Dagur - 03.09.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 03.09.1966, Blaðsíða 8
8 Skógarvörðurinn, Ármann Dalmannssoft, stendur hér hjá 130 cm. hárri limgirðingu úr Síberíuösp. KJARNALAND VERÐUR NÝR LYSTIGARÐUR Milljónir skógarplantna í skýldum reitum SKÓGARVÖRÐURINN á Ak- ureyri, Ármann Dalmannsson, lé't þess getið í síðasta tölublaði Dags, að skógraektarfólk og gest ir þess væri velkomið í Gróðr- aistöðina í Kjarna næstu kvöld. Af því tilefni skrapp blaðamað- ur Dags þangað, gekk um skóg ræktarstöðina og ræddi við skógarvörðinn um stund. I Gróðrarstöðin í Kjarnalandi við Akureyri er eign Skógrækt arfélags Eyfirðinga og er 20 ha. að stærð. Áfast er land Skóg- rsektarfélags Akureyrar, sem er ’80 ha. land, allt frá Eyjafjarðar braut upp í Hamrakletta. En um svæði þetta rennur Hrunná pg „skiptir löndum“. • Skógræktarfélag Eyfirðinga sáði í fyrsta sinn skógfræi í þetta land sitt 1948. Upp af því fiæi uxu plöntur þær, bæði birki og fleiri trjátegundir, sem siðar voru gróðursettar niður við þjóðveginn, neðst í þessu skógræktarlandi. Þar er nú ein •hver beinvaxnasti birkiskógur á íslandi og sérlega gróskumikill og fallegur þótt ungur sé. Til Nýtt hlutafélag um byggingu og rekstur gistihúss Húsavík 1. sept. Þann 22. ágúst sl. var stofnað hér á Húsavík hlutafélag um byggingu og rekstur veitinga- og gistihúss. Hótelbyggingin verður áföst fé Jagsheimili Húsavíkur, sem nú fir í smiðum. Eldhúsið, sem er á fyrstu hæð, verður sameigin- légt fyrir hótel og félagsheimili. Á annarri hæð verður matsalur fyrir 60 manns og aðalsalur fé- l&gsheimilisins fyrir 300 manns í sæti. Á næstu tveim hæðum verða 23 gistiherbergi, sem full nýtt rúma 60 manns. Á þriðju hæð verður einnig dagstofa fyr ir gesti. Félagsheimili Húsavík- ur er aðili að hlutafélaginu, sem heitir Hótel Húsavík h.f. Fram kvæmdastjóri hins nýja hluta- félags er Sigtryggur Alberts- son gestgjafi. Þ. J. gamans má einnig geta þess, að þessar plöntur voru þær fyrstu sem Skógræktarfélag Akureyr- ar vgróðursetti. Þar unnu við gróðursetninguna 84 menn og munu ekki allir hafa fengizt við slik störf áður, enda var sumt Langanesi 31. ágúst. Frá og með 20. ágúst og fram á höfuðdag var hér þurrkatið en þó íigndi víða nokkuð 24. ágúst. Mikið af heyi náðist á þessu tímabili, en háin bregzt að mestu. Heyin verða ekki mikil í haust en þó eitthvað meiri en í fyrra, en þá hröktust hey fram á haust. Afli hefur verið sæmilegur á Þórshöfn. Síldarverksmiðjan er komin í gang og búið er að salta í 2 þús. tunnur. Dýpkunarskipið Grettir bef- ur verið hér og dýpkað báta- dokkina landmegin. í dag var jarðsunginn frá Sauðaneskirkju Guðmundur Guðbrandsson í Þórshöfn, sem lengi bjó rSkoruvík og á Skál- um, yztu bæjum á Langanesi. að því skcgræktarfólki börn að aldri þá. Og ekki þótti það lán- legt, að birkiplönturnar voru teknar til gróðursetningar beint úr fræbeðinu en gafst þó svo vel, sem þar má sjá. Þessa dagana er verið að gróð ursetja sitkagreniplöntur í Kóngsstaðahálsi í Svarfaðardal. En slík síðsumarplöntun hefur gefið góða raun. Með hverju (Framhald á blaðsíðu 4.) Hann stundaði bjargsig um ára tugi, enda hinn vaskasti maður og heilsuhraustur fram á efri ár og kominn á níræðisaldur er hann lézt. Margir fylgdu hon- um til grafar, bæði afkomendur hans margir, frændlið og fjöl- margir aðrir. □ ,Land og synir' á þýzku SKÁLDSAGA Indriða G. Þor- steinssonar Land og synir er komin út á þýzku hjá einu elzta og virtasta bókaútgáfufyrir- tæki V.-Þýzkalands, Herder. □ HVÖLUljí SKAL LÓGA í SLÁTURHÚSUM! Þau undur og stórmerki urðu í mánaðarlok suður við Laugar- nes í Reykjavík, að 200 hvalir voru reknir að landi, voru það grindhvalir eins og Færeyingar drepa mest af. Æði mikið greip mannfjöldann, sem safnaðist saman þar sem hvalina bar að landi og upphófst slátrun þótt lítt væru menn vopnum búnir. En einnig komu dýraverndunar menn, lögregluþjónar og aðrir verðir laga á vettvang til að bjarga sjóskepnunum og birta tilkynningar um bann við hval- drápinu. Ein tilkynningin hljóð aði svo, að ekki væri heimilt að selja kjöt af dýrum nema þau hefðu verið aflífuð í sláturhús- um! En margt gerðist á skammri stundu og það einnig, að hvalavaðan tvístraðist og að- eins þrír hvalir létu lífið. Eftir hvalskurð, sem fram fór undir léiðsögn Færeyinga, var kjöt- inu komið fyrir á Dvalarheimili aldraðra sjómanna en sökum fyrrnefnds banns var síðan ákveðið, að það skyldi malað í verksmiðju. SAMVINNUTRYGGJENDUR 40 ÞÚSUND f landinu eru 40 þús. manns, sem kosið hafa að tryggja eig- ur sínar hjá Samvinnutrygging um, sem stofnaðar voru fyrir 20 árum og hafa endurgreitt við- skiptavinum sínum yfir 60 millj. kr. En þetta samvinnu- starf hefur þó gert meira, því með stofnun þess var brotið blað í tryggingarmálum, öllum almenningi til hagsbóta. For- ganga Samvinnutrygginga um nýjungar hefur leitt önnur tryggingafélög á sömu braut í ýmsum greinum. VONDIR MENN f VEST- MANNAEYJUM Síðan félag sjónvarpsáhuga- manna í Vestmannaeyjum opn- aði eyjarskeggjum leið til að horfa á það dátasjónvarp frá Keflavík, sem Reykvíkingar og nágrannar hafa horft á undan- farin ár, sér og sínum til sálu- bótar og börnum sínum til upp fræðslu — kom babb í bátinn. Eyjarskeggjar höfðu ekki leyfi til slíks og varðaði verknaður þeirra við Iandslög. Réttarhöld fara nú fram og er málið tví- þætt. Annars vegar mál Ríkis- útvarpsins gegn Félagi sjón- varpsáhugamanna fyrir að nota magnara og loftnet á Stóra- Klifi við sjónvarp og í öðru lagi er svo mál Pósts og síma á svip uðum grundvelli byggt. Mörg- um þykir málareksturinn skrít- inn og telja illt ekki of gott fyr- ir Vestmannaeyinga þótt vondir séu! GARÐYRKJUSKÓLI Á NORÐURLANDI Almennri garðyrkjukunnáttu mun hafa hrakað á Norðurlandi hin síðari ár og er liún „í lág- Mí marki“ um þessar mundir. Leið beiningaþjónustu vantar í þess- ari grein, en ennþá er víða fyrir hendi vilji á því, að auka garð- yrkjuna, enda er liún mikil bú- bót, heimilisprýði og hreint menningaratriði, jafnvel sálu- bót. Á síðustu tímum mikilla uppgripa, stórra happdrættis- vinninga og hins hrifsandi hug- arfars á sviði fjármála hefur garðyrkjan orðið útundan. Þessa sumarmánuði á opinber nefnd að . rannsaka skilyrði fyrir stofnun garðyrkjuskóla á Akureyri eða í grennd. Mun til þess ætlazt af æðstu valdamönn um, að málið verði svæft um óákveðinn tíma — og það verð- ur gert nema til komi ákveðinn vilji Norðlendinga um stofnun slíks skóla. . I KILI SKAL KJÖRVIÐUR Hin mikla iðn- og sölusýning í Laugardal hefur ofanrituð eink unnarorð. Þátttakendur eru 140 talsins, en sýningunni er skipt í 12 deildir, sem samtals ná yfir 3 þús. fermetra svæði. Félag ísl. iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna standa að sýn- ingunni, en Bjami Björnsson er formaður sýningarnefndar. Sýn ing þessi er talin kosta um 7 millj. króna. Tilgangur sýning- arinnar er sá, að vekja athygJi og áhuga landsmanna á íslenzk um iðnaði. Ráðgerðar eru hóp- ferðir hvaðanæva af landinu á iðnsýningu þessa. (Framhald á blaðsíðu 5.) ÞORSKURINN ÚT- TROÐINN AF SÍLD Raufarhöfn 2. sept. AUtaf er sæmileg og jafnvel ágælur þorskafli hér og þorskurinn er úttroðinn af hafsíld hér í flóan- ujn. Hér norður, 80—100 mílur, hefur verið lóðað á síld á stóru svæði, en síldin er gisin og held ur sig djúpt. Vonir standa til, að þetta geti lagazt og þarna orðið einhver veiði. Komin eru í bræðslu nær 43 þús. tonn og tæplega 53 þús. tunnur í salt. Hjá Norðursíld h.f. hefur verið saltað í 12114 tunn- ur, Borgum 10900 og hjá Óðni 8100 tunnur. H. H. Síldarbræðsla og söltun á Þórshöfn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.