Dagur - 03.09.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 03.09.1966, Blaðsíða 5
4 9 ÍÍÍSvi; ;;v Elzti gróðurreiturinn er vel skýldur og þar standa nú 100 þús. greni- og furuplöntur á fjórða ári. (Framhald af blaðsíðu 8). árinu sem líður breytist Kjarna land af vexti skógarins og mun verða hinn fegursti staður. En þar er líka gamán að koma tií .að sjá ungviðið í ffæ- og út- plöntunarbeðunum, og þá er ekki síður vert að taka eftir skjólbeltunum og limgirðing- . unum. Ein til tvær milljónir lítilla skógarplantna eru í uppeldi í gróðrarstöð þessari í 10 reitum, 800—1200 fermetra stórum, sem allir eru í skjóli limgirðinga. En í limgirðingum er þingvíðir, ösp, birki, gulvíðir, greni og fura. Vöxtur plantnanna í sumar er mikill og virðist allt vaxa vel í Kjarnalandi þessu sinni, bæði tré, sem eru farin að setja skógarsvip á landið í heild, og svo trjáplönturnar á hinum ýmsu aldursskeiðum. Mest er ræktað af lerki og birki en einn ig ýrnsar furutegundir, svo sem bergfura og stafafura o. fl. Á lerkinu má sjá 20—35 cm. árs- sprota og litlu minni á greninu. Þrestirnir hafa orðið á imdan bæjarbúum almennt, að upp- götva Kjarnaskóg. Þeir eru þar hundruðum saman og una vel lífinu, en íbúar Akureyrar vita naumast ennþá, að Kjarnaskóg ur er til og að þar verður mikil gróðrarparadís þsgar stundir líða, ef svo heldur fram sem nú horfir. Skógarnir vaxa á meðan fólk ið sefur. Þeir eru augnayndi í okkar nakta landi og þeir skýla öðrum gróðri. Skjólbeltaræktin hefur nú loksins hlotið einróma stuðning skógræktarmanna og er það ekki of snemmt. Skógar löndin gefa ekki fyrirheit um svimandi háar upphæðir tekna, en eru þó til margskonar nytja. En í skógrækt er fólgin menn- ing og mannbót og því skal hana virða og blessa. □ Á MORGUN 2. sept. á Aðal- steinn Guðmundsson bóndi í Flögu í Hörgárdal sjötugsaf- mæli. Gjarna hefði ég viljað árna honum heilla heima hjá honum og það veit ég að margir munu gera, en því miður get ég það ekki því ég hef lofað að vera þá annars staðar. Ég tek því það ráð að biðja Dag fyrir stutta kveðju til hans. Við slík tækifæri er oft rifj- aður upp æviferill afmælis- barnsins. Það mun ég þó ekki gera hér. Aðalsteinn er enn hraustur og í fullu fjöri, þrátt fyrir 70 ár að baki og ég vona að saga hans sé ekki enn öll, heldur eigi hann enn mörg starfsár framundan og því ekki kominn tími til að segja söguna. Aðalsteinn er kvæntur Sigur laugu Zóphóniusdóttur, ættaðri úr Hörgárdal. Þegar þau hjón' hófu búskap í Flögu var jörðin eins og hvert annað skárra kot' í þá daga. Tún og engjar þýfðar og rýrar, en sæmileg útbeit. Hús voru eins og gerðist, torf- bær með einhverjum þiljum bg peningshús úr torf-i. Nú er Flaga stórbýli: Nýtízku íbúðar- hús og peningshús og hlöður eins, túnið breiðir 'sig víða vega þár sem áður voru fúamýrar og óræktarmóar. Þetta allt hefur Aðalsteinn gert og þó ekki einn, Vinnuskýli, sem er kaffistofa starfsíólks, skrifstofa skógarvarðar og Brunnárgil. plöntuafgreiðslu. Það stendur við (Ljósm.: E. D.) Aðalsteinn Guðmundsson. því kona hans hefur verið hon- um stoð og styrkur í því sem öðru. Þegar hann'' stóð í mestu framkvæmdunum héldu marg- ir" að hann muhdi reisa sér hurðarás um öxl og „fara á hausinn11, eins og það er kallað. En trú hans a'landið og íslenzk an landbúriað bílaði aldrei og hann hélt ótrauðúr áfrám hvað sem 'hver sagði og þó stundum kreppti að fjárhagslega. Og hann vann sigur. Nú er hann efnaður maður, býi' á góðri jörð, sem hann sjálfur og þau hjónin hafa svo að segja skapað. Aðalsteinn er héraðskunnur fyrir þátttöku sína í ýmsum hér aðsmálum. Hann er mælsku- maðui' og talar oft á mannfund um, er hann þá aldrei neitt myrkur í máli og vekja ræður hans jafnan eftirtekt. Hann er eindreginn félagshyggjumaður, en enginn taglhnýtingur eins eða neins. KJÖRDÆMISÞINGIÐ í GÆR hófst kjördæmisþing Fram- sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra á Laugum í Reykjadjil og mun ljúka í kvöld. Kjördæinis-' þingið er mikilvæg samkoma, því að þar er ætlazt til að fulltrúar frá öll- um byggðum kjördæmisins mæti. Þar mætir stjórn samtaka flökksins í kjördæminu og þingmenn hans á sama svæði. Þingmenn kjördæmisins munu að venju gera grein fyrir stjórnmálaviðhorfinu á yfirstand- andi tíma frá sínum sjónarmiðum og gefa skýrslu yfir afgreiðslu helztu þingmála á síðasta Alþingi og af- stöðu flokksins til þeirra málá og annarra. En fulltrúarnir frá liinum ýmsu sveitum, kauptúnum og kaupstöðunr munu líka láta til sín lieyra og koma sínum áhugamálum og athugasemd- um á framfæri. Þeir bera frarn rök- studdar óskir um gang mála er bæði snerta heimaslóðir og landsmálin, sérstaklega framkvæmdamál, sem þeir telja mesta þörf að nái fram að ganga. Kjördæmisþingið er vettvangúr, þar sem alþingismenn kjördæmisins og fulltrúar, kosnir af flokksfólkinu í héraði, bera saman bækur sínar og rökræða hin ýmsu mál, bæði innan- héraðsmál og landsmál og gera um þau mál samþykktir ef að vanda lætur. Samþykktir kjördæmisþingsins eru eins konar vegvísar fyrir alþingis- mennina og væntanlega einnig nokk- urt veganesti og það eru umræðurn- ar einnig. Því ber að vanda til sam- þykktanna og styðja þær síðan fast og efla að framgangi þeirra. Félagsleg uppbygging þessara sam taka er mjög lýðræðisleg og gerir kjördæmisþingið, ef vel er á haldið, mjög þýðingarmikið til tryggingar lýðræðislegri stjórnmálastarfsemi. Undanfarin kjördæmisþing á Laugum í Reykjadal liafa verið mjög vel sótt og að ýmsu hin merkustu, svo sem fjölmargar samþykktir og greinargerðir þaðan bexa vott. Kjör- dæmisþingið á Laugum hefur að þessu sinni einnig það veikefni með höndum, að undirbúa kosningabar- áttu þá, sem framundan er. En kosn- ingar til Alþingis faia fiam á næsta voii. Sú stjórn, sem nú situr, hefur svo nauman meirihluta á Alþingi, að missi hún þó ekki væii nema einn þingmanna sinna, er félli fyrir stjórn arandstæðingi, væru stjóinaitaum- arnir dregnir úr höndum hennar og þykir mörgum tími til kominn. Yax- andi ótti íhaldsaflanna í landinu við valdatap við næstu kosningar er mjög áberandi og væntanlega ekki ástæðulaus. □ Samvinniiiryggingar iuiiu (Framhald af blaðsíðu 1). azt veruleglr sjóðir, sem skapað hafa grundvöll að heilbrigðara tryggingastarfi. Úr þessum sjóð um hefur félagið getað veitt mikinn fjölda lána til atvinnu- fyrirtækja, hreppsfélaga og margra annarra aðila. Námu út lániri samtals 75,8 milljónum króna um sl. áramót. •Samkvæmt skipulagi Sam- vinnutrygginga eru það hinir try.ggðu, tryggingatakarnir, sem eiga félagið, og fá þar af leið- andi allan tekjuafgang þess. Þannig hefur þúsundurri ein- staklinga og félaga verið tryggð 61 milljón króna, er endur- greiddar hafa verið frá því fé- lagið fyrst gat endurgreitt tekju afgang árið 1949. Samvinnutryggingar hafa bar izt mjög fyrir frjálsræði í trygg- ingum. Má í því sambandi sér-. staklega benda á brunatrygging ar húsa en barátta Samvinnu- trygginga fyrir frelsi; á því sviði leiddi tij, beint og óbeint, að brunatryggingariðgj öld húsa um land allt lækkuðu stórlega. Samvinnutryggingar þafa haldið uppi fræðslu- og áróðurs starfi fyrir öryggi og slysavörn- um og þannig reynt að vekja landsmenn til meðvitundar um hverskonar slysahætt-u og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir slysin. Má í þessu sambandi m. a. nefna útgáfu- starfsemi félagsins og benda á bókina „ÖRUGGUR AKST UR“, sem kom út árið 1951, og útgáfu blaðsins SAMVINNU- TRYGGING, rit um öryggis- og tryggingamál, sem gefið þef ur verið út frá sama ári og ávallt síðan. Ökumenn hafa ver ið heiðráðir fyrir góðan akstur og hafa um 3500 hlotið viður- kenningu félagsins fyrir 5 ára öruggan akstur og um 1000 verðlaun fyrir 10 ára öruggan akstur. Stofnaðir hafa verið klúbbarnir „Öruggur akstur“, víðs vegar um land fyrir frum- kvæði Samvinnutrygginga, en þessir klúbbar hafa það mark- mið að auka. umferðaröryggi, fyrst og fremst í heimahögum, og almennt í samráði við aðra aðila. Forráðamönnum Samvinnu- y sra trygginga hefur frá upphafi ver ið það. ljóst, að nauðsynlegt og sjálfsagt væri að fylgjast með nýjyngum í tryggingamálum er lendis, svo og sníða starfsemi fé lagsins eftir þörfum íslenzkra staðhátta á hverjum tíma. Þann ig voru Samvinnutryggingar fyrstar allra íslenzkra trygginga félaga, að gefa íslenzkum heim ilum kost á heimilistryggingu, og um síðustu áramót var tekin upp ný ökumanns- og farþega- trygging, sem var algjör -ný- lunda hér á landi. Jafnframt ÖF-tryggingunni var bónus- kerfinu breytt, og er nú greidd ur allt að 60% afsláttur af LEIGUSKIP FR4 FÆREYJUM SKIPAÚTGERÐ ríkisins hefur. tekið á leigu 1000 lesta skipið Blikur frá Færeyjum í stað Esju og Skjaldbreiðar, sem ákveðið er að selja. Rými er á Blikur fyrir 25 farþega. □ ábyrgðai'tryggingariðgjaldi bif- reiða, ef bifreið er tjónlaus. Fyrsta starfsárið námu ið- gjöld Samvinnutrygginga 3,7 milljónum ki'óna, en árið 1965 voru iðgjöldin 186,5 milljónir. Frá upphafi hafa iðgjöldin num ið 797 milljónum og endur- greiddur tekjuafgangur 61 millj ón, en hluti endurtryggjenda í iðgjöldum 323 milljónum og í tjónum 316 milljónum króna. í árslok 1964 flutti félagið alla starfsemi sína í eigið húsnæði í Árrnúla 3, og var þá um leið gerð all víðtæk skipulagsbreyt- ing á rekstrinum. í tilefni af 20 ára afmæli fé- lagsins þann 1. sept., ákvað stjórn þess að gefa Styrktarfé- lagi vangefinna kr. 100 þúsund. Var fjárhæð þessi afhent for- manni Styrktarfélagsins, hr. Hjálmari Vilhjálmssyni, ráðu- neytisstjóra, þann 29. ágúst. í stjórn Samvinnutrygginga eru nú: Erlendur Einarsson, for stjóri, formaður, ísleifur Högna son, framkvæmdastjóri, Jakob Frímannsson, framkvæmda- stjóri, Karvel Ögmundsson, út- gerðarmaður og Ragnar Guð- leifsson, kennari. Framkvæmda stjóri félagsins; er Ásgeir Magnússon, lögfræðingur. □ Ég færi Aðalsteini Guðmunds syni í Flögu mínar beztu árn- aðaróskir á þessum tímamótum í ævi hans og þakka honum ágæt kynni og samstarf. Enn- fremur mikla gestrisni þeirra hjóna við mig og mína. Akureyri 1. sept. 1966 Bernharð Stefánsson. HEYSKAPARLOK Á FJÖLLUM SAMKVÆMT viðtali við Kristj án Sigurðsson á G'rímsstöðum á Fjöllum hefur heyskapur þar gengið sæmilega og er að ljúka. Sláttur hófst þó ekki fyrr en í ágústmánuði og því ekki um háarsprettu að ræða. En kal var hér ekki teljandi. Heyfirningar voru hér litlar í vor, eftir snjóþungan vetur, en þó má ætla, að ekki skerði bændur bústofn sinn í haust. Fundizt hafa 4 eða 5 dauðar kindur frá Víðidal. Þær hafði fennt í júlíhretinu í gróf einni og drápust þær þar. Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Snnar 1-1186 og 1-1187 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON ----- . Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Sjötugsafmæli Aðalsteinn Guðmundsson bóndi i Flögu VERÐUR Hlutaféð er 2-5 milljónir króna, en bankarnir stöðva framkvæmdir VESTUR á Skagaströnd hefur atvinnulíf öðru hverju verið í daufara lagi og margt um talað. Hinn.,31. maí í vor var stofnað hlutafélagið „íslenzkur kavier“ h.f. Hluthafar eru fimm talsins, einn á Skagaströnd en hinir frá Reykjavík. Framkvæmdastjóri er Ásgeir Ingólfsson Reykja- vík. Hlutafé það, sem fram var lagt, mun hafa verið 2,5 millj. kr. , og áttu byggingafram- kvæmdir að vera hafnar á Skagaströnd. En bankayfirvöld in hafa ekki ennþá leyst þann hluta þessa máls, sem jafnan er afl þeirra hluta sem gera skal. Hins vegar hefur sveitarfélagið úthlutað lóð undir byggingar og hlutafélagið er sagt hafa gert sölusamning til fimm ára á fram leiðslunni. En hráefni hennar eru grásleppuhrognin dýrmætu. Þá gerast þau tíðindi á Skaga strönd, að grjótvélar hafa vei'ið settar niður á Spákonufells- höfða, sem er höfði sá hinn fagri, sem. þyggð höfðakaupstað ar stendur í skjóli við að nokkru og er stolt íbúanna. Af höfða þessum er víðsýni ótrú- lega mikið og mjög fagurt. Slík ur staður er sem kjörinn útsýnis staður og er einskonar „lysti- gai'ður". Þarna hefur sá gengið HLUTDEILD giftra kvenna í atvinnulífinu er áberandi lítil í Noregi samanborið við önnui' Norðurlönd og satt að segja ein hin lægsta í allri Evrópu, segir í tímariti Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar (ILO), Labour Review. Undir fyrirsögninni „Vinnu- kjör kvenna á Norðurlöndum11 fjallar Harriet Holter, forst-öðu kona félagsmálarannsóknastofn unarinnar í Osló, um orsakir til þessa fyrirbæris. Hlutfallstala giftra kvenna sem vinna úti er 9,5 í Noregi, er þetta ritar í fylgd gestrisinna og fróðra heimamanna og notið sjaldgæfrar landslagsfegurðar. Kannski eru Skagstrendingar litlir menn og aumir, um það skal ekki dæmt, en Spákonu- fellshöfða má ekki með nokkru móti eyðileggja. Þar er verk- efni náttúruverndarráðs og ann arra að taka í taumana, ef unnt er að leysa grjótnám fyrh' höfn ina á annan hátt. Sé það ekki hægt má ekki líta á grjótið með „gagnaugunum“ einum saman. en 22,7 í Danmþkk, 23,3 í Sví- þjóð og 25,9 í Finnlandi. Fjöldi kvenna við nám í æðri mennta- stofnunum er einnig hlutfalls- lega lægri í Noregi en á Norður löndum yfirleitt. Mat'gar kenn- ingar hafa komið fram um þetta, segir Harriet Holter, en bendir á að engin þeirra gefi fullnaðarskýringu á orsökunum til þessa ástands; Halda verður áfram að kanna orsakírnar á strangvísindalegan hátt. Samanborið við Danmörk ctg, Svíþjóð er NoregUr ekki sár- lega iðnþróað land og hefur miklu dreifðari byggð. Hins veg ar er Finnland hvorki iðnþró- aðí'a né þéttbýlla en Noregur, og þó eru þar í landi mjög marg ar giftar konur sem vinna úti. Skortur á barnaleikvöllum er í Noregi. Keystone framleiðir nýja íepnd kvikmyndafökuvéla Úfivinna giffra kvenna I Noregi FYRIRTÆKIÐ Myndir h.f., sem er innflytjandi Keystone- kvikmyndatökuvéla á íslandi, hefur sent út fréttatilkynn- ingu um nýja tegund þessara kvikmyndatökuvéla, sem fyrir stuttu kom á markaðinn. Key- stone Camera Company Inc., er einn af þrem stærstu framleið endum kvikmyndatökuvéla í Bandaríkjunum. Keystone-kvikmyndatökuvél ar eru gerðar fyrir Super-8 filmuhylki Kodak, sem valdið hefur gjörbyltingu í allri lcvik- myndatöku áhugamanna. Með hinu nýja filmuhylki Kodak er útilokað, að ljós komist að film unni, þar sem filmuhylkið er sett í véli-na með einu handtald, án þess að þurfi að þræða film- una. Ekki þarf að huga nánar að filmuhylkinu, fyrr en búið er að taka 50 fet af myndum, en þá er hylkið tekið úr vélinni með einu Handtaki, og er þá filman tilbúin til framköllunar. Super-8 filman hefur 50% stærri myndflöt en venjulegar 8 mm filmur. Þar af leiðir að hægt er að fá allt að helmingi stærri mynd á sýningartjaldið en með venjulegri 8 mm filmu, miðað við það, að skýrleiki myndarinnar sé sá sami í báð- um tilfellum. Keystone Camera Company Inc. framleiðir fjórar gerðir kvikmyndatökuvéla, og eru þær allar rafdrifnar. Keystone K-610 er með fast- stillta fl,8 linsu, með fókus- lengd 15 mm. Innbyggt Ijós- næmikerfi stillir ljósop vélar- innar á algjörlega sjálfvirkan liátt, og kemur því í veg fyrir of- eða vanlýsingu á filmunni. Vélinni fylgir handfang og svört leðurtaska. Keystoae- K-615 er með fl,8 zoom linsu. Zoom linsan hefur sjálfstæða fókusstillingu, með fókuslengd frá 10 mm til 30 mm. Vélin hefur innibyggt, sjálf virkt Ijósnæmikerfi, og hefur myndop í gegnum linsuna (reflex zoom). Keystone K-620 er með fl,8 zoom linsu, sem alltaf er í fókus. Fókuslengdin er frá .ll mm til 33 mm. Zoom linsunni er hægt að stjórna ýmist með handsnún um hnappi eða með því að styðja á hnapp, sem kemur sjálf virku zoom-kerfi í gang. Inn- byggt, sjálfvirkt Ijósnæmis- kerfi er staðsett innan við lins- una, og stillir ljósop vélarinnar eftir þeirri birtu, sem fellur á sjálfa linsuna. Vélinni fylgir handfang og svört leðurtaska. Keystone K-625 er tæknilega mjög fullkomin. Vélin er með fl,8 zoom linsu, með sjálfstæðri fókusstillingu, og fókuslengd frá 8.5 mm til 35 mm. Hægt er að stjórna zoom linsunni á tvennan hátt, með handsnúnum zoom-hnappi og með rafdrifn- um zoom-hnappi. Vélin er með myndop í gegnum linsuna (reflex zoom); allt, sem sézt í gegnum myndopið kemur fram á filmunni. Innbyggt, sjálfvirkt ljósnæmikerfi tryggir rétta lýs- ingu á myndum, sem teknar eru með vélinni. Vélinni fylgir hand fang og svört leðurtaska. Öllum Keystone-vélum, sem seldar eru á íslandi, fylgir eins árs ábyrgð. Filmur og vélar, Skólavörðustíg 41, Reykjavík, annast alla varahluta-'og við- gerðaþjónustu fyrir Keystone- kvikmyndatökuvélar. Til hægð arauka fyrir Keystone-eigend- urð fylgir ítarlegur leiðbeininga bæklingur á íslenzku með hverri vél. □ Önnur afstaða? Hafa norskar konur aðra af- stöðu til fjölskyldu og heimilis? Harriet Holter segir að ekki liggi fyrir nægilegt magn af úr- vinnsluefni til áð svara þeirri spurningu. Rannsókn sem fram fór á árinu 1964 (Suicide in Scandinavia) sýndi, að af litl- um hópi mæðra, sem kannaður var, voru norskar og danskar mæður „meira fyrir börn“ en þær sænsku. Þar eru norskar mæður því ekki I sérflokki. Eru norskar konur háðari eiginmönnum sínum og meira mótaðar af feðraveldi en konur annars staðar á Norðurlöndum? Um þetta efni liggja ekki fyrir neinar raunhæfar upplýsingar, en höfundur getur þess, að finnskir félagsfræðingar séu að ganga úr skugga um það, hvort hugsanlegt sé, að 'leifar af hefð mæðraveldis hafi áhrif á "við- horf Finna til kynjanna og veiti finnskum konum sjálfstæðari stöðu en öðrum norrænum kon um. Það er almenn skoðun víða á Norðurlöndum, að Norðmenn hafi frjálslegri afstöðu til vinnu sinnar og meti frítíma sinn meir en aðrir Norðurlandabúar. Harriet Holter girðir ekki fyrir þann möguleika, að norskar konur verði fyrir áhrifum af þessari „óþvinguðu afstöðu til vinnunnar“ og kjósi því heldur að vera húsmæður heima hjá sér. Q - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ENGAR MÁLSBÆTUR Fyrr á þessu ári urðu Sigurjóni hjá Alþýðumanninuin á þau hrapalegu mistök í blaði sínu að fara mjög rangt með málefni, er varðar samvinnustarfið. Hann fullyrti, að KEA héldi fyr ir bændurn gildurn sjóðutn og neitaði þeim um áburð „út á frystar uppbætur frá fyrra ári“. Dagur skoraði á ritstjóra Alþm. að sanna mál sitt með dæmurn ella stæði hann franuni fyrir lesendum sínum sem ósanninda maður. Ennþá eru dæmin ókom in og Marðar-bletturinn óþveg- inn og málsbætur engar. VANTAÐI KJARK OG VIT 1 tilviki sem þessu hefði heiðar legur blaðamaður leiðrétt ranga umsögn sína og róg, með því að biðja lesendur afsökunar, játa mistökin hreinlega. Til þess brast hann kjarkinn. En honum virðast einnig hafa brugðizt vits munirnir í þessu tnáli, því haun þvaðrar um málið I nálega hverju blaði sínu, og auglýsir fáfræðina. EINN A BÁTI f þessum umræðum Sigurjáus, sem Dagur hefur lítið truflað, er það á einum stað borið savn- an, að atvinnurekandi haldi eft- ir af kaupi starfsmanns og satn- vinnufélag greiði ekki bændum fullt verð fyrir búvöru. Líklega vita allir fullorðnir menn nema Sigurjón hjá Alþýðutnanninum að samvinnufélög taka búvörur í umboðssölu á áætlunarverði og eiga að gera það, en greiða síðar endalegt fullt verð að frá- dregnum kostnaði. Slíkt er þvi ekkert sambærilegt við greiðslu ákveðins kaups fyrir ákveðna vinnu eða vinnustundir — og; þyrfti Sigurjón að læra betur, svo að hann sé ekki lengur einn á báti í því rnyrkri. SAMVINNUFRÆÐSLA Það er annars athugandi fyrir samvinnusamtökin, hvar þau eru á vegi stödd í fræðslustarf- semi sinni um samvinnumál, fyrst fullorðinn Eyfirðing sem verið hefur bóndi, kennari og hlaðamaður, brestur þe!*k- ingu á einföldustu grundvallar- atriðum samvinnustefnunuar. Ef hin einstæðu skrif Sigurjóns ritstjóra yrðu til þess, að KEA og fleiri kaupfélög tækju upp meira fræðslustarf, væru skrif hans þó til gagns, þótt þ»im liafi verið ætlaður annar til- gangur. Látum svo útrætt um Sigurjón að sinni. JARÐARBER GÓÐ BÚGRffiN Kvöld eitt, er blaðamaður Dags var gestur í húsi einu á Akpr- eyri, voru jarðarber á borð þor in. Húsbóndanum liafði fyrir mörgum árum verið gefin jarð- arberjaplanta í Lensvík í Þránd lieimi. En þar búa margir javð- arberjabændur, sem einnig hafa tekjur af skógi og nokkrym kúm. Hér á landi geta jarðar- ber gefið ótrúlega rnikla upp- skeru, ef vel er að þeim búið: —• og þau eru ljúffengari en ftest annað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.