Dagur - 28.09.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 28.09.1966, Blaðsíða 2
2 , Ný sfelna skilyrði lyrir viðunandi hagvexfi v segir í skýrslu Efnaliagsstofnunar til Hagráðs Með Freyfaxa komust sementsflutningarnir í betra liorf. (Ljósm.: E. D.) Hefur Brasilía leyst kynþátfavandamáfin ÞEIRRAR skoðunar er að minnsta kosti Brasilíumaðurinn Gilberto Freyre, félags- og mannfræðingur, sem hefur um langt skeið rannsakað kynþátta mál í heimalandi sínu og ann- ars staðar. Nú síðast hefur hann samið skýrslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar um ástandið í heima- landi sínu. Hún var lögð til grundvallar á ráðstefnu um að- skiinaðarstefnu í kynþáttamál- um, sem haldin var í Brasilíu um síðustu mánaðamót. Freyre viil sýna fram á, að fleiri lausn ir sé hægt að finna á kynþátta- vandamálunum en aðskilnaðar- stefnu eða „apartheid". í Brasilíu ríkir kynþátta-lýð ræði, segir hann. Evrópumenn, indjánar, svertingjar, Japanir og blendingsfólk af þessum þjóð ernum og kynþáttum býr hlið við hlið sem Brasiliumenn og telur sig fyrst og fremst vera Brasilíumenn. Sambræðsla hinna ýmsu kyn þátta hefur sett sérkenni sín á list, tónlist, mataræði og íþrótt ir. Evrópuáhrifin eru minni en áður. í þess stað er lögð áherzla .á hið upprunalega í hverjum kynþætti. Gamlar erfðavenjur koma aftur í Ijós og menn eru farnir að vera stoltir af og sér meðvitandi um sérkenni kyn- þáttanna. Stoltir af Afríkuupp- runa sínum eða indjánaættum sínum. En um leið stoltir af því að vera Brasilíumaður. Svört Guðsmóðir. „Næstum sérhverjum Brasilíu manni finnst — hvort, sem hann er af blönduðu, norrænu, semítisku eða japönsku ætt- emi —, þegar hann skrifar á portúgölsku, þegar hann dans- ar evrópiska dansa, þegar hann leikur hina brezku knattspyrnu, þegar hann syngur, þegar hann málar, og einnig þegar hann biðst fyrir á latínu, að það sé eitthvað afríkanskt og indjánskt í sér“, segir Freyre. Því er eðlilegt, að listamenn N.K. FIMMTUDAG hefst Meist aramót Akureyrar í frjálsum íþróttum. Verður þetta þriggja daga mót og lýkur á laugardag. Á fimmtudag hefst keppnin kl. 18.00 og verður þá keppt í þess- um greinum: 100 m. hlaupi, kúluvarpi, 400 m. hlaupi og 4x100 m. boðhlaupi. Á föstudag byrjar keppnin á Brasilíu skapi myndir af dýrð- lingum, Guðsmæðrum og engl- um, sem eru svört, brún, gul og ekki bara hvít. Eins og á öðrum sviðum hefur hér gerzt nýtúlk- un í samræmi við staðhætti í Brasih'u. Fyrir 30 árum var talið óhugs andi að bjóða útlendingi að snaéða Afríkuættuðu þjóðarrétt ina feijoada, vatapé og kauru. Nú er í tízku að gera það. Nú á dögum notar Brasilíu- maðurinn oft hengirúm í stað venjulegs rúms. Foreldrar hans og foreldrar þeirra gerðu það ekki — þólt það sé heilsusam- legra í loftslagi Brasilíu —, því siðurinn er kominn frá indján- um. „Hlnn sæli b?,starSur“. Freyre vísar til brezka blaða Fataverksmiðjan Fífa lögð niður VIÐ fengum um helgina iþrótta heimsókn. Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki heim- sótti Völsunga. Var hér um að ræða knattspyrnumenn, 4. flokk drengja og fyrsta flokk karla. Urslit urðu þau, að Völsungar sigruðu í fjórða flokki með 3:1, og í fyrsta flokki með 6:0. Fataverksmiðjan Fífa á Húsa vík hefur verið lögð niður. Þar unnu flest 20 konur. Þetta þykir okkur miður gott því mörg heimili nutu verksmiðjunnar hvað vinnu snertir. En margar konur unnu þar, sem naumast voru færar um mjög erfið störf og drýgðu tekjur heimilanna við saumaskapinn. En iðnaður- inn á nú í vök að verjast vegna óheppilegrar efnahagsþróunar í landinu. Þ. J. sama tíma og verður þá keppt í 200 m. hlaupi, kringlukasti, lang stökki og 800 m. hlaupi. Á laugardag hefst keppnin kl. 14.00 og verður þá keppt í 7 greinum: 1500 m. hlaupi, spjót- kasti, hástökki, 110 m. grindar- hlaupi, stangarstökki, 3000 m. hlaupi og 4x400 m. boðhlaupi. (Frá FRA) mannsins, sem mótaði hugtak- ið „hinn sæli bastarður" um íbúa Gíbraltar, þar sem enginn kynþáttur er öðrum æðri. Brasilíumaðurinn er einnig „hinn sæli bastarður“, segir Freyre. Jafnvel þegar hann er vannærður, sjúkur og fátækur, er hann yfirleitt laus við van- metakennd út af kynþætti sín- um. Hvers vegna hefur Brasilía náð svona langt? Freyre álítur, að ein af ástæð unum sé sú mynd, sem þræla- haldið tók á sig í heimalandi hans. Þótt ótrúlegt megi virð- ast, skapaði þetta ólýðræðislega fyrirbrigði góð skilyrði fyrir lýð ræði. Þrælahaldið var nefnilega föðurlegt. Þrælarnir voru hluti fjölskyldunnar og fengu þannig sífellt betri félagsleg, efnahags- leg og menningarleg skilyrði. Blendingshjónabönd voru al- geng, og stéttaskiptingin var mikilvægari en kynþáttaskipt- ingin. Rómversk-kaþólska kirkj an hafði mikil áhrif og studdi samrunann. □ - HÉRAÐSSÝNINGIN (Framhald af blaðsíðu 1) hefðu þá flestir nokkuð að keppa að. Og þótt einstaklings- sýningar hefðu takmarkað gildi, leiddu þær margt í ljós. Hins vegar væri nú að því unnið, að koma upp búfjárræktarstöðv- um, þar sem kynbótahrútar væru afkvæmaprófaðir. Yrði það hin mesta framför í sauð- fjárræktinni. Síðan fór ráðu- nauturinn inn á hin arfgengu svið sauðfjárins, eiginleika þess, kosti og galla, og lýsti því hvernig kindur ættu að vera. Þá lýsti hann dómum en hafði áður skýrt á hverju þeir grund völluðust að þessu sinni. Beztu hrútarnir voru leiddir, einn og einn á útisýningarsvæð ið og veittu menn þeim góða athygli. Síðar verður væntanlega unnt að segja meira frá héraðs- sýningu þessari. □ Annar úrslitaleikur SL. sunnud. léku Keflvíkingar og Valur til úrslita í íslandsmót inu í knattspyrnu, I. deild. Leik- ar fóru svo eftir venujlegan leik tíma að jafntefli varð 1:1. Var þá leikið áfram í 30 mínútur, og varð enn jafntefli 2:2, og verða liðin því að leika að nýju. f NÝLEGA útkominni skýrslu Efnabagsstofnunarinnar til Hag ráðs, sem mjög er til umræðu í blöðum um þessar mundir segir meðal annars, að íslenzk efna- Iiagsþróun byggist nú: „. . . . að mjög takmörkuðu leyti á þeirri Iiagnýtingu tækni og skipulags í öllum greinum og þeirri markvissu leit að tæki færum, sem einkennir atvinnu- líf þróaðra iðnaðarþjóða. Það skiptir miklu að á þessu verði breyting, því þess er ekki að vænta, að ört vaxandi verðmæti haldi áfram að skila sér á land án teljandi frumkvæðis og skap andi undirbúnings, hvorki í auknum sjávarafla né í kjörum heimsviðskiptanna. Hin hag- stæðu ytri skilyrði eru nú tekin að breytast til hins verra og hin nýja fiskveiðitækni hefur þegar skilað mestu af þeim árangri, sem af henni er að vænta. Ef ná á viðunandi hagvexti í fram tíðinni, verður í æ ríkara mæli en verið hefur hingað til að marka þá stefnu í málefnum hinna einstöku atvinnugreina, sem grípi til róta þeirra megin- vandamála, sem þær standa frammi fyrir, jafnframt því, sem fyrirtæki jafnt sem opinberir aðilar leiti með markvissum hætti þeirra tækifæra, tækni og skipulags sem bezt eru til hag- nýtingar. Margvíslegra athug- ana og aðgerða er þörf til að - ORLOFSHEIMILI (Framhald af blaðsíðu 1). eiginlegra nota. Næstum sjálf- gerðir leik- og íþróttavellir eru hjá Illugastöðum. Eitthvað af jörðinni mun þegar hafa verið tekið til skógræktar og fylgii' sá hluti ekki með í kaupunum. Eigandi Illugastaða er Sigurð- ur O. Björnsson prentsmiðju- stjóri á Akureyri. Líklegt var talið á mánudaginn, að kaup- máli yrði undirritaður í gær, þriðjudag. □ - SÍLDARAFLINN (Framhald af blaðsíðu 1) Löndunarstaðir. Reykjavík 32.008 Iestir Siglufjörður 17.488 — Hjalteyri 8.567 — Hrísey 205 — Húsavík 4.260 — Þórshöfn 1.940 — Borgarfjörður eystri 3.604 — Mjóifjörður 1.095 — Eskifjörður 36.628 — Fáskrúðsfjörður 25.076 — Breiðdalsvík 3.146 — Bolungarvík 6.634 — Ólafsfjörður 6.150 — Dalvík 489 — Krossanes 14.034 — Raufarhöfn 50.327 — Vopnafjörður 14.953 — Seyðisfjörður 101.539 — Neskaupstaður 57.054 — Reyðarfjörður 20.259 — Stöðvarfjörður 4.907 — Djúpivogúr 5.596 — þetta megi verða. Umfram allt þarf þó jafnvægisástand að kom ast á, sem tryggi stöðugt verð- lag, hófstillingu í tekjuþróun, skynsamlega ráðstöfun verð- mæta og trausta viðskiptahætti, svo að fyrirtækjum gefist kost- ur á að starfa á grundvelli fram sýnna áætlana.“ Eins og glöggt kemur fram í framanskráðu, er ný stefna í efnahagsmálum talin grundvali arskilyrði fyrir viðunandi bag- vexti á komandi árum. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ur, Jóhann Halldórsson Krist- nesi ritari og Aðalsteinn Karls- son Húsavík gjaldkeri. AFMÆLI — KOSNINGAR — BRAUTRYÐJENDUR Hálfrar aklar afmæli Framsókn arflokksins og alþingiskosning- arnar, sem í liönd fara á næsta vori, settu að sjálfsögðu nokk- urn svip á þingið, umræður þess og meðferð mála. Meðal fulltrúa, sem þarna mættu, var einn af elztu brautryðjendum flokksins, Jón Sigurðsson í Yzta-Felli. Jón er enn ungur í anda, þótt kominn sé á efri ár, og ræddi jöfnum höndum minn ingar fyrri tíma og verkefni komandi ára. Hann var efsti maður á Iandslista Framsóknar flokksins (við landskjör) haust ið 1926, en þær kosningar eru enn mörgum minnisstæðar. Kosning fór fram fyrsla vetrar- dag og hamlaði ófærð víða kjör sókn í sveitum, en lítið var þá um akvegi og farartæki þau, er nú tíðkast. Svipmikill málflutn ingur Ketils Indriðasonar á Fjalli vakti einnig athygli á þinginu, en liann var eins og Jón, einn hinna vöskustu for- göngumanna flokksins hér á Norðurlandi, meðan flokkurinn var að ryðja sér til rúms og álirifa hér í íslenzkum þjóð- málum. ENN UM HUNDAHALD Enn hefur verið kvartað um hundahald hér á Akureyri. Lítil stúlka, sem liundur beit, leit inn á skrifstofur blaðsins í fyrradag og sagði sögu sína. Ilundahald var bannað á Akureyri fyrir nokkrum árum — með undan- tekningum þó. Þær undantekn- ingar eru orðnar bæði margar og ástæðulausar og kemur að því fyrr eða síðar, vegna sícnd- urtekinna umkvartana, að handahald verði bannað með öllu. Því miður er útlit fyrir, að beðið verði eftir alvarlegum slysum til að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þessu efni. Slíkt er þó óþarft og væri nær að banna hundahald með öllu og það hið fyrsta, þar scm nú Iiggur fyrir, að hundaeigendur gæta ekki hunda sinna og mörg smáslys og leiðindi hafa af hundahaldi hlotizt. Meistaramót Akureyrar í frjálsum íþróttum hefst n.k. fimmtudag kl. 6 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.