir nýrri og dýrrri ríkisstofnun í stærsta skógi íslands. Gestirnir á Hallormsstað voru alveg óund Jónas Jónsson frá Hriflu sendir hér vinum sínum og samherjum í Suður- Þingeyjarsýslu kveðju sína. Blaðið notar tæki- færið og færir hinni öldnu kempu árnaðar- óskir í tilefni af aftnælis degi hans á morgun, en þá verður liann 81 árs. irbúnir að ræða um þá nýjung við hjónin í Mjóanesi hvort þau geti ekki flutt óðal frúarinnar á þennan austfirska fegurðar- stað. Allt í einu kviknaði áhugi fyrir þessari framkvæmd. Mönn um fannst þetta eiginlega sjálf- sagt og skiptu með sér verkum að tala við kvenfélagsleiðtoga í héraðinu og þingmenn Aust- firðinga og kaupfélagsleiðtoga. Þessu máli var vel tekið. Hvar- vetna vildu menn greiða fyrir því. Hallormsstaður skyldi auk fegurðar og sólaráttar verða nýr austfirzkur höfuðstaður. Þetta var óskastund, án peninga, valds, þjóðskipulags eða lang- varandi undirbúning. Það var reistur á Hallormsstað glæsileg- ur kvennaskóli undir forustu Mjóaneshjónanna, Benedikts og Sigrúnar Blöndal og þar mun þessi höll standa til vegs og sóma íslenzkum konum um ókomnar aldir. Um þessar mundir gerðust margar þjóðnýtar framkvæmd- ir um allt land. Aldamótahug- urinn, þrá fólksins eftir frelsi, þjóðar og einstaklinga, lyfti heilli kynslóð, karla og kvenna langt yfir fyrri líðandi stund. Ungmenni í Reykjavík, bæði piltar og stúlkur, veltu grjóti í Oskjuhlíð í hjáverkum sínum til að skapa þar skíðabraut handa æskunni. Stéttaumbúðirnar týndust í straumi hugsjónanna. Ungar stúlkur úr tilhaldsheimilum Reykjavíkur gleymdu að þéra molduga og veðurbitna sveita- pilta við skíðabrautavinnuna eða þar sem önnur ungmenni stífluðu kalda læki í von um að fá þar nothæfan sundpoll til æf- inga. Hér var ný öld að fæðast og aldamótafólkið notaði sókn- arhita hverfulla hugsjónastunda til að vinna mörg og eftirminni- leg afrek. Ég var um þessar mundir lægst settur og valdaminnstur af kennurum við eina af beztu kennslustofnunum í höfuðstaðn um, það var Kennaraskólinn. En í blaði ungmennafélaganna ritaði ég hvatningagreinar um frelsi og jafnrétti einstaklinga. Ég studdist jöfnum höndum í jafnréttisbaráttunni við reynslu Þingeyinga í samvinnumálun- um og boðskap hinnar alþjóð- legu þróunarkenningar. Kaup- félögin þingeysku sýndu jafn- rétti og bræðralag í verki með því að lyfta smábændunum og fátækum verkamönnum í jafn- réttisaðstöðu við efnafólkið um verðlag á vörum innlendum og útlendum. Á þessum árum heyrði ég aldrei nein hallmæli í garð gróðastéttanna. Sérhver húmóðir í Þingeyjars. og börn hennar vissu full vel að ef var- an fengist ekki í íélaginu varð úttektin minni og harðari í ári með matvörur. Áróður minn í Skinnfaxa um gildi þróunarinn ar fyrir fátæklinga og smæl- ingja bar sýnilega árangur. Lík- lega hefur mér aldrei tekizt bet- ur en í þessum orðfáu Skinn- faxagreinum að hjálpa til að skapa varanlega undirstöðu í jafnréttisbaráttu samtíðarinnar. Ég komst á þessum árum í kynni við félög verkamanna, sjó manna og bænda. Oftast voru kynni mín við þessar félags- heildir markvísari heldur en skógarfögnuðurinn á Hallorms- stað. Hér mælti ég með pólitísk- um og fjárhagslegum félagsskap daglaunamanna og sjómanna til að jafna kjörin með kaupfélags- samtökum og skipulegum kaup- kröfum til að tryggja réttlæti í fjármálunum. Ég mælti við verkamenn með kenningu Marx eins og hún var framborin af enskum verkamönnum. Þeir skyldu standa saman í þéttum fylkingum um sín mál og beita með festu og varfærni verkfalls vopninu, en forðast ofbeldi og byltingaáróður. Það er nú gert í öðrum löndum þar sem auð- valdið svaraði öreigunum eins og í Rússlandi eftir japanska stríðið með fallbyssu og hríð- skotabyssum. Þegar þessar um- ræður fóru fram í lágum hús- um efnalítilla manna í höfuð- stað íslendinga var rússneska byltingin óframkvæmdur við- burður. íslendingar höfðu hins vegar um þessar mundir orðið fyrir beinum áhrifum frá dönsk um jafnaðarmönnum sem töl- uðu um byltingu án þess að vita að í þingstjórnarlöndum láta fulltrúar verkamanna sér aldrei til hugar koma að beita nema verkfalls og kaupfélagsvaldinu í þágu verkalýðsins. Hér á landi óx verkamannahreyfingin allhratt um þessar mundir og hóf skipulega flokksmyndun. Á þessum þróunarárum buðu verkamenn í Reykjavík í sam- bandi við ólaunaða liðveizlu mér sæti í bæjarstjórn eða á þing fyrir þeirra flokk. Ég þakkaði traustið, en mælti í þess stað með áhrifamiklum skörungum, sem fram voru komnir í verka- lýðshreyfingu höfuðstaðarins. Var tekið tillit til bendinga minna. Jörundur Brynjólfsson varð fyrsti verkalýðsþingmaður íslendinga, en Jón Baldvinsson tók við forustu Alþýðusamtak- anna en Ólafur Friðriksson var heitasti áróðursmaður verka- lýðsstéttarinnar í ræðu og riti. Eftir mér biðu önnur störf hjá samvinnubændunum og við að koma síðar á nokkru samstarfi með verkamönnum og bændum. Þegar hér var komið sögu hafði samvinnuhreyfingin borizt úr sveitum Þingeyinga til flestra annarra héraða á landinu. Kaup félagið á Húsavík var móður- stofninn í allri hreyfingunni. En síðan efldist hreyfingin ár frá ári. Samvinnumenn Þingeyinga höfðu sýnt þrek og stórhug með starfi pöntunar- og kaupfélaga, en voru jafnframt á góðri leið með að skapa allsherjar samtök allra kaupfélaga í landinu. Sam vinnubændur á þingi höfðu auk þess látið sér dreyma um póli- tísk stéttarsamtök bænda. Á upplausnarárunum 1912—1916 reyndu dugandi þingmenn úr flokkum ísafoldar og Lögréttu að vinna saman á flokksgrund- velli, en svipmyndir gömlu dauðu flokkanna villtu þeim sýn, þar til enska samvinnuhug- sjónin kom þeim til bjargar. Hug sjón óeigingjarnrar samvinnU var í senn nógu sterk til að tengja kaupfélagi 5 menn á þing bekkjum saman. f hinum miklu mannfélagshræringum sem gengu yfir landið á fyrri stríðs- árunum 1916—1917 mynduðu samvinnubændur sinn eigin flokk. Það var einvala lið og er af þeirra framgöngu góð saga. Enginn af þessum samvinnu- bændum lét sér koma til hugar að hafa peningaleg hlunnindi eða persónuleg metorð í laun fyrir þingsetu eða flokksstarfið. Óeigingirni þeirra og virðing fyrir starfinu gerði þessum mönnum um áraskeið kleift að leysa mörg erfið en nauðsynleg vandamál. Um sama leyti og ' samvinnumenn tóku höndum saman myndaði Jón Þorláksson íhaldsflokkinn og stýrði honum meðan tími vannst. Verka- mannaflokkurinn dafnaði eins og vænta mátti undir megin for ustu Jóns Baldvinssonar. Hófst í fyrra stríðinu tuttugu ára sögu skeið 1917—1937 þegar vinstri flokkarnir tveir, bændur og sam vinnumenn unnu löngum saman að umbótamálum vanræktu stéttanna og landsins alls því að bændur höfðu ætíð margþætt og ekki alltaf skyld áhugamál. En hins vegar urðu á leið flokk- anna á þessu tímabili mörg við- fangsefni, sem þrengdu að kjör- um almennings, en þau mál höfðu verið vanrækt af svoköll- uðum stjórnarvöldum landsins áratugum og öldum saman. Framfarirnar voru nauðsynleg- ar, en þeim fylgdi hin venjulega áhætta þegar velsældarheimilið er orðin meginhugsjón kröfu- harðra manna. Ritgerð þeirra frænda minna, málfræðinganna, í sambandi við áttræðisafmæli mitt gefur hugmynd um að hér voru marg- ir að verki og víðar en á Hall- ormsstað. Ritgerðir mínar hin- ar mörgu um langt tímabil eru allar hjáverkavinna. Blöð þau sem ég vildi styðja höfðu ekki fé til að greiða öllum verkkaup. Fyrir Skinnfaxa var árskaupið 200 krónur, vel þegið og greitt skilvíslega. Tíminn var alltaf í hai’ðri fjái'hagsbaráttu, en hins vegar var hann þá um langt skeið líftaug Samvinnuflokksins og samvinnufélaganna sem unnu að mai'gvíslégum stór- felldum fi'amförum. Q MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2—4 e.h. Á öðrum tímum vegna skóla og aðkomufólks eftir samkomu- lagi. Sími Safnsins 1-11-62. Sími safnvax'ðar 1-12-72.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.