Dagur - 02.07.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 02.07.1966, Blaðsíða 7
7 Bændur! MAURASÝRAN komin Svartir, uppreimaðir STRIGASKÓR, stærðir 24-46 Bláir, lágir STRIGASKÓR, allar stærðir Hvítir, lágir STRIGASKÓR, stærðir 35-38 STRIGASKÓR, kvenna, verð frá kr. 106.00 PÓSTSENDUM Föðursystir mín, ELÍNRÓS BJÖRNSDÓTTIR, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 30. júní sl. Jarðarförin er ákveðin frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 6. júlí n.k. kl. 1.30 e. h. Fyrir hönd vandamanna. Björn Sigmundsson. Alúðarþakkir til lireppsnefnda, kvenfélaga og allra annaiTa, sem heiðruðu minningu frú SÓLVEIGAR PÉTURSDÓTTUR EGGERZ frá Völlum, við útför hennar 27. júní. Vandamenn. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, er hafa auðsýnt okkur samiið og vinarhug við andlát og útför STEINDÓRS GUÐMUNDSSONAR, Þríhyrningi. Vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jaiðarför systur rninnar MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR Fyrir mína hönd og annarra vandaxnanna Ingileif Jónsdóttir. - íslenzka álfélagið (Framhald af blaðsíðu 1). Þessir voru kosnir í stjórn: Halldór Jónsson, arkitekt, for- maður, Gunnar J. Friðriksson, forstjóri, Sigurður Halldórsson, verkfræðingur, E. Meyer, aðal- forstjóri Alusisse, og dr. P. Miiller, framkvæmdastjóri Alu suisse. Ríkisstjórnin hefur skipað í stjórnina þá Hjört Torfason, héraðsdómslögmann og Magnús Ástmarsson, prentsmiðjustjóra. Að loknum stofnfundi var undirritaður samningur milli Álfélagsins og Landsvirkjunar: Rafmagnssamningur, og milli Álfélagsins og Hafnarfjarðar- kaupstaðar: Hafnar- og lóðar- samningur. Gert er ráð fyrir, að bráðlega verði gengið frá lánssamningi milli Landsvirkjunar og Al- þjóðabankans til byggingar Búr fellsvirkjunar, og verði þá upp- fyllt öll skilyrði þess, að Aðal- samningurinn milli ríkisstjórn- arinnar og Swiss Aluminium Limited, sem undirritaður var 28. marz þ. á., samþykktur af Alþingi 30. apríl og staðfestur sem lög af forseta fslands 13. maí þ. á., öðlist gildi. □ - Útsvörin á Húsavík (Framhald af blaðsíðu 1) Hæstu útsvör bera eftirtaldir gjaldendur: Sigurður Sigurðsson skipstjóri kr. 219.700.00 Kristbjörn Árnason skipstjóri kr. 174.300.00 Útgerðarfélagið Hreyfi h.f. kr. 161.200.00 Útgerðarfélagið Barðinn h.f. kr. 160.500.00 Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f. kr. 144.700.00 Hörður Þorfinnsson matsveinn kr. 120.500.00 Daníel Daníelsson héraðslæknir kr. 104.300.00 Aðstöðugjöld námu samtals kr. 2.879.500.00, sem lögð voru á 71 einstakling og 20 félög. Hæstu aðstöðugjöld bera eft- irtaldir gjaldendur: Kaupfélag Þingeyinga kr. 1.069.600.00 Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f. kr.280.700.00 Útgerðarfélagið Barðinn h.f. kr. 195.900.00 Síldarverksmiðja ríkisins kr. 158.100.00 Hæstu gjaldendur saman- lagðra aðstöðugjalda og útsvara eru þessir: Kaupfélag Þingeyinga kr. 1.087.300.00 Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f. kr 425.400.00 Útgerðarfélagið Barðinn h.f. kr. 356.400.00 (F rétta tilky nning ) FREYVANGUR Unglinoadansleikur að O O Frey vangi 1 a uga rdagin n 2. júlí k'l. 22. COMET leikur Aldurstakraark 14 ára. Algjört áfengisbann. Sætaferðir frá Lönd og Leiðir. Ársól. KARLAKÓU Akureyrar. Æf- ing á mánudaginn 4. júlí kl. 8.30 e. h. Mikilvægt að allir mæti vel, því söngför er á næsta leiti. Stjórnin. KVÖLDFERÐ í Ólafsfjarðar- múla n. k. laugardagskvöld kl. 20.00. Ekið um Svarfaðar- dal og drukkið kaffi á Dal- vík. Ferðaskrifstofan Saga. DRANGEYJARFERÐ. St. ísa- fold-Fjallkonan no. 1 gengst fyrir ferð í Drangey sunnu- daginn 10. júlí n. k. kl. 8 f. h. Þátttökulisti liggur frammi í Blaðavagninum á Ráðhús- torgi til fimmtudagskvölds 7. júlí. Allt bindindissinnað fólk velkomið. VESTFIRÐINGAR, Akureyri: Vestfirðingafélagið vill greiða fyrir ferð til ísafjarðar þann 15.—17. júlí n. k. í til- efni 100 ára afmælishátíðar kaupstaðarins. Áskriftarlist- ar liggja frammi í verzlun- unum Vísi og Markaðnum til 9. júlí, Áskrift er bindandi. Farið verður foftleiðis. Nánari upplýsingar gefur form. fé- lagsins, Ása Helgadóttir, sími 1-23-81. SUNDLAUGIN á Laugalandi í Öngulstaðahreppi er iokuð aimenningi á morgun, sunnu dag. ÁHEIT. Slysavarnadeildinni hefur borizt áheit, kr. eitt þús und, frá A. K.. Beztu þakkir. Slysavarnadeild kvenna Ak- ureyri. - Um byggðajafnvægi (Framhald af blaðsíðu 8) Iitlu verði um þokað. Jafnvægi niilli landshluta er sannarlega engin „hreppapóli- tík“, í hinni niðrandi merkingu þess orðs og ekki heldur íslenzk „sérviska“, eins og sumir segja. Það er þjóðinni allri fyrir beztu að landið sé byggt. Það er henni lífsnauðsyn. Margar ná- lægar þjóðir hafa — og sumar á undan íslendingum — gert sér grein fyrir, að byggðajafn- vægismál þeirra eru stórurn mikilvægari en fyrr var talið. Nærtækt er dæmi Norðmanna, sem hafa Iátið verkin tala. En liér mun lítið vcrða gert að gagni fyrr en raunvcrulegum áhuganiönnum um landsbyggð og byggðajafnvægi tekst að koma liér á stjórn, sem veit hvað hún vill í þessu máli. □ - Tveir meginflokkar (Framhald af biaðsíðu 4) flokkurinn verður 50 ára, er séistök ástæða til þess fyrir fólk í norðlenzkum byggð- um, að minnast hinna sögu- legu tengsla hans við Norð- urland. Margir þjóðkunnir menn úr öllum landshlut- um liafa á þessum tíma unn- ið ágæt störf á vegum flokks- ins, en athyglisvert er þó, hve margir norðlenzkir biautryðjendur og forystu- menn hafa konxið þar við sögu, . '• • □, IÐNNEMAR ATHUGIÐ, að listi um þátttöku í Landsmóti iðnnema í Vaglaskógi 8.—10. júlí n. k. liggur fi'ammi hjá stjórninni. F.I.N.A. RAKARASTOFUR okkar eru _ : lokaðar á laugardögum sum- armánuðina. Sigtr. Júlíusson, < Valdi, Ingvi og Halli. , SÖFN - HÚS AKUREYRARKIRKJA er opin til sýnis alla virka daga kl. 10—12 f.h. og 2—4 e.h. Á sunnudögum kl. 2—4 e.h. MATTHÍASARHÚS er opið gert er ráð fyrir að fylagið daglega kl. 2—4 e. h. DAVÍÐSHÚS er opið í sumar, sem hér segir: Virka daga kl. 5.30 til 7 og sunnudaga kl. 2 til 5. Gæzlumaður er Kristján Rögnvaldsson. NONNAHÚS verður opið i sumar alla daga vikunnar kl. 2—4 e.h. Uppl. í símum 1-13-96, 1-15-74 og 1-27-77. JVuttsítÓlíasafOTÍt er opið alla virka daga, nema laugar daga, kl. 4—7 e. h. N ÁTTÚRU GRIP AS AFNIÐ er opið alla daga frá kl. 2—3 e. h. Sími safnvarðar er 1-29-83 á kvöldin. MINJASAFNIÐ er opið dag- lega kl. 1.30—4 e.h. Á öðrum tímum verður þó tekið á móti íerðafólki ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62, en safn- varðar 1-12-72. - ÖFLUCT STARF... (Framhald af blaðsíðu 1.) ingum áfengi. Hið opinbera hlutist til um með fjárstyrk eða á annan hátt, að í Reykjavík sé starfræktur skemmtistaður eða fleiri en einn, þar sem áfengisneyzla sé útilokuð, en staðurinn (eða stað irnir) samkeppnisfær við aðra skemmtistaði um allan útbún- að, þjónustu og skemmtanir. Ákveðið var, að næsta stór- stúkuþing yrði í Reykjavík í júní 1968. í nýkjörinni fram- kvæmdanefnd eiga þessir sæti: Stórtemplar: Ólafur Þ. Kristj ánsson, skólastjóri, Hafnarfirði. Stórkanzlari: Indriði Indriða- son, rithöfundur, Reykjavík. Stórvaratemplar: Þórhildur Hjaltalín, frú, Akureyri. Stór- ritari: Kjartan Ólafsson, full- trúi, Kópavogi. Stórgjaldkeri: Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík. Stór gæzlumaður unglingastarfs: Sig urður Gunnarsson, kennari, Reykjavík. Stórgæzlumaður ungmennastarfs: Gunnar Þor- láksson, fulltrúi, Reykjavík. Stórgæzlumaður löggjafar- starfs: Sveinn Helgason, stór- kaupmaður, Reykjavík. Stór- fræðslustjóri: Ólafur F. Hjart- ar, bókavörður, Reykjavik. Stór kapelán: Þóra Jónsdóttir, frú, Siglufirði. Stórfregnritari: Njáll Þórarinsson, stórkaupmaður, Reykjavík. Fyrrv. stórtemplar: Séra Kristinn Stefánsson, Reykjavík. Umboðsmaður há- templars: Stefán Ág. Kristjáns- son, Akureyri. (Fréttatilkynning frá Stór- stúku íslands I.O.G-T.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.