Dagur - 07.05.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1966, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 7. maí 1966 34. tbl. FERBASKRIFSTOFAN TÚNGÖTU 1 Símar 1-14-75 og 1-16-50 Bræðslusíldarverðið 4 & VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur komið sér saman um lágmarksverð á síld í bræðslu á Norður- og Austurlandssvæði á Tímabilið 1. maí til 31. maí er tímabilinu til 9. júní í sumar. verð hvers máls 163 krónur eða 1,15 krónur á kílóið. Tímabilið 1. júní til 9. júní verður verð hvers máls 190 krónur eða 1,34 krónur á kílóið. Verðið er miðað við, að síldin sé komin í löndunartæki verk- smiðjanna eða hleðslutæki sér- stakra síldarflutningaskipa. Heimilt er að greiða 30 kr. lægra á málið fyrir síld, sem tekin er úr veiðiskipi í flutninga skip úti á rúmsjó, enda sé síldin mæld við móttöku í flutninga- skipið. □ I -f & i- & I t=> 1 -.1-- •<- & -t & ->• EFTIRMÆLI „VIÐREISNARINNÁR" Um fímakaup og „svikara” í samningum í ÁRSLOK 1961 var tímakaup í almennri verkamannavinnu, að viðbættu orlofi, kr. 24.33 og hafði hækkað um kr. 2.42 á árinu. En einmitt á því ári voru gerðir kjarasamningar þeir, sem samvinnufélögin hér nyrðra beittu sér fyrir til leiðrétt- ingar vegna gengislækkunarinnar 1960. Fyrir þetta voru samvinnufélögin kölluð svikarar í stjórn- arblöðunum og talið, að þau hefðu samið um allt of hátt kaup. Svo lækkaði ríkisstjórnin gengið á ný og eyðilagði þannig tilraun samvinnumanna og verkalýðsfélaganna hér til að skapa hóflega kauphækkun og stöðugt verðlag. 1 lok ársins 1965 var tímakaupið komið upp í 44.32 og þykir ekki af veita vegna dýrtíðarinnar, en stjórnin hefur sjálf samið um kauphækkunina síðustu árin. Tölurnar eru úr skýrslum Hagstofunnar. Styrktarsjóðsgjald meðtalið. e Blikfaxi snertir Akureyrarflugvöll í fyrsta sinn. (Ljósm.: E. D.) | Flugfélagið býður þátttakendur í Ferðamálaráðstefnunni 1966 f J velkomna til Akureyrar og óskar að árangur af störfum ráðstefn- | I- unnar verði til heilla íslenzkum ferðamálum. § X FLUGFELAG ÍSLANDS. 5 •? .t FerSamðlaráðsfefnan self á Ákureyri j Fulltrúar ferðamála hvaðanæva af landinu voru mættir í upphafi ráðstefnunnar FERÐ AMÁL ARÁÐSTEFN AN, önnur í röðinni var í gær sett að Hótel KEA á Akureyri af formanni Ferðamálaráðs, Lúð- vík Hjálmtýssyni. Bauð hann hina mörgu fulltrúa ferðamál- KEIMDALLARANDINN SEGIR TIL SlN anna víðsvegar af landinu, vel- komna með stuttu ávarpi. Næstur tók til máls bæjar- stjórinn, Magnús E. Guðjóns- son, fagnaði hann komumönn- um og að ráðstefna þessi er hér haldin. Sagði hann iðnaðinn skipa fyrsta sæti í málum bæj- arins, en ferðamálin væru þó merkur þáttur, enda stæði Ak- ÍSLENDINGUR kallar það „við undur“ að þingmenn Framsókn- arflokksins skyldu ekki allir greiða atkvæði á sama hátt um breytingar á lögum frá 1964 um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Þetta viðundurs-tal íslcndings er skiljanlegt þegar þess er gætt að piltarnir að sunnan, er nú rita í blaðið, eru aldir upp við þann hugsunarhátt, að menn í sama flokki eigi að fylgjast að í öllum málum og lúta þar flokksræðinu eða ,foringjanum‘ á hverjum tíma, enda eigi for- inginn í aðalstöðvunum að gefa þeim línu í hverju máli. Af þessum hugsunarliætti stafar m. a. hið vaxandi ósjálf- stæði Sjálfstæðismanna hér á Akureyri, og blaðs þeirra, sem ekki telur sér fært, að beita sér fyrir nauðsynjamálum Norð- lendinga, nema þeir hafi til þess leyfi að sunnan, og breyta FORSETINN NEITAÐI ALÞÝÐUBANDALAGSMENN fóru á fund forseta íslands og báðu um í nafni þingflokksins, að hann staðfesti ekki lögin um álsamninginn. Forseti hafnaði að nota vald sitt til þessa. □ strax afstöðu sinni, ef leyfið er afturkallað, samanber t. d. til- lögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í stórvirkjunar- og stóriðjumálinu 1964 og 1966 og frægt er orðið að endemum. Þessi hugsunarháttur hefur einnig á Alþingi orðið að áþreif- anlegum veruleika, undir for ystu Bjama Benediktssonar, og þingmenn Sjálfstæðismanna og fylgiflokks þeirra óspart ,liand- járnaðir“ til að fylgja miður þokkuðum stjórnarmálum og greiða atkvæði gegn málum stjórnarandstæðinga, enda þótt stjórnin hafi síðar orðið að gera sum þeirra að sínum málum vegna almenningsálits í land- inu. Það Iiggur t. d. ekki í lág- inni, enda komið íram í blöðum, að innan stjórnarflokkanna hef- ur verið mikill ágreiningur um álverksmiðjuna í Straumsvík. En við atkvæðagreiðslu þing- manna þeirra héldu handjárnin í því máli, líka þeirra þing- manna héðan að norðan sem önnur og norðlenzk heit höfðu gefið norðan fjalla. Þrátt fyrir ítrekaðar stjómar- skrárbreytingar, sem gerðar hafa verið til að viðurkenna flokksræðið, og efla það til al- ræðis, er það þó sem betur fer ekki orðin algild regla, að gera öll mál að flokksmálum á Al- þingi. Ef svo væri myndi bjór cg minkur liafa öðlazt „ríkis- borgararétt“ á nýloknu þingi, svo nefnd séu dæmi. Þegar heilbrigð þróun verður, lærist mönnum vonandi á kom- andi tímum, að greina á milli þeirra mála, sem eru þess eðlis, að þau eiga að vera flokksmál á þingi, og hinna, sem ekki þurfa eða eiga að vera l>að, og eru mun fleiri. Flestir eða allir þingmenn voru því fylgjandi 1964, að stofna kísilgúrverksmiðju við Mývatn og stóð til að gera samning við hollenzkt félag um söluna. Nú er það félag gengið úr skaftinu og er langt kornið, en ekki formlega lokið nýjum samningi við annað útlent félag, sem kemur í staðinn. Stjórnin óskaði eftir heimild til þeirrar samningsgerðar, af því hún gat ekki lagt samninginn fram til staðfestingar. Mörgum Framsóknármönnum á þingi þótti óvarlegt, að veita stjórninni þessa heimild og þá ekki sízt með tilliti til hinna stór gölluðu álsamninga. Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra vildu hins vegar fyrir sitt leyti treysta ráðherrayfirlýsingu sam (Framhald á blaðsíðu 5.) Lúðvík Hjálmtýsson setur ráð- stefnuna. ureyri á krossgötum og því margt um ferðafólk, einkum á sumrin. Sigurður Magnússon var kjör inn fundarstjóri. Skýrði hann m. a. frá því, að fimm erindi yrðu flutt á ráðstefnunni og um ræður um hvert þeirra. Enn- fremur skipað í nefndir. Ragnar Ragnarsson flutti fyrsta erindið, um viðhorf til gestamóttöku á Akureyri. Taldi hann Akureyri fegursta bæ landsins, veðurblíðu óvenjulega og stutt til eftirsóttra staða, er flestir ferðamenn hefðu hug á að skoða. Það vantar ekki fag- urt landslag, sagði hann, en það þarf lægra verðlag og gott starfs fólk. Hann ræddi síðan um ýmis vanda- og áhugamál gistihúsa- eigenda á Akureyri og hvatti til að halda námskeið fyrir starfsfólk gistihúsa. Þrjú gisti- hús störfuðu í bænum, auk Skíðahótelsins og heimavistar M. A. á sumrin. Hann kvartaði um misgóða umgengni fólks, dýrtíðina í heild, sem gerði hótelrekstur erfiðan. Birgir Þorgilsson benti á þá miklu hættu, sem ferðamálum og æskilegri þróun þeirra væri búin hér á landi vegna dýrtíð- (Framhald á blaðsíðu 8) Jón Loftsson og Vökull opna fyrirtæki FYRIRTÆKI í Reykjavík, Jón Loftsson h.f. og Vökull h.f. opna í dag byggingarvöruverzlun og bílaumboð þar sem áður var Lorelei-verksniiðjan á Akureyri, í Glerárgötu 26. Jón Loftsson h.f. opnar bygg- ingai-vöruverzlun og selur þar m. a. milliveggjaplötur og burð- arveggjaplötur, og skrautsteina, ásamt ýmsum öðrum byggingar vörur. Ennfremur selur Jón Loftsson h.f. og sýnir Rambler bifi'eiðir. Vökull h.f., sem hefur Chrysler umboðið hér á landi, sýnir og selur ýmsar stærðir og gerðir þeirra bifreiða. En Baugur h.f. annast viðgerðir. Trúnaðar- og eftirlitsmaður er Guðmundur Tómasson, en sölumaður bifreiða Steinþór Jensen. Áætlað er, að taka notaðar bifreiðir upp í andvirði nýrra bifreiða. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.