Dagur - 02.07.1966, Blaðsíða 4
4
5
Æ
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
ERLINGUR DAVÍBSSON
Auglýsingat og afgreiðsla: f
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Tveir mepflokkar
ÞÓ AÐ Sjálfstæðisflokkurinn liafi
tapað í nýlega afstöðnum bæjar-
stjómarkosningum, er hann enn
stærsti flokkur landsins. Vegna
stærðar sinnar hefur hann liaft mikil
völd og lengur en þjóðinni er holl.
í seinni tíð hefur hann notað sér
veikleika lítils flokks, sem óttast um
líí sitt. Þjóðin þarf að efla pólitískt
jafnvægi gegn Sjálfstæðisflokknum
með því að gera annan flokk, helzt
álíka stóran eða stærri. Ekki virðist
líklegt, að flokkarnir, sem hafa byggt
tilveru sína á erlendum sósíalisma,
og stöðugt togast á, þ. e. Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag, geti orð
ið slíkur flokkur, enda þótt þeir
haldi trúlega áfram að eiga nokkur
ítök hér á landi. Hér verður að
treysta á Framsóknarflokkinn, flokk
íslenzkrar samvinnu og félags-
hyggju, sem styðja vill framtak
hinna mörgu og koma í veg fyrir að
fáir einkaauðvaldsmenn drottni yfir
efnahagslífinu, en sú hætta vofir yf-
ir, er tímar líða, ef Sjálfstæðisflokk-
urinn ræður.
Bæjarstjórnarkosningar í lxeild
béra það með sér, að margir kjósend-
ur í þessu landi vilji efla flokk til
mótvægis við flokk gróðahyggjunn-
ar á íslandi og hafa þegar valið Fram
sóknarflokkinn. Tveir meginflokkar
í íslenzkum stjómmálum mundu
Ieysa margan vanda stjórnmálanna.
í framhaldi af þessu má benda á
það, sem nú liggur ljóst fyrir eftir
áðurnefndar bæjarstjórnarkosning-
ar. Framsóknarflokkurinn var fjöl-
mennasti stjórnmálaflokkurinn í
höfuðstað Norðurlands. Hið sama
gerðist á Sauðárkróki. í Húsavík var
hann fjölmennastur og er það enn,
og á Siglufirði vann hann á. Það ork
■I ar lieldur ekki tvímælis, að í öllum
sex sýslunum á Norðurlandi er Fram
sóknarflokkurinn fjölmennastur og
í sýslunum í heild hefur hann án efa
hreinan meirihluta allra greiddra at-
kvæða við Alþingiskosningar. í kosn
ingunum 1963 hlaut flokkurinn 6
þingmenn af 11 kjörnum á Norður-
landi og lagði Norðurland þá til ná-
Iega þriðjung af sætuin hans á Al-
þingi.
Á Norðurlandi stóð vagga sam-
vinnulneyfingarinnar hér á landi,
og ekki er það ofmælt, að Norðlend-
ingar hér og í höfuðborginni hafi átt
mikinn þátt í stofnun Framsóknar-
flokksins, en báðar þessar félagsmála
hreyfingar eru runnar af sömu rót,
þótt þær hafi starfað hvor á sínu
sviði. Og nú í ár, þegar Framsóknar-
, (Framhald á blaðsíðu 7)
óviðunandi
Síartsaðslaða lögreglunnar
Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn og Árni
Magnússon varðstj. svara nokkrum spurningum
AKUREYRINGAR tslja bæinn
sinn rólegan msnningarbæ,
vilja allir að svo sé, og hafa ó-
neitanlega gert hann fyrirmynd
arbæ á ýmsan hátt. Sumir telja
hann jafnvel eins konar velferð
arbæ hér á Norðurlandi. Víst er
Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn
það, að á Akureyri er efnahag
ur manna jafnari en algengt er,
og hin sárasta fátækt er þar
naumast til, ekki heldur óvinn-
andi auðnuleysingjar eða vand
ræðamenn svo heitið geti. Efna
hagur bæjarfélagsins er traust-
ur, glæframenn í fjármálum
hafa leitað annarra stöðva. Hið
daglega líf er í föstum skorðum
og einkennist af hinum mikla
iðnaði og margs konar atvinnu,
sem ekki er árstíðabundin. Ak-
ureyri er ferðamannabær á
sumrin en skátfHi’r' á vetrum.
íbúarnir gera vel við presta og
kirkju, hafa þjóðskáld í háveg-
um, unna blómum og búa í
skógivöxnum bæjarhlutum, þar
sem aldur byggðar leyfir. Á Ak
ureyri stóð vagga ungmennafé
lagsskapar og bindindissamtaka
og enn er höfuðstaður Norður-
lands bær hinna þroskuðu og
hógværu borgara, sem sumum
finnst hlédrægari en annað
fólk.
Ferðamenn, sem hafa skoðað
samvinn*tðnaðinn, mennta-
stofnanirnar, kirkjuna, Lysti-
garðinn, hús skáldanna og söfn
in, og auk þess hitt að máli
virðulega borgara og notið
þeáiYar fegurðar, sem náttúran
áf örlæti sínu gaf fólkinu, eiga
bágt með að trúa því, að þessi
fagri og menningarlegi bær
hafi við erfið verkefni að stríða
í sambandi við skemmtanalífið
og að rækja hina viðteknu
verndarskyldu, enda fáir lög-
regluþjónar í starfi og ferða-
fólk hefur e. t. v. ekki tekið
eftir þeim.
En í þetta sinn leiðum við
ekki hugann- meira að sumar-
fégurð hins ágæta bæjar okkar
við Eyjafjörð, eða þeim mörgu
þáttum menningarinnar, sem
hér hafa meira og minna fest
rætur, en snúum okkur að hinu
gamla efni um Grýlu og óþægu
börnin, sem allir kannast við,
hinir eldri af frásögnum þeirra,
sem gengnir eru, en aðrir af
eigin sjón og raun, í líki fagur-
búinna lögreglumanna og illa
siðaðra eða ólánssamra manna.
Það er nú raunar allt annað en
skynsamlegt að hræða nútíma-
börn á „löggunni“ eins og þó
er algengt að gera, því hún etur
þau ekki, heldur reynir hún að
leiða þau út úr ófærum, sem
þau stundum komast í — af
„óþægð“ eða óheppni. —
í dag ræðum við stuttlega
við tvo lögreglumenn á Akur-
eyri, þá Gísla Ólafsson yfirlög-
regluþjón og Árna Magnússon
varðstjóra í lögreglunni. Fyrst
leggjum við nokkrar spurning-
ar fyrir Gísla Ólafsson.
Hve margir lögreglumenn
starfa nú liér á Akureyri og
hvernig eru starfsskilyrðin?
í lögreglunni eru nú 14 menn.
Talið er lágmark, að hafa tvo
lögreglumenn fyrir hverja þús-
und íbúa. Samkvæmt þessu
ættu lögreglumenn að vera
nokkru fleiri hér í bænum en
nú er, til þess að geta leyst þau
verkefni, sem fyrir liggja. Á
það ber að líta í þessu sam-
bandi, að hér þarf meiri lög-
gæzlu en fólksfjöldinn einn seg
ir til um, vegna legu bæjarins.
íbúar nálgast nú 10 þúsund
manns, en Akureyri er ferða-
miðstöð Norðurlands og eykur
það þjónustuþörfina til muna.
í því sambandi má sérstak-
lega minna á hin almennu um-
ferðamál. Lögreglumenn hér á
Akureyri þurfa að annast allar
tfegundir lögreglumála, og
vegna fámennis í lögreglulið-
inu getum við enga deildar-
skiptingu haft, svo sem vera
þyrfti.
En starfsskilyrðin að öðru
leyti?
Þau eru mjög erfið að ýmsu
leyti, þegar frá er dregin hin
almenna löghlýðni alls þorra
bæjarbúa og góða samvinna við
þá. Sem dæmi vil ég nefna, að
gamla fangahúsið í innbænum
var með fjóra fangaklefa. Síðan
var ný lögregluvarðstofa byggð
við Smáragötu 1939 og tekin
í notkun árið eftir. f þeirri
byggingu eru aðeins þrír fanga
klefar og tvö lítil herbergi.
Þetta er sá húsakostur, sem við
höfum til umráða og sjá allir
hve gjörsamlega ófullnægjandi
hann er. Frá því þetta hús var
byggt hefur fólksfjöldi bæjar-
ins aukizt um helming og starf-
semin orðið fjölþættari. Mál-
um, sem lögreglan hefur fengið
til meðferðar hefur fjölgað
næstum ótrúlega, eða meira en
um helming á fáum síðustu ár-
um. Árið 1951 hafði lögreglan
og fógetaembættið um 194 mál
til meðferðar, en síðastliðið ár
1687 mál.
En nýja lögreglustöðin, sem nú
er í byggingu?
Á henni var byrjað 1. júní
1963 og var hún steypt upp á
tiltölulega skömmum tíma.
Þetta er fokheld bygging. En í
ár hefur ekkert verið unnið við
bygginguna og ekki að sjá, að
meiri framkvæmdir séu þar ráð
gerðar alveg á næstunni. Þessi
seinagangur er okkur mikil von
brigði. Hin nýja bygging á að
verða mjög fullkomin og veita
beztu aðstöðu til starfa til fram
búðar. Við treystum því, að
þeir, sem þessum málum ráða,
stuðli að því, að ekki þurfi lengi
að bíða eftir þeirri bættu að-
stöðu, sem nýja lögreglustöðin
veitir, því núverandi aðstaða er
algerlega óviðunandi að mín-
um dómi, segir Gísli Ólafsson
yfirlögregluþjónn að lokum og
þakkar blaðið svör hans.
Næst ræðum við svo við Árna
Magnússon lögregluvarðstjóra.
Þið eruð í húsnæðishraki, skilst
niér?
Sannarlega erum við það.
Við þurfum því miður oft að
hýsa gesti, sem eru misjafnlega
Árni Magnússon varðstjóri
illa á sig komnir. Við höfum að
eins þrjá fangaklefa, en þyrft-
um oft að taka marga menn úr
umferð. Nýlega var svo ástatt,
að hýsa þurfti 15 manns í einu,
sem höfðu verið að skemmta
sér og ekki var á neinn hátt for
svaranlegt að láta ganga lausa.
Þá, eins og svo oft áður, vorum
við í hreinustu vandræðum
með okkar fangaklefa fyrir að-
eins þrjá menn. Það er þrauta-
ráð okkar í lögreglunni að
flytja ölvaða menn heim til sín
og ér það raunar oft æskileg
lausn. Hins vegar er það of al-
(Framhald á blaðsíðu 7.)
ÞJÓÐHÁTÍÐIN. — OF SEINT
NÚ — HVERNIG NÆST?
Þjóðhátíðardagurinn 1966 er
liðinn, sólbjartur og hlýr, — en
að kvöldi þoka og kuldi. Veðrið
fær enginn við ráðið, en á því
veltur alltaf mest, hvort vel
tekst, eða ekki. Hitt er flest í
mannlegu valdi.
Framkvæmdanefndin á jafn-
an erfiða daga, — og nætur
líka — fyrir 17. júní, en úr því
mætti áreiðanlega bæta, með
því að hefja undirbúning fyrr,
og í því augnamiði skrifa ég lín
ur þessar. Nú er meirihluti
næstu hátíða-nefndar skipaður
með árs fyrirvara, og því góður
tími til stefnu.
Að þessu hefur það oftast ver
ið svo, að skemmtiatriði,
skemmtikraftar, ráðast ekki
fyrr en á síðustu stundu. Nokk
ur atriði eru þó alltaf vís: Leik-
ur Lúðrasveitar • Akureyrar,
söngur karlakóranna, (sem þó
nýtur sín ekki vel), úrslit í
nokkrum greinum frjálsra
íþrótta, minni Jóns Sigurðsson-
ar flutt af nýstúdent. Skátar
hafa og sinn fasta og mikils-
verða þátt á vellinum, þótt mik
ill fjöldi viðstaddra sýni enn
fána okkar og þjóðsöng fyrir-
litningu, með því að sitja um
kyrrt með húfu á höfði við fán-
ans kveðju og fagurt hljóm-
andi þjóðsönginn!
Leikfélag Akureyrar ætti,
ekki síður en kórar og Lúðra-
sveitin, að skoða það sem sjálf-
sagða kvöð — og ánægjulega —
að koma fram með leikþátt 17.
júní. Skátar gætu einnig haft
eitthvað til gamans eða upp-
byggingar á barnaskemmtun-
inni, ef til þess er hugsað strax
að vetrinum. Sama gæti gilt um
skóla í bænum; frá skemmtun-
um þeirra mætti vissulega oft
fá atriði fyrir bör* — og einnig
fullorðna — 17. júní, ef fyrir
því er hugsað í tíma. Með þessu
móti gætum við hér nyrðra losn
að við mikið erfiði og útgjöld,
sem því fylgja að fá Pétur og
Pál sunnan úr Reykjavík til að
skemmta okkur þennan hátíðis
dag — oft til nauðalítils gam-
ans þó. Þessa ættum við ekki
að þurfa og ekki sæta slíku,
nema um sérstaka snillinga í
söng eða leiklist sé að ræða. Og
þá er mikilsvert að ganga frá
þeim samningum með góðum
fyrirvara.
Fimleikar eru iðkaðar hér í
flestum skólum vetur hvern, en
nú orðið þó hreinasta undan-
tekning ef nokkuð er til sýnis
af slíku tagi. Það er hryggileg
afturför frá því, sem var fyrir
20 30 arum. Með fyrirhyggju
og lítilsháttar áhuga ætti að
vera auðvelt að fá einhvern
smáflokk til að halda við og
sýna 17. júní Væri vel, ef frá
því starfi og sýningum ykist að
nýju áhugi fyrir fegurð og
ágæti fimleikanna.
Svo má því sízt gleyma, að
þetta er þjóðhátíð, Sigurhátíð ís
lenzkrar menningar og tungu.
Við það þarf margt að miðast.
Gervibítla með garg og óláta-
hljómleika tel ég ekki eiga fyrst
og fremst að bjóða börnum okk
ar á þjóðhátíð, jafnvel þótt þau
fagni slíku með miklum óhljóð-
um og stappi. Hví gefum við
börnum okkar bi’auð og smjör,
en ekki bara karamellur og sæt
indi? Hávaðinn og öskrin skaða
sál barnsins, sætindin tennur og
maga.
Stúdentar og gestir þeirra
hafa sína veizlugleði að
kvöldi þess 16. og mjög æski-
legt að þeir væru sem mest með
við hátíðahöldin 17. júní og
ekki sízt í dansinum á toi'ginu,
þegar gott er úti að kvöldi. Þá
ætti öllum danssölum að vera
lokað. Og hafi bezta hljómsveit
bæjarins (landsins?) verið ráð-
in til dagsins með góðum fyrir-
vara, myndi henni auðvelt að
láta til sín heyra ýmislegt það,
sem fólk á öllum aldri tæki með
fögnuði, m. a. vinsæl íslenzk
danslög, íslenzka dægurlaga-
texta vel sungna, a. m. k. ekki
síður en ensk-ameríska dellu,
mörgum óskiljanlega, — því
betur, mætti víst oft segja! Inn-
an skamms fáum við plast him-
in yfir torgið, ef blautt er og
kalt; þangað til á veður að ráða
hvort þar er dansað eða ekki.
Þjóðhátíðarnefnd Akureyrar
1966 barðist fyrir því einhuga
og ákveðið að koma í veg fyrir
ölvun hér 17. júní, m. a. með
því að sækja það fast og víða
að vínveitingastaðir yrðu lokað
ir þann dag. Talað var við bæj-
arfógeta (margsinnis), bæjar-
stjóra, skrifað til bæjarstjórnar,
hringt „suður' 1 í viðkomandi
ráðuneyti á degi og nóttu! Vís-
aði oft hver frá sér. En allt ár-
angurslaust. Reynt var og
að komast að samkomulagi við
ráðamenn þessara tveggja vín-
veitingahúsa hér. Öðru skyldi
fúslega lokað, ef hitt gerði eins,
en það tókst ekki (of seint um
það talað?). Aftur á móti virt-
ist ekki erfitt að fá leyfi til að
opna „barinn" og selja vín
„þurra kvöldið“ 16. júní! Þrátt
fyrir allt heyrast þó ekki slæm-
ar sögur um hegðun fólks, hvað
ölvun snerti, á þessari hátíð
okkar hér.
En sé það svo, að við íslend-
ingar getum ekki án áfengis ver
ið þennan dag, vitandi það, að
vínið snardrepur árlega tugi
ungra manna og kvenna þessar
ar litlu þjóðar auk þúsundanna
og aftur þúsunda, sem neyta
þess sér og sínum til sorgar og
skaða á líkama og sál — þá er
þjóðhátíð lítils virði fjöldanum,
stundum skrípaleikur, sem lýk
ur með hneyksli!
Vonandi berast aldrei frá Ak
ureyri fregnir af þjóðhátíð, er
verði íbúunum til skammar og
skapraunar. Um það eiga allir
að standa saman.
Brekknakoti 21. júní.
Jónas Jónsson.
KVITTAÐ FYRIR ATHUGASEMD
í BLAÐINU DEGI 25. júní sl.
birtist grein undirrituð af
Stefáni Aðalsteinssyni. Gerir
hann þar athugasemd við minn
ingargrein er ég birti í sama
blaði 13. apríl sl. um Tryggva
heitinn Jónsson Ránargötu 7
Akureyri. Telur Stefán að ég
fari rangt með ættrakningu
Tryggva og ritar um það mikið
mál.
Er ég reit þessa minningar-
grein, vissi ég ekki að þar væri
fram tekið annað en það, sem
ég vissi sannast og réttast. Og
eftir lestur greinar Stefáns, hef
ég ekki sannfærzt um að hafa
farið með rangt mál og verður
hvor okkar um sig að halda
sínu í þessu efni. Stefán telur
það skyldu sína að gera þessa
áthugasemd. Gott er ef sú eina
hvöt liggur að baki öllu því,
sem í þeirri grein er sagt.
Fátítt mun það frekar að
menn telji það skyldu sína að
bii-ta athugasemdir við minn-
mgargreinar, sem.skrifaðar eru
af vinarhug og í þakklátssemi
um látna menn, þó vera megi
að á hverjum tíma séu til menn,
sem telji það skyldu sína að
vera ekki samdóma því er þar
er skráð. En, sem betur fer mun
flestum gefin sú smekkvísi og
nærgætni við vandamenn, að
bera ekki í blöðum þá menn
sökum um rangtúlkun, sem
minningargreinar rita, nema
ærnar ástæður og þung rök
liggi til. En í þessu tilfelli er ég
ekki við því búinn að játa að
umrædd ættrakning mín sé
röng.
Ég vil í fáum orðum gefa les
endum Dags ofurlítið sýnishorn
af rökvísi Stefáns Aðalsteins-
sonar í ættfærslu og tek upp úr
grein hans smáglefsur. (Letur-
breytingar eru mínar.) En þar
stendur m. a.: „Lang sennileg-
ast er að ætla hann ættaðan úr
Hörgárdal — — — Sterk rök
Imíga að því---------þó að það
sé alls ekki víst-------Tel ég
næstum óyggjandi — — —
Lengra verður VARLA rakinn
karlleggur Grýtu- og Uppsala-
manna —------sem stendur lief
ég ekkert haldgott til málanna
að leggja annað en það að ég
þykist vita------Hún mun
hafa dvalið------Ef reiknað
er með — — — annað hvort frá
Ásgerðarstöðum eða Mvrkár-
dal.------
Má ég svo spyrja. Er það með
líkum hætti, sem ættfræðingar
reyna að komast að hinu sanna
um ættir manna? Var það með
slíkum getgátum og vangavelt-
um að Stefán slær því föstu að
Árni Jónsson Stóra-Hamri og
Árni Jónsson Hlíðarhaga væru
einn og sami maður? En þar á
mín villa að liggja. Lái mér svo
hver, sem vill þó ég taki með
varúð fullyrðingar greinarhöf-
undar um að röng sé umrædd
ættraknirig mín, eða ættfræði
hans yfirlfeitt.
Ég ætla mér ekki út í deilur
um minriingargrein þá, sem ég
ritaði urri vin minn Tryggva
Jónsson látinn og mun ekki
svara frfekari athugasemdum
henni viðvíkjandi, þó einhverj-
ir kunni að telja það skyldu
sína að birta um hana fleiri at-
hugasemdir.
Ingólfur Pálsson.
HEpAVISTAR-
BARNASKÓLI
Blönduósi 28. júní. Sláttur nálg
ast, en Húnvetningar eiga
margt fé og þurftu að hafa það
lengi á ræktuðu landi í vor.
Eitthvað hefur veiðzt af laxi
í Blöndu en hinar árnar eru lé-
legar til þfessa.
Unnið er við stóran heima-
vistarbarnaskóla fyrir flesta
lrreppa A.-Hún. nema Blöndu-
ós- og Skágastrandarhreppa og
ætlunin áð steypa upp eina
álmu byggingarinnar í sumar.
Skólastaðurinn er á Reykjum
við Reykjabraut. Ó. S.
Þekking og þjálfun til að mæfa
óvæntum afburðum
NOKKUR atriði úr ræðu Jó-
hanns Jakobssonar forstöðu-
manns Almannavarna ríkisins,
er hann flutti í lok námskeiðs
þess í almannavörnum, sem
haldið var á Akureyri og sagt
var lítillega frá hér í blaðinu.
„Þátttakendur námskeiðsins
urðu alls 17 menn frá þessum
stöðum: Akureyri 12, Húsavík
2, Ólafsfirði 1, Blönduósi 1 og
Höfn í Hornafirði 1. Þátttakend
ur voru tilnefndir af bæjar-
fógetum og sýslumönnum í sam
ráði við bæjar- og sveitarstjórn
ir. Á Akureyri var auk þessa
haft sérstakt samráð við slökkvi
liðsstjórann, þar sem í ljós kom,
að unnt var að nota þetta nám-
skeið til sérstakrar þjálfunar
fyrir slökkviliðið hél, en nám-
skeið fyrir slökkviliðsmennina
hafði verið fyrirhugað. Þátttak
an á Akureyri var af þessum
sökum sérlega góð og er það
gleðiefni, að hér hafa svo marg
ir getað tekið þátt í námskeið-
inu. Hér hefur þegar fengizt
liópur manna, sem ég vona, að
eigi eftir að hafa víðtæk áhrif á
uppbyggingu almannavarna á
þessu svæði.
Það, að unnt er að tengja
saman okkar námskeið og sér-
þjálfun slökkviliðsins, segir
einnig aðra sögu. Þetta sýnir ef
til vill betur en langar lýsingar
og skýringar, að almannavamir
eru ekki aðeins tengdar hætt-
um af hernaðarátökum eða
atomsprengjum, heldur einnig,
að okkar skilningi, uppbygg-
ingu og skipulagningu hvers
konar björgunar- og hjálpar-
starfsemi, ef vá ber að höndum.
Kennarar á námskeiðinu
voru þeir menn, sem sótt hafa
námskeið dönsku almanna
varnaskólanna í Tinglev á Jót-
landi og Snækkersten á Sjá-
landi. Þeir Garðar Pálsson skip
herra frá Landhelgisgæzlunni,
Sigurður M. Þorsteinsson, yfir-
lögregluþjónn og aðalþjálfari
hjá lögreglunni í Reykjavík, Sig
urður E. Ágústsson fulltrúi hjá
Slysavarnafélagi íslands. Bjarni
Bjarnason brunavörður frá
Slökkviliði Reykjavíkur, en
hann starfar einnig á vegum
Almannavarnanefndar Reykja-
víkur. Lögreglumennirnir Jón-
as Bjarnason og Tómas Hjalta-
son frá lögreglunni í Reykjavík.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
var hr. Hans Jacobsen svæðis-
stjóri dönsku almannavarnanna
á Borgundarhólmi og fyrrver-
andi skólastjóri almannavarna-
skólans í Tinglev á Jótlandi,
sem áður var nefndur.
Námskeiðið hófst 6. þ. m. og
hefur þannig staðið í 9 daga.
Kennt var daglega frá kl. 9 að
morgni til kl. 5 síðdegis. Náms-
efni, sem tekið var til meðferð-
ar, var í stórum dráttum þetta:
1. Slysahjálp, sjálfshjálp og
sjúkraflutningar.
2. Brunavarnir og slökkvi-
tækni.
3. Árásavopn og áhrif þeirra.
4. Geislavirkni og kjarneðlis-
fræði.
5. Tækni og stjórn björgunar-
starfa.
6. Hlutverk björgunarsveita.
7. Kennslutækni og skipulag
þjálfunar.
8. Erindi: Lög um almanna-
varnir, sem lögreglustjórinn,
Sigurjón Sigurðsson í Reykja
vík flutti. Skipulag danskra
almannavarna, sem hr. H.
Jacobsen flutti, auk þriggja
annarra erinda, sem hann
flutti, sem kennsluþátt á
námskeiðinu.
Kennsla fór fyrst og fremst
fram með munnlegum flutningi
efnis, með myndskýringum og
sýningu kvikmynda. Verkleg-
um æfingum og sýnikennslu
var beitt, þar sem því var við
komið, sérstaklega á sviði slysa
hjálpar og við slökkvistarf.
Jafnframt fengu þátttakendur
allmörg rit til skýringar efninu,
sem um var fjallað. Rit þessi
voru flest þýdd úi- dönsku með ~
heimild dönsku almannavarn-
anna, önnur eru dönsk rit, sem
danskar almannavarnir 'hafa'
sent okkur í þessu skyni. '
Til námskeiðsins er stofnað í
(Framhald af blaðsíðu 8).
arnotkun svo og við fóðrun bú-
peningsins. Forstöðumaður rarin
sóknastofunnar er Jóhannes
Sigvaldason licenciat frá Land-
búnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfn. Flutti hann ýtar-
lega skýrslu um störf rannsókn
arstofunnar síðan hún tók til
starfa, og hvað rannsóknirnar
hefðu leitt í ljós, sem gæfi til-
efni til áframhaldandi rann-
sókna.
Á fundinum flutti Jónas Jóns
son ráðunautur Búnaðarfélags
fslands mjög fróðlegt erindi um
hin ýmislegu vandamál í sam-
bandi við jarðræktina, svo sem
jarðvinnslu, áburðarnotkun, fræ
blöndur o. fl. Þá talaði ræðu-
maður um kal í túnum og um
þá brýnu nauðsyn sem er á því
að hafin verði víðtæk rannsókn
á þessu sviði nú þegar.
í sambandi við erindi Jónasar
Jónssonar, og umræður fundar
manna þar að lútandi, sam-
þykkti fundurinn eftirfarandi
ályktun:
„Aðalfundur Ræktunarfélags
Norðurlands, haldinn á Akur-
eyri 29. júní 1966, lítur svo á,
að kal í túnum sé eitt alvarleg-
asta vandamál, sem að íslenzk-
um landbúnaði steðjar, og að
reynsla undanfarinna ára hafi
sýnt, að engin önnur áföll valda
meira og tíðara fjárhagstjóni.
Fundurinn bendir á, að rann-
sóknir á eðli kalsins og ástæð-
um, hljóti að vera svo umfahgs
miklar og margþættar, að nauð
syn sé að einn eða fleiri sérfræð
ingar geti helgað sig þeim ein-
göngu. Hann beinir því þeirri
eindregnu áskorun til stjórnar
samræmi við þau ákvæði laga
um almannavarnir frá 29. des.
1962, að skrifstofa Almanna-
varna skuli annast kennslu yfir
manna og leiðbeinenda. Nám-
skeiðið er því hugsað sem nám-
skeið fyrir kennara. Nánar til-
tekið er hlutverk þess þetta:
1. Að kynna þátttakendum svið'
almannavarnakerfisins og þá
mörgu þætti björgunar- og
öryggismála, sem þarf aS
fjalla um.
2. Að þjálfa þátttakendur til að
annast sjálfir kennslu hjálp-
ar- og björgunarsveita í sLn-
um heimahögum, ef og þegar
þegar viðkomandi yfirvöld
ákveða um slika þjálfun.
3. Að veita þátttakendum þelck
ingu á fjölmörgum sviðum
björgunar- og hjálparstarf-
semi, sem gerir þá sem ein-
staklinga í ábyrgðarmiklu
starfi færari um að veita leið
sögn og aðstoð við björgunar
og hjálparstörf.“ Q
Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins, að hún feli þessar rann
sóknir nú þegar sérstökum sér
fræðingi, og verði hann stað-
settur þar, sem aðstæður geta
orðið sem beztar, bæði með til-
liti til rannsókna og tilrauna á
kalsvæðunum sjálfum og vinnu
á tilraunastofum. Fundurinn
beinir þeirri áskorun til fjár-
veitingavaldsins að það geri
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins þetta fært með því að
auka svo fjármagn til hennar
eða veita sér-fjárveitingu til
kalrannsókna.“ .
Ólafur Jónsson ráðunautur,
sem svo sem kunnugt er hefur
nú starfað hjá Ræktunarfélagi
Norðurlands yfir 40 ái'a tímabil
og nú í mörg síðustu ár í stjóm
félagsins, baðst nú undan end-
urkosningu. Formaður félags-
ins, Steindór Steindórsson, og
Þórarinn Haraldsson ávörpuðu
báðir Ólaf Jónsson með snjöll-
um ræðum, þökkuðu honum hin
mikilvægu störf, er hann hefði
unnið á liðnum áratugum ekki
einungis fyrir Ræktunarfélag
Norðurlands heldur og í þágu
íslenzkra ræktunarmála og allr-
ar bændastéttar landsins. Fund
urinn samþykkti einróma að
Ólafur skyldi gerður að heiðurs
félaga Ræktunarfélags Norður-
lands. Að lokum ávarpaði Ólaf-
ur Jónsson fundinn, hann þakk-
aði samstarfið á liðnum árum
og þann heiður, er sér hefði nú
verið sýndur með þessari sam-
þykkt. Hann óskaði Ræktunar-
félagi Norðurlands og íslenzlrrr
bændastétt heilla í störfum sín-
um um öll ókomin ár.
(Fréttatilkynning.)
Myndina tók Guðlaugur Friðþjófsson, tæknifræðingur, af uglu-
ungum úr lireiðri skammt frá Akureyri.
Kal í túnum öðrum aföllum meira