Dagur - 20.08.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 20.08.1966, Blaðsíða 4
4 5 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Kitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON / Prentverk Odds Bjömssonar hi. MIN NIN G 1 s naiigrimsson^ bóndi, Vogirni / / OLNBOGABÖRN ÁHUGAMENN á Akureyri unnu að því íyrir nokkrum árum að stoina félag til að vinna að betri hag liinna vangefnu hér um slóðir og létta erfið leika margra heimila, við að annast uppeldi þessa fólks. menntun þess og umönnun. Félagið hefur starfað síðan og undirbúið, í samráði og vinnu við fjölda aðila, byggingu hælis og heimilis þessara olnboga- barna. Bærinn hefur úthlutað því góðri 1 óð og fjármagn virðist vera fyrir hendi til að hefja fram- kvæmdir. Félag það, sem hér um ræðir heitir Styrktarfélag vangef- inna, og eins og nafnið bendir til vill það vinna fyrir þá, sem fæðast afbrigðilegir eða verða það í æsku, vanþroska til líkama eða sálar eða eru mjög seinþroska. Þetta fólk er venjulega öryrkjar að nokkru eða öllu, en hefur orðið hálfgert utan- garðsfólk í hinu flókna trygginga- kerfi okkar og yfirleitt verr við það gert en vera þyrfti í landi mikilla lífs- • þæginda. Ef við íslendingar höfum svipaða hundraðstölu vangefins fólks og ýmsar aðrar þjóðir, eru hátt á annað þúsund landar okkar í þessum flokki. En þá er miðað við fólk, sem hefur lægri greindarvísitölu en 75. En nú eru liæli hér á landi fyrir 275 manns og auk þess er allmargt van- þroska barna á barnaheimilum. Tal- ið er, sanrkvæmt fróðlegri grein Sig. A. Magnússonar í sunnanblaði ný- lega, að 4—500 börn liafi brýna þörf fyrir lrælisvist og tvöfalt stærri hóp- ur ætti að vera þar. Þjóðfélagið myndar sjóð af 60 aura gjaldi af hverri gosdrykkja- flösku, sem framleidd er í landinu. Gjald þetta nam á síðasta ári nær 12 millj. kr. og renntir það til nýbygg- inga og endurbygginga hæla fyrir vangefna fólkið og hafa fjögur slík verið byggð, öll í eða við mesta þétt- býli landsins. Næsta liæli verður reist á Akureyri fyrir forgöngu félags þess, , sem hér var að framan getið. Ef bornar eru saman opinberar , ráðstafanir t. d. Norðmanna og Dana annars vegar og íslendinga hins vegar, er samanburðurinn okk- ur til vansæmdar. Fjöldinn allur af vangefnum börnum fær ekki einu sinni aðgang að barnadeildum ríkis- spítalanna, að því er SAM upplýsir. Það yirðist þó hart, að loka hurðum er þessa meðbræður ber að garði. Á hælum fyrir vangefna er biðtíminn mörg ár og aðstandendum því flest- ar bjargir bannaðar. Mörg heimili eru í rústum vegna vöntunar á dval- arstað fyrir hið vangefna fólk. Og því miður eru þeir of fáir, sem láta sig málefni vangefinna, þessa úti- gangsfólks þjóðfélagsins, nokkra skipta. SIGFÚS HALLGRÍMSSON í Vogum við Mývatn andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri hinn 14. f. m. og var jarðsunginn að Reykjahlíðar- kirkju 22. s. m. að viðstöddu fjölmenni. Prófastur héraðsins Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað flutti útfararræðu og vígði moldu, í fjarveru sóknarprests- ins Arnar Friðrikssonar, sem var á þessum tíma staddur sér til lækninga i Reykjavík. Kirkjukór Reykjahlíðarsókn- ar söng við útförina undir stjórn Jóns Stefánssonar organ ista Langholtskirkju í Reykja- vík, sonarsonar hins látna. Þráinn Þórisson skólastjóri frá Baldursheimi söng einsöng. Með Sigfúsi í Vogum er horf- inn af sjónarsviðinu rismikill bændahöfðingi, sem „þræddi $ sinn einstíg á alfarabraut" JJ hvenær sem honum bauð svo við að horfa og bað engan af- sökunar á því." Sigfús var fæddur á Græna- vatni í Mývatnssveit 11. ágúst 1883 og var því nálega 83 ára, þegar hann lézt. Foreldrar hans voru: Olöf Valgerður Jón- asdóttir hreppstjóra að Græna- vatni Jónssonar Þórðarsonar, — og maður hennar Hallgrím- ur Pétursson Jónssonar prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar Jónssonar í Ási í Kelduhverfi. Þegar Sigfús var sjö ára fluttist hann með foreldrum sínum að Vogum og þar átti 1 hann heimili alla sína ævi eftir * það. í Tvo vetur var hann nemandi í gamla gagnfræðaskólanum á Akureyri (arftaka Möðruvalla- skólans) og útskrifaðist þaðan vorið 1905. Það var góður skóli til eflingar hugsjónalífi og manndómi. Síðan dvaldist Sigfús einn vetur í Danmörku og Englandi til þess að kynna sér atvinnu- hætti og lífsviðhorf fólks í þess- um löndum og læra mál þess. Taldi hann sig hafa haft mikið gagn af þeirri utanför og ekki sízt það að skilja, að gott væri að vera á íslandi. Eftir heimkomuna gerðist hann fyrst heimiliskennari hjá séra Árna Jónssyni á Skútu- stöðum, en þar næst hafði hann unglingaskóla fyrir Mývetninga í þinghúsi sveitarinnar tvo vet- ur. Hann var áhugamaður um íþróttir og hafði um skeið á hendi sundkennslu á vorin í sveit sinni og víðar. Hann tók þátt í sundkeppni á héraðs- íþróttamóti, sem haldið var á Húsavík 1910, og vann þá keppni. Vorið 1912 kvæntist Sigfús Hallgrímsson eftirlifandi konu sinni Sólveigu frá Öndólfsstöð- um í Reykjadal, dóttur Stefáns bónda þar Jónssonar skálds á Helluvaði Hini'ikssonar, — og konu Stefáns Guðfinnu Sigurð- ardóttur bónda á Arnarvatni Magnússonar. Hallgrímur Pétursson í Vog- um átti þrjá sonu: Jónas, Þór- hall og Sigfús. Einnig át.ti hann eina dóttur: Kristjönu. Hún giftist Illuga Einarssyni í Reykjahlíð og bjuggu þau í Reykjahlíð. Jörðinni Vogum skiptí Hallgrímur milli sona sinna jafnharðan og þeir giftust og fékk hver þe.irra endanlega þriðjung jarðarinnar. Nú eru þarna í samliggjandi túnum við Vogana á gömlu ein býlisjörðinni — þ. e. öllum þriðjungum hennar — 8 íbúð- arhús og íbúai' samtals nál. 60. Þetta fólk er niðjar bræðranna og skyldulið. Sigfús og Sólveig hófu bú- skap á sínum jarðarparti, Vog- umlll, vorið 1913. Þau eignuð- ust tíu börn, sem hér verða talin í aldursröð: 1. Andvana barn. 2. Ólöf, dó 12 ára. 3. Bára, gift Illuga Jónssyni bifreiðastjóra að Bjargi í Reykjahlíð. 4. Stefán, kvæntur Jónu Jóns dóttur frá Litluströnd (dótturdóttur Þorgils Gjall anda). Þau búa í Vogum III. 5. Ásdís, ógift í Reykjavík. 6. Hinrik, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur frá Beru firði. Þau búa í Vogum III. 7. Valgerður, gift Haraldi Gíslasyni, mjólkurbústjóra á Húsavík. 8. Sóíveig Erna, gift Pétri • Jónssyni bónda að Hellum í Borgarfirði. 9. Jón Árni, kvæntur Þor- björgu Gísladóttur frá . Helluvaði. Þau reistu sér íbúðarhús í Vogum og heitir það Víkurnes. 10. Guðfinna Kristín, gift Bóasi Gunnarssyni. Þau reistu sér íbúðarhús í Vogum, er þau nefna Stuðla. Eru nú barnabörn Sigfúsar og Sólveigar, þegar hann deyr, orðin 33 og börn barnabarna tvö, eða niðjar á lífi samtals 43 — og rúmlega helmingur þeirra að Vogum. Þannig þyrftu sveitir að byggjast.,— Sigfús var mikill áhugamað- ur um samfélagsmál og ræktun lýðs og lands. Hann tók mikinn þátt í félagsmálastörfum í sveit sinni, oft sem stjórnandi þeirra eða nefndarmaður. Hann var í hreppsnefnd Skútustaða- hrepps tvo áratugi. Deildar- stjóri Mývetningadeildar Kaup félags Þingeyinga á annan ára tug og auk þess fulltrúi á fund um kaupfélagsins afarlengi. Formaður Framsóknarflokks félags Mývetninga var hann lengi. í sóknarnefnd Reykjahlíðar- kirkju var hann yfir 40 ár og seinnihluta þess tímabils lengi formaður hennar. Stóð hann fyrir endurbyggingu kirkjunn- ár með mikilli röggsemi, þegar hann var kominn nær áttræðu. Nýja kirkjan var vígð 1. júlí 1962. Safnaðai’fulltrúi var hann fjölda ára og til dauðadags. Organisti kirkjunnar var hann í nálega 60 ár. Árið 1908 stofnaði hann kirkjusöngskór og veitti hon- um forstöðu fram yfir áttrætt. Sá kór æfði meira en kirkju- söng, því hann kom oft fram á samkomum utan kirkju og naut mikillar hylli. Auk þessa stýrði Sigfús um skeið almenn- um, blönduðum sveitai'kór og hann mun hafa verið frum- kvöðull og fyrsti stjórnandi Karlakórs Mývatnssveitar, sem Jónas Helgason tók síðar við og stýrði með miklum myndar- skap, en séra Örn Friðriksson stjórnar nú a£ kunnáttu og smekkvísi. Sigfús hafði á æskuárum lært orgelspil hjá Sigurgeiri Jónssyni á Stóruvöllum í Bárð- ardal, en síðan stundaði hann í hjáverkum sjálfsnám í tónlist alla ævi og varð fróður um hana. Samdi hann sjálfur lög síðari árin, þegar tómstundun- um fjölgaði. Kunnast mun eft- ir hann lagið „Slútnes“, sem hann gerði við ljóð Einars Benediktssonar um Slútnes, — paradísareyju Mývatnssveitar. Við jarðarför Sigfúsar var sungið eitt af lögunum eftir hann. Það er við sálm Matth. Jochumssonar (nr. 345 í Sálma- bókinni): „Ég trúi á Guð, þó titri hjartað veika“. — Sigfús Hallgrímsson var dug- mikill bóndi, sem sótti vinnu- bi'ögð fast meðan hann var heill heilsu. Barnauppeldi hafði hann mik ið, en jarðnæði undir venjuleg- an búskap takmarkað vegna þröngbýlis og hraunlendis. Sil- ungsveiði í Mývatni var — og er — í Vogum til hagsbóta og eggjatekja til búdrýginda. Hann var mjög gefinn fyrir sauðfjárrækt og átti gott sauð- fé. Sigfúsi hagnýttust vel bú- tekjur, því hann kunni prýði- lega með fjármuni að fara. — Höfðinglega var tekið á móti gestum á heimili Sigfúsar og Sólveigar. Þau voru samhent um það sem annað. Hjónaband þeirra var ástríkt. Þau virtu hvort annað mikils og áttu sam leið að mannkostum, listhneigð og lífssýn. Að dagsverkum loknum lék hann löngum á org elið og hún söng eða þau bæði. Þá hvarf öll þreyta, — sögðu þau. Börnin þeirra hafa ræktað minningarlund um foreldra sína í Húsnesshólma í Mývatni og reist þeim þar minnismerki eftir Guðmund frá Miðdal. Hólminn er andspænis íbúðar- húsinu í Vogum III og tengdur landi með göngubrú. Er þetta fagur ástúðarvottur, veittur Sigfúsi og Sólveigu í lifandalífi, og flytur hann óvéfengjanlegt eftirmæli um þau inn í fram- tíðina. í sambandi við áttræðisaf- mæli Sigfúsar í Vogum átti ég við hann viðtal, sem birt var í Tímanum 17. ágúst 1963. Ég get ekki rúmsins vegna rakið það viðtal hér, en leyfi mér að skírskota til þess, af því að þar er að finna margt eftirtektar- vert og fróðlegt, sem Sigfús greindi hispurslaust frá um lífsreynslu sína, og viðhorf sín til bókmennta, lista, trúar- bragða og þjóðmála. Var hann gagnrýninn en þó bjartsýnn. Sigfús var eins og áður er getið einn af forustumönnum Kaupfélags Þingeyinga. Er mér geðþekkt að minnast þess, hve hann var heilshugar samvinnu- maður og skildi vel gildi sam- vinnusamtakanna. Hann gerði sér þess ljósa grein, og var ekki myrkur í máli um það, að sá, sem vill efla þann félagsskap, verður að vera meira en við- skiptamaður hans, — hann verð ur líka að vera varnarmaður hans á þjóðmálasviðinu. Sigfús var til hinztu stundar karlmannlega hreinskilinn mað ur. Fylgdi hreinskilni hans stundum nokkur gustur tii áherzlu. Hann var málafylgju- maður mikill og hermaður skoð ana sinna. 1 þeirri merkingu gekk hann undir alvæpni til dauðadags. Hinsvegar var hann líka mað ur fagurskyns, mildra geðhrifa og góðrar vináttu. Sigfús var bókhneigður mað- ur og las mikið. Vel fær ræðu- maður og létt um pennatök. Hann var fremur hár maður vexti, svipmikill, alvarlegur og djarflegur í framgöngu. Sómdi sér vel sem einn af meiriháttar sonum hinnar ágætlega mönn- uðu Mývatnssveitar. Á síðustu árum gerði dauð- inn hvað eftir annað harðar sóknarlotur að Sigfúsi. Hann varð að fara á sjúkrahús og ganga undir uppskui'ði aftur og aftur. En hann sigraði áhlaup- in lengi vel. Dauðinn virtist hopa fyrir hinum mikla lífs- áhuga mannsins og viljaþreki. Sigfús komst heim og tók þá allatíð upp sinn andlega þráð óbugaðui\og hetjulegur. En hver maður tapar að lok- um dauðastríðinu, hversu vel sem hann er vopnum búinn. Ég skil vel söknuð ástvina Sigfúsar og samhryggist þeim. En eitt sinn skal hver deyja. Og gott er fyrir niðja Sigfúsar í Vogum að minnast hans sem ættföður — og ljúfir veit ég að Sólveigu konu hans eru óm- ariiir fra söngvum liðinna daga. Karl Kristjánsson. Ríkisframlag til hafnargerðar Eitt þeirra mála, sem liér er um að ræða, er frumvarp Framsóknarmanna á síðasta þingi um ríkisframlag til liafn- argerðar. Þar var gert ráð fyr- ir, að skifta'höfnum í 3 flokka og skyldi ríkisframlagið vera 50, 60 og 70% af hafnargerðar- kostnaðinum, en nú er það yf- irleitt 40%. Skyldi skiftingin við það miðuð ,að hafnarsjóðir hefðu sem jafnasta aðstöðu til að koma upp undirstöðumann- virkjum. í þessu frumvarpi voru einnig ákvæði um ráðstaf- anir til að greiða núverandi skuldir ríkissjóðs við hafnar- sjóðina og standa eftirleiðis skil á ríkisframlaginu jafnóðum, í samræmi við tveggja ára áætl- un. Nú er ríkisframlagið bersýni- lega of lágt. Þessvegna og vegna greiðsludráttar ríkisins, safnast vanskilaskuldir hjá hafnarsjóðunum, sem ríkið verður að greiða, en tekur stundum af jöfnunarsjóðsfram- lagi hlutaðeigandi sveitarfélaga sem ætlað er þó til annarra þarfa sveitarfélagsins. — Þetta frumvarp var svæft af stjórn- arliðinu, en vera má, að það ranki við sér í vetur, þar sem kosningar eru á næsta leiti! Guðmundur Kristjánsson kirkjubóndi í Glæsibæ Þeir kvödclu mig. einn eftir annan með ástúðarbrosi og vet mandi hönd. Og htirfu í heiðríkju Ijómann á hafið, scm liggúr að ódáinsströnd. (J- M.) EFTIR því sem árin líða, koma fleiri og fleii'i skörð í vinahóp- inn. Það er lögmál lífsins. Og þó að sagt sé að maður komi í manns stað, verður það aldrei til fullnustu um þá, sem okkur eru kærastir og beztir vinir. Með þeim hverfur ekki aðeins það, sem okkur er hjartfólgið, heldur eiris og hluti af okkur sjálfum. Á þessu ári hafa fallið í val- inn óvenju margir þeirra manna, sem urðu mér samferða hér í sóknum mínum, um lengri eða skemmri veg, störfuðu með mér og bundust mér heilli vin- áttu ' og tryggð. Þar eru þeir kennararnir Einar Sigfússon í Staðartungu og Árni Björnsson frá Nunnuhóli, valinkunnir ágætismenn og víða þekktir. Og nú í sumar hafa skyndilega horf ið þrír menn úr hópnum, bak við móðuna miklu. Sárlega sakn að af vinum sínum öllum. Hefur tveggja þeirra verið minnzt hér í blaðinu, að verðugu, þeirra Steindórs Guðmundssonar í Þrí hyrningi og Hermanns Stefáns- sonar á Kambhóli. Hins þriðja þessara manna verður nú lítillega getið, það er Guðmundur Kristjánsson í Glæsibæ og mér skyldast að muna hann eftir nær 40 ára samleið og samstarf og óbrigð- ula vináttu. Guðmundur er fæddur í Glæsibæ 3./júlí 1889 og því elzt- ur þessa.ra manna. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jóns son og Guðrún Oddsdóttir frá Dagverðareyi’i. Bjuggu þau um tugi árá í Glæsibæ og áttu þar friðsælt og fallegt menningar- heimili. Guðrún andaðist 1926, en Kristján snemma árs 1928. Voru mörg börn þeirra hjóna, fimm synir og tvær dætur, en einn sona sinna Sigurð Júlíus, misstu þau ungan, mikinn efnis mann, en hann dó tvítugur vor ið 1913. Hinir eru Jón frá Brag- holti, Oddur og Stefán Ágúst, báðir kunnir borgarar á Akur- eyri, en systurnar María, kona Antons Larsens frá Djúpár- bakka, og Arnbjörg nú lengi bú sett í Reykjavík. Kristján í Glæsibæ var mjög þekktur fyrir frábæra söngrödd og áhuga á því sviði, einkum um kirkjusöng. Þar kippti son- um hans í kynið, því allir urðu þeir kunnir söngmenn og söng- listarunnendur. Mun þá óvíða hafa verið betri né meiri kirkjusöngur, en þegar þeir Kristján og synir hans sungu við messu í Glæsibæ og stundum á Möðruvöllum, en með þeim stóðu oft fleiri radd- menn ágætir, svo sem Haraldur Pálsson og frændi þeirra bræðra Kristján Sigurðsson á Dagverðareyri. Man ég að fyrirrennari minn, séra Jón Þorsteinsson, sem sjálf ur var lista raddmaður á sinni tíð, hafði einhverntíma við orð, að gaman væri að geta geymt þann söng, en þá var ekki slík tækni og nú til þeirra hluta. Allir leituðu þeir Glæsibæjar- bræður sér nokkurs frama. Tveir þeir elztu, Jón og Oddur, sóttu Möðruvallaskóla á sein- ustu árum hans, Júlíus heitinn var við nám í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri þegar hann lézt. Þeir Guðmundur og Stefán sátu báðii' í Hólaskóla og luku þaðan prófi. Guðmundur settist að því búnu um kyrrt í Glæsi- bæ og var þar alltaf síðan, fyrst með foreldrum sínum meðan þeirra- naut við, en tók sjálfur við búinu árið 1928. Fundum okkar bar fyrst sam an um sumarmál 1928 í Glæsi- bæ. Veit ég varla hvort hreif mig meir, óvenjuleg fegurð stað arins, þessa hýra höfuðbóls við Eyjafjörð, eða móttökur syst- kinanna, Guðmundar og Arn- bjargar, en þau bjuggu þar sam an. Oft kom mér í hug, er ég heimsótti þennan stað sem oft var, um langan aldur — þessi orð Ritningarinnar: „Mér féllu að erfðahlut indælir staðir og arfleifð mín líkar mér vel“. í fyrsta sinn tók þar húsbónd inn á móti mér í hlaðvarpanum, með miklum hlýleik og bauð mig velkominn. Og alveg sömu myndina á ég af honum hin mörgu árin. Hlýleiki hans brást aldrei. Og eftir því sem lengur leið, kunni ég betur að meta vináttu þessa trausta manns og góða drengs. Þegar ég fyrst kynntist Glæsi bæjarheimilinu, var þar meiri híbýlaprýði, úti og inni, en al- mennt gerðist. Var þar nýlega búið að byggja upp staðinn, stórt og vandað íbúðarhús risið af grunni og sunnan við það fag ur ti'jálundur. Guðmundur bjó ekki stóru en nytsömu búi og hafði garðlönd mikil, enda ræktunarmaður af lífi og sál. En hann lét sér ekki síður annt um kirkjuna á staðn um, en bújörð sína. Árið 1907 kom fram ný lög- gjöf um miklar samsteypur prestakaíla. Við næstu presta- skipti á Bægisá, átti það kall að sameinast Möðruvöllum, en Glæsibær að leggjast til Akur- eyrar. Var eftir það lengi í ráði að sameina kirkjurnar í Lög- mannshlíð og Glæsibæ, en á báðum þeim stöðum gömul kirkjuhús og þar lítt hugsað um endurbætur vegna fyrirhugaðr- ar samsteypu. Guðmundur í Glæsibæ var mjög mótfallinn þeirri ráðagerð og reyndist at- kvæði hans þungt á metum í þessu máli. Og þegar árið 1929 var endurbót hafin á gömlu Glæsibæjarkirkjunni og sam- steypan þar með úr sögunni. Glæsibæjarkirkja var öndverð- lega reist árið 1866 og á því aldarafmæli;á þessu sumri. Við að yar -til kirkjunnar úr vand- aðri timburstofu á Ósi, sem Daníelsen á Lóni hafði byggt árið 1858 handa fósturdóttur sinni Margréti Þorláksdóttur frá Skriðu en hún átti séra Þórð Jónasson og bjuggu þau hér f^u'st á Ósi, en síðar á Þrastar- hóli. Voru allir viðir kirkjunn- ar ófúnir er endurbót hennar fór fram eftir 65 ár. Og að lok- inni viðgerð, var hún hið prýði legasta guðshús og er svo enn. Lét Guðmundur sér alltaf mjög annt um kirkjuna eins og áður segir og öll umgengni þar til mestu fyrirmyndar. Vorið 1930 gekk Guðmundur að eiga Sigríði Stefánsdóttur frá Fagraskógi og stcð brúð- kaup þeirra í Glæsibæ 13. júní. Þau Sigríður voru samhuga og samhent um allt, sem mest og bezt mátti prýða heimili þeirra og umhverfi. Börn þeirra eru Ragnheiður, gift Birni Elíassyni vélstjóra á Dalvík og Davíð, nú bóndi í Glæsibæ, kvæntur Sigríði Manasesdóttur frá Barká. En fyrir okkur hjónin og börn in okkar öll, voru messuferð- irnar í Glæsibæ sannkallaðar sólskinsstundir og eigum við þaðan dýrmætar og ógleyman- legar minningar. Að lokum. Hið fyrra er farið og kemur ekki aftur, en eftir lifir hugstæð minning um vammlausan mann og hjartfólg inn vin, sem allir sakna. Þó þeir mest, er honum stóðu næst og (Framhald á blaðsíðu 7) MÍNNINGARORÐ JÓN SIGFÚSSON símstöðvar- stjóri á Eiðpm í Eiðaþinghá varð bráðkvaddur að kvöldi 9. þ. m. á 56. ári, hné niður í grunni húss er hann hugðist reisa sér í Egilsstaðakauptúni. Er frétt þessi barst um Hér- aðið urðu menn hljóðir við,enda skarð fyrir skildi, og skaðir að slíkum manni,-vegna .mann- kosta og hæfileiþa sem'lítiliega verður á minnzt í fáum orðum í þessum línum.1./ ' Jón Þorbergut, sem hann hét öðru nafni, fæddist að Ássfeli í Fellum 16. október' 1910, sonur Sigfúsar Einarssönar og. Val- gerðar Jónsdóttur,. er -þar bjuggu við lítil éfni, næst elztur þriggja systkina. En hin systkin in voru þau Einát 'í Stað'artungu í Eyjafirði, nýlega látinn, og Þor björg, sem búsett er í Kefla- vík. Jón var í: uppvexti um nokkur ár í fóstri hjá Sigríði Brynjólfsdóttur frá Ási og manni hennar Eiríki Péturssýni bónda í Egilsseli í Fellum og telja börn þeirra Jón fóstbróður sinn. Þegar Jón hafði aldur til gekk hann í Eiðaskóla veturna 1929 og 1930. Þá var þar skóla- U M D A G Á)1ó$' VIGINN UM LANDAMERKJADEILUR EYFIRÐINGA OG SKAGFIRÐINGA Viðsjár gerast nú vítt um lieim, vopnaðar þjóðir herja, og herveldin sterku hjálpa þeim, sem líendur eiga að verja. Frændur berjast þar frændum gegn, allt funar í hatri og skærum, hvern einasta dag berst einhver fregn. um ófrið á landamærum. Fyrr á öidum, um okkar land, um ítök menn deildu stundum, liér nyrðra er sögn að blóðgan brand þeir báru af slíkum fundum, urpust þar dysjar yfir val, þau ummerki trautt sér leyna. Þar áttu bændur úr Austurdal við eyfirzka gangnasveina. Nú má um þennan afrétt enn ítakakröfur lesa, en langt að tilfengnir lagamenn leggja á Rauð og Blesa, og liefja svo áreið upp um grjót að ákveða mörk á leitum, en víst hefir ekki vitnast hót um vígbúnað neinn í sveitum. Ef það finnast nú engin ráð ellegar stoð í lögum, orrusta kannske yrði háð uppi í Fossárdrögum, en skæruhernaður liér og hvar við Hnjúkslivísl og Geldingsána, og leifturárásir líklegar á Laugarfellsskála og „Grána“. Ó, bægið þið, vinir, voða frá því vart má háskanum lýsa ef hernaðaröfl að utan þá í ófriðarglæður físa. Varnaðarorðið, ekki sízt, er svo að lokum þetta, Mao og Johnson mega víst sem minnst um þau átök frétta. stjóri Jakob Kristinsson. Jón þótti ágætur námsmaður, hug- ljúfi skólasystkina sinna og kennara. Þar kynntist hann Sig urlaugu Jónsdóttur frá Mar- bæli í Skagafirði, er síðar yarð DVERGUR. kona hans. Hún veitti þá for- stöðu mötuneyti Eiðaskóla, og síðar á árum; álits og myndar- kona. Þau giftust 1935, bjuggu fyrst í Egilsseli hjá fósturfor- eldrum Jóns sem áður er getið, nokkur ár á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, Framnesi í Reyðar firði, og þaðan fluttu þau aftur til Héraðs, að Dalhúsum í Eiða- þinghá, og loks vorið 1945 í Eiða, að ráði Þórarins skóla- stjóra Þórarinssonar. Tóku skólabúið á leigu og ráku á eig- in ábyrgð um 11 ára skeið, eða til 1956. Var þá og áður farin að hlaðast á Jón ýms félagsmála- störf, formennska í Samvirkja- félagi Eiðaþinghár, og strax eft- ir að hann kom í Eiða forstaða símastöðvar og pósts, seta í hreppsnefnd, sóknarnefnd, gjaldkeri sjúkrasamlags, og fl. Sveitin og þá einkum Eiðar með sitt aðdráttarafl, eignaðist hjónin aftur, þar sem fyrrum námið var stundað, og störfin unnin. Þegar þau slepptu búi tók Sigurlaug við forstöðu skólamötuneytisins á ný og hafði um nokkur ár við góðan orðstír. Eftir því sem rýmkaðist um húsakost skólans, og deildum hans fjölgaði og tala nemenda óx, varð miklu meira starf ,við símann, póstinn og annað fleira, veitti ekki af eins manns vinnu, auk þess sem áður er talið. Jón var áhugamaður á ajlri söngstarfsemi, hafði sjálfur lið- lega bassarödd. Var formaður kirkjukórs Eiðasóknar, enn- fremur karlakórs Fljótsdals- héraðs. Það er eftirsjá í Jóni, hans er og verður saknað af þeim sem nokkuð þekktu hann að ráði. Mestur og dýpstur harmur er þó kveðinn að konu hans Sigur laugu, dætrum þeirra, systur og fóstursystkinunum. Jón og Sigurlaug eignuðust þrjú börn. Tvær dætur, ágæt- lega menntaðar, báðar giftar. Ásta Þórleif kona Jónasar Magnússonar bónda á Uppsöl- um í Eiðaþinghá. Valgerður Sig ríður kona Kristjáns Erlings- sonar verzlunarmanns, búsett á Akureyri. Son, Ríkharð að nafni, misstu þau á Eiðum, 6 ára gamlan. Varð það þeim þung sorg og sár, og hárin gránuðu. (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.