Dagur - 17.05.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 17.05.1966, Blaðsíða 8
8 i SMÁTT OG STÓRT Yagri og eldri deild Laugaskdla i S.-Þing. lokið HJÁRÓMA RÖDD AÐ SUNNAN Þegar Einar Ingimundarson sagði af sér þingniennsku vegna Hafnarfjarðarniálsins, kom í hans stað lítt kunnur varamað- ur, Óskar Levý á Ósum. Hann var einn af ræðumönnum Sjálf- stæðisflokksins í útvarpsum- ræðunum á dögunum, og taldi sig ræða Iandbúnaðarmál. En mörgum bændum þótti tal lians undarlegt og surnt af því minna á skrif Mbl. fyrir stríð, t. d. jarðakaupaþátturinn. Hann virt- ist ekki gera sér grein fyrir því, að margir eldri bændur, sem hafa orðið að hætta búskap, myndu telja sér hag í því, ef ríkið vildi kaupa af þeim jarð- irnar fyrir sanngjarnt verð og gefa öðrum kost á að eignast þær eða taka á leigu til búskap- ar. Hann sagði, að bændur væru nú „máttugri og stórhugaðri en áður vegna viðreisnarinnar“! Það kæmi jafnvel fyrir að þeir kéyptu bíla og reistu „fögur íbúðarhús“! Væri ekki rétt fyr- ir þennan nýja, námsfúsa íhalds þingmann, að reyna að bera sam an bílana, íbúðirnar og húsgögn in hjá t. d. 30 hreppsnefndar- mönnum í sveitum á Norðaust- urlandi annarsvegar og hinsveg ar hjá þeim sem nú eru í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík? Ekki þýðir að miða við þá tíma, þegar engir bílar og næstum engin steinhús voru til í landinu. VANÞEKKING ÞING- MANNSINS Nýi Þingmaðurinn Óskar Levy vildi fræða bændur um ýmis- legt fleira, sem þeim kernur ókunnuglega fyrir. Hann gaf m. a. ótvírætt í skyn, að ekki hefði verið til neinar útflutningsupp- bætur á Iandbúnaðarvörur fyrr en um 1960. Sannleikurinn er sá, að um langt árabil áður voru slíkar útflutningsbætur greidd- ar úr framleiðslu- og útflutn- ingssjóði samkvæmt lögum, en auk þess höfðu bændur þá rétt á að bæta sér upp útflutnings- verðið með verðlagningu innan- lands. Þegar sá réttur var vé- fengdur, var hann staðfestur í Hæstarétti. Frá Sjómannadeginum á Akureyri 1966. (Ljósrn.: E. D.) Fjölmenni á útiliátíð Sjómanna- dagsins á Akureyri . r Sjómenn af Árskógsströnd sigruðu í þriðja sinn í kappróðrinum - Margir sóttu hátíðahöldin HÁTÍÐAHÖLD Sjómannadags- ins á Akureyri voru mjög fjöl- amenn, einkum á útihátíðinni, sem að þessu sinni fór fram við höfnina, og fóru vel fram. Veð- ur var mjög hlýtt en gróðrar- skúrir öðru hverju. Egill Jóhannsson skipstjóri flutti aðalræðu dagsins, aldnir sjómenn, þeir Arnþór Jónsson, Lorenz Halldórsson og Magnús Vilmundarson voru heiðraðir, Geysir söng undir stjórn Árna Ingimundarsonar, Lúðrasveit Akureyrar lék undir stjórn Sig- urðar Jóhannessonar, farið var með gamanþátt og 20 róðrar- sveitir kepptu. í róðrarkeppn- inni báru knáir piltar af Ár- skógsströnd sigur af hólmi og þeir sigruðu einnig í þeirri keppni tvö síðastliðin ár. Margir léku listir sínar á hrað bátum, fólki til skemmtunar og sjóskíðin voru einnig tekin fram. Allt var þetta til ánægju- auka. Fyrir hádegi gengu fjölmargir bæjarbúar í kirkju sína og hlýddu predikun séra Björns O. Björnssonar. Sérstök barna- skemmtun var haldin í Sjálf- stæðishúsinu og dansleikir eins og áður höfðu verið auglýstir. Frá v.: Magnús, Lorenz og Arnþór (Ljosm.: E. D.) ar nærri til að tryggja bændum verðlagsgrundvallarverðið, og koma þar fram spor dýrtíðar- innar. Fækkun bænda er boðuð úr ráðherrastólum, og sumir þingmenn vilja banna stofnun nýbýla. Þakkarávarpið, sem nýi þingmaðurinn færði Ingólfi land búnaðarráðherra á Hellu fyrir hönd bænda, var því á óheppi- legum tíma flutt. Þetta mun Ingólfi sjálfum vera Ijóst, því að liann liliðraði sér lijá að svara gagnrýni að þessu sinni, en varði ræðutíma sínum til að lofa það land, sem ætti skilið betri stjórn. MOLDIN RÝKUR Birgir Finnsson, sem Sjálfstæð- ismenn gerðu að forseta sam- einaðs þings, þegar Friðjón féll, þótti hógvær maður fyrrum. Nú virðast metorð stíga honum til höfuðs. Hann gaf í skyn í út- varpsuniræðunum, að stjórnar- andstöðuþingmenn væru þess ekki verðugir „að taka þátt í undirbúningi þingmála“. Nú vill svo til, að einmitt á nýafstöðnu þingi hefur stjórnin séð þann kost vænstan, að fela undirbún (Framhald á blaðsíðu 6). Meiddist á Laugaborg Á SUNNUDAGSNÓTT var sam komugestur á Laugaborg flutt- ur í sjúkrahús. Hafði hann feng ið hrottalegt högg í ryskingum. Þeir, sem hér koma við sögu voru báðir frá Akureyri. Um síðustu helgi voru tveir menn teknir fyrir meinta ölvun við akstur. ■ ■ . Sjómannadagurinn fór vel fram hér á Akureyri og yfir- leitt hefur verið stórtíðindalítið á vettvangi lögreglunnar nú að undanförnu. (Frá lögreglunni) Aíkvæði greitt j B-LISTANUM styður | nýja Laxárvirkjun. Laugum 14. maí. Vorprófum yngri og eldri deildar Lauga- skóla lauk 4. maí sl. Skólastjóri kvaddi nemendur og afhenti prófskírteini daginn eftir. AIIs voru í vetur 122 nemendur í skólanum. Af þeim voru 25 í yngri deild og luku allir prófi. Helgi S. Gunnlaugsson Bakkafirði var hæstur í yngri *----------------------1 I Otti andstæðinganna | við fylgisaukningu J Framsóknarmanna I á Akureyri, stafar af þvíf að B-LISTINN vekur j frausf bæjarbúa. j —---------—----------+ deild með 8.77, næstur Jóhann Geir Sigurgeirsson, Öngulsstöð- um með 8.72 og þriðji Sverrir Gunnlaugsson, Hrappsstöðum, Bárðardal með 8.15. f eldri deild voru 55 nemend- ur og luku allir prófi. Hæstu einkunn hlaut María Ketilsdótt- Halldórsstöðum, Bárðardal, 8.79, næstur Aðalsteinn Jóns- son, Víðivöllum, Fnjóskadal, 8.59 og Helga Erlingsdóttir, Þverá, Fnjóskadal, var þriðja í röðinni, hlaut 8.55. Séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað hélt unglinga- skóla heima hjá sér í vetur og 16 nemndur hans tóku bókleg próf, þau sömu og í yngri deild Laugaskóla. Þar var hæst Ingi- björg Arnkelsdóttir, Hraun- koti, 9.18, annar Jón ísleifsson, Vöglum, 9.08 og þriðji Ingvar Teitsson, Brún, með 8.88. Nú eru landspróf og gagn- fræðapróf eftir. í þeim er 41 nemandi. Lionsklúbburinn Náttfari (Framhald á blaðsíðu 7.) LANDIÐ ÆTTI SKILIÐ BETRI STJÓRN Nú virðast allir sanimála um það, að útflutningsbæturnar, sem í gildi eru, nægi ekki nánd- KEPPUMST VIÐ AÐ BORÐA FISKINN Ófeigsstöðum, Kinn, 14. maí. Að fararnótt 9. maí sl. var hér 15 stiga frost kl. 4. Nú er hlýtt veð ur, fuglasöngur og okkur finnst sumarið brosa til okkar í gegn- um tárin og snjóbirtuna. Að- eins er byrjað að sjá á hnjóta, en alger jai'ðbönn eru þó um meirihluta sveitarinnai-. Sauðburður er í algleymingi, margar ær tvílembdar og mikið að gera. Bændur ei'U þreyttir og svefnvana um of — til að vera þingeyskir óðalsbændur. Og svo etum við eins mikinn fisk og við mögulega getum til að styðja meðbræður okkar á sjónum og þömbum mjólk með til að létta á offramleiðslunni. B. B. EFTIRMÆLI „VIÐREISNARINNAR" Verðhækkun: 9000 á 20 árum - 10000 á 6 árum NAUÐSYNJAR (vörur og þjónusta), sem árið 1939 kostuðu 1000 krónur, hækkuðu í verði á næstu 20 árum um 450 krón- ur að meðaltali á ári og kostuðu árið 1959 um 10 þús. kr. Á 6 árum 1960—1965, að báðum árum meðtöldum, hækk- uðu þessar sömu nauðsynjar að nieðaltali um ca. 1600 krónur á ári og kostuðu árið 1965 nálega 20 þús. krónur. Á árinu 1966 heldur dýrtíðin enn áfram að vaxa með hraða — og nú síðast um 6 stig á einum mánuði. frá ir,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.