Dagur - 30.04.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 30.04.1966, Blaðsíða 8
8 Frá Reyðarfirði. FRETTABREF FRÁ REYÐARFIRÐI SMÁTT OG STÓRT Reyðarfirði 22. apríl. Hér er bú- inn að vera langur og strangur vetur með miklufannfergi. Ekki ihafa þó verið nein teljandi ill- viðri, en langvarandi frostkafl- ar. Veturinn kvaddi með góðu veðri. Nú hefur verið stillt og gott veður um hálfs mánaðar tíma en þó aldrei hlýtt. Mikill snjór er ennþá. Atvinna hefur verið næg í vetur og hjálpa þar hvað mest þeir tveir bátar, sem héðan eru •gerðir út. Afli þeirra er núna 315 lestir hjá Gunnari SU 139, en hann kom með 74 lestir úr síðustu sjóferð. Snæfugl SU 20 hefur aflað 410 lestir og kom hann með 85 lestir úr síðustu sjóferð. Báðir þessir bátar eru með þorskanet, og sækja S.N.E. hélt aðalfund sinn mið- vikudaginn 20 apríl sl. að Hótel ÍCEA á Akureyri. Á fundinum voru mættir, auk stjórnar og endurskoðanda og allmargra starfsmanna S.N.E. og fundar- gesta, 24 fulltrúar frá 12 naut- griparæktarfélögum í hreppun- úm við Eyjafjörð. Á fundi þess- um mætti fulltrúi Búnaðarfé- lags íslands í nautgriparækt, hr. Oiafur E. Stefánsson ráðunaut- ur. Fundurinn var settur af for- manni S.N.E. Jónasi Kristjáns- syni, er bauð fundargesti og fulltrúa velkomna til þessa aðal fundar, sem er hinn 37. í röð- inni. Fundarstjórar voru kjörn- ir þeir Björn Jóhannsson á Laugalandi og Bjarni Pálmason á Hofi, en fundarritarar voru þeir Kristinn Sigmundsson á Arnarhóli og Jónas Halldórsson á Rifkelsstöðum. Formaður, bústjóri og ráðu- Tveir Svarfdælingar sitja nú á Alþingi HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON bóndi á Tjörn tók nýlega sæti á Alþingi í stað Gísla Guðmunds sonar, er hverfur um sinn þáð- an vegna anna við önnur störf. Hjalti Haraldsson bóndi Ytra- Garðshomi hefur einnig tekið sæti á Alþingi í stað Björns Jónssonar, sem vegna starfa beimafyrir, hverfur af þingi um sinn. Eru því um þessar mund- ir tveir svarfdælskir bændur á Alþingi. □ suður í Meðallandsbugt og að Ingólfshöfða eða jafnvel enn sunnar. Bændur hér treysta á gott vor, því eflaust yrði erfitt hjá mörgum ef illa voraði, þar sem haglaust hefur verið síðan fyrir áramót. Einhver beit er þó kom in og rætist úr, ef svona heldur áfram með tíðarfar. Veturinn hefur að ýmsu verið góður. Hér var í vetur norskur þjálf- ari Gísle Espólin Johnson, sem þjálfaði unglinga og fullorðna að mestu í innanhússiþróttum, og einnig á skíðum. Eftir að hann fór héldu nokkrir piltar áfram leikfimi innanhúss og meðfram var spilaður körfu- knattleikur. Einnig hefur staðið yfir glímuþjálfun og þjálfar nautur gáfu skýrslu um störf- in á síðastliðnu ári. Skýrslurnar báru með sér, að reksturinn hafði gengið vel á árinu. í Bú- fjárræktarstöðinni eru að stað- aldri rúmlega 150 nautgripir á Ólafur Stefánsson, ráðunautur. öllum aldri, þar af eru um 20 naut, 48 mjólkurkýr, þar af um 30 ungar kýr í tilraunum, og ennfremur 84 kvígur og kálfar í • uppeldi, sem ætlaðar eru fyrir afkvæmatilraunirnar. Á árinu 1965 var mjólkurinn- legg Búfjárræktax-stöðvarinnar 148.860 ltr. með 4,072% fitu. Fullmjólka kýr skiluðu að með- altali 4.368 kg. af mjólk með 3,905% fitu, en árskýrnar skil- uðu 4.153 kg. með 3,960 % fitu. Nú eru liðin 20 ár frá því að sæðingast.ð S.N.E. var stofnuð og tók til starfa, en á árinu 1965 voru sæddar þaðan 6.262 kýr, sem mun vera á milli 80 og 90% af öllum kúm í héraðinu, og Aðalsteinn I. Eiríksson glímu- mennina. Leikfélag Reyðarfjai’ðar byrj- aði sýningar á sjónleiknum For ríkur fátæklingur um páskana. Leikendum og leikstjóra var ákaft fagnað að lokinni frum- sýningu. Leikurinn í heild tókst mjög vel, og einstaka hlutverk- um gerð frábær skil. Leikstjói'i var Jóhann Ögmundsson og má segja að honum hafi tekizt mjög vel við uppfæi’slu þessa sjón- leiks. Fjárlög fyrir Reyðarfjarðar- hrepp hafa nýlega verið sam- þykkt og eru sem hér segir: Hæstu gjaldaliðir eru; Vatn og skólp 550.000.00 kr. Almanna tryggingasj óðsg j öld 480.000.00 áx-angur sæðinganna hefir í-eynzt vera góður. Á sæðingai’- stöðinni eru nú 5 fyrstuverð- launa naut, en auk þeii'ra eru þar einnig 2 naut, sem útlit er fyrir að nú verði viðurkennd til 1. verðlauna. Ái'lega skila til S.N.E. 280— 300 bændur mjólkur- og fóður- skýrslum yfir kýr sínar og fæst margháttaður fróðleikur frá þessum skýi-slum varðandi (Framhald á blaðsíðu 7.) „VIÐ HÖFUM AFLÉTT HÖFTUNUM“, segir Morgunblaðið og Visir í hverri viku. Enn eru þó ekki liðnir nema fjórir mánuðir eða svo síðan ríkisstjómin herti stórlega á höftum í peninga- málum, bæði með því að taka þriðju hverja krónu af sparifjár aukningunni um allt land og hækka vextina. Þessi hafta- stefna þrengir mjög að atvinnu vegunum, jafnt sem einstakl- ingum. FRELSI OG FRAMTAK EINSTAKLINGS Slík skrautyrði notar Sjálfstæð isflokkurinn við háttvirta kjór- endur. I reyndinni merkja þessi orð aðeins það, að ríkir menn séu máttarstólpar þjóðfélagsins og eigi að verða enn ríkari, á kostnað þorra almennings. Enn fremur, að þeir sem hafi að- stöðu til, eigi að hrifsa til sín úr þjóðarbúinu það, sem þeir geta. Gagnstætt þessu vinna samvinnumenn og ýmis önnur samtök fólksins á félagslegum grundvelli, þar sem liver styður annan og geta sameiginlega lyft Grettistökum. HANN FÉLL f síðustu bæjarstjórnarkosning- um hóf eitt bæjarfulltrúaefni íhaldsins á Akureyri kosninga- baráttu sína m. a. með þeirri áskorun til bæjarbúa, að „skapa pólitískt mótvægi gegn hinu mikla valdi samvinnusamtak- anna“. Sami maður féll í kosn- ingunum, því Akureyringar viðurkenna Iiinn mikilvægasta þátt samvinnumanna í uppbygg ingu og framförum bæjarins, og féll ekki þetta skraf í geð. TVEGGJA ATKVÆÐA MUNUR Stjórninni tókst með tveggja atkvæða mun, að fella tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu um áhnálið. Með sama meirihluta felldi hún dagskrártillögu Fram sóknarmanna við aðra umræðu álmálsins á þingi. Áhnálið hef- ur, þrátt fyrir algera handjám- un stjórnarflokkanna, alltof lít- ið þingfylgi, þegar um slíkt stór mál er að ræða. FRAMSÓKN JÓK FYLGI SITT f siðustu bæjarstjórnarkosning- um bættiFramsóknarflokkurinn hér í bæ við sig á fjórða hundr- að atkvæða, en Sjálfstæðisflokk urinn tapaði á þriðja hundrað atkvæða. Þessi þróun mála þarf að halda áfram nú, til þess að Framsóknarflokkurinn geti mót að bæjarmálastefnuna, sem for- ystuflokkur í höfuðstað Norð- urlands. Þetta mun líka takast því vel verður unnið. HUGSJÓN ÍHALDSINS Sjálfstæðismenn hér í bæ hafa látið í Ijós „einlæga von sína“ um að fá f jóra menn sína kjörna í bæjarstjórn. Ef marka má síð- asta blað þeirra, hafa þeir nú einna mestan áhuga á, að lengja daglegan viðskiptatíma bæjar- salerna og sjoppa. En væntan- lega kynnast bæjarbúar fleiri hugsjóna- og framfaramálum þeirra, þegar þeir birta næsta hluta stefnuskrár sinnar. K AUP V AN GSTORG Það hefur löngum verið siður götustráka að uppnefna bæði menn og staði, oft á mjög niðr- andi hátt. Nú hefur það skeð opinberlega, að Kaupvangstorg er nefnt „Náðhústorg“ og munu bæjarbúar ekkert þakklátir fyr- ir nafngiftina. Þeir, sem þetta gera, eru piltar þeir, að sunnan, sem ritstýra íslendingi, blaði Sjálfstæðismanna á Akureyri. Stígandi með 70 tonn Ólafsfirði 29. apríl. Hér hefur vei'ið sólskin og blíða undan- farna daga. Afli hjá netabátum hefur verið sáralítill að undan- föi-nu, en grásleppuveiðar eru stundaðar af miklu kappi og afla sumir bátai'nir sæmilega. Mótorbáturinn Stígandi er sá eini, sem- togveiðar stundar. Hann kom sl. þi'iðjudag með 70 tonn eftir viku útilegu. Á laugardag og sunnudag var svo haldið fjölmennt skíðamót, sem fór hið bezta fram. B. S. SEMENTSSKIPIÐ FREYFAXI FREYFAXI hið nýja sements- flutningaskip Sementsverk- smiðju ríkisins kom til Akra- ness sl. þriðjudag. Fi-amkvæmdastjóri og stjórn verksmiðjunnar tóku þar á móti skipinu og formaður verksmiðju stjórnar, Ásgeir Pétursson sýslu maður flutti ávarp við það tæki færi. Fx-eyfaxi er 1300 tonna skip mjög fullkomið að öllum búnaði og á því er tólf manna áhöfn. Hægt er að losa sextíu lestir af sementi úr skipinu á klukku- stund með aðeins tveim eða þi-emur mönnum um borð. □ EFIiRMÆLI „ViÐREISNARINNÁR" Fjárlögin eru nú fimmfalf hærri ÞJÓÐIN á að greiða i ríkissjóð sanikvæmt fjárlögum 1966, talið í milljónum króna: Aðflutningsgjöhl ............................ 1543 Söluskatt .................................... 938 Einkasölugróða ............................... 471 Tekju- og eignarskatt ........................ 406 Leyfisgjald bifreiða ......................... 124 Stimpilgjald .................................. 79 Aukatekjur .................................... 70 Gjaldeyrisskatt og þess háttar................. 66 Gjald af innfluttum tollvörum.................. 58 Ýmislegt....................................... 45 Benzínskatt og fleira til vega................ 254 Samtals milljónir króna ........................ 4054 Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1958, árið, sem núverandi stjórnarflokkar tóku við ríkisbúinu, átti þjóðin að greiða til ríkissjóðs milli 800 og 900 milljónir króna. Upphæðin hefur nálega fimmfaldast í höndum þeirra, sem ætluðu að lækka skatta og koma á stöðugu verðlagi. Hluti sveitarfélaga af tollum og söluskatti er ekki með- íalinn. (Framhald á blaðsíðu 2.) Fjölþæft starf naufgriparæktðrfélaganna Frá aðalfimdi SNE, er haldinn var 20. apríl sl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.