Dagur - 02.06.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 02.06.1966, Blaðsíða 5
4 1 Sbrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1168 og 1-1167 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. GRÆNA BELTIÐ FYRIR HELGINA komu fyrstu hlýju vordagarnir. Á þeim hluta lands, sem kominn er undan snjó, vaknaði allt af vetrardvalanum. Á þessum dögum varð ræktuð jörð græn af nýjum gróðri, brum trjáa og runna þrútnuðu, fjölærar garðaplönt ur skutu upp kollinum, menn og dýr nutu lífsins. En fer ekki vorið fyrír ofan garð og neðan hjá of mörg- um? Sjá það allir og vita, að gróður- beltið græna upp af ströndum lands- ins er mesti auður íslands, hver græn planta heil efnaverksmiðja, sem er þess umkomin að binda orku sólar- ljóssins og breyta henni í „fæði og klæði“? Hafa skólar landsins opnað augu nemendanna fyrir hinni lif- andi náttúru, kennt fólki að lifa með voriiiu, skilja það og vinna með því? Vonandi er að það sé talið eins þýð- ingarmikið og að muna ártöl úr ár- þúsundagamalli hernaðarsögu. Nú er loks byrjað að gera gróður- kort af landi okkar, en mjög greinir menn á um það, hverjar breytingar hafi orðið á gróðri landsins og hverj- ar orsakir liggja bak við þá stórkost- legu gróðureyðingu, sem menn full- yrða að átt hafí sér stað. Gerðar liafa verið tilraunir með vaxtarþol margra plantna á liálendi landsins og sýna Iþær, að mikil landflæmi, sem nú eru gróðurlítil eða jafnvel gróðurlaus, er unnt að græða upp til verulegra nytja. Landgræðsla á vegum hins ojtinbera, hefur stöðvað ægilegan uj>j)I)Iástur á ýmsum stöðum. Það er ein sú merkilegasta landvörn, sem íslendingar hafa að unnið. Við þurfurn að endurheimta hið græna og gróna land, sem við höfum taj>að. Við þurfum að breikka græna beltið, sem er einskonar lífbelti lands og þjóðar, auka skógrækt og al- menna ræktunarmenningu til þess að tryggja eigin framtíð og skila land inu betra t hendur afkomendanna en það er nú. Með hverju ári, sem líður, verður sá hluti þjóðarinnar stærri, sem ekki lifir í beinum tengsl um við náttúru landsins — hefur að ! meira eða minna leyti slitnað úr tengslum við fortíð sína og farið á mis við þann þroska, sem náttúran sjálf veitir þeim, sem með henni búa í daglegum störfum. Þessi stóri og ört vaxandi hluti þjóðarinnar skaj> , ar sér að sjálfstigðu aðra menningu er tímar líða, þótt hann sé nú „á milli vita“ að verulegu leyti. Vorið sjálft, hið dásamlega ævintýri á norð- urslóðum, er beztur tíini til hugleið- inga um þetta mál. Sjálft hefur það verið upjifylling vona og drauma, líka sá skóli í þúsund ár, er gefið hef- ur þjóðinni trú á framtíðina og styrk til þess að mæta henni. O' Norðurlandsmeistarar KA í handknattleik. Frá vinstri, aftari röð: Jón Steinbergsson, Hafsteinn Geirs son, Stefán Tryggvason, Halldór Rafnsson, Björn Einarsson, Ævar Karlesson. Fremri röð frá vinstri: Þorleifur Ananíasson, Örn Gíslason, Ólafur Ólafsson og Bjarni Bjarnason. (Ljósm.: G. P. K.) Til umfiugsunar fyrir Alþýðubandalagsmenn Fermingarbarnamót Eyjafjarðarprófosts- dæmis að Freyjulundi og Möðruvöllum HIÐ ÁRLEGA fermmgaibarna mót verður tið þessu sinni í Möðruvallaklaustursprestakalli. Mótið verður sett n. k. sunnu- dag 5. júní. Fyrir hádegi er biblíulestur og frjáls tími. Eftir hádegið verð ur farið í leiki og íþróttir og munu prestar að síðustu keppa við fermingarbörn. Messað verð ur að Möðruvöllum og Glæsibæ kl. 4. Eftir kvöldverð verður kvöldvaka að Freyjulundi og annast fermingarbörn úr hin- um ýmsu prestaköllum dag- skráratriði. Mótinu lýkur kl. 9.30 e.h. með sameiginlegri bæn. Þátttakendur þurfa að hafa með sér Nýja-Testamenti, skrif föng og nesti til dagsins að öðru en því að þeir fá mjólk á mót- stað. Þátttökugjald verður kr. 30 auk ferðakostnaðar. Frá Ak- ureyrarkirkju verður farið kl. 8.30 um morguninn. Þau ferm- ingarbörn, sem hafa skrifað sig, en geta eigi farið, láti prestana vita. Undirbúningsnefndin. - AÐALFUNDUR Ú.A. (Framhald af blaðsíðu 1.) 41.524.213.26, auk fríðinda. Af þessari upphæð var greitt til sjómanna kr. 23.490.085.93. Utan beinna vinnulauna, sem hér eru að framan talin, gt-eiddi Utgerðarfélag Akureyringa til hinna ýmsu fyrirtækja í bæn- um, vegna margskonar vinnu og þjónustu margar milljónir króna. Vélakostur Hraðfrystihúss fé lagsins var aukinn og endur- bættur á árinu, og fyrir dyrum stendur nokkur stækkun þess. • í umræðum á aðalfundinum kom fram, að stjórn félagsins hefur látið fara fram nokkra at- hugun á möguleikum til að endurnýja skipakost þess. En þær athuganir eru á byrjunar- stigi. Á þessu ári hafa togararnir fengið heldur minni afla en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum hafa aðeins þrír togarar ÚA stundað veiðar óslitið en fjórði togarinn, Sval- bakur, kemur væntanlega um miðjan mánuðinn úr 16 ára flokkunarviðgerð. - NEMENDAMÓT .. . (Framhald af blaðsíðu 8). gleðilátum undir miðnættið. Forstöðukona í vetur hefur ver ið ungfrú Guðríður Eiríksdóttir, sem gegnt hefur þeim starfa í forföllum fröken Lenu Hall- grímsdóttur, sem fengið hafði ársfrí. Aðrar kennslukonur eru: ungfrú Elmilía Kofoed-Hansen, Sigrún Gunnlaugsdóttir og Rósa Finnsdóttir. □ H-JALTI í Garðshorni, sem sat : á þingi um tíma í vor fyrir Björn Jónsson, kastar í síðasta ' tölublaði Verkamannsins köpur yrðum að þingmönnum Fram- sóknarflokksins í sambandi við afurðasölulöggjöfina. Rétt er það — eins og glögglega hefur verið bent á hér í blaðinu — að bændur séu hart leiknir vegna dýrtíðar og mistaka stjórnar- valda, en engum gerir Hjalti gott með því. að reyna að koma af stað úlfúð milli þeirra, sem saman hafa unnið og saman þurfa að vinna að hagsmunamál um landbúnaðarins, og gera þá tortryggilega, sem heilir eru í þessum málum. Ætti hann, ef hann vill gera gagn, að beina geiri sínum þangað, sem „þörf- in meiri fyrir er“. Sjálfan sig og samvizku sína ætti Hjalti í Garðshorni m. a. að spyrja eftir farandi spurninga: 1. Hvað hefði gerzt í afurða- sölumálunum, ef breytingin á afurðasölulöggjöfinni hefði verið felld í vor og bráða- birgðalögin frá sl. hausti eða hin eldri löggjöf verið áfram í gildi? 2. Hvað hefði gerzt í afurða- sölumálunum, ef frumvarp það er formaður Alþýðu- bandalagsins, Hannibal Valdi marsson, lagði fram undir þinglok, hefði orðið að lögum í vor? 3. Gerði Hjalti í Garðshorni sér ekki grein fyrir því, að af- staða þingmanna Framsókn- arflokksins til afurðasölulag- anna í vor, var í samræmi við afstöðu Stéttarsambands bænda í málinu? 4. Getur Hjalti fengið flokks- menn sína til að samþykkja að greiða úr ríkissjóði nú og framvegis þær útflutnings- uppbætur, sem til þess þarf, að bændum sé tryggt verð- lagsgrundvallarvérð fyrir af- urðirnar? Q LOKIÐ er nú fyrstu umfarð í I. deild og hafa öll liðin leikið 1 leik og er staðan þessi: Akranes 2 stig, KR 2 stig, ÍBA 1 stig, Þróttur 1 stig, Kefla vík 0 stig, Valur 0 stig. Æfingafafia knaftspyrnumanna á Akureyri Mánu- dagur Þriðju- dagur Miðviku- dagur Fimmtu- dagur Föstu- dagur Laugar- dagur Klukkan K. A. 5. FL. ÞÓR 5. FL. K. A. 5. FL. í. B. A. ÚRVAL 5-6 ÞÓR 5. FL. K. A. 4. FL. ÞÓR 4. FL. K. A. 4. FL. 6-7 ÞÓR 4. FL. K. A. 3. FL. ÞÓR 3. FL. K. A. 3. FL. •; 7—8 ÞÓR 3. FL. KA og Þór 1. og 2. FL. KA og Þór 1. og 2. FL. KA og Þór 1. og 2. FL. 8—9 I. B. A. ÚRVAL í. B. A. ÚRVAL I. B. A. ÚRVAL 9—10.30 Æfingar allra flokka fara fram á malarveilinum við „Sana“. ÞJÁLFARI. (Ath. Vinsamlega geymið þessa auglýsingu.) 5 Vel heppnað handknattleiksmól hjá KA Norðurlandsmeistarar KA í meistaraflokki kvenna. (Ljm.: G.P.K.) Aukin samskipti við Hafnfirðinga æskileg Á LAUGARDAG kl. 4 hófst hið svokallaða Hvítasunnumót KA, og sá Handknattleiksdeild KA um nrótið, en formaður liennar er Haf- steinn Geirsson. Gestir KA á þessu móti voru meistaraflokkur karla úr Haukum og meistaraflokkur kvenna úr FH. Mjög ánægju leg eru þessi samskipti við Hafnfirðinga og ætti að reyna að auka þau mjög á næstu árum og keppa þá einnig í yngri flokkum. Norðurlandsmeistarar Þórs í 2. flokki kvenna. (Ljósm.: G.P.K.) Norðurlandsmeistarar KA í 2. flokki karla. (Ljósm.: G.P.K.)' Norðurlandsmóti í handknattleik lokið: KA SIGRAÐI í FIMM FLOKKUM ' r - ÞOR SIGRAÐII 2. FLOKKI KVENNA Norðurlandsmeistarar KA I 3. flokki karla. (Ljósm.: G.P.K.) Norðurlandsmeistarar KA í 4. flokki karla. (Ljósm.: G.P.K.) r Knattspyrnumót Islands, I. deild: Akureyríngar léku vel, en mörkin urðu allt of fá Laugardagur. Fyrsti leikur á laugardag var milli KA og Þórs í 2. fl. kvenna og sigraði nú KA með 5:3, en Þór hefur sigrað KA í öllum leikjum í vetur innanhúss í þess um flokki. Næst léku svo Haukar og ÍBA í mfl. þarla, og var sá leikur mjög spennandi fyrir áhorfend- ur og lauk honum með naum- um sigri Hauka 20:19. Akur- eyringar léku vel á köflum í þessum leik, en voru afar óheppnir í byrjun leiksins og áttu þá m. a. 3 stangarskot. Jón Steinbergsson stóð sig mjög vel í markinu og varði oft af hreinni snilld. Að lokum léku svo FH og KA í mfl. kvenna og lauk þeim leik með sigri FH 6:4. Allmikill munur var á leik liðanna og léku FH-stúlkurnar af meiri hraða og snerpu, enda eru KA- stúlkurnar í lítilli æfingu nú. Leiðindaveður var er stúlkurn- ar léku, rigning og kuldi. Hvítasunnudagur. Er keppni hófst kl. 2 á sunnu dag var komið bezta veður sum arsins hér nyrðra, sunnan gola og hiti og voru nú áhorfendur allmargir. Fyrst léku KA og Þór í 2. fl. karla og fóru svo leikar eftir tví sýna og spennandi keppni, að KA sigraði með 9:6 mörkum. Þarna léku þeir ungu menn, sem skipa munu kjarna ÍBA- liðsins á næstu árum, og má segja að leikur þeirra hafi ver- ið nokkuð góður, en þessir pilt- ar mega ekki slá slöku við æf- ingar, því mikið eiga þeir ólært. Næst léku svo KA og FH í mfl. kvenna og tókst KA að sigra með 5:4 eftir tvísýna og spennandi keppni og voru KA- stúlkurnar nú fastar fyrir í vörninni og réði það úrslitum. Sérstaka athygli vakti Soffía Sævarsdóttir, og er þar á ferð gott efni, einnig var Elsa Björns dóttir góð. Að lokum léku svo Haukar Góð ferð knattspyrnu- .. manna til Noregs KNATTSPYRNUMENN Akur- éyringa láta vel af ferð sinni til Noregs, þó þeir töpuðu báðum leikjunum, sem þeir léku þar, fyrri leiknum með 4:0, en þeim síðari 2:0. Þeir láta mjög illa af þeim völlum, sem þeir léku á í Noregi. Voru þeir eins og mýr- arfen, og var skurður grafinn meðfram öðrum þeirra til að Veita burt vatninu. Vonandi hafa þeir haft mikið gagn af þessari ferð, en það kemur í ljós á næstunni, því fs- landsmótið er hafið og verður keppni þar eflaust hörð að venju. og ÍBA í mfl. karla og lék nú Ólafur Ólafsson með ÍBA, en sýndi ekki eins góðan leik og innanhúss, einnig var Kjartan mjög mistækur, og Hafsteinn var ekki í essinu sínu. Hauk- arnir sýndu nú góðan hand- knattleik, hraðan og skemmti- legan og fóru svo leikar að þeir sigruðu með yfirburðum 26:19. Jón stóð sig enn vel í markinu og er ekki hægt að saka hann um mörkin. Beztan leik af Akur eyringum sýndu Þorleifur SUNNUDAGINN 22. maí lauk handknattleiksmóti Norður- lands og léku þá til úrslita í meistaraflokki karla KA og Þór, en mai’ga aukaleiki þurfti til að fá úrslit í karlaflokki. Mót ið fór í fyrstu fram samkvæmt áætlun, en þegar Húsvíkingar áttu að mæta til leiks, fóru all- ar áætlanir úr böndunum, fyrst vegna ófærðar, síðan vegna in- flúenzu, en að lokum tókst þó að ljúka mótinu, og má segja að keppni hafi aldrei verið harð ari í ýmsum flokkum, t. d. 3. fl. karla og meistaraflokki karla, en í þessum flokkum léku KA og Þór til úrslita og sigraði KA í báðum. í 3. flokki sigraði KA með 14 : 9 og í meistaraflokki karla með 22 : 16. Úrslit á mótinu urðu þessi: 4. flokkur karla KA. 3. flokkur karla KA. 2. flokkur karla KA. Meistaraflokkur karla KA. 2. flókkur kvenna Þór. Meistaraflokkur kvenna KA. Sunnudaginn 22. maí voru verðlaun afhent fyrir alla flokka í Rafveituskemmunni, og mót- inu slitið og þakkaði formaður HRA, Svavar Ottesen, fyrir hönd íþróttafólksins, rafveitu- stjórn og rafveitustjóra fyrir lánið á skemmunni, sem hefur orðið handknattleiksíþróttinni að ómetanlegu gagni. í vetur hefur Handknattleiks ráð séð um öll handknattleiks- mót hér í bæ, og hafa verið leiknir um eða yfir 70 leikir, þá komu Haukar frá Hafnarfirði hingað í vetur, eins og menn muna á vegum ráðsins, og Ak- ureyringar fóru í keppnisferð suður, sem heppnaðist mjög vel. Handknattleiksíþróttin á mjög vaxandi fylgi að fagna hér í bæ, og með bættri aðstöðu ættu Ak ureyringar að geta náð langt í þeirri íþróttagrein. I sumar ætl- ar bærinn að byggja skemmu fyrir inniíþróttir, sem nota á þar til nýja íþróttahúsið rís, og er það Von íþróttafólksins að Ananíasson og Halldór Rafns- son, en þeir eru báðir ungir og efnilegir. Á laugardag dæmdi Árni Sverrisson mfl. karla og tókst vel upp, en Arnar Einarsson dæmdi mfl. kvenna og gerði því góð skil. Á sunnudag dæmdi svo Frímann Gunnlaugsson mfl. karla af mikilli nákvæmni og vandvirkni, eins og hans er vandi, en Árni Sverrisson dæmdi mfl. kvenna og gerði það vel. Að lokum vil ég þakka Hand- knattleiksdeild KA fyrir góða skemmtun og Hafnfirðingum fyrir komuna og óska þess af heilum hug, að meira samstarf verði á næstu árum á milli þess ara stærstu bæja landsins á sviði handknattleiksíþróttarinn- ar. Sv. O. franikvæmdir fari að hefjast við þá byggingu, því tíminn flýgur áfram og ekki nema 4 mánuðir þar til keppnistímabil bandknattleiksmanna befst á ný. Ég leyfi mér því vinsamleg- ast að beina þeim tilmælum til nefndar þeirrar er kjörin var til að sjá um byggingu skemmunn ar, að láta ekki dragast að fram kvæmdir hefjist. Sv. O. AKUREYRINGAR léku sinn fyrsta leik í Knattspyrnumóti íslands, I. deild, sl. mánudag og mættu Þrótti á Laugardalsvell- inum í Reykjavík. Leiknum lauk með jafntefli 1:1, og voru Þróttarar beppnir að hreppa annað stigið. Ég hitti að máli frammi á flug velli þá Jens Sumarliðason og Einar Helgason og sagðist þeim svo frá. Akureyringar sýndu mikla yfirburði í fyrri hálfleik, en gekk afar illa að skora og áttu þeir mörg gullin tækifæri til að skora úr, en þau nýttust ekki, nema eitt, snemma í fyrri hálf- leik, er Valsteinn skoraði eina mark Akureyringa í leiknum. í síðari hálfleik mættu Þrótt- arar ákveðnari til leiks, en yfir- burðir Akureyringa í leik voru enn miklir í þessum hálfleik. Þannig stóð leikurinn 1:0, fram undir leikslok, og bjuggust víst flestir vallargestir við sigri Ak- ureyringa, en rétt fyrir leikslok tókst Þrótti að jafna og misstu Akureyringar þar dýrmætt stig. Þetta er ekkert nýtt fyrir- brigði að ÍBA liðinu gangi illa í sínum fyrstu leikjum í íslands- mótinu, þeir hafa oftast tapað fyrstu leikjum sínum, sem þeir hafa vanalega orðið að leika fyr ir sunnan, vegna þess hve gras- völlurinn hér í bæ er seint hæf- ur til keppni. Þess má einnig geta að öll liðin syðra hafa leik- ið marga leiki áður en íslands- mótið hefst, en Akureyringar oftast 1—2 eða engan, eins og stundum hefur komið fyrir. Það er ekkert undarlegt, þótt það taki liðið nokkra leiki að ná saman . Þess vegna er það frumskil- yrði til að strákarnir okkar standi sig vel, að malarvöllur- inn verði gerður nothæfur, svo hægt sé að bjóða heim liðum á vorin, og okkar knattspyrnu- menn fái þá æfingaleiki, sem nauðsynlegir eru fyrir íslands- mótið. Það er von allra bæjar- búa að í. B. A.-liðið eigi eftir að sýna góða leiki í sumar og auðvitað vona allir, að bikar- inn hafni á Akureyri í haust. Á mánudaginn léku einnig Akurnesingar og Keflvíkingar á Akranesi og endaði sá leikuj- með sigri Akurnesinga 2 : 1. Á þriðjudag léku svo KR og Valur á Laugardalsvellinum og fóru leikar svo, að KR sigraði með 1:0. Sv. O. ■ ■ Leikir Akureyrinc ia í 1. deild Allir leikirnir eiga að hef jast kl. 4 e. h. 19. júní (Laugardalsvöllur) VALUR—I.B.A. 26. júní (Akureyrarvöllur) I.B.A.—t.A. 10. júlí (Akureyrarvöllur) I.B.A.—Í.B.K. 17. júlí (Laugardalsvöllur) K.R.—Í.B.A. 24. júlí (Akureyrarvöllur) Í.B.A.—K.R. 31. júlí (Akureyrarvöllur) . . . Í.B.A.—ÞRÓTTUR 7. ágúst (Njarðvíkurvöllur) Í.B.K.—Í.B.A. 26. ágúst (Akureyrarvöllur) Í.B.A.—VALUR 4. september (Akranesvöllur) .... Í.A.—Í.B.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.