Dagur - 07.05.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 07.05.1966, Blaðsíða 5
Ií-hwx-XvX: Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÚTVARPSUMRÆÐURNAR TVENNT var það m. a. sem ein- kenndi málflutning stjómarliða í út- varpsumræðum frá Alþingi sl. mánu dags- og þriðjudagskvöld: Að þeir játuðu nú margir í fyrsta sinn ber- um orðum, að stjórnin hefði ekki ráðið við dýrtíðina, og þeir beindu geiri sínum nær eingöngu að Fram- sóknarflokknum. En það sýnir, að ríkisstjórnin er dauðhrædd við fylgis- aukningu Framsóknarmanna í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum, sem í hönd fara, þar sem flokkslistar eru í kjöri. Jóhann Hafstein var sýnilega í nokkrum vandræðum með útskýr- ingar í dýrtíðarmálinu. Hann las upp úr stefnuyfirlýsingu „viðreisnarstjórn arinnar“ frá 20. nóv. 1959, þar sem segir orðrétt, að það sé stefna stjórn- arinnar „AÐ I’ANNIG SÉ HALD- IÐ Á EFNAHAGSMÁLUM ÞJÓÐ- ARINNAR, AÐ EKKI LEIÐI TIL VERÐBÓLGU.“ Þegar þessi yfirlýs- ing frá 1959 er athuguð, er það sannarlega ekkert undarlegt, að Ólafur heitinn Thors segði* síðar í áramótaboðskap, að ef stjórninni tæk ist ekki að hefta dýrtíðarvöxtinn væri „allt annað unnið fyrir gýg.“ En þeg- ar hér var komið, fór að slá út í fyrir Jóhanni. „Viðreisninni er lokið,“ og hann bætti við: „Menn tala nú ekki um hættuna á gengisfalli." Þetta var heldur óraunhæft tal hjá ráðherra. Ræða menn ekki um, að hætta sé á gengisfellingn þegar verðbólga fer ört vaxandi? Einn ræðnmanna var nýbúinn að tala um það í i'itvarpinu rétt á undan ráðlterranum. Auðheyrt var, að gerðardómsákvæðið í álsarnn- ingnum er stjórninni mjög viðkvæmt mál. Það var eins og ljós rynni upp fyrir henni þegar Mever forstjóri Alsuisse sagði í blaðaviðtali, að ál- fyrirtækið hefði hvergi fengið svona ákvæði samþykkt í samningi nema á íslandi. Þá var stjórnin búin að skrifa undir samninginn. Þegar byrjað var að finna að þessu á þingi, varð Jóhanni ráðherra það á, að reyna að verja sig með því, að Ólafi Jóhannessyni prófessor hefði verið sýnt gerðardómsákvæðið fyrir Jöngu og ekki gert athugasemd. Ólaf- ur lagði þá fram skjallega sönnun fyrir því, að þessi gerðardómsákvæði voru ekki í uppkastinu, sem honum var sýnt í trúnaði. Hið erlenda félag hafði komið því inn síðar. Trúlegt er, að fljótfærni og misminni hafi valdið skyssu ráðherrans í fyrstu. En í stað þess að biðjast afsökunar hefur hann ásamt forsætisráðherra, haldið uppi árangurslausri þrætu. Ræða Ingólfs landbúnaðarráðherra var með nýju sniði. Hann virtist nú loksins haéttur þeirn leiða sið, að (Framhald á blaðsíðu 2.) Forðiim búseturöskim með stór- auknu atyiimulífi og menning- araðstöðu, Stcf án Reyk jalín byggingameistari og bæj- -------------► arf ulltrúi F ramsóknar manna í viðtali við blaðið STEFÁN RF.VKJALÍN byggingameistari á Akureyri og fulltrúi Framsóknr4rmanna í bæjarstjórn síðustu 10 árin, hefur góðfúslega orðið við> þeim tilmælum blaðsins, að svara nokkrum spurningum þess. Stefán er kunnur maður í bænum fyrir mikinn áhuga sinn á og ’pátttöku í félagsmálum. Hann skipar eins og áður annað sæti á lista Framsóknarmanna hér á Akureyri, og sem byggingameista- ari er liann þekktur að dugnaði og hagsýni. Til gamans má geta þess, að allar peningastofnanir bæjarins, nema Iðnaðarbankinn, eru í húsnæði, sem hann hefur byggt, ennfremur byggði hann Hús- mæðraskólann, Heimavist Menntaskólans og fjölda annarra húsa, og nú síðustu árin á fjórða tug íbúða í raðhúsum. í bæjarstjórn hefur Stefán lengi átt sæti í hafnarnefnd, bygginganefnd og bæjar- ráði og starfað þar ötullega. Fyrst snúum við okkur að hafnar- málum bæjarins. Þú ert fulltrúi Framsóknar- manna í hafnarnefnd, Stefán. Hvað viltu segja okkur um störf nefndarinnar á síðasta kjör- tímabili? Störf hafnarnefndar kaupstað arins hafa verið töluvert yfir- gripsmikil að undanförnu. Ég held líka, að þau muni bera góð an ávöxt og á ég þar einkum við lokaþáttinn, sem nú hefur verið á dagskrá og frá hefur verið sagt, og á ég þar við ákvörðun- ina um 2000 þungatonna dráttar braut, sem hafnarnefndin samdi um og bæjarstjórn hefur nú staðfest. Samt heyrist, að fram- kvæmdir í hafnarmálum séu engar. En sannleikurinn er sá, að það fer oft ekki mikið fyrir hverri milljóninni, sem varið er til hafnarmála. Til dæmis myndi fáum detta í hug, að óathuguðu máli, að innsiglingarvitinn syðst á Oddeyrartanga hafi kostað um hálfa milljón króna. Hverjar liafa verið Iielztu framkvæmdir í hafnarmálum? Þær eru í stuttu máli þessar: í Krossanesi var löndunar- bryggja endurbyggð, aðstaða í Sandgerðisbót vegna smábáta bætt, þótt mikið vanti á, að hún sé viðunandi, viðlegukantur byggður í smábátadokkinni við dráttarbrautina og dokkin dýpk uð að hluta. Kantur þessi var byggður til þess að Slippstöðin gæti framkvæmt nýsmíði skipa. Þá hefur hafnarsjóður látið byggj a verkstæðis- og skrifstofu hús við dráttarbrautina og leigt það Slippstöðinni. Allmikil. lóð var keypt af Sverri Ragnars, áðurnefndur innsiglingarviti reistur á Oddeyrartanga, Torfu nefsbryggja syðri lýst að nýju og dýptarmælingar og kortlagn- ing framkvæmd af meginhluta strandlengju hafnarinnar. Þess utan hafa margar smáfram- kvæmdir verið gerðar, auk við- halds, sem ætíð er mikið við hafnarmannvirki. Svo er það nýja dráttarbraut- in og væntanleg framtíðarhöfn? Næsta stórframkvæmd verð- ur bygging hinnar nýju dráttar- brautai’, og verður að einbeita kröftunum að því til þess að fá hana sem fyrst í notkun. Sam- hliða dráttarbrautarbygging- unni þarf þó að vinna að heild- arskipulagi hafnarinnar og er æskilegt að því verði lokið jafn snemma og byggingu brautar- innar. Næsta stórframkvæmd hafnarsjóðs hlýtur að verða ný vöruhöfn ásamt vörugeymslum. Vöruhúsaskorturinn við höfn- ina er til mikils óhagræðis og ekki vansalaust að aðalhöfn Norðurlands skuli ekki hafa neinn húsakost. Oft hefur þetta vei'ið rætt í hafnarnefnd, en meðan ekki er ákveðið hvar byggja skuli hina nýju vöru- höfn, er ekki hægt að hefjast lianda um byggingu vöi'uhúsa. Einnig er mjög aðkallandi að bæta aðstöðu smábátaeiganda, því búast má við, að það þrengi að þeim í smábátahöfninni við slippinn eftir því, sem meira Stefán Reykjalín. verður þar um fi'amkvæmdir. Helzt er í'eiknað með því að Sandgerðisbótin verði smábáta- höfn framtíðarinnar. Hvert telur þú „stærsta“ niál bæjarstjórnar á síðustu misser- um? Ákvörðun um byggingu nýju dráttarbrautarinnar má telja stærsta málið sem afgi'eiðsju hef ur fengið í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili. Slippbyggingin ásamt húsi því sem Slippstöðin er að hefja smíði á fyrir skipa- byggingar, er ti’aust und-irstaða fyrir skipaiðnað, bæði í nýsmíði og aogerðum. Þegar þessi að- staða er fullbyggð, sern mun verða eftir tvö ár, eru mögu- leikar til að smíða stæi’ri skip hér á Akureyri en annarsstaðar á landinu. Það ber að fagna því að Slippstöðinni h.f. hefur verið stjórnað af djörfung og fi-am- kvæmdaþrótti og er þess vegna megnug að taka slíkt stór- fyrirtæki, sem hin nýja braut vei'ður, á leigu. Því nefni ég þetta að óvíst er að ráðizt hefði verið í þetta fyrirtæki ef ekki hefði verið jafn öflugur félags- skapur sem Slippstöðin er, fyrir hendi, til þess að taka að sér réksturinn. Hvað viltu svo að lokum segja almennt um bæjarmálin? Um þau má almennt segja, að vinna verður að þeim með hag framtíðarinnar fyrir augum. E-f- laust má að því finna, að mark- ið sé í ýmsum málum ekki sett nógu hátt hjá bæjarstjórninni. Framkvæmdaáætlun þarf að gera og útvega fjármagn til að koma henni þegar í fram- kvæmd. Miða þarf við vaxandi bæ, sem auk þess þarf að vera miðstöð þeirrar baráttu, sem Noi'ðlendingar verða að heyja fyrir tilveru sinni, framtíð þessa landshluta og fyrir í’éttmætum hluta af sameiginlegu fjái'magni þjóðarinnar. Eftir átta ár vei'ður 1100 ára afmælis íslandsbyggðar minnzt. Vel færi á því á þeim tímamót- um, að Akureyringar gætu þá með nokkurri reisn bent á þær framkvæmdir fullgei'ðar, sem nú eru í undh'búningi, eða á dagskrá. Þá verður iðnskóli með fullkomnu vei'knámi og tækni- skóli farnir að sýna vaxandi ái'angui', fullbúin vöruhöfn byggð fyrir nokkru, leik- og tón listarhöll farin að draga að sér listafólk, íþi'óttaaðstaðan í fremstu röð, flestar götur bæj- arins malbikaðar, bætt aðstaða yngstu og elztu kynslóðarinnar, stálskipasmíði oi'ðin stóriðja, nýjar iðngreinar vaxnar úr grasi og þær eldi'i mai'gefldar. Öll viljum við að þessu vinna og öðru því, sem til framfara hoi'f- ir í hinum fagra bæ við Eyja- fjörð, segir Stefán Reykjalín byggingameistari að lokum og þakkar blaðið svör hans. □ DRENGJAHLAUP K.A. DRENGJAHLAUP KA fer fram á íþróttavellinum eins og áður hefui’ vei’ið auglýst, sunnu daginn 8. maí kl. 2. Keppt verð- ur í tveim flokkum 15—16 ára, drengir fæddir 1950 og 1951 og í flokki 14 ái’a og yngri, drengir fæddir 1952 og síðar. Prentvei-k Odds Bjömssonar h.f. og Rafn Magnússon hafa gef ið bikara er keppt verður um og vinnast þeir til eignax'. Auk þess um 10 þátttakendur látið skrá sig og von er á fleirum. Þeir drengir sem ætla að taka þátt í hlaupinu eru beðnir að láta ski'á sig sem fyx'st hjá Hi'eiðai’i Jóns- syni íþróttavellinum, sími 12722. Unga roiKi SKÁTAHREYFINGIN BÝÐUR UPP Á ÚTIVERU OG HEFUR BINDINÐI hef ur o GUNNHILDUR GUNNARS- DÓTTIR verzlunarmæi’, er bor- in og barnfæddur Akureyring- ur, er gagnfræðingur að mennt- un en vinnur nú gjaldkerastörf í einni af kjöibúðum Kaupfé- Gunnhildur Gunnarsdóttir. lags Eyfii’ðinga á Akui'eyi'i. Hún er ein hinna duglegu kvenskáta hér í bæ og nýkomin á kosn- ingaaldurinn. Hvers vegna eríu skáti, Gunn hildur? Allir unglingar þurfa að vera í einhverjum góðum félagsskap. Ég valdi skátalireyfinguna, eftir að hafa kynnzt því nokkuð, hvemig hún er. Mér fannst ég eiga þar vel heima, því skáta- lireyfingin býður upp á mikið og hollt útilíf, meii-a en flest önnur félög og hún er líka bind- indishreyfing. En það er einmitt útilífið, sem eykur hreysti og kjark hvers unglings, og er þroskandi fyrir sál og líkama. Nú ei-u stai’fandi hér í bæ um 200 drengjaskátar og um 170 kvenskátai'. í sumar sækja ná- lægt 160 skátar héðan skátamót í Boi’garfirði og er það mikil þátttaka og ber því m. a. vitni, að félagsskapurinn er fjölmenn ur og þi'óttmikill, enda fer fé- lagatala skátanna ört vaxandi. Hvernig líkar þér að starfa í kjörbúðinni? Mér finnst það ágætt. Því fylg ir ábyrgðartilfinning að vera við kassann og ég kynnist mjög mörgu góðu fólki, sem er bæði skemmtilegt að umgangast og maður hefur gott af að kynnast. 'Svo er ég svo heppin að vera í góðum félagsskap þar sem sam- starfsfólkið er. Og hvað myndir þú fyrst og fremst gera, ef þú allt í einu værir komin í bæjarstjórn? Ég myndi fyrst og fremst vinna að því að koma hér upp æskulýðsheimili. Unga fólkið leitar frá heimilum sínum, sér- staklega á vissu árabili. Þá þui'fa þeir að eiga athvai'f á góð um skemmti- og tómstxftidastað. Það er nauðsynlegt að hafa dans leiki fyrir 16 ára og yngi'i öðru hverju. En fólk á þessum aldri hefur verið of mikið útundan til þessa og liafa hlotizt af því óþörf vandræði, segir Gunnhildur og hraðar sér til vinnu sinnar. Blað ið þalíkar svörin. □ UNGU FÓLKI ÞARF EKKI AÐ LEIÐAST HJÁLMAR JÓHANNESSON iðnnemi, bóndasonur frá Stíflu í Glerárhverfi er 21 árs, og í þann veginn að stofna eigið heimili. Blaðið hitti hann að máli og bað hann að svara nokltr um spumingum. Hvaða iðn ertu að nema, Hjálmar? Ég er að læra rafvélavirkjun hér á Akureyri og er um það bil hálfnaður með námið. Þetta nám gefur marga möguleika, bæði í atvinnu og til meii'i náms, því rafmagnið er það, sem koma skal. í þessu námi, sem í ýmsu öðru iðnnámi þarf að haga SKRIFSTOFUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Á AKUREYRI SKRIFSTOFAN HAFNARSTRÆTI 95 opin alla virka daga, nema laugardaga, kl. 2—6 og 8—10 e. h. Laugardaga kl. 2—6 e. li. Símar: 2-11-80 og 1-14-43. SKRIFSTOFAN LÖNGUHLÍÐ 2 (lnis Jóhannesar Óla Sæmundssonar) opin öll kvöld, nema laugard., kl. 8—10. Sími 1-23-31. UTANK JÖRSTAÐ AKOSNING fer fram alla daga og veitir skrifstofan upplýsingar og fyrirgreiðslu. SJÁLFBOÐALIÐAR! sem lána vilja bíla á kjördag láti skrá þá sem fyrst. Framsóknarfólk, samtaka fram til sigurs. mínum í stúkustax-f og er þeim tíma vel varið, og svo hef ég vei'ið í karlakór í vetur. Allt er mér þetta kært og mér finnst ótrúlegt, að ungt fólk þui'fi að láta sér leiðast hér í bæ, svo möi-g eru þau tómstundastöi-f, sem hægt er að taka þátt í, bæði heima og heiman. í sambandi við sönginn væri það til mikils framdráttar ef takast mætti að fá meiri'aðstoð úrvals söngkenn ara hingað til Akui'eyi'ai’. Hvers vegna ertu í stúku? Ég braut lengi heilann um þetta mál. Niðurstaðan vai'ð sú, að það væi'i skynsamleg ákvörð un að hafa þar enga hálfvelgju á. Svo gekk ég í stúku og hef unnið þar eftir megni. Út frá stúkustai-finu hefi ég svo kom- izt í snertingu við önnur félags- mál, en ég hefði fai'ið alls þessa á mis, ef ég hefði ekki verið reglumaðui', og þess hefði þá námið að sjálfsögðu goldið líka. Margir ganga í stúku af ein- hverskonar góðsemi við hollan félagsskap, en ekki fyrir sjálfa sig. Ég gekk í stúku sjálfs mín vegna og tel mér það svo mikils virði, að ég vil óhikað hvetja unga menn og konur til að gera slíkt hið sama, ekki sízt þá, sem eitthvað eru byi'jaðir að drekka, en gei'a sér grein fyrir hættunni. Fyrir þá er stúkan mikill styi'k- ur, sem því miður er of óvíða að finna. Nokkuð sérstakt um bæjar- málin, Hjálmar? Húsnæðismálin snerta ungt fólk meira en flest annað, þegar heimilisstofnunin er komin á dagskrá. Ég Ixeld það væi'i ungu fólki mjög kæi'komið ef bæi'inn héldi áfram á þeirri braut að byggja fjölbýlishús til að auð- velda þessi mál. Ennfi'emur finnst méi', að bærinn kynni að geta útvegað hagstæðai'i lán en einstaklingar, til þess svo að miðla þeim til þeirra, sem ei'u að stofna heimili af litlum eða engum efnum, jafnvel samhliða námi. Annars væi'i mai'gt hægt um bæjarmálin að segja, en það þó fyrst og fremst, að við kx’efj- umst þess af forráðamönnum bæjai’ins, að þeir vinni af fyllstu samvizkusemi, jafnframt því sem við sjálf rækjum skyldur okkar, sem drengilegir boi'garar okkar fagx-a bæjar, segir Hjálm- ar Jóhannesson að lokum og þakkar Dagur svör hans. □ HORNSTEINAR AUKINNAR VELMEGUNAR ER MENNTUNIN Hjálmar Jóhannesson. kennslu á þann veg, að læra fyrri eða fyrsta hlutann í verlt- legum iðnskóla. Á þann veg not ast kennsla mikið betur. Von- andi skapast önnur og betri að- staða með byggingu nýs iðn- skóla hér í bænum, sem byrjað er á og þarf nauðsynlega að lcomast upp hið allra fvrsta. Hvað skemmtir þú þér við í tómstundum? Ég hef skemmtun af mörgu og nýt tómstundanna eins og bezt vei-ður á kosið. Ef ég á að nefna eitthvað er það t. d. tónlist, sem ég hef mjög gaman af að hlusta á, leikhúsið sæki ég líka og lref eytt mörgum kvöldum þar í vet ui',. þá fer mikið af tómstundum AÐALGEIR PÁLSSON raf- magnsverkfræðingur á Akur- eyri varð fúslega við þeim til- niælum, að ræða við blaðið um iðn- og tæknimenntun og að- stöðu til þess náms liér á Akur- eyri. Sjálfur liefur hann m. a. stundað kennslu hér í bæ, eftir að hann kom heim frá námi, og er því ljós nauðsyn á úrbótum í þessum málum. En fyrst vörp- um við fram þessari spurningu: Hvað viltu, í fáum orðum, segja um bæjarmál? Á tímamótum, eins og við kosningar, er sjálfsagt að staldra við, og vei'ður manni þá fyi'st fyrir að minnast þess, sem betur gæti fai'ið. En að mínu áliti er margt vel um stöi'f frá- fai'andi bæjarstjórnar og rétt að taka eftir, að möx-g af stefnu- málum Framsóknarmanna frá síðastliðnum kosningum hafa fengið afgi-eiðslu. Ljóst er, að hér er í mörg horn að líta, og ætla ég ekki að rekja það í einstökum atriðum. Fjárhagur bæjarins er reikn- ingslega góður, og hefur lengi verið, og er því áreiðanlega tímabært að athuga á hvern hátt megi hraða ýmsum fram- kvæmdum bæjarins, sem ýmist eru hafnar eða aðkallandi. Rétt er að geta þess, að þegar hefur í ljós kornið vilji bæjai'stjórnar í þessa átt. Hvað viltu segja um iðnskóla og tækniskóla? Einn þáttur þessa máls er bygging hins nýja -iðnskólahúss, sem þegar er hafin. Þar ber að þakka mai’kvissa baráttu Sig- urðar Óla Brynjólfssonar bæj- arfulltrúa Fi'amsóknaxmanna og annarra fulltrúa í skólanefnd iðnskólans. Ég treysti því, að allir, sem hlut eiga að þessu máli, leggist á eitt um að hraða byggingunni svo sem frekast er kostur. í bæ sem Akureyri, er bygg- ir afkomu sína að miklu leyti á iðnaði og iðju, er aukin og bætt iðnfræðsla frumskilyrði hag- Aðalgeir Pálsson. felldrar þx-óunar. Nú stendur yfir endurskoðun iðnfræðslu- laga og má vænta, að lögð verði aukin byrði á skólakerfið, sem þá jafnfx’amt kallar á stórbætta aðstöðu. Húsnæðismál iðnskól- ans eru löngu komin í eindaga, en með tilkomu liins nýja skóla húss er fyrsta skrefið stigið fi'am á leið. Með bættri aðstöðu iðnfræðslunnar skapast mögu- leiki til aukinnar framhalds- menntunar tæknimanna, meðal annars með því að efla þann vísi að Tækniskóla, sem þegar er kominn á fót. Þetta er mál, sem sækja verður til ríkisvalds- ins, því hér er á ferðinni hags- munamál, elrki eingöngu Akur- eyringa heldur einnig nágranna- byggðanna og landsins alls. Hér eigum við ungir menn völ á ötulum baráttumanni, þar sem er Haukur Árnason tæknifræð- ingur, fimmti maður á lista Fi'amsóknarmanna, og munum við ótrauðir veita lionum braut- argengi. Og að lokum, Aðalgeir? Fjárfesting sem stuðlar að Árni Björnsson kennari KVEÐJUORÐ HINN 29. apríF sl. andaðist á Fjói'ðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, Árni Björnsson kennaxú, til heimilis að Þói-unnarstræti 103 hér í bæ, eftir langvarandi vanheilsu 72 ára að aldi'i. Þótt búast mætti við dauða hans þá og þegar gat ég einhvernveginn ekki sætt mig við að Árni Bjöi-nsson væri Iroi-finn okkui'. En lögmál lífsins er ófrávíkjan- legt. „Eitt sinn skal hver deyja“. Með fi'áfalli Ái-na Bjöx-nssonar, er horfinn af sjónai’sviðinu einn af hinum traustu hornsteinum, sem veitti styrk og setti svip á samtíðina. Hann var kjörinn í hóp þeirra kjarnakarla, sem hæst hafa borið, sakir framúr- skarandi dugnaðar og trú- mennsku. Einnig sökum óvenju- legra gáfna hans, mannkærleika og snyi'timennsku. Ollum þess- um mannkostum var Áx-ni Björnsson prýddur. Ekki er hægt að segja svona um fólk yfirleitt, en þannig kom lrann mér fyrir, bæði í sjón og raun. Ég veit fyrir víst, að allir þeir, sem einhver kynni höfðu af Árna, munu óefað undii'strika þessi orð mín. Ef svona mann- kostamenn eru ekki ti'austustu hoi-nsteinar hvei-s þjóðfélags, þá veit ég ekki aðra betri. Milli 40 og 50 ár eru liðin síð- an ég sá Árna Björnsson fyi'st. Hann var þá nýútski'ifaður frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Hann átti heima í sömu sveit og ég, Möðruvalla- sókn í Höi'gárdal. Faðir minn fékk hann til þess að kenna okk ur ki'ökkunum á meðan við vor um litlir. Man ég enn í dag lotn ingu þá, sem ég bar fyrir hon- um, því maðurinn var glæsi- menni og karlmannlegur. Sú lotning hefir varað alla tíð. Ég átti því láni að fagna, ásamt systkinum mínum, að læi'a all- an minn barnalærdóm hjá hon- um, því fljótt eftir heimkomuna fi'á Hólum gei'ðist liann kennari í sveitinni. Síðar var hann kenn ari hér á Akureyri, eins og kunn ugt ex'. Með kennslunni stund- aði Árni búskap. Bjó hann, ásamt konu sinni, Jónínu Þor- steinsdóttur í nági-enni við for- eldra mína — á Nunnuhóli. Er hann mér minnisstæður undir nafninu Árni á Nunnuhóli. Hann var mikill heimilisvinur foreldra minna á Hallgilsstöð- um og bar þar aldrei neinn skugga á. Ég drap á hér að framan, að Ái'ni hafði óvenjulegar gáfur. Komu þær fram bæði í bundnu og óbundnu máli, við ýmis tæki færi. Tækifærisræðum lrans var aukinni menntun, í þessa orðs víðasta skilningi, er tryggustu hornsteinarnir, sem hver kyn- slóð getur lagt undir framhald- andi og aukna velmegun þjóð- arinnar. En á tímum óstöðugs verðlags og upplausnar á fleiri sviðum, er hætt við, að skilning- ur á gildi menntunar sé dvín- andi. Það er því skylda stjórnar valda landsins á hverjum tíma að sjá um, að Ixinar þjóðfélags- legu aðstæður séu þannig, að þegnarnir hafi möguleika til og sjái sér hag í að leita aukinnar menntunar og vei'ða þannig styi'kari stoðir þjóðfélagsins, segir liinn ungi verkfræðingur að lokum, og þakkar blaðið skjót og greinargóð svör. □ alveg viðbrugðið. Skáldmæltur var Árni svo af bar, en hann flíkaði skáldskap sínum því mið ur alltof lítið, Allt, sem hann lét frá sér fara á þessu sviði, var þrauthugsað og ekki kastað til þess höndunum, frekar en öðru því, sem hann lagði gjörva liönd á. Mun föður mínum seint úr minni líða kvæði, sem Árni orti til hans á sextugsafmæli hans. Eftir að við fluttum til Akux'- eyi-ar áttu leiðir okkar Árna Bjöi-nssonar enn eftir að liggja allnáið saman. Fyrir mörgum árum stóð ég að því, að í’eisa íbúðarhús í félagi við Ixann. Höf um við þi'jú systkinin búið í því í sambýli og nú síðast for- eldi'ar okkar líka. Við vorum því aftur orðnir nági'annar hjón anna frá Nunnuhóli. Mér er enn minnisstæður sá tími, sem fór í húsbygginguna og allan frágang á henni. Betri samskipti hefði ég ekki getað hugsað mér. Hafði Árni alla umsjón með húsbygg- ingunni, allt fi'á fyrstu skóflu- stungu til síðasta handtaks. Nut um við sambýlingar hans, sem endra nær, fyi'h'hyggju hans og snyrtimennsku. Eins og áður er sagt var Ámi giftur Jónínu Þorsteinsdóttui’, hinni mætustu konu, sem stóð örugg við hlið hans. Lifir hún mann sinn. Hefir Jónína átt erfiða daga í hinum löngu vei-k- indunx manns hennar. Böi-n þeirra hjóna eru: Ey- steinn framkvæmdastjóri hér í bæ, sem var föður sínum ómet- anleg stoð. Hann er giftur Önnu Valmundsdóttur. Og Guðrún, sem er gift í Ameríku. Nú að leiðarlokum kemur mai'gt í huga. Vil ég bæði fyrir mína hönd, foi-eldra og systkina, flytja Árna Bjöi-nssyni þakkir af heilunx hug fyrir samfei’ð hans alla. Vei'ður alltaf ljúft að minnast þessa mæta manns. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Pétur Jónssön. - Heimclallarandinn (Framhald af blaðsíðu 1) þingismanns síns, Magnúsar Jónssonar, varðandi þetta efni, að samið væri uni, að úílenda sölufélagið lyti íslenzkri dóms- sögu hér á landi, en ætti ekki málskotsrétt erlendis eins og ál- félagið. Þeir hafa jafnan viljað, að þingmenn kjördæmisins reyndu, ef unnt er, að vinna saman um norðlenzk mál, og þeir livika ekki frá því sjónar- miði þótt stjórnarþingmenn hafi nýlega farið öðruvísi að. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.