Dagur - 17.05.1966, Blaðsíða 7
7
Ágæfur kjósendafundur B-lisfans
(Framhald af blaðsíðu 1.)
að vita, að þeim hefur verið út-
hlutað landsvæðum vegna starf
semi sinnar. Hann hvatti kjós-
endur til að hafna þeim fram-
bjóðendum, sem hefðu reynzt
ósjálfstæðir gagnvart höfuðborg
arvaldinu og hefðu lagt blessun
sína yfir sogdæluna miklu í
Straumsvík.
Jón Aspar ræddi einkum út-
gerðar- og.fiskiðnaðarmál hér á
Akureyri og í landinu og mikil-
vægi þeirra fyrir bæinn og þjóð
ina í heild. Sagði, að á vegum
útgerðar og fiskiðnaðar hér
væru 600 manns á sumrum og
400 á vetrum. Þá ræddi hann
landhelgismálið og hættuna á
því, að útlendingar yrðu látnir
ná fiskiðnaðinum á sitt vald.
Sagði að Framsóknarflokknum
væri bezt treystandi til að fylgja
fram kjörorðinu: ísland fyrir
Islendinga.
Sigurður Jóhannesson sag'ði,
að í bæjarstjórnarkosningunum
fengju menn tækifæri til að
lýsa vantrausti á stefnu ríkis-
stjórnarinnar og aðvara hana.
í dýrtíðar- og launamálum
hefðu stjórnarloforð ekki verið
efnd. Nú ættu kjarasamningar
að hefjast um næstu mánaða-
mót. Hann ræddi um fyrirhug-
að félagsheimili verkalýðsfélag-
anna. Sigurður sagði, að búa
yrði svo í haginn fyrir slíka
fóiksfjölgun á Akureyri, að
dregið yrði úr fólksflutningum
suður, og áfram bæri að halda
uppbyggingu landsins alls.
Haukur Árnason ræddi eink-
um um skipulega stjórn fjár-
magns og framtíðarskipulag Ak-
ureyrar, samhliða verndun lands
lagsfegurðar. Sagði mikið fjár-
magn gagnslaust í hálfbyggðum
húsum. Hvatti til stofnunar
Framfarasjóðs Akureyrar, sagði
útboð nauðsynleg, og þyrftu
reykvísk fyrirtæki ekki að hafa
einkarétt á slíku. Byggingar-
kostnaður yrði að lækka og
kæmi skipulagning fjármagnsins
þar mjög við sögu.
- Laugsaskóla lokið
(Framhald af blaðsíðu 8).
veitti bókaverðlaun fyrir beztu
frammistöðu í íslenzku.
Fæðiskostnaður pilta í vetur
varð kr. 69.95 á dag og kr. 59.90
fyrir stúlkur.
G. G.
Sigurður ÓIi Brynjólfsson
ræddi um það takmark í þjóð-
málum, að skapa hér á landi
frjálst lýðræði og menningar-
þjóðfélag eftir leiðum samtaka
samvinnu og flaégshyggju, að
uppbygging landsins þyrfti að
vera sem jöfnust til hagnýting-
ar náttúrugæðanna. Hann sagði,
að flóttinn til höfuðborgarsvæð-
isins myndi ekki stöðvast af
sjálfu sér, og að Akureyri ætti
að vera miðstöð norðlenzkrar
sóknar. Þá ræddi hann um for-
göngu Framsóknarflokksins í
skólamálum landsbyggðarinn-
ar, og nefndi sem dæmi mennta-
skólann hér, héraðsskólana, hús
mæðr.askólana, vísi að tækni-
skóla hér á Akureyri o. fl. Því
náest gerði hann stuttlega grein
fyrir því, er áunnist hefði síð-
ustu árin eða framundan ætti að
vera hér í bæ í uppeldismálum
og heilbrigðismálum og í menn-
ingarmálum ýmiskonar. Nefndi
þar m. a. að betur þyrfti að sjá
fyrir gæzlu og öryggi barna með
tilliti til þess, að mæður yrðu
nú í vaxandi mæli að vinna utan
heimilis. Hann sagði, að iðn-
skólabyggingin hér hefði verið
knúin fram gegn mótstöðu
syðra. Kosningarnar 22. maí n.k.
kvað hann snúast um tvo megin
þaetti samtímis, skipan bæjar-
stjórnarinnar og viðhorfið til nú
verandi stjórnarhátta í landinu.
Arnþór Þorsteinsson hóf mál
sitt með því að ræða um fyrir-
hugaða Laxárvirkjun. Hann
sagði að enn væri ófengið leyfi
ríkisstjórnarinnar til virkjunar,
svo og fyrirgreiðsla þess varð-
andi útvegun fjármagns, en um
ræður stæðu fyrir dyrum. Síð-
an ræddi hann um Akureyri
sem iðnaðarbæ og að stálskipa-
smíði væri hafin hér með for-
göngu samvinnuhreyfingarinnar
og forstjóra Slippstöðvarinnar.
Hann sagði, að stefna ríkisstjórn
arinnar gagnvart iðnaðinum
væri mjög ískyggileg. íslenzkur
iðnaður, sem greiddi venjulega
tolla af innfluttum vélum og
hráefni, væri nú fyrirvaralítið
ætlað að kippa við erlend stór-
fyrirtæki, sem hleypt væri inn
á íslenzkan markað, án þess að
íslenzkur iðnaður hefði fengið
nauðsynlega fyrirgreiðslu og að-
lögunartíma. Nú væri jafnvel
gert ráð fyrir að lækka tolla á
erlendum iðnvörum um 50% og
auðvelda þeim þannig innrásina
á markaðinn hér. Samtímis
byggi innlendi iðnaðurinn við
óðaverðbólgu eins og fram hefði
komið í ummælum formanns
iðnrekendasambandsins. Þetta
væru alvarleg tíðindi fyrir iðn-
aðarfyrirtækin hér og þann
fólksfjölda, sem þar vinnur, en
horfur á, að vinnuafl héðan yrði
lokkað til stórframkvæmda
syðra. Einnig ræddi hann um út
gerðarmál Akureyringa og fram
tíð togaraflotans. Hann kvað
bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- og A1
þýðuflokksins hér vera hand-
bendi stjórnarstefnunnar og
kosningaúrslitin örlagarík fyrir
Akureyri.
Hér að framan er aðeins drep-
ið á nokkur meginatriði, er
<--------------------------
Bannorð Sjálfstæðis-
manna: Minnisf ekki á
einkaframfakið hér í
bæ eða bankastarf-
semina. Ekki eitf orð
um Sana, ekkerf um
bjórinn og nefnið ekki
Elliheimilið í Skjaldar-
fram komu hjá ræðumönnum.
Ingvar Gíslason alþirigismaður
stýrði fundi og flutti þakkir og
hvatningu í fundarlok. Fundar-
ritarar voru þau Kolbrún Bald-
vinsdóttir og Hákon Hákonar-
son. □
TIL ÞORBERGS
ÓLAFSSONAR
á 75 ára afmælinu
9. maí 1966
, . , ( j . r -r,y^r
Enn þú hefir orku og dug
eftir sjö og hálfan tug
æviára á jörðu,
þú hefir sýnt og sannað bezt
að sértu í þeirra hópi, er mest
bæði gáfu og gjörðu.
Allra heilla ég þér bið,
undu hraustur starf þitt við,
kempan ung í anda.
Heiður þeim sem heiður ber,
heillavættir gefi þér
háspil allra handa.
Gefist þér nú gæðaár,
grösugt tún og þerrir klái',
dafni hjörð í haga.
Góðir menn með geðið kátt
gleðji þig á margan hátt
alla ævidaga.
Baldur Eiríksson.
SKRIFSTOFUR
FRAMSÓKNAR-
FLOKKSINS
Á AKUREYRI
SKRIFSTOFAN HAFNARSTRÆTI 95
er opin kl. 10—12, 2—6 og 8—10 alla daga til kosn-
inga.
SKRIFSTOFAN I.ÖNGI IILÍI) 2
er opin kl. 8—10 öll kvöld til kosninga. Stuðnings-
menn látið skrá ykkur til starfa. B-listinn.
KOSNINGASJÓÐURINN
Stuðningsmenn tryggið skerf í kosningasjóðinn. —
Margt smátt gerir eitt stórt.
SJÁLFBOÐALIÐAR!
Þeir stuðningsmenn B-listans, sem vilja starfa á kjör-
degi, eða við undirbúning kosninganna fram að
þeim tíma haf samband við skrifstofurnar Hafnar-
stræti 95, símar 1-11-80 og 1-14-43, og Löngujnýri 2,
sími 1-23-31. Þar er einnig tekið á móti framlögum
í kosningasjóðinn.
- Vaxandi athafnabær
(Framhald af blaðsíðu 4).
liún í nokkra daga skinið í stof-
um liúsfreyjanna á norður hæð-
um. Þaðan mun einnig styttra í
kríueggjaleit á vorin en frá öðrum
bæjarhlutum.
A þessum framantoldum hlut-
um öllum sjáum við, að Húsa-
vík er vaxandi athafnabær og þar
gerast margir atburðir í senn, sem
til framfara horfa.
Nú eru þeir dagar á íslandi,
að hugir manna snúast um fátt
meir, en í hönd farandi kosning-
ar til sveita- og bæjarstjórna. Orð
verða fleiri og stærri, en að jafn-
aði tíðkast að nota og mörgum
hitnar í hamsi. Allir unna sinni
byggð og sínu bæjarfélagi og haga
kjöri sínu á kjiirdegi í samræmi
við það. Á sjálfum kjördegi ber
hverjum og einum að lægja storin
inn í sjálfum sér, verandi í kjör-
klela einn með samvizku sinpi,
hugsa, .... og kjósa svo,
Og sem nú allir jjessir hlutir
eru að gerast með mönnum, þá
hafa þrestir komið norður hingað
sunnan úr löndum, langan veg.
Þeirra annríki er mikið, svo sem
hjá mönnum, enda virðist þeim
einnig hafa verið uppálagt, að
vera frjósömum og uppfylla jörð-
ina. Margir þeirra liaía þegar á-
kveðið að vera hjón og hafa num
ið lönd, gjarnan í trjágöngum
frumbyggja. Og í gleði sinni yfir
öllu þessu tylla þeir sér á húsþök
in eða á þær greinar trjánna, sem
liæst ber og syngja daglangt. Már
inn hefur þraukað veturinn á
rneðal okkar og haldið sér í
mergð, þar sem Eiríkslækur og
Búðará renna í sjó fram. Þeir,
sem setjast í stofu Guðjóns rak-
ara, geta unað sér við að horfa á
síkvikan hópinn á meðan þeir
bíða eftir klippingunni. Guðjón
getur líka frætt þá á því, að már
inn er búinn að skipta um róm
írá því í vetur og íarinn að elska.
Margir Húsvíkingar eru fyrir þó
nokkru búnir að heyra í lóu og
stelk, en um miðjan maí kemur
krían og þá er komið sumar.
- Hverja er hollast
að kjósa?
(Framhald af blaðsíðu 4)
unarhætti hennar. Það eru
því fulltrúar Framsóknar-
flokksins, sem fólkinu á
Norðurlandi, er vill eflingu
bæja sinna og sveita, er holl-
ast að kjósa x bæjarstjórnir
og lrreppsnefndir nú í vor.
Mennina, sem eru áhangend-
ur núverandi landsstjórnar,
Straumsvíkur ábyrðarmenn-
ina, skyldu Norðlendingar
foiðast. Austanáttarmönnun-
um, hvort sem þeir kalla sig
Alþvðubandalagsmenn eða
annað, er líka fráleitt að
veita fylgi.
KJÖRSEÐILL
við bæjarstjórnarkosningar í Húsavíkurkaupstað 22. maí 1966.
A-LISTI X B-LISTI D-LISTI G-LISTI H-LISTI
Listi Alþýðuflokksins Listi Framsóknarflokksins Listi Sjálfstæðisflokksins Listi Alþýðubandalagsins Listi óháðra kjósenda
Guðmundur Hákonarson Amljótur Sigurjónsson Sigurður Gunnarsson Sigurjón Jóhannesson Jónas Egilsson Einar Fr. Jóhannesson o. s. frv. Karl Kristjánsson Finnur Kristjánsson Haraldur Gíslason Sigtryggur Albertsson Einar Njálsson Ingimundur Jónsson o. s. frv. Ingvar Þórarinsson Páll Þ. Kristinsson Þórhallur B. Snædal Vernharður Bjarnason Þuríður Hermannsdóttir Jón Ármann Árnason o. s. frv. Jóhann Hermannsson Freyr Bjarnason Hörður Arnórsson Albert Jóhannesson Kári Arnórsson Kristján E. Jónasson o. s. frv. Ásgeir Kristjánsson Sigurður Jónsson Helgi Kristjánsson Guðjón Björnsson Júlíus Stefánsson Kristján Ásgeirsson o. s. frv.
Þannig lítur kjorseðillinn út á Húsavík, þegar kosinn hefur verið listi Framsókharflokksins — B-Iistinn.
\