Dagur - 28.09.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 28.09.1966, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Bitstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON íný Stefánsdótfir frá Möðrudal Fædd 2. des. 1«92 - Dáin 1$. ágúst 1966 KVEÐJA Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Preutverk Odds Bjömssonar h.f. Atvimiujöfnunarsjóður og Norðurlandsáætlunin EINS OG kunnugt er voru á síðasta Alþingi sett ný lög um svonefndan Atvinnujöfnunarsjóð, en gömlu lög- in um Atvinnubótasjóð jafnframt úr gildi numin. Þessi nýju lög eiga þegar að vera komin til fram- kvæmda, og þingið, sem samþykkti lögin, kaus sjö menn í stjórn sjóðsins. f fyrstu grein laganna segir svo: „Hiutverk Atvinnujöfnunarsjóðs er að veita lán til framkvæmda í þeim landshlutum, þar sem brýn þörf er fjölbreyttara atvinnu- og athafnalífs og skilyrði eru til arðbærra fratn- kvæmda, er séu til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og koma í veg fyrir að björgulegar byggðir eða byggðarlög fari í eyði“. í sjöttu grein segir svo: „Stjórn sjóðsins lætur gera áætlanir og und- irbýr lánaákvarðanir með aðstoð Efnahagsstofnunarinnar. Skal láta fara fram skipulagðar rannsóknir á atvinnuástandi, samgöngmn og menningarmálum einstalua byggðar laga og landshluta. Á þessum ránn- sóknum skal reisa áætlanir um frain- | kvæmdir, er að dómi sjóðsstjórnar beri helzt að styðja með lánveiting- um og styrkjum. — Áætlanir þessar skulu jafnan gerðar í samráði við i hlutaðeigandi sýslunefndir, bæjar- stjórnir og hreppsnefadir og aðra þá aðila, er sérstakra hagsmuna hafa að í gæta í þessu efni“. Telja verður, að lög þessi stefni í íétta átt, og komi þar fram nokkur árangur af málflutningi á þessu . sviði á mörgum undanförnum árum, innan þings og utan. Á það hefur i raunar verið bent, að fjárráð sjóðsins samkvæmt lögunum muni reynast allíof lítil og tekna til hans aflað á , fremur óviðfeldinn hátt. Samt er hér um að ræða starfsemi, sem ætti að geta gert gagn, meira eða minna, eítir því hvernig fjárhagurinn reyn- ist eða livernig á verður haldið til eflingar landsbyggð, sem nú á undir biigg að sækja. Fyrir Norðlendinga er sérstök ástæða til að gefa gaum að því, sem nú fer fram í þessu sambandi. Talið ' er, að Norðurlandsáætlun sú, sem nú er að unnið, muni talin til áætl- ana samkvæmt 6. grein laganna og verði lögð fyrir sjóðsstjórnina. Yrði þá lánveitingtnn og styrkjum til upp bvggingar á Norðurlandi væntanlega hagað með hliðsjón af henni. Þeir aðilar, sem rétt hafa til íhlutunar um |>essi mál, svo sem sveitastjórnir, sýslunefndir o. fl. þurfa að vera vel á verði. Ennfremur þeir, sem vmis- konar framkvæmdir hafa með hönd- um og njóta ættu stuðnings lijá At- vinnujöfnunarsjóði, þurfa að senda sjóðsstjórninni umsóknir sínar. □ HRÓÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR frá Möðrudal andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. ágúst sl. eftir langa van- heilsu. Möðrudalur á Fjöllum á sér langa og merkilega sögu, og hafa margir orðið til að skrifa um þann stað bæði fyrr og síð- ar, enda hefur Möðrudalur kom ið víða við sögu og löngu fengið á sig þjóðsagnablæ. Lengi hafði sama ættin búið í Möðrudal, en rétt fyrir 1880 kom ungur maður, Stefán Ein- ai’sson frá Brún á Jökuldal til Möðrudals og kvæntist einni systurinni í Moðrudal og hóf búskap þar. Sambúð þeirra var stutt, hún dó af barnsförum árið 1876. Ári síðar kvæntist Stefán í annað sinn Arnfríði Sigurðardóttur frá Ljósavatni í Suður-Þingeyjarsýslu. Þaubyrj uðu búskap í Möðrudal stuttu síðar og bjuggu þar mesta rausnarbúi í tæpa 4 áratugi. Stefán hafði langað til að mennta sig eitthvað og með það í buga fór hann til Danmerkur að læra handiðn því hann var mjög hneigður fyrir smíðar. En fijótt hvarf hann frá því námi og tók að kynna sér búskapar- háttu bæði í Danmörku og Noregi. Heimkominn frá því var hann mjög vel undirbúinn að hefja búskap og Möðrudalur með sitt mikla landflæmi bauð upp á ótal tækifæri framgjörn- um og áræðnum manni. Síðar fór Stefán til Kanada og dvaldi þar í þrjú ár og kynntist af- komu og búskap Vestur-íslend inga þar. Þetta var gott veganesti fyrir framgjarnan og stórhuga mann og um skeið var liann talinn fjárflesti bóndinn á Austur- landi. Börn þeirra Arnfríðar og Stefáns voru sex, öll vel gefin og mannvænleg. Þau voru öll sett til einhverra mennta og unnu svo í heimilinu hjá foreldr um sínum um árabil. Möðru- dalsheimili bar það með sér á' síðustu 10 búskaparárum Stef- áns að mikil fjárhagsleg vel- megun ríkti þar, þá'unnu fjög- ur börn Stefáns ennþá í heim- ilinu öll ógift. Á sumrin var margt af vandalausu fólki því Stefán var þá með marga skóla pilta sem kaupamenn, og auk þess kaupakonur og nokkra unglinga til snúninga. Mun láta nærri að heimilisfólkið á sumr- in hafi verið um 20 manns þegar flest var. Af þessu skapaðist mikill ævintýraljómi um Möðru dalsheimili og sumt af þessu kaupafólki vann þar sumar eft- ir sumar. Stefán var ágætur húsbóndi (þótt hann væri geð- stór), hann gaf sínar ákveðnu fyrirskipanir hvern dag og út af því var aldrei brugðið, nema ef veður spilltist mjög yfir dag- inn. Sjálfur vann hann ekki við heyskap, en fylgdist þó vel með öllu sem gerðist, en systkinin voru ætíð með kaupafólkinu í heyskaparstörfum og öðru því sem gera þurfti á heimilinu. Ekki gat hjá því farið að mik il glaðværð ríkti í MöðTudal á sumrin á meðan allt þetta unga fólk dvaldi þar. Húsbændurnir drógu heldur ekki úr því að allir gætu skemmt sér á hvíld- ardögum og notið sem bezt frjálsræðis í öllum frístundum. Hestar voru margir og góðir á heimilinu og velkomnir til út- slíku. Gestagangur var oft mik ill á helgum því allir þekktu reiðartúra, ef óskað var eftir gestrisni og höfðingsskap þeirra Möðrudalshjóna og barna þeirra. Svo urðu alltaf einhverj ir til að fylgja gestunum úr hlaði þegar halda þurfti heim til sín eftir skemmtilegan dag. Svona leið hvert sumarið af öðru í starfi, gleði og söng. Flest mun það kaupafólk, sem þar var, hafa átt mjög ljúfar endur minningar um dvöl sína í Möðrudal. Hin víðfeðma slétta og fagri fjallahringur mótaðist í huga þess, samfara hlýrri vin áttu allrar fjölskyldunnar á heimilinu. Það fór sem farfugl- ar á haustin fullt af bjartsýni á lífið og þolbetra til að takást á við erfiðleikana í náminu og öðru mótdrægu sem að hönd- um bar. Á þessu heimili og í þessu andrúmslofti ólst Hróðný Stef- ánsdóttir upp. Hún var yngsta barn foreldra sinna og í miklu eftirlæti hjá þeim báðum. Sér- staklega tók faðir hennar miklu ástfóstri við hana og mun hafa veitt henni allt sem hún bað hann um. Hróðný líktist föður sínum um margt og var mjög fáskiptin við alla og mjög dul svo erfitt var að vita hvort henni líkaði betur eða verr. Þeg ar unga fólkið var að skemmta sér þá var hún sjaldan með, nema ef spilað var á hljóðfæri og sungið, þar var hugur henn- ar alveg óskiptur. Hún fékk snemma áhuga fyrir því að læra á orgel og var hún tvo vetur við slíkt nám, fyrst á Vopnafirði og svo í Reykjavík. Að því námi loknu var henni gefið hljóðfæri og mun það hafa verið hennar mestu ánægjustundir að grípa í það. Öll verk vann hún af ein- stakri vandvirkni og skyldu- rækni og þar var ekki Um hlé- drægni að ræða. Haustið 1915 fór Hróðný í Kvennaskólann á Blönduósi og var þar þann vetur. Hún mun hafa notað tíma sinn vel þar, enda var hún alla ævi mikil hannyrðakona og hafði mjög góðan smekk á því sviði. Árið 1916 varð örlagaríkt fyr- ir Möðrudalsheimili. Stefán bóndi hafði ætíð verið sá mað- ur sem þar var mest leiðandi og ekki sízt á vetrum, ef harðindi og ótíð steðjuðu að. Hann tefldi stundum djarft með ásetning en hann hafði líka sterka ábyrgðar tilfiiiningu og var úrræðagóð- ur, ef í harðbakka sló. Þessi vet ur var harður frá byrjun til enda og reyndi því mikið á glöggt auga og góða stjórn. En í febrúarmánuði veiktist Stef- án af skæðri lungnabólgu og eftir viku var hann dáinn. Þetta var mikið áfall fyrir alla fjölskyldu Stefáns, en þó langmest fyrir Hróðnýju dóttur hans, sem elskaði föður sinn umfram alla aðra menn og mun hún mest hafa harmað það að geta ekki verið við dánarbeð lians. Eti þó hún tregaði föður sinn mikið þá bar hún það ekki utan á sér. Hún var ung og lífið framundan. Innan skamms var hún aftur virkur þátttakandi í störfum heimilisins. Sumarið 1917 giftist Hróðný Sigurði Haraldssyni frá Ranga- lóni Jökuldal, glæsilegum og gáfuðum manni. Þau höfðu kynnzt þegat- hann var kaupa- Áhril aukins frjáisræðis á rekslur lyrir- tækja í Sovélríkjunum maður í Möðrudal á 'sfnum skólaárum. Þau Hróðný og Sig urður byrjuðu búskap í Möðru- dal, fluttu eftii 2 ár þaðan að Rangalóni og stuttu síðar í Stuðlafoss á Jökuldal. Gestrisni var mikil á þeirra heimili. Hall dór Laxnes minnist þess í bók sinni „Dagleið á fjöllum“ hvað vel var tekið á móti honum og ferðafélögum hans þegar þeir komu hraktir og uppgefnir af Fljótsdalsheiði og niður í Stuðla foss. Það var komið fram á nótt, en þeir sáu Ijós og það bjargaði þeim til bæjar, og viðtökunum hefur hann ekki nógu sterk orð til að lýsa. Eftir 13 ára sveitabúskap flutt ist Sigurður Haraldsson með fjölskyldu sína til Akureyrar og hafa þau búið þar síðan. Þau eignuðust 5 börn sem upp kom ust. En árið 1947 urðu þau fyrir þeirri sáru sorg að missa son sinn í hinu mikla flugslysi sem varð þá hér út með Eyjafirði. Það var elzta barn þeirra, Stef- án, föðurnafn hennar, bráðvel gefinn maður sem kom sér alls staðar vel og lífið virtist blasa við. Þetta var mikið áfall fyrir bæði hjónin og ekki sízt fyrir Hróðnýju. Stefán bar föður- nafn hennar, og var henni eftir látur og umhyggjusamur. Skömmu eftir að þau hjón fluttust til Akureyrar varð Hróðný fyrir alvarlegri heilsu- bilun, sem hún fékk ekki bót á nema að litlu leyti. Margra ára vanheilsa og mikil hlédrægni varð þess valdandi að lífinu var eingöngu lifað inn an veggja heimilisins. Hún hafði mikið yndi af lestri góðra bóka og átti á þeim margra kosta völ á sínu heimili Efnileg og æskuglöð barnabörn hennar glöddu hana marga stund síð- ustu æviárin, og áttu þau óskipt an áhuga hennar og ástúð. Ég flyt eftirlifandi eigin- manni, börnum þeirra og öðr- um nánum vandamönnum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. B. H. JAFNAN er talið vandaverk að velja líflömbin, þegar að því kemur á haustin að taka lömb til slátrunar og velja hin úr, sem eiga að lifa og gefa bóndan um arð. í fræðsluriti Búnaðarfélags ís lands nr. 5 segir svo um val lífgimbra: Mesta áherzlu skal leggja á vaxtarlag og holdafar og þá einkum holdmikið bak, holdþétt læri og breiða og út- lögumikla bringu. Um vel byggða kind segir svo á öðrum stað: Höfuðið breitt, snoppan sver, flenntar, stórar nasir, jafn langir og sterkir kjálkar, breið- ar, fremur stuttar framtennur, sem mæta efragóm á fremstu brún, augun stór og augnaráðið skært. Fætur fremur stuttir, beinir, sverir og gleitt settir. Liðböndin í kjúkunum svo sterk, að kjúkuliðirnir verði ekki slakir. Hálsinn fremur stuttur, sver aftur við bóga en mjókkar fram, dálítið reistur með jöfnum halla frá herðum að hnakka, mjög sver á lirútum en mjórri á ám. Bringan breið, nær helzt um þverhönd framan við bógleggi fyllir vel út á milli þeirra og gerir breiðan, sléttan flöt neðan á brjóstkassanum aft an við bógana. Geislungarnir og rifin eiga að koma mikið út frá bringubeininu, svo að brjóst- kassinn verði hvelfdur, sívalur ALÞJÓÐA vinnumálastofnun- in, ILO, hefur birt í nýjasta hefti tímarits síns, Labour Review, niðurstöður rannsókn- ar á endurbótum þeim, sem ný- lega var kotnið á í Sovétríkj- unum til að fjörga atvinnulífið. Rannsóknin er byggð á „þeim upplýsingum, sem voru fyrir hendi“. Það var í september í fyrra sem Kosygin forsætisráðherra lagði fram tillögur, sem Æðsta ráðið og miðstjórn flokksins samþykktu síðati, undir yfir- skriftinni: „Endurbætur á og kindin mjög þykk að framan og hafi ekki slöður aftur við bógana. Herðarnar ávalar, mik- ið holdfyllt beggja vegna við herðakambinn og niður um síð- urnar. Bakið beint, breitt, kúpt ýfit- spjaldhryggnum og spjald- hryggurinn svo holdmikill, að þverhornin finnist eigi, þegar tekið er yfir hann með opinni greip. Bolurinn sívalur, fremur langur, en hupparnir þó ekki slakir. Holdgóð, bollöng kind gefur drýgra fall heldur en bol stutt, en sé bakið slakt, getur hún orðið lingerð og átt erfitt með allar hreyfingar. Forðast skal baggakvið. Malirnar breið- ar, ágætlega holdfylltar, mega halla aftur en ekki vera svo brattar, að kindin sýnist hokin. Lærin ágætlega holdfyllt, svo að krikinn fyllist sem bezt af kjöti og þéttur vöðvi nái niður að hæklum. Beztu föllin hafa stutta, vel vöðvafyllta útlimi, langan bol og breitt, vöðvafyllt bak. Skinnið rautt og þykkt og kindin fremur laus í því. Ullin hvít, þétt, þelmikil, með stuttu fremur fínu, gormhrokknu togi. Skemmtilegast er að litarháttur inn á fénu sé sem líkastur. Rétt er að forðast mókolótt fé. Gera þarf meiri kröfur til holdafars, vaxtar og ullar á hrútum en gimbrum vegna þess hve áhrif þeirra eru meiri á stofninn. □ stjórn iðnfyrirtækja með hjálp fullkomnari áætlanagerðar og aukins framtaks í iðnaðinum“. Endurbæturnar miða að því að nýta betur mannlegar og efnislegar auðlindir ríkisins. Þeim má skipta í tvennt. Ann- ars vegar er um að ræða betra skipulag í iðnaðinum sjálfum og hins vegar betri áætlanatækni. Skýrsla ILO fjallar fyrst og fremst um síðari flokkinn. Hún sýnir fram á, að fyrirtæki í Sovétríkjunum hafa öðlazt meira sjálfstæði. Fækkað héfur þeim atriðum, sem stjórnað er frá einni mið-stofnun. Áður var talið, að skyldur ríkisins fælu í sér 15—25 atriði eftir eðli starf- seminnar. Nú eru aðeins eftir átta atriði. Þau sýna, hvaða svið eru enn undir ríkiseftirliti, en þau eru: 6 Magn framleiðslunnar. • Vöruúrvalið í stórum drátt- um. • Heildarútgjöld til launa. • Afraksturinn og breytingar á gróða. • Tekjur og gjöld fjárhags- áætlunarinnar. • Magn fjárfestingar og röð framkvæmda á því sviði. • Grundvallaratriðin í nýtingu nýrrar tækni. • Afgreiðsla milli fyrirtækja á nauðsynlegustu hráefnum og tækjum. Víðtækar breytingar. Mikilvægari en fækkun mið- stýrðu atriða er að miðstýring- in hefur breytt svo um eðli, að það sé „næstum bylting" í ríki miðstýrðs efnahagskerfis. Áður hafði þetta hugtak ver- ið framarlega í áætlunarbú- skapnum. Það var höfuðmark- mið fyrirtækjanna og ákvarð- aði undirstöðuatriði eins og laun og verðlaun. Reynslan hefur hins vegar leitt i Ijós, að skipulagið hvatti ekki fyrirtækin ætíð til að fram leiða vörur, sem efnahagur landsins og neytendur höfðu mesta þörf fyrir. Oft takmark- aðist úrval neyzluvaranna. Oft framleiddu fyrirtækin lélegar vörur, sem engin eftirspurn var eftir og seldust því ekki. Einnig var tilhneigin til að nota óþarf- lega dýr hráefni. í stað þessa mælikvarða kem ur mælikvarði, sem sýnir magn seldra vara. Annað nýmæli er, hve mikil áherzla er lögð á hagnað og bætta tækni. Settar hafa verið nýjar regl- ur um, hvernig skipta eigi tekj- um fyrirtækis. Af hinum hreinu tekjum, sem eru eftir, þegar bú ið er að draga frá veltuskattinn, á að greiða toll til ríkisins sem „borgun fyrir notkun fastafjár- magns og lausafjármagns". Upp hæð tollsins er ákveðin mörg ár fram í tímann. Þessi tollur verð ur framvegis helzta tekjulind ríkisvaldsins, meiri en veltu- skatturinn og aðrir skattar. Ágóðahugsunin. Með þessu nýja formi á að hvetja fyrirtækin til að nýta fjármagn sitt á sem virkastan og hagkvæmastan hátt. E£ fyrir tækin auka afrakstur sinn ár eftir ár, halda þau eftir æ stærri hluta hins, því tollurinn til rík- isins er ákveðinn í eitt skipti fyrir mörg ár fram í tímann. Það se.m eftir er af afrakstr- inum, fer í þrjá sjóði. Hinn stærsti þeirra er notaður til að greiða forstjórum, starfsmönn- um og verkamönnum verðlaun. Meiri afrakstur skapar þannig aukin verðlaun. Annar sjóður er framleiðslu- þróunarsjóðurinn. Með aðstoð hans getur fyrirtækið lagt í fjár festingu, éndurbætur og nýj- ungar, án /íhlutunar ríkisvalds- ins. Þriðja sjóðinn á að nota til að þjóna félagslegum og menn- ingarlegum þörfum starfsfólks- ins og til íbúðabygginga. Tekjur hvers verkamanns byggjast á úmsömdum launum og á verðláúnum fyrir starfs- árangur lians sjálfs og fyrir árangur fyrirtækisins í heild. Hið eina, sem ríkið hefur enn bein áhrif á, er heildarupphæð grunnlauná fyrirtækisins. Með- allaun og.starfsmannafjöldi eru hins vegar ákveðin af fyrir- tækinu sjálfu. f Labout Review segir samt, að þrátt fyrir þetta sé mikil- vægi ágóðavonafinnaf lítið í Sovétríkjunum miðað við mark aðsbúskaparlönd. Sem dæmi um það má nefna, að einstök fyrirtæki geta ekki aukið af- raksturinn með því að breyta verði á afurðunum eða stunda markaðsrannsóknir. Þau geta ekki heldur farið út í fram- (Fx-atnhald á blaðsíðu 7.) VAL LÍFLAMBA Á HAUSTI FINNUR SIGMUNDSSON: RfMNATAL I-II Reykjavík. Rímnafélagið 1988. Á ÞAÐ hefur verið bent, að rímnakveðskapur íslendinga hafi verið beint framhald a£ söguritun þeirra, fornkvæðum og dönsum. Þykir sumum sem lækkað hafi risið á skáldmennt- inni, er fram liðu stundir, en ekki má þó vanmeta rímurnar. Sennilega er það þsim að þakka, að vér týndum ekki tung unni og fórum að tala álíka hrognamál og aðrar Norður- landaþjóðir. Geysileg er sú þekking og þjálfun í notkun kenninga og heita, sem rímna- kveðskapurinn hefur við haldið. Hann hefur gert þjóðina minn- ugri á fornt skáldamál, varð- veitt kjarnyrði og látið mönn- um leika á tungu hendingar, stuðla og höfuðstafi, sem fram til síðustu tíma hafa verið aðals einkenni íslenzkrar skáldlistar og gætt hana krafti og kynngi fram yfir galdur annarra þjóða. í rímunum lifði hinn forni hetju andi. Meðan þjóðin bjó við fátæk- legan bókakost þóttu í-ímurnar hin bezta skemmtun og fóru kvæðamenn um byggðir og sungu þær við raust. Seinna fóru áhrif þeirra dvínandi fyrir nýrri Ijóðalist og fegurri söng. En þrátt fyrir það geyma þær enn ylinn frá fortíðinni og margs konar góðgæti tungunn- ar, sem ekki má glatast. Þar var víða gripið í strenginn með til- þrifum. Rímurnar voru æfing í fjölbreytilegum háttum og hvers konar braglist. Að vísu var stundum glímt við svo dýra hætti að höfundunum varð það ofurefli. En samt hafa þessi átök við efni og form brýnt stál andans og gert menn orðfærari og athugulli á efnivið tungunn- ar. Ríman var sífelld iðkun og upprifjun skáldmálsins. Þetta hefur mönnum verið að skiljast betui- og betur, og með stofnun Rímnafélagsins 1947 var stigið stórt spor til aukins skilnings á mikilvægi þessarar bókmenntagreinatv Hefur félag ið á tæpum tuttugu árum gefið út tíu bindi gamalla rímna með ágætum formálum og skýring- um hinna færustu fræðimanna á þessu sviði, og má þetta heita stórvirki, þar sem félagið er að sjálfsögðu févana eins og flest útgáfufélög, sem gefa út merk- ar bækur. Er þó vonandi að þessu þarfaverki verði veitt vax andi athygli, svo að gott fram- hald geti orðið á rimnaútgáf- unni, því að ótæmandi verkefni er framundan. Einn af afkastamestu starfs- kröftum Rímnafélagsins hefur verið dr. Finnur Sigmundsson, fyrrverandi landsbókavörður, þessi iðjusami, gerhuguli og af- kastamikli fræðimaður, sem margt góðgæti hefur dregið fram í dagsljósið úr handrita- dyngj um Landsbókasaf nsins. Hann hefur gefið út fjögur bindi af rímum á vegum Rímna félagsins, auk þess sem hann hefur áður gefið út ásamt dr. Birni Þórólfssyni Olgeirs rímur danska eftir Guðmund Berg- þórsson í líku fox-mi. Nú kemur frá hans hendi mik ið og merkilegt rit: Rímnatal í tveim bindum og er þar að finna ómetanlega góða leiðsögn fyrir alla þá, sem vilja kynna sér hinn óþrjótandi orðabelg ís- lenzkra rímna. Hefur dr. Finn- ur unnið að þessu mikla riti mörg ár og er ssnnilega þaul- kunnugri þessu efni nokkrum I ^#N#'#'#'#N#V#'#S#S#'# Séra BENJAMÍN skrifar um bækur öðrum fslendingi, nema ef vera skyldi dr. Björn K. Þórólfsson, sem samið hefur ágætt x-it um rímur fyrir 1600. í fyrra bindinu er skrá yfir allar rímur, sem heimildir er um að ortar hafa verið og eru þær um 1050 að tölu. Hefur enn ekki verið px-entað nema tæpur fjórðungur þessara rímna og sumar í fátæklegum útgáfum, svo að auðséð er hvílíkt feikna- verk hér er óunnið. í Rímnatalinu, sem raðað er eftir heitum rímnanna, er fyrst getið höfundar, ef um hann er vitað, þá greind tala rímna í hverjum flokki, vísað til hand- rita og getið um útgáfur, ef til eru. Því næst eru birt upphafs- erindi fyrsta mansöngs og fyrstu rímu og stundum fleiri, ef ástæða þykir til og lauslega rakið efni rímnanna. Var það upphaflega ætlun höfundarins að rekja þetta með miklu ýtar- legra hætti, en honum varð það brátt ljóst, að með því móti mundi ritið verða óviðráðanlega stórt og verður því slík raan- sókn að bíða útgáfu sjálíra rímnanna. í síðara bindinu, sem er höf- undaskrá, er getið 480 rímna- skálda. Ennfremur eru þar nafnaskrár og skrár um rímur eftir því á hvaða öld þær eru ortar. Það er athyglisvert, að af þessum skáldaflota er um það bil helmingurinn af Norður- landi og hafa Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðar- sýla og Þingeyjarsýsla lagt til flest rímnaskáldin að tiltölu. Meðal rímnaskáldanna eru 16 konur og 60 prestlærðir mean. Helzt þykir mér það áskorta í þessum hluta ritsins, að ævi- ágripin séu mörg í stytzta lagi. Að vísu er um allmarga þjóS- kunna menn að ræða, sem næg ar heimildir eru til um annars staðar. En um suma þessa menn, sem ókunnari eru, hefði verið gaman að fá nokki-u iyllri gt-einargerð. Hefur hér hið sama vakað fyrir höfundinum og í rímnatalinu sjálfu, að gera ritið ekki of fyrirferðarmikið og erfitt til útgáfu, og hefur hann því sett sér þrengri takmörk að þessu leyti en æskilegast hefði verið. En þó að við hefðum gjarnan viljað fá meira að heyra er út- gáfa þessa merkilega rits stár- þakkarverð og hefur dr. Finnur unnið með henni mikið nyt- semdarverk íslenzkum fræðum. Verður það hlutverk annarra að byggja ofan á þá undirstöðu, sem hann hefur lagt. - KOMIÐ TIL SKÁTANNA í FÁLKAFELLI (Framhald af blaðsíðu 8). um. Hann lýsti því, hvað gert væri fyrir 12 ára drengi, sem fyrst kæmu inn í skátaregluna, hvaða verkefni biðu þeirra og hver árangur gæti orðið af starfi þeirra fyrir þá sjálfa og aðra, síðar. Skátar eiga einnig Skíðastaði, sem er tveggja bursta hús spöl-' korn vestan í fjallinu. Ætlun skátanna er, að búa til þá að- stöðu við Fálkafell og Skíða- staði, að þar verði hægt að halda foringjanámskeið fyrir norðlenzka skáta við heppileg skilyrði. En til þess þarf margs konar endurbætur að gera úti, miðað við tjaldbúðir, varðelda- svæði og leikvang. Þarna þarf einnig að rísa útikapella, helgi- staður skátanna. Á þetta allt minnti skátaforinginn á í ræðu sinni og fræddi viðstadda um margt í skipulagi og uppeldis- starfi hreyfingarinnar. Dagur óskar Skátafélagi Ak- ureyrar sem er fimmtugt á næsta ári til hamingju með bætta aðstöðu til starfa. Og um leið má minna á, að Akureyrar skátar hafa hvað eftir annað getið sér hið bezta orð fyrir dugnað og háttvísi og hlotið margs konar viðurkenningu fyr ir. Skipulag skátafélaganna er mjög sterkt og einstaklingamir vel þjálfaðir í ýmis konar stirf um. Skátarnir eru öðrum fúsari til hvers konar hjálparstarfa, enda oft til þeirra leitað í því efni. Uppeldi og starf er miðað við að þroska heilbrigða skap- gerð, drengskap og hæfni eirt- staklinganna. Á tímum upplausnar og upp- gjafar meðal ungs fólks, þykir skátastarfið hiS heppilegasta mótvægi, bæði mannbætandi og þroskandi. Gildir þetta jafnt um konur sem karla. I Skáta- félagi Akureyrar eru 170 virkir skátar, 40—50 í félagi eldri skáta og um 150 konur í félagi kvenskátanna. Q Hlaut 25 þús. kivgólf- teppi á Iðnsýningunai ENN EIN frú að norðan hlaut happdrættisvinning á Iðnsýn- ingunni á dögunum og var það Erla Bjömsdóttir frá Akuroyri. Verðlaunin voru 25 þús. kr. gólfteppi. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.