Dagur - 02.07.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 02.07.1966, Blaðsíða 1
Herbcrgis- pantonir. FerSa- skriístoian Túngötu 1. Akureyii, Sízdí 11475 XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 2. júlí 1966 — 50. ibl. FerðaskrifsfofanTún96,u 11 I Sími 11475 Skipuleggjum íerðir skauta á znilli. Farseðlar með flilaíél, ísL og Loítleiðunl. r Alagning úfsvara og aðsföðu- gjalda í Húsavíkurkaupstað 1966 ÚTSVÖR voru lögð á eftir lög- boðnum álagningastiga og síð- an lækkuð um 5%. Jafnað var niður kr. 10.480.000.00 á 19 fé- lög og 530 einstaklinga. Útsvör fyrra árs, sem greidd voru að fullu fyrir árslok 1965 voru dregin frá tekjum áður en útsvar var álagt. Sjómannafrá- dráttur, og og fæðisfrádráttur sjómanna var Ieyfður til frá- dráttar að fullu. Frádráttur vegna tekna konu utan heimilis var bundinn við hámark kr. 20.000.00 hjá hverjum gjald- anda. Undanþegnar útsvars- álagningu voru allar bætur al- mannatrygginga, svo sem elli- og örorkustyrkir. Ennfremur sjúkrabætur og sjúkradagpen- ingar og fjölskyldubætur, sem greiddar eru með fleiri börnum en tveim hjá hverjum gjald- anda. Útsvör lægri en kr. 1500.00 voru felld niður. (Framhald á blaðsíðu 7) OFLUGRA STARF NAUÐSYNLEGT GEGN VAXANDI ÁFENGISBÖLI 64. ÞINGI Stórstúku íslands var slitið síðdegis á laugardag 11. júní. Sunnudaginn 12. júní fóru fulltrúar í boði Stórstúkunnar til Þingvalla. Þar hélt Þing- stúka Reykjavíkur þeim kaffi- samsæti. Þingið stóð í þrjá daga og tók mörg mál til meðferðar, bæði er varðar innbyrðismál reglunnar og svo önnur mál, er snerta starf hennar út á við. Meðal ályktana þingsins voru þessar: Stórstúkuþingið telur, að hið alvarlega ástand, sem nú er í áfengismálum þjóðarinnar, ekki sízt meðal æskufólks, bendi ein dregið til þess, að miklu meira þurfi að gera af opinberri hálfu en nú er gert til þess að efla bindindissemi og koma á fót bindindissamtökum og auka og styrkja þau, sem fyrir eru. Tel- ur Stórstúkuþingið, að Alþingi Vagn Sigtryggsson Hriflu, látinn VAGN Sigtryggsson, bóndi á Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu, varð bráðkvaddur að heimili sínu sl. þriðjudag. Hann var hinn ágætasti bóndi og drengur góður. □ og ríkisstjórn beri skylda til að vinna að þessu máli, meðal ann ars með því að veita fé á fjár- lögum til þess að launa tvo er- indreka, sem starfi á vegum Stórstúku íslands, en séu skip- aðir í starfið af ráðherra í sam- ráði við Stórstúkuna. Þingið samþykkti fyrir sitt leyti þær tillögur, sem fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar hafði sent Alþingi sem svar við fyrirspurn milliþinganefndar Alþingis um áfengismál, en þar kemur fram m. a. eftirfarandi: Betra eftirlit sé haft með veit ingahúsum, bæði að því er snertir fjölda þess fólks, sem inn er hleypt, og þó einkum sölu áfengis. Gera verður eftir- litsmönnum kleift að rækja eft- irlitið, svo að í lagi sé. Strangt eftirlit sé haft með því, að unglingar kaupi ekki áfengi, og séu slík mál rannsök uð til hlítar og þeir, sem selja eða veita unglingum áfengi, látnir sæta þungri ábyrgð. Veitingahús séu hiklaust svipt vínveitingaleyfi um lengri eða skemmri tíma, brjóti þau áfengislöggjöfina. Eftirlit með leynivínsölum sé mjög aukið og hert á viðurlög- um við leynivínsölu, t. d. með atvinnusviptingu leigubílstjóra, er uppvísir verða að sliku at- hæfi, einkum selji þeir ungl- (Framhald á blaðsíðu 7.) ISLENZKA ALFELAGIÐ STOFNAÐ Undirritaðir samningar við Landsvirkjun og Hafnarf jarðarkaupstað HINN 28. júní sl. var íslenzka álfélagið h.f. stofnað í Reykja- vík og kosin stjórn þess. Að loknum stofnfundi var undir- ritaður rafmagnssamningur milli Álfélagsins og Landsvirkj unar, svo og hafnar- og lóða- samningur milli Álfélagsins og Hafnarfjarðarkaupstaðar. Fréttatilkynning Iðnaðaimála ráðuneytisins 28. júní um þetta hljóðar svo: í gær komu hingað til Reykja víkur fulltrúar Swiss Alumin- ium Limited (Alusuisse), stjórn armeðlimir og framkvæmda- stjórar, ásamt konum þeirra. þeir dvelja hér í þrjá daga í boði iðnaðarmálaráðherra, en með þessu heimboði er ríkis- stjórnin að endurgjalda heim- boð Alusuisse til þingmanna- nefndar í fyrrasumar til Swiss. Gert er ráð fyrir, að gestirnir íljúgi til Akureyrar, aki þaðan til Mývatnssveitar og síðasta daginn verði farið í Þjórsárdal og skoðaðar byrjunarfram- kvæmdir við Búrfellsvirkjun, en ekið heim með viðkomu í Skálholti og á Þingvöllum. Þann 1. júlí munu gestirnir halda heimleiðis. Kosin stjóm ísál. í morgun kl. 9 hófst stofn- fundur íslenzka álfélagsins h.f. í skrifstofu Einars Baldvins Guðmundssonar, hæstaréttar- lögmanns, sem er lögfræðilegur ráðunautur Alusuisse hérlend- is. Var gengið frá stofnskrá og samþykktum félagsins og kosin stjóm þess. (Framhald á blaðsíðu 7) Frá lösresliinni j ■**#*«**> „Lægsl á bekkinn DANIR höfðu yfirstjórn ís- landsmála 1901, þegar Einar Benediktsson orti: Er ei bóndans frelsi fórnað fyrir þjónsins rétt, lægst á bekkinn lága stjórn- að landsins óðalsstétt? fslendingar hrundu af sér Danaftjórn og bóndinn varð „virður vel“, svo sem hæfði menningarlegri stöðu hans og landnámsstarfi. Nú situr á íslandi — 1966 — stjóm svo skilningssnauð, þó innlend sé, að hún skip- ar með stjórnarathöfnum bændunum „lægst á bekk- inn lága“. Þeir eru tekju- lægsta stéttin í hennar efna- hagsmálakerfi. Hún lætur þá greiða aukaskatt af eigin tekjum í rikisbanka. Tryggir þeim ekki hækkað verð fyr- ir framleiðslu þeirra í sam- ræmi við vaxandi dýrtíð eða hækkandi kaup „þjónsins". Ætlar þeim auk þessa að bera verðhækkanir vegna ó- seldra afurða, sem þeir hafa framleitt í fullu samræmi við opinberar ráðstafanir og áskoranir um stækkun búa. Þannig er „óðalsstéttin" leikin og „frelsi“ hennar „fórnað fyrir þjónsins rétt“. UM HÁDEGI á fimmtudaginn slasaðist piltur á reiðhjóli. Hann mun hafa haldið í vöru- bíl, er slysið varð. Meiðsl hans . eru ekki talin alvarleg. Annar piltur ók mótorhjóli á húströpp SJÓNVARPS- VAGNINN FVRIR nokkrum dögum var frá því sagt, að kominn værr til landsins sjónvarpsvagn einn mikill og vel útbúinn. Þetta cr einskonar sjónvarpsupptöku- stöð á hjólum, sem notuð er til upptöku á efni utanhúss og er fenginn að láni hjá sænska sjón varpinu ásamt þeim tækjum og útbúnaði, sem til slíks cr nauð- synlegt. fslenzka sjónvarpið færist nú óðfluga frá drautni itil veru- leika a. m. k. á Suð-Vestur- landi, og á að þjóna því tvö- falda hlutverki, að skcmmta og íræða. □ ur hér í bæ og meiddist lítils— háttar. Húseigandinn hefur lagt fram bótakröfu vegna tröppu- skemmda. • Eldur kom upp í íbúðarhús- inu á Laugalandi á Þelamörk aðfararnótt fimmtudags. Kvikn að hafði í legubekk á rishæð. Slökkvilið frá Akureyri kom á vettvang. Skemmdir urðu af eldi, reyk og vatni á hæð þess- ari, einnig urðu skemmdir af vatni á næstu hæð fyrir neðan. FRAMKVÆMÐA- ÁÆTLUN NEFND SÚ, sem sjá á um gerð framkvæmdaáætlunar fyrir Ak ureyrarkaupstað, er þannig skipuð: Haukur Árnason Sigurður ÓIi Brynjólfsson Árni Jónsson Ingólfur Árnascn Þorvaldur Jónsson. í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.