Dagur - 30.04.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1966, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) ! FERÐASKRIFSIOFAN TÚNGÖTU í Símar 1-14-75 og 1-16-50 ....... Grásleppa og þorsk- ur í netuiium Raufarhöfn 29. apríl. Hér er snjór að mestu farinn og orðið jeppafært til Kópaskers og Húsa víkur, hvað lengi sem það nú varir. ALLIR VEGIR í nágrenni Akur eyrar eru nú að spillast vegna aurbleytu. Þungatakmörk hafa þó aðeins verið sett varðandi Dalvíkurveg og miðað við 5 tonna öxulþunga, eða að bíllinn megi vera 8,5 tonn fermdur. í Suður-Þingeyjarsýslu ná þunga takmörkin til allra vega. Húsa- víkurvegur og Dalvíkurvegur eru aðeins færir jeppum og stór um bílum. Suðurleiðin er enn talin fær öllum bifreiðum. □ Grásleppuafli er hér mjög mikill og nær allir sjómenn hér bundnir við þær veiðar, auk. þess þrjú aðkomuúthöld. Allt upp í 700 grásleppur hafa veiðzt á dag í 20—30 net. Um þorsk hugsar enginn, en dálítið af hon um kemur í grásleppunetin og bendir það til þess, að eitthvað dálítið kunni að vera til af hon- um líka. Enda hefur vel veiðst af honum þegar skroppið hefur verið í færi. Búið er að koma fyrir þrem nýjum vogum af þýzkri gerð, í sambandi við síldarlöndun í sumar, því nú á að vigta síldina við móttöku. Unnið er áfram við að endurnýja vélar og tæki síldarbræðslunnar, svo hún verður sem ný, er hún tekur til starfa. H. H. Karlakórinn Vísir írá Siglufirði er hér að stíga um borð í Loftleiðavél á Akureyrarflugvelli sl miðvikudag í upphafi söngferðar til Danmerkur. Vísir söng hér á Akureyri kvöldið áður við hina ágætustu aðsókn og undirtektir. (Ljósm.: E. D.) Hlulii viðurkenningu lyrir auðsveipnina EFTIRMÆLI „VIÐREISNARINNAR” HVAÐ KOSTAR ÍBÚÐIN W. í FEBRÚAR 1960 kostaði rúmmetri í „vísitöluhúsi“ Ilag- stofunnar kr. 1231.03 Samkvæmt þessum útreikningi Hag- stofunnar, sem birtur var í Hagtíðindum á þeim tíma kostaði 370 rúmmetra íbúð í slíku liúsi rúmlega 455 þúsund krónur. í febrúar 1966 kostaði rúmmetrinn í „vísitöluliúsi“ eftir sömu reikningsaðferð sömu aðila kr. 2613.47. Samkvæmt því kostar 370 rúmmetra íbúð nú nálega 967 þúsund krónur. Efnahagsmálalöggjöf núverandi ríkisstjórnar gekk í gildi 20. febrúar 1960. Síðan hefur byggingarkostnaður 370 rúm- metra íbúðar samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hækkað úr rúmlega 455 þús. kr. upp í nálega 967 þús. kr. eða um 512 þúsund krónur. Fjárupphæð, sem í febrúar 1960 nægði til að byggja tvær íbúðir, nægir nú fyrir einni íbúð. r Agætur þorskaíii er á Húsavík og var klappað á kinnina á síðum Morgunbl Húsavík 29. apríl. Hér er ný- látinn hagyrðingurinn Karl Sig- tryggsson 70 ára að aldri. Hann átti við vanheilsu að stríða hin síðustu ár. Grásleppuveiðin hefur enn ekki verið verulega mikil en á e. t. v. eftir að lagast. Hins vegar er þorskafli ágætur, bæði í net og á færi, og veitir sá afli kærkomna vinnu í landi. Hér er sem stendur samkomu bann vegna inflúensu, sem hef- Karlakór Akureyrar syngur á næstunni KARLAKÓR AKUREYRAR mun innan skamms haida sam- söng hér á Akureyri. Nánar verður sagt frá tilhögun í næstu viku. □ ur verið að stinga sér niður, en er ekki útbreidd. Við dönsum ekki á meðan en það kemur ekki að sök þó að fólkið hvíli fætur sína um stundarsakir. Þ. J. ÞAÐ SKEÐI 25. apríl 1966, að hafnarnefnd Akureyrar, þá stödd í Reykjavík, sam- þykkti á fundi sínurn að leggja það til við bæjarstjórn Akureyrar að hún samþykkti að byggja á Akureyri drátt- arbraut fyrir 2000 þunga SUNNUDAGINN 24. apríl gerð ust þau stórtíðindi í blaðaheimi höfuðborgarinnar, að Morgun- blaðið varði hvorki meira né minna en nál. heilli sí&u til að segja fréttir af bæjarstjórnar- fundi hér á Akureyri. Margir ráku upp stór augu, því ekki eiga menn því að venjast, að þetta höíuðmálgagn Reykjavík- urauðvaldsins láti sig það miklu skipta, sem bæjarfulltrúar „úti á landi“ ræða sín á milli. Birtar eru í heilu lagi tillög- ur, sem þeir Gísli Jónsson og Bragi Sigurjónsson fluttu á fundi þessum, og eru þær þó úr sögunni, því þær voru felldar í bæjarstjórninni. En þetta voru áberandi rúmfrek eftirmæli og tillögu Gísla Jónssonar sýnd sérstök viðhöfn, því með henni var prentuð tveggja dálka grein argerð, sem tillögusmiðurinn lagði fram á fundinum, auk út- dráttar úr ræðu hans, sem Morgunblaðið segir að hafi ver- ið bæði „löng og snjöll“ og rök hans „fimlega flutt“. Nú kynnu einhverjir, sem tonna skip. Ég fel að þessi samþykkt marki tímamót í atvinnusögu Akureyrar og vegna hennar getum við öll horft fram á við með meiri bjartsýni en ella. Með þessu erum við að hefja uppbygg- ingu skipaviðhalds og skipa- ekki vita betur, að álykta sem svo, að þarna hafi blessað stjórn arblaðið syðra verið að veita minnihlutamönnum sínum í bæjarstjórn Akureyrar verð- skuldaða viðurkenningu fyrir skelegga baráttu og viturlegan málflutning í einhverju mikil- vægu velferðarmáli Akureyrar. Svo er þó ekki. Viðurkenningin er veitt þeim vegna þess, að þeir á umrædd- um fundi Iýstu sig samþykka því, að álverksmiðjan yrði byggð af útlendingum í Straums vík syðra, og féllust á það með ríkisstjórninni, að ekki væri hægt að koma henni upp við Eyjafjörð. Víst er það skiljanlegt, að Mbl.mönnum hafi fundizt það sanngjarnt og verðskuldað, að þeir G. J. og B. S. fengju lof fyrir viðbrögð sín. Það hlýtur sem sé að hafa komið á óvart í Mbl.höllinni að bæjarfulltrúar hér, sem fyrir rúmlega einu ári höfðu flutt og samþykkt tillögu um, að stórvirkjunin ætti að vera norðanlands, ef til þess byggingaaðstöðu, sem mun verða hin beztu hér á landi. Fulltrúar Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn voru ekki sem ánægðastir yfir því að byggja þá dráttarbraut, sem um var samið í vetur. Þeir vildu stærri braut, og árangurinn varð 2000 þunga tonna dráttarbraut. Stefán Reykjalín. kæmi, við Eyjafjörð, og þá færð fyrir því gild rök, skyldu svo Ijúflega, sem raun er á, falla frá þessu áhugamáli sínu og reynast svo auðtrúa á reykvísk- an málflutning, sem bezt varð á kosið fyrir þá, sem að honum standa. Fallegt er það og viðeigandi þegar barni er klappað á lcinn. Sá, sem á kinnina klappar, tel- ur það heldur ekki eftir sér, að segja, að Árni Jónsson hafi tal- að „skörulega“ á nefndum bæj- arstjórnarfundi, enda „siðbót“ Árna alveg óumdeilanleg, þar sem hann var meðflutningsmað- ur að tillögunni um Eyjafjarðar verksmiðju í fyrra! Þegar tillögur þeirra Gísla og Braga, sem felldar voru á bæj- arstjórnarfundinum, eru bornar saman, kemur í ljós, að Gísli hefur reynzt „einfaldur í sinni þjónustu“ eins og Flóamenn (Framhald á blaðsíðu 2.) Dýrir farþegar AÐFARANÓTT þriðjudagsins 6. apríl í ár gengu þrír farþegar um borð í DC-7 flugvél eina, eign SAS flugfélagsins, á Fornebu-flugvellinum við Osló. Vél þessi ber 16 smálestir af vörum og hana fengu nú far- þegarnir þrír alla til sinna um- ráða. Með þeim stigu hins veg- ar einnig inn í vélina einn dýra- læknir og einn maður frá SAS flugfélaginu. Þessir tveir áttu að ganga farþegunum til handa á væntanlegri flugferð, en henni var heitið til St. Johns á Ný- fundnalandi. Farþegarnar þrir er svo mik- ið var haft við, voru ein kvíga (Framhald á blaðsíðu 2.) Dráltðrbraulin nýja á Akureyri Brotið blað í atvinnusögu Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.