Dagur - 03.08.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 03.08.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Norðurlandsáætlun ÞAÐ HAFA menn nú fyrir satt, að unnið sé að „Norðurlandsáætlun“ fyrir sunnan og að Efnahagsstofnun- in eða starfsmenn hennar, einn eða fleiri, hafi það verk með höndum á vegum. stjórnarvalda. Ekki liggur það ennþá ljóst fyrir, um hvað áætl- un þessi á að fjalla, en ætla má, að þar verði gert ráð fyrir sérstökum ráðstöfunum í atvinnu- og menning- armálum, sem til þess séu fallnar að efla hyggð á Norðurlandi og öflun fjármagns til þeirra. Nú er það auð- vitað svo, að áætlun er ekki sama og framkvæmd, en áætlunargerð er þó engu að síður æskileg og mikilsverð, ef að henni er unnið á grundvelli þekkingar, raunsæi og af áhuga fyrir heilbrigðari byggðaþróun en nú er. Það mun hafa verið samkomulags- skilyrði af hálfu verkalýðsfélaganna hér nyrðra í sambandi við kjara- samninga vorið 1965, að þessi áætl- unargerð fyrir Norðurland yrði haf- in, og gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu jjess efnis. Þetta fyrirheit er nú orðið rúmlega ársgamalt, og verður ekki sagt, að efndum hafi verið Iiraðað, en betra er seint en aldrei og hér er um vandaverk að ræða. Ríkisstjórnin hefur líka á þessu • ári haft öðrum hnöppum að hneppa. Hún hefur verið að leggja grundvöll að stóriðju syðra og útlendum stór- iðnaði á höfuðborgarsvæðinu. Til jiessa stóriðnaðar og virkjana í hans þágu á að verja fjórum þúsundum milljóna eða j>ví sem næst, lauslega áætlað. Þetta er Stór-Reykjavíkur- áætlun, sem um munar. Og j>essi áætlun er meiri en pappírinn ein- tómur eða haldlitlar yfirlýsingar, j>ví að framkvæmd hennar virðist að fullu tryggð, og þegar hafin. Norður landi er hér séð fyrir nýrri blóðtöku. Aðdráttarafl hinna rniklu og ný- t/zkulegu framkvæmda á vegum Swiss Aluminíum verður sjálfsagt ekki minna en ráð hefur verið fyrir gert. En hvað sem þessu líður verða 1 Norðlendingar að hyggja að sinni framtíð og hún mun ekki fyrst um sinn byggjast á norðlenzkri ál- framleiðslu. Tími er til þess kom- inn, að almenningur fari að gefa Norðurlandsáætluninni gaum, meira en gert hefur verið hingað til og freista j>ess, að hafa áhrif á gerð henn ar. Þó að ríkisstjórnin, sem hefur vald til að segja Efnahagsstofnun- inni fyrir verkum, njóti hér að von- ■um lítils trausts og minnkandi, má }>að ekki koma fram í j>ví hér, að sýna Norðurlandsáætluninni tóm- I læti. □ Egill Þórláksson kennari ./ KVEÐJUORÐ f EGILL ÞÓRLÁKSSON kenn- ari á Akureyri andaðist í Fjórð ungssjúkrahúsinu 25. júlí sl. eft ir erfið veikindi. Hann fæddist 6. marz árið 1886 á Þóroddsstað í Köldukinn í Suður-Þingeyjar sýslu, en foreldrar hans, Þor- lákur Stefánsson og Nýbjörg Jónsdóttir, bjuggu lengi á ísólfs stöðum á Tjörnesi. Þorlákur féll frá þegar Egill og fimm syst- kini hans voru enn ung, og ólst Egill upp hjá Páli H. Jónssyni bónda í Stafni og Guðrúnu Tómasdóttur konu hans. Egill Þórláksson stundaði fyrst nám við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri og síðan við Kennaraskólann og lauk þar námi árið 1910. Síðan var hann kennari alla ævi og við svo mik inn orðstír og góðan, að sjald- gæft er. f 20 ár kenndi hann við barnaskólann á Húsavík eða til ársins 1939. Hafði hann þá áður stundað kennslu bæði í Bárðardal og á Akureyri. En frá Húsavík fluttist hann hingað til Akureyrar og átti hér heima til æviloka, kenndi við Bama- skóla Akureyrar, einnig við Gagnfræðaskólann og mörg ár hafði hann smábarnaskóla heima hjá sér. Hann var kenn- ari nærfellt sextíu ár. Eftirlif- andi kona Egils er Aðalbjörg Pálsdóttir, ættuð frá Stóruvöll- um í Bárðardal. Þau ólu upp Sigríði Kristjánsdóttur hús- mæðrakennara. Ennfremur Egil son hennar. Þótt kennarastarfið sé all- mikið gagnrýnt á síðustu tím- um, láta fóreldrar sig miklu skipta að fá góðan kennara handa „sínum börnum“, enda mála sannast að kennarar hafa á hendur tekizt í stærri mæli en áður hlutverk fræðara og- uppalenda á lengdri skóla- göngu. í kennarastarfinu naut Egill óskoraðs trausts foreldr- anna og vináttu nemendanna. Miklum og fjölhæfum gáfum og þjálfaðri skapgerð beitti hann á listrænan hátt við kennsluna og á þann veg, að námsleiði kom hvergi nærri. Stundvísi hans og reglusemi var frábær. Dæmisög urnar, er hann sagði börnunum voru hnitmiðaðar og vekjandi á þroskavegi ungmenna — og meiri fagnaðarboðskapur en venjulegum kennurum er til- tækur. Kennslan var íþrótt Egils fremur en atvinna, mann- þekking hans svo þroskuð, og kennsluaðferðir við hæfi svo ólíkra, að hann leiddi alla nokk uð á veg og alltaf með ljúfu geði, hvort sem hann fór greitt með gáfaða nemendur eða hæg ar og við hæfi þeirra, sem sein- þroska voru. Um hann var sagt, að hann „gæti kennt þeim sem gátu ekki lært“. Kunn er sagan af því og lýsir Agli vel, þegar ungur nemandi fór í fyrsta reikningstímann til hans. Hann var spurður hvernig gengið hefði og hvort hann hefði nú nokkuð lært. „Nei“, svaraði nemandinn, „en ég hjálpaði Agli til að telja á sér fing- urna“. Frá Agli stafaði hjartahlýja, sem börn og fullorðnir fundu. Barnabækur hans bera íslenzku kunnáttunni, góðum gáfum og miklum kennarahæfileikum ljóst vitni. Nemendur Egils, sem margir liafa löngu slitið barnsskónum og sjálfir eru orðn ir pabbar og mömmur, sem leita góðs kennara handa börnum sínum, vildu flestir láta þau njóta síns gamla fræðara eða einhvers honum líkum. Þeir minnast hans sem hinnar sönnu fyrirmyndar í kennarastétt. Sjálfur gerði hann sér vel ljósa ábyrgð á vandasömu starfi, þar sem um var að ræða viðkvæm- ar barnssálir og oft fyrstu spor- in á námsbrautinni. Egill Þórláksson var hár mað ur vexti og myndarlegur, prúð- ur en gamansamur, hagorður vel og listrænn, m. a. frábær skrifari. Hann var á yngri árum vaskur maður og svo vel gerður bæði andlega og líkamlega, að ýmsir töldu honum opinn veg til „fjár og frama“. Sumum finnst bai’nakennslan naumast við hæfi þeirra manna, sem miklum og fjölþættum hæfi leikum eru gæddir og greiðar leiðir eiga og aflasælar á öðr- um vettvangi. Slíkt hefi ég Spor FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún aðarins gaf út eftirfarandi frétta tilkynningu 12. júlí: „Föstudaginn 8. júlí sl. var haldinn fundur í Framleiðslu- ráðinu. Á þeim fundi var rætt um ástand og horfur í fram- leiðslumálum landbúnaðarins. Eftir þennan fund þykir rétt að skýra frá eftirfarandi: 1. Innvegið mjólkurmagn í júnímánuði sl. hefur minnkað um nærri 6% miðað við sama mánuð í fyrra. Ef verðlagsárið frá 1. september, er tekið sem ein heild hefur mjólkurfram- leiðslan aðeins aukizt um 1,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Síðan í marzmánuði sl. hefur mjólkurframleiðslan farið minnkandi mánaðarlega miðað við það sem verið hefur. Nokkr ar líkur eru nú fyrir því, að mjólkin vaxi ekki þá mánuði verðlagsársins, sem eftir eru þ. e. júlí og ágústmánuði. 2. Frá áramótum hefur smjör framleiðslan minnkað um rúm- ar 209 smálestir, en smjörsalan aukizt um tæplega 177 smálest- ir, miðað við sama tímabil í fyrra. Þrátt fyrir þetta voru heyrt í sambandi við Egil Þór- láksson og kemur þá upp spurn ingin um, hvað sé stórt og hvað smátt. Um það skal ekki dæmt, en aðeins á það minnt, að sum störf verða stór af því hvernig þau eru unnin — og lofa meist- arann —. Hygg ég það sannast á Agli Þórlákssyni. Akureyrarbær sæmdi Egil sérstökum heiðurslaunum fyrir hin ágætu kennslustörf í höfuð- stað Norðurlands. Það þótti öll- um verðugt. Hundruð nemenda hans, yngri og eldri, foreldrar og þeir samborgarar hans, sem höfðu af honum einhver kynni, senda frábærum kennara og sæmdarmanni þakklátar kveðj- ur að leiðarlokum. E. D. Sundlaug Akureyrar 02 200 metrarnir SUNDLAUG AKUREYRAR hefur oft verið vel sótt i sumar. Jafnvel þótt rigni og blási kalt, hefur verið líf og fjör við laug- ina, ekki sízt á kvöldin. Hlýja sólskinsdaga sér þar varla í vatn fyrir fólki! Fólkið er um allt: hoppandi af stökkpalli, kaf andi í djúpinu, leikandi í grynnri lauginni, hlaupandi um tröppur og stéttar, liggjandi á helluflötinni og grasbrekkunni — allir að safna forða af heil- brigði og lífsgleði í útilofti, hreinu vatni og hlýju sólar. Ein og einn — aðeins — koma þó kl. 8 að morgni, áður en farið er til vinnu, en þá er hið ákjós- anlegasta tækifæri til að stinga sér í hlýja laugina og synda sprett, þótt e. t. v. sé ekki tími til að synda 200 metrana! Fleiri ættu að reyna og finna hver reginmunur er á því að koma til vinnu sinnar frá baði og sundspretti, eða beint úr bólinu, varla laus við geispa og stírur í augum. Sundlaugin er í sumar oftast notalega hlý (25—28°C) og mun það meginorsök þess að að sókn er meiri en oft fyrr. Norræna sundkeppnin dregur líka eitthvað að, —en ekki nóg. Athyglisvert er það, að 1 af hverjum 4, sem hér hafa synt, er utanbæjarfólk. Akureyring- ar eru seinir til að „taka sprett- inn“, sérstaklega fólk á bezta aldri, 16—30 ára. En Akureyr- ingar, sem um áratugi hafa búið við góða sundaðstöðu og skyldu sund í skólum, eru flestum fær ari að leysa þetta laglega afrek af hendi. Og þegar þar við bæt- ist metnaður okkar, bæjarbúa, í keppni, og kröfur á hendur (og (Framhald á blaðsíðu 7). í rétta átt smjörbirgðir 1. júlí 1140 smá- lestir, sem eðlilegt er, þar sem smjörbirgðir voru miklu meiri við sl. áramót en áður og sum- artíminn er aðalframleiðslutími á smjöri. 3. Af framangreindum ástæð um og sérstaklega vegna minni framleiðslu mjólkur og þar af leiðandi minni þörf útflutnings bóta, ákvað Framleiðsluráðið að láta niður falla hið svokallaða innvigtunargjald á mjólk frá og með 1. september n. k. um óákveðinn tíma. 4. Samkomulag hefur orðið milli Seðlabankans og viðskipta bankanna annars vegar og Framleiðsluráðs landbúnaðarins hins vegar, um hækkun afurða- lána út á landbúnaðarafurðir um þau 14,5%, sem lánin voru lækkuð um sl. vetur. Lækkun lánanna, á sínum tíma, var gerð vegna mikillar birgðasöfnunar landbúnaðarafurða innanlands, að dómi bankanna og óvissu um verðmæti þeirra afurða, sem út eru fluttar. Olli þessi samdrátt- ur lánanna miklum rekstrar- örðugleikum hjá mjólkursam- lögunum, svo að nokkur þeirra gátu ekki í vor, greitt fram- leiðendum eftirstöðvar mjólkur verðs frá sl. ári. Samkomulag það, um hækk- un lánanna, sem nú hefur verið gert, tókst vegna þeirra ráð- stafana, sem Framleiðsluráðið gerði á síðastliðnum vetri og vori, til þess að draga úr frek- ari birgðasöfnun með skipulagn ingu á framleiðslu mjólkurbú- anna, lækkun smjörverðsins, og til að tryggja verðmæti þeirra afurða, sem fluttar eru úr landi með innvigtunargjaldi á mjólk. Reykjavík, 12. júlí 1966. Framleiðsluráð landbúnaðarins.“ Þetta telja bændur spor í rétta átt en sætta sig engan veg inn við þessi málalok samanber ályktun þá frá 18. júlí, sem hér fer á eftir: „Fulltrúafundur bænda, hald inn á Akureyri 16. júlí 1966 þar sem mættir voru fulltrúar úr Múlasýslum, Þingeyjarsýslum, Eyjafirði, Skagafirði, Austur- Húnavatnssýslu og Árnes- og (Framhald á blaðsíðu 7) S Toríi Vilhjálmsson MIN NIN G HANN VINNUR FYRIR VANGEFID FÓLK DAUÐINN gerir ekki alltaf boð á undan sér. Stundum birtist hann eins og sviptibylur öllum að óvörum. Þannig atburður gerðist í júlí mánuði síðastliðnum. Torfi Vil- hjálmsson, húsvörður Oddeyrar skólans, var í skemmtiferð með fjölskyldu sinni á Vestfjörðum, en lézt þar af slysförum þann 16. júlí sl. aðeins 48 ára að aldri. Mér brá mjög er mér barst þessi frétt. Ég gerði mér þegar Ijóst, að skólinn hafði misst góð an starfsmann og ástvinirnir ágætan heimilisföður. Torfi Vilhjálmsson var fædd- ur í Torfunesi í Kaldakinn þann 20. marz 1918 og ólst þar upp með sex systkinum. Foreldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Friðlaugsson og Lisibet Indriða dóttir. Er móðir hans enn á lífi en faðir hans látinn fyrir skömmu. Á unglingsárum sínum stai-f- aði hann í ungmennafélagi sveit arinnar, voru það hans fyrstu félagsmálastöi'f. Þá stundaði hann talsvert íþróttir og var tvo vetur við nám í Laugaskóla. Sóttist honum námið vel, því að hann var skilningsgóður og námsfús. Árið 1941 kvæntist hann Ólöfu V. Jónasdóttur frá Vog- um í Mývatnssveit og reistu þau bú á Akureyri og bjuggu í Eyrarvegi 25. Þau eignuðust þrjá efnilega drengi. Jónas Valgeir er bif- vélavirki og hefur stofnað eigið heimili. Pétur lauk stúdents- prófi síðastliðið vor og Haukur er 12 ára í foreldrahúsum. Þau Torfi og Ólöf voru sam- hent um að búa sér smekklegt heimili og hefur það nú orðið fyrir þungu áfalli að missa heimilisföðurinn á bezta aldri. Torfi stundaði lengst bygg- ingavinnu hér í bænum. Hann var frábær og eftirsóttur verk- maður og lék allt í höndum hans. En sumarið 1961 gerðist hann húsvörður Oddeyrarskól- ans og gengdi því starfi til dauðadags af mikilli samvizku- semi og er skarð hans vandfyllt þar. Torfi lét sér mjög annt um skólann og var skyldurækinn í starfi. Hann var alltaf við, ef eitthvað þurfti að leita til hans. Hann var smekkmaður að eðlis fari, enda sá hann svo um ásamt konu sinni að öll umhirða skól- ans var til fyrirmyndar. Hann kunni góð skil á kyndingar- tækjum skólans og þurfti eng- inn að hafa áhyggjur af þeim. Góð samvinna var milli Torfa og kennaraliðs skólans svo og barnanna og er það mikilvægt í skólastarfinu. Er mér hugstæð frábær hjálpsemi Torfa í sam- bandi við skólaskemmtunina, út búnað á leiksviði og fleira. • Torfi Vilhjálmsson vann tals- vert að félagsmálum og voru falin þar ýmis trúnaðarstörf. En mest starfaði hann í Verkalýðs- félaginu, Alþýðuflokksfélaginu og Starfsmannafélagi bæjarins hin síðari ár. Ekki sóttist hann eftir trúnaðarstörfum en rækti vel þau, sem honum voru falin. Ekki verða félagsmálastörf Torfa gerð hér að umtalsefni, og munu aðrir kunnugri skýra nánar frá þeim. Ég flyt Torfa Vilhjálmssyni beztu þakkir skólans og alls starfsfólksins fyrir ánægjulegar samverustundir. Sjálfur flyt ég honum þakkir fyrir vináttu hans og samstarf síðastliðin 5 át'. Þótt oft þyrfti ég að kvabba í honum, tók hann því ávallt með Ijúfmennsku. Ég sendi Ólöfu, ástvinum hans öllum og ættingjum innilegai' samúðar- kveðjui' við hið sviplega fráfall lians. Eiríkur Sigurðsson. Blómabúð KEA liættir starfsemi sinni BLÓMABÚÐ KEA í Hafnar- stræti 96 hætti starfsemi sinni, sem sérstök deild Kaupfélags Eyfirðinga, þann 30. júlí sl. Frá þeim tíma — og fyrst um sinn — hættii' félagið að verzla með blóm, en annar söluvarningur Blómabúðar KEA verður flest allur á boðstólum í Járn- og glervörudeild félagsins. Blómábúðin hóf starfsemi sína árið 1946 í Hafnarstræti 89, þar sem nú er Matstofa KEA, en árið 1956 var hún flutt í leigu húsnæðið í Hafnarstræti 96. Fyrsti deildarstjóri Blómabúð ar KEA var Arnór Karlsson, sem sagði starfi sínu lausu sl. ár og tók þá við deildarstjórn Ólaf ur Axelsson og gegndi hann því starfi þar til nú. Blómabúðin hefir alltaf reynt að gegna hlutverki sínu eftir beztu getu og vill nú, er hún hættir starfsemi — mest sökum húsnæðiserfiðleika — flytja fé- lagsmönnum Kaupfélags Eyfirð inga og öðrum viðskiptavinum beztu þakkir fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnum árum. ________ (Fréttatilkynning) HINN 10. júlí sl. átti gamall sveitungi minn sextugsafmæli og var þá að heiman. Hann heit ir Jóhannes Óli Sæmundsson, Lönguhlíð 2 Glerárhvei’fi á Akureyri, kenndi börnum og unglingum í meira en 40 ár, var mörg ár námsstjóri Austur lands og er kunnari maður í í'öðum norðlenzkra kennara og skólastjóra en hér er þörf að rekja, sonur Sæmundar skip- stjóra á Látrum en fóstursonur Jórunnar og Jósteins í Hátúni á Árskógsströnd og er Árskógs- ströndungur í húð og hár. Læt ég svo kynningu á ætt, upp- vexti, umhverfi og atvinnu lok- ið, en kem að því þegar ég og þó einkum aðrir stóðu undr- andi yfir því í fyrrasumar, að þessi maður sat í bíl sínum viku eftir viku, meginhluta hvers dags, þar sem flestra manna á ökutækjum var von og bauð þeim happdrættismiða eða hljóp í veg fyrir menn sömu erinda til styrktar vangefnu fólki. Hvað fær maðurinn fyrir þetta? Þeirri spurningu var beint til mín í fleiri en eitt sinn. Ánægjuna, svaraði ég. Jóhann- es Óli er svo af guði gerður, að liann einbeitir kröftum sínum af óvenjulegri þrautseigju að áhugamálum og eru þá hugleið ingar um eiginn hag víðs fjarri. Ég hefi engan mann þekkt, sem jafn óskiptur hefur gengið til starfs eða af heilli hug unn- ið þeim málefnum, sem hann hefur tekið ástfóstri við. Og þar er sá Jóhannes Óli Sæmunds- son, sem ég hefi mestar mætur á og er til fyrirmyndar. Ungur gekk hann í ung- mennafélagið Reyni á Árskógs- strönd og tók þar þegar þátt í Störfum fyrst sem óbreyttur fé- lagsmaður og síðan var hann formaður um langt skeið. Þá gerði hann það upp við sig að verða alger bindindismaður og hefur aldrei frá því hvikað. Fyr ir mörgum árum tók hann að safna gömlum sögum og kynna sér ömefni við Eyjafjörð. Ör- nefnasöfnunin varð síðar um mörg ár hans eiginlega sumar- vinna meðan skólar voru lok- aðir. Nú mun hann hafa skilað handriti að örnefnum í Eyja- fjarðarsýslu, miklu verki, sem er mjög samvizkusamlega unn- ið, og að ég hygg til fyrirmynd- ar. Hljótt hefur verið um þetta starf hans og er það þó hið merkilegasta. Kaupfélag Eyfirð inga á í þessu nokkurn þátt, en síðan Ungmennasamband Eyja- fjarðar og Þjóðminjasafn. Þá gekkst Jóhannes fyrir því á síð ustu árum, að stofna hér Styrkt arfélag vangefinna og hefur það starfað um nokkurra ára bil undir forystu hans. Nú hefur verið mælt fyrir byggingu hæl- is fyrir þetta fólk á fögrum og rólegum stað á Akureyri og verður væntanlega byrjað á framkvæmdum áður en langt líður. En í því máli hefur brenn andi áhugi hans og dugnaður þokað öllum undirbúningi vel á veg. Ég hitti Jóhannes Óla Sæ- mundsson sem snöggvast að máli fyrir fáum dögum, nánast til að óska honum til hamingju með sextugsafmælið og bað hann þá að svara nokkrum Jóhamies Óli Sæmundsson. spurningum. Hann vékst und- an því en sagði sem svo, að ég mætti hafa eftir sér það sem mér sýndist af viðtölum okkar fyrr og síðar, en við höfum oft rætt um „landsins gagn og nauð synjar“ þegar leiðir okkar hafa legið saman. Reykti hálfa sígarettu, Eitt -sinn ræddum við um 'bind- indi og sagði hann mér þá, að hann hefði i'eykt hálfa sígarettu um ævina og aldrei drukkið vín. Það hefði komið sér vel því að sér hefði ekki verið sérlega sýnt um að afla fjár. Hitt væri sér þó meira virði, að hafa átt þess kost að sækja styrk og huggun á mestu erfiðleikastund um lífs síns til annarra en Bakkusar. Ungur sagðist hann hafa skipað sér á bekk með bindindismönnum og væri það ein sín mesta gæfa að hafa aldrei brugðizt sjálfum sér eða öðrum í því efni. Örnefnasöfnunin. „Ég vann að því nokkur sumur að safna örnefnunum, kom þá á flesta bæi í sýslunni. Hvar- vetna mætti ég hinum bezta skilningi á þessu málefni og víða eru enn óskráðar sagnir og jafnvel ævintýri, bæði í sam- bandi við hin ýmsu örnefni og annað. Mikið er glatað af ör- nefnum, einkum þar sem ábú- andaskipti hafa verið tíð og e. t. v. fólk úr öðrum byggðarlög- um setzt að á bæjum og ekki kynnt sér örnefnin sem skyldi. En á öðrum stöðum er nafn á næstum hverri þúfu. Örnefna- skráin verður send til yfirlest- urs og endurskoðunar á hvert heimilj, og á það að vera trygg- ing þess, að eins rétt sé skráð og nú er unnt“, sagði Jóhannes. Ekki þarf að efa, að hin mikla og sérkennilega bók um eyfirzk örnefni þyki hin fróðlegasta þegar hún kemur fyrir almenn- ingssjónir, en nú mun húa í prentun eða fjölritun. Að sitja fyrir fólki. Aðspurður um það, hvort ekká væri leiðinlegt að sitja fyrir fólki til að bjóða því bílahapp- drættismiða, neitaði Jóhannes og sagði fjarri lagi. Flestir væm sér þakklátir fyrir að minna sig á þetta, einstaka maður setti upp svolítinn fýlusvip og aðeins mjög fáir tækju máli sínu leið- inlega. Málefni það, og það bág stadda fólk, sem hann væri þarna að vinna fyrir, væri sér of ríkt í huga til að festa sér í minni ef verr gengi en æski- legt væri. Um það, hvað liði framkvæmdum á væntanlegum dvalarstað vangefinna var hann sagnafár, sagði að síðar yrði gef in út fréttatilkynning um þetta efni og að ekki væri ætlazt til þess af sér, að segja af því frétt ir á þessu stigi málsins. Þó mætti segja, að fyrra staðar- vali, þ. e. Krossanesland, hefðí verið breytt og yrði byggt á öðrum stað þegar undirbúnings vinnu væri lokið, því að veru- legt fjármagn væri nú fyrh' hendi, þakka ber tappagjaldi af gosdrykkjum samkvæmt lög- um, og ennfremur gjöfum fré góðu fólki. Hver gefur sér tíma til þess nú, á tímum óðaverðbólgu og nægrai’ atvinnu, að safna ör- nefnum af einskærum áhuga í stað þess að vinna önnur störf fyi’ir peninga? Og hverjir ætli að fengjust til þess að ganga á milli manna í erindum vangef- inna samborgara — án þess að fá greiðslu? Þessum spurning- um svarar Jóhannes Óli Sæ- mundsson í starfi. Kannski eti hann svona gamaldags! Líklega. En ég vildi að við ættum fleiri heilsteypta og fórnfúsa hug- sjónamenn. E. D. ÍSAFJARÐARKAUP- STAÐUR 100 ÁRA ÞAÐ var mikið um dýrðir á ísa firði 17. júlí, en þess var minnzt um þá helgi, að kaupstaðuriiuk var 100 ára. Gífurlegur mann- fjöldi lagði leið sína þangað vestur, en heimamenn undir- bjuggu hátíðahöldin af mikluiK myndarskap, hugkvænmi og fyrirhyggju. Hinn almenni borg ari lagði m. a. fram sinn skerf í fegrun bæjarins með því a® mála hús og fara hreingeming- arherferð utanhúss. ísafjörður er fallegur bær og. bæjarstæðið svipmikið millt voldugra fjalla. Náttúran lagðí til gott hafnarstæði. Bærinn hef ur löngum þótt byggður dug- miklu fólki og félagsmenningj. hefur staðið þar föstum fótuut um langa tíð. ísafjörður eí gamall og nýr verzlunarstaðmt og útgerðarbær. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.