Dagur - 14.05.1966, Blaðsíða 1
HOTEL
Herbergis-
pantanir.
Ferða-
skriistoían
Akureyri,
Túngötu 1.
Sími 11475
XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 14. maí 1966 — 37. Ibl.
I Túngötu 1.
FERÐASKRIFSIOFANsími i,475
Skipuleggjum
íerðir
skauta
á znilli.
Farseðlar
með
Flugfél. ísl.
°g
Loftleiðum.
Sæluhús byggt á Öxnadalsheiði
A LANDSÞINGI Slysavarna-
félags íslands, sem haldið var í
Reykjavík 28. apríl til 1. maí,
fluttu fulltrúar frá Akureyri tíl
lögu um að reist yrði sæluhús á
Oxnadalsheiði. Því máli var svo
vél tekið, að tillagan hlaut ein-
róma samþykki og var eina
málið, sem hlaut fullnaðaraf-
greiðslu án þess að fara í nefhd.
Þetta er fagnaðarefni, ekki að
eins fyrir Norðlendinga, heldur
alla þá mörgu, sem leið kunna
að eiga um þennan fjölfarnasta
fjallveg norðanlands. En langt
er nú orðið milli byggðra býla
á þessari leið og sæluhús mikil
nauðsyn.
Um leið og blaðið flytur Slysa
varnafélaginu og hinum mörgu
deildum þess þakkir fyrir fórn-
fúsan hug og óskar þeim heilla
í mannúðar- og sjálfboðastörf-
um framtíðarinnar, þakkar það
afgreiðslu þess máls sérstak-
lega, er hér var að framan gert
að umræðuefni. □
FYRSTA StLDIN VEIDD
Jón Kjartansson fékk 1600 tunnur í fyrrinótt
JON KJARTANSSON frá Eski-
firði fékk í fyrrinótt 1600 tunn-
ur síldar 150 mílur ASA frá
Seley. Síldin er stór millisíld og
stórsíld, mögur en full af átu.
Hverjir vilja borga
„pólitískt mótvægi”
gegn samvinnusam-
tökunum? Verður það
greitt með gjaldþrotum
og milljónatöpum
af almannafé?
Hafþór, sem nú er í síldarleit
fann fyrst síhl 240 mílur SSA
frá Kambanesi en leitaði síðan
allt noður á móts við Langanes
200—250 míhir frá Iandi. Á
þessu svæði hefur liann fundið
töluvert mikla síld.
í fyrra fannst fyrsta síldin 22.
maí og fyrsta síldin veiddist þá
26. maí um 100 mílur austur af
Langanesi.
Norski síldarstofninn er enn-
þá allsterkur og á því að geta
orðið góð síldveiði ef sílcl geng-
ur á miðin og skilyrði hagstæð
hvað snertir átu, torfumyndun
og veðurfar. Q
UTV ARPSUMRÆÐUR
um bæjarstjórnarmál á Akur-
eyri eru ráðgerðar frá Skjaldar-
vík á þriðjudaginn, 17. maí.
í gær voru kjörscðlar prentaðir í P.O.B. á Akureyri undir eftsrliti yfirlögregluþjóns.
Akureyri sé miðstöð norðlenzkr-
ar baráttu og sóknar
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á
Akureyri lýsa ánægju sinni yfir
vaxandi samvinnu Norðlend-
inga um sameiginleg hagsmuna-
mál og vilja efla slíka samvinnu
á breiðum grundvelli.
Gerð er sú krafa til Akur-
eyrarkaupstaðar, að hann sé
hluíverki sínu vaxinn, sem höf-
uðstaður þessa landshluta og sé
miðstöð þeirrar baráttu, sem
fólk í norðlenzkum byggðum og
bæjum hlýtur að sameinast um
á komandi tímum til að tryggja
framtíð sina, fá framgengt rétt-
látum kröfum sínum Um lífvæn
Verðbólgan aðalvandamál iðnaðarins
segir formaður Félags íslenzkra iðnrekenda
GUNNAR FRIÐRIKSSON,
formaður Félags ísl. iðnrek-
enda, sagði í ársskýrslu
sinni á aðalfundi félagsins nú
í vor:
„Hin geigvænlega verð-
bólga hefur lent með öllum
sínum þunga á íslenzkum
iðnfyrirtækjum, sem með
stórhug og bjartsýni hafa
byggt upp framleiðslu sina,
með útflutning fyrir augum.
Og ekki síður á þeim iðnfyr-
irtækjum, sem engrar eða
lítillar tollverndar njóta og
keppa verða við alfrjálsan
innflutning. Tollvernd þeirra
iðnfyrirtækja, sem hennar
hafa notið, hefur farið sí-
minnkandi og er sums stað-
ar beinlínis'orðin að engu af
völdum hins sívaxandi inn-
lenda kostnaðar. Iðnaður
okkar hefur þurft að mæta
hinum' aukna framleiðslu-
kostnaði eftir beztu getu,
með því að grípa til aukinn-
ar hagræðingar, aukinnar
vélvæðingar og sjálfvirkni.
En með þeim hraða, sem
kostnaðarhækkanir hafa átt
sér stað að undanförnu eru
því takmörk sett, hversu
lengi dugar að grípa til
slíkra ráðstafana.
Ég vil afdráttarlaust full-
yrða, að verðbólgan sé höf-
uðvandamál íslenzks iðnaðar
í dag.“
Athyglisvert er, að formað
urinn kvartar um að vélvætt
iðnfyrirtæki verði að keppa
við alfrjólsan innflutning og
njóti lítillar tollverndar.
lega og menningarlega aðsíöðu
í þjóðfélaginu.
Framsóknarfélögin vara við
þeirri háskastefnu ríkisstjórnar
innar, sem rýrir eðlilega þróun-
armöguleika á Norðurlandi.
Vilja þau með öllum tiltækum
ráðum beita sér fyrir fjölbreytt-
ari atvinnuháttum, aukinni nýt-
ingu náttúruauðlinda og þeirra
verðmæta lands og svjávar, sem
landið hefur að bjóða, svo og
arlífs og menntunar
Kröfum Norðlendinga til fjár-
magns og framkvæmda vilja
þau fylgja fast eftir með óbil-
andi trú á framtíð hinna norð-
lenzku byggða og bæja, þar sem
skilyrði eru fyrir vaxandi fólks-
fjölda og batnandi lífskjörum.
MJÖG VAXANDI MÖGU-
LEIKAR.
Vegna þeirra menningar- og
athafnaskilyrða, sem sköpuð
hafa verið af þróttmiklu fólki
hér á Akureyri, hefur bærinn
mikla möguleika til að sinna for
ystuhlutverki sínu, enn meira
og betur í framtíðinni. Einnig
hefur bærinn möguleika til þess
að taka á móti eðlilegri fólks-
fjölgun og aðflutningi fólks, sem
að öðrum kosti flytur á Faxa-
flóasvæðið. Framsóknarfélögin
harma það, að fólksfjölgun í
höfuðstað Norðurlands, hefur,
vegna brottflutnings, ekki náð
meðalfólksfjölgun í landinu um
árabil og telur aðkallandi að
koma í veg fyrir, að slíkir brott-
flutningar haldi áfram. En til
þess megi verða er nauðsynlegt:
(Framhald á blaðsíðu 2.)
Séra Ágúst Sigurðsson
kpsinn lögmætri
kosningu
PRESTKOSNING í Möðruvalla
klaustursprestakalli fór fram sl.
sunnudag. Umsækjendur voru
tveir: Séra Ágúst Sigurðsson og
séra Bolli Gústafsson.
Séra Ágúst var kosinn lög-
mætri kosningu, hlaut 184 at-
kvæði. Séra Bolli hlaut 143 at-
kvæði. 9 seðlar voru auðir og
einn ógildur. ' □
Ágúst Sigurðsson.
r
um bæjarmál hefst í Borgarbíói kl. 4 í dag. - Tíu frambjóðendur listans flytja stuttar ræður. - Allir framfarasinnaðir
borgarar, yngri og eldri, sækið fundinn meðan húsrúm leyfir. - Stuðlið að eftirminnilegum sigri B-LISTÁNS. - x-B