Dagur - 03.08.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 03.08.1966, Blaðsíða 2
2 Loksins hitnaði glóðarhausinn og vélin fór í gang Akureyringar sigruðu Þrótt með 5:1 Fyrri hálfleikur. íslandsmótið I. deild hélt áfram hér á Akureyri sl. mið- vikudagskvöld er Þróttur úr Reykjavík kom hér og lék við lið IBA. Dumbungsveður var, norðan gola en þurrt að kalla. Akur- eyringar áttu markval og kusu að leika undan vindi. Þeir voru strax ákveðnir og sóttu fast að Þróttarmarkinu. Engin minni- máttarkennd virtist þjá þá, þótt þá vantaði Jón Stef. og Skúla. En það var bót í máli fyrir þá, að beittasta vopn Þróttar, Axel Axelsson var ekki heldur mætt ur. En sem sagt leikurinn hófst á sókn heimamanna. Það var skrúfað frá gaslampanum og glóðarhausinn hitaður af kappi, en vélin hikstaði og fór ekki í gang að fullu. Á 14. mín. tók Valsteinn eina af sínum ágætu I homspymum, Kári stökk upp, rak nefið í boltann og hann lá í netinu 1:0. Á 25. mín. vaða Þróttarar uppi og Jens Karlsson rak enda hnútinn á 1:1. Þarna varð Akur eyrarvöminni á í messunni. 28. mín. Kári lék upp hægramegin, gaf vel yfir á Valstein, er skaut ágætu skoti á mark 2:1. inn í það við hina markstöngina 4:1 fyrir Akureyri og þar með var gert út um leikinn. Og ekki líða nema 5 mín. Valsteinn spyrnti innúr til Kára, er tók til fótanna,-hljóp alla varnarmenn Þróttar af sér og skoraði 5:1. Þannig endaði leikurinn. En mörkin hefðu altaðeinu getað orðið 10 eins og 5, eftir tæki- færunum, sem heimamenn fengu. Þó má segja það, að fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, þótt markatækifæri heimamanna væru töluvert fleiri, en í síðari hálfleik höfðu þeir yfirhöndina algerlega. í liði Þróttar er engin áber- andi stjarna, þeir eru frekar svifaseinir, knattmeðferð ekki nærri nógu góð. Miðherjinn er efnilegur, fljótur en er ekki nógu hreyfanlegur. í liði ÍBA stóð Einar í mark- inu sig ágætlega að vanda. Framverðirnir Magnús og Guðni léku nú sinn bezta leik á súmrinu og í framlínunni voru Kári, Steingrímur og Val- steinn beztir. Dómari var Hreiðar Ársæls- "son, kunnur bakvörður úr KR, en lítt vanur sem dómari, að því er virtist. Hann var síflaut- andi í tíma og ótíma, er tafði leikinn og gerði hann leiðin- legri, hann lét vamarleikmanni Þróttar haldast uppi, átölulaust, að elta vítaspyrnumann, Guðna, inn í teiginn um leið og hann tók vítaspyrnuna og í sama skipti var markverði liðið það að stánda spölkorn framan við marklínu, enda varði hann vítið. Hann vék Magnúsi Jónatans- syni af leikvelli er 5 mín. voru til leiksloka, að því að hann sagði sjálfur fyrir grófan leik. Ég tel að Magnús hafi leikið nokkuð fast í þessum leik, en alls ekki svo að brottvikning af leikvelli hafi verið réttlætan- leg. Að endingu þetta: Ég teldi rétt að hætta við þessa I. deild- arleiki á sunnudögum, en hafa þá heldur að kvöldi virkan dag. Það munu áreiðanlega fleiri sækja völlinn þá, því margir vilja bregða sér úr bænum á sunnudögum. Ekki voru leikmenn kynntir í hátalarakerfi vallarins í þetta sinn og er það miður. Þá ætti að ganga rikt eftir því að leikmenn séu númeraðir á baki, svo auð- veldara sé, fyrir áhorfendur, að fylgjast með gangi leiksins. S. B. ARSÞING H.S.Þ. Síðari hálfleikur. Ekki var útlitið gott 2:1 fyrir Akureyri og móti vindi að sækja síðari hálfleik. Þróttur byrjaði ákveðið og virtist ætla að gera út um leikinn strax. En það hefir sennilega ekki verið slökkt á gaslampanum í leik- hléinu, því nú virtist glóðar- hausinn vera orðinn heitur og Akureyrarvélin fór í gang. Á 15. mín. spyrnti Kári vel fram til Steingríms er skaut strax úr þröngri stöðu og í mark 3:1. Og mínútu síðar er Steingrímur enn að verki, á skot í stöng, það var snúningur á knettinum, hann snýst út úr markinu og Meistaramót Akureyr- ar í golfi hefst á golfvellinum á Akur- eyri á fimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 6 e. h. Áframhald keppninnar verður síðan á föstu dagskvöldið 5. ágúst kl. 6 e. h., laugardaginn 6. ágúst kl. 1.30 e. h. og sunnudaginn 7. ágúst kl. 9 f. h. Þeir kylfingar, sem ekki geta mætt fyrir kl. 6 fimmtudagskvöld og föstudags- kvöld, eru beðnir að mæta eigi síðar en kl. 7 e. h. Kappleikjanefnd G. A. 53. ÁRSÞING HSÞ var haldið 18. júní 1966 að Sólvangi á Tjör nesi í boði umf. Tjörness. Mætt ir voru fulltrúar frá öllum sam- bandsfélögunum 11 að tölu. Árs þingið var haldið mun seinna en venja er og stafar það af mikilli ótíð í vetur. Gestir frá ÍSÍ og UMFÍ voru búnir að til- kynna komu sína, en þeir gátu ekki mætt á ársþinginu þar sem það var ekki flogið til Húsavík- ur þennan dag, en þeir sendu þinginu kveðjur sínar. Forseti ÍSÍ tilkynnti formanni HSÞ að þeir mundu koma seinna og sæma Sigurð P. Björnsson bankaútibússtjóra heiðursmerki ÍSÍ. Mikill áhugi ríkti á árs- þinginu fyrir málefnum sam- bandsins og félaganna. Margar samþykktir voru gerðar og eru þessar helztar: „Ársþing HSÞ skorar á ríkis- valdið að styrkja íþrótta- og ungmennafélögin í landinu það ríflega, að þau geti betur sinnt verkefnum sinum í menningar og uppeldismálum." „Ársþing HSÞ 1966 skorar á rikisvaldið að greiða allan lög- gæzlukostnað af samkomum ungmenna- og íþróttafélaganna, og þó sérstaklega af unglinga- samkomum." „Ársþing HSÞ 1966 skorar á hreppsnefndir í Suður-Þingeyj arsýslu að ætla HSÞ fastan ár- legan styrk til menningarbar- áttu þess og félagsstarfsemi.11 „Ársþing HSÞ 1966 telur mjög æskilegt að reynt verði að endurvekja íslenzku glímuna í héraðinu. Felur stjórninni að fá mann til að kynna sér hinar nýju glímureglur og leiðbeina síðar í skólum héraðsins og á námskeiðum sem efnt verður til.“ Stjórn HSÞ skipa þessir menn: Óskar Ágústsson for- maður, Sigurður Jónsson, Stef- án Kristjánsson, Vilhjálmur Pálsson og Arngrímur Geirs- son. Úr starfsskýrslu HSÞ. í sambandinu eru nú 11 fé- lög með 882 félaga. Virkir félag ar samkvæmt skýrslum voru 843. Hjá sambandinu störfuðu margir kennarar. Haldið var þjálfaranámskeið í júní, sem stóð í 9 daga og sóttu það um 20 manns. Haldin voru 8 frjáls- íþróttamót á sambandssvæðinu, auk þess sem keppt var á ýms- um mótum utan héraðs. Sett voru milli 20—30 sambandsmet í frjálsum íþróttum. Sambandið sendi um 45 manna keppnislið á landsmótið, hafnaði þar í öðru sæti með 188 stig. Unglinga- keppni HSÞ fór fram með sama sniði og áður. Haldið var héraðs mót í knattspyrnu í júlí, sigr- uðu Völsungar. Handknattleik- ur er lítið stundaður nema á Húsavík og Mývatnssveit. Sendi HSÞ lið á landsmótið og urðu stúlkurnar nr. 2. Skíða- íþrótt var mikið stunduð í Húsa vík í vetur, en lítið annars stað- (Framhald á blaðsíðu 7) Til atlmgunar VEGNA ÞESS hve margir menn allsstaðar frá leitast við að ná sambandi við mig, með bréfaskriftum, símtölum og heimsóknum, lýsi ég því hér með yfir, að ég hefi ákveðið að hætta viðleitni minni, þeirri, er ég hefi kosið að nefna „hjálp í viðlögum“. Þar sem verið getur, að lof- orð mín um svör og sambönd hafi ekki verið efnd í öllum til- fellum, vegna anna og gleymsku, yrði ég þakklátur, væri ég minntur á, helzt skrif- lega. Slíkar misfellur eru skilj- anlegar — í öllum bókum felast prentvillur. Þegar árin færast yfir, hælta menn fyrst þeim störfum, sem vandasömust eru og mest lífs- afl þarf til að leysa. Starfsdagur minn er þegar liðinn. Með þessari yfirlýsingu, gjcri ég mitt til þess að spara fólki ómök og fyrirhafnir, sem engan árangur myndu bera og bæta úr vanefndum, ef einhverjar eru. Akureyri 20. júlí 1966 ÓJafur Tryggvason. Ölóðir Brefðr í Akureyrarhöfn Misþyrmdu bæjarbúa og hlutu.sektir UM óveðurshelgina leituðu flest skip í var og komu meðal annarra þrír brezkir togarar hingað til Akureyrar, einn nokk uð brotinn og hafði týnt björg- unarbáti. Útlendingar þessir höfðu í frammi óspektir í Sjálf stæðishúsinu, á götum bæjarins og auk þess misþyrmdu þeir ein um bæjarbúa, sem fór um borð til þeirra, börðu hann með ólum og særðu einnig. Sjálfir hlutu hinir erlendu sjómenn, sem drukku fast, nokkur beinbrot í illindum innbyrðis og voru flutt ir í sjúkrahús hér, en einn send ur suður með opin kjálkabrot, mjög illa farinn. Lögreglan átti í miklum erfið leikum vegna þessara atburða, vegna húsnæðisvandræða. Nokk urra manna, sem settir voru í gæzluvarðhald, varð að gæta á lögreglustöðinni með aukavakt mönnum, þar sem rúm í „stein- inum“ er aðeins fyrir þrjá og upptekið vegna þeirra, sem verr létu. Þrír menn viðurkenndu að hafa misþyrmt Akureyringnum, og hlutu þeir samtals 70 þús. kr. sekt, málskostnað og skaða- bætur. Ennfremur hlutu þeir sektir, sem óspektir gerðu í Sjálfstæðishúsinu. Ferð Akureyringsins um borð í útlent fiskiskip ætti að vera til viðvörunar nokkuð almennri og hliðstæðri flónsku manna, sem ekki eiga þangað erindi. □ - MÖÐRLVALLAMÁL (Framhald af blaðsíðu 8.) áfram. Ennfremur skorum við á kirkjustjórnina að veita honum tafarlaust formlega prestsemb- ættið í Möðruvallaprestakalli samkvæmt úrslitum prestskosn inganna 8. maí sl. Að gefnu tilefni lýsum við hryggð okkar og undrun yfir þeim ofsóknum, sem séra Ágúst og fjölskylda hans hefur orðið fyrir af hendi nokkurra manna í prestakallinu“. Liggur þá fyrir traust og van traust. En að málsrannsókrt í héraði lokinni, mun málið sent í hendur saksóknara ríkisins til frekari ákvörðunar. í sambandi við mál þetta má geta þess, að séra Ágúst Sigurðs son hefur sótt um Vallanes- prestakall á Fljótsdalshéraði, en þar rann umsóknarfrestur út 15. júlí sl. Á síðasta degi sótti á móti honum séra Marinó Krist- insson, sem þar hafði áður þjón að og var brottfluttur fyrir fá- um vikum. □ Lðndsmót skáta á Hreia- vatni var mjög Ijölmennt í FYRRADAG lauk landsmóti skáta á Hreðavatni í Borgar- firði og hafði þá staðið í viku. Þátttakendur voru innlendir skátar og erlendir skátar frá mörgum löndum. Talað var um, að þeir hefðu verið um 1700 talsins í upphafi mótsins en síð- ar bættust fleiri við og aðrir gestir fjölmenntu líka á skáta- mótið m. a. forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson. Hvern dag vikunnar var fjöl- breytt dagskrá og gagnkvæm kynning skátanna er ekki síður mikilsverð. Gestum, sem fylgd- ust með menningarlegu og skemmtilegu starfi skátanna, sýndist þar margt til fyrirmynd ar og viðfangsefnin í menning- arátt, bæði þau, sem til dægra- dvalar voru og eins þau, sem erfiðari voru, svo sem hin ýmsu verkefni eða próf, sem leyst VOl'U. Skátastörfin hafa í seinni tíð vakið marga til ■ umhugsunar um þau, sérstáklega í sambandi við leitina áð heppilegum upp- eldisleiðum fyrir ungt fólk með hættulega mikil auraráð og frí- tíma. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.